Kalt kínóasalat með hnetusmjörssósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega fljótlegu og einföldu köldu kínóasalati með hnetusmjörssósu. Salatið er fullkomið sem bæði kvöldmatur og hádegismatur og hentar vel í nestisboxið þar sem það er borið fram kallt. Það er stútfullt af góðu grænmeti og sósan er bragðmikil og góð og inniheldur hnetusmjör, sojasósu, hvítlauk, engifer, sesamolíu og hlynsíróp. Virkilega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Kikkoman og við notuðum sojasósuna frá þeim í sósuna. Sojasósan þeirra er okkar “go to” og við notum hana mikið í allskyns matargerð. Við erum því alltaf jafn spenntar fyrir því að vinna með þeim.

Hnetusmjörssósan er algjört lostæti og við elskum að nota hana í allskonar núðlurétti, salöt, tófúrétti og hrísgrjónarúllur. Fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum er ekkert mál að nota annað hvort tahini eða möndlusmjör.

Grænmetið sem við notuðum í þetta skipti var paprika, edamamebaunir, gulrætur, rauðkál, vorlaukur og kóríander. Það má að sjálfsögðu leika sér endalaust með það og nota það sem manni lystir. Þetta salat er einnig tilvalið til að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum.

Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Þetta er réttur sem við systur höfum verið með algjört æði fyrir í langan tíma. Endilega látið okkur vita í kommentunum hvað ykkur finnst!

Kínóa salat með hnetusmjörssósu

Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 20 Min: 30 Min

Hráefni:

  • 1 1/2 dl óeldað kínóa
  • 1/2 rauð paprika
  • 2 litlar gulrætur (eða 1 stór)
  • 2 vorlaukar
  • Sirka 1 dl af þunnt skornu rauðkáli
  • 1 dl edamame (passa að kaupa afhýddar)
  • fersk kóríander (magn eftir smekk, má sleppa)
  • Hnetusmjörssósa
Hnetusmjörssósa
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1 dl vatn
  • 1/2 dl KIKKOMAN soya sósa
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 cm engiferrót
  • 1 msk sesam olía
  • 1 msk hlynsíróp
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða kínóað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Sjóðið edamame baunirnar í vatni í 4-5 mínútur og setjið til hliðar og leyfið að kólna.
  3. Skerið í þunna strimla gulrætur, papríku, rauðkál, vorlauk og kóríander.
  4. Útbúið sósuna.
  5. Blandið öllu saman í stóra skál.
Hnetusmjörssósa
  1. Byrjið á því að hræra saman vatninu og hnetusmjörinu en það tekur smá tíma að ná því sléttu.
  2. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.
  3. Smakkið til með salti og pipar, en einnig má bæta við smá soyasósu ef hver og einn vill.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Færslan er unnin í samstarfi við Kikkoman-

 
 

Fljótlegt kartöflusalat með rauðu pestói

Uppskrift dagsins er af kartöflusalati með rauðu pestói, radísum, vorlauk, ristuðum furuhnetum, sítrónusafa og sítrónuberki. Kartöflusalatið er einstaklega fljótlegt og passar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með t.d. góðum grillmat.

Færsla dagsins er í samstarfi við Sacla á Íslandi og við notuðum rauða tómatpestóið þeirra í kartöflusalatið. Þessi uppskrift er jafn góð með rauðu og grænu pestói en við vorum í stuði fyrir það rauða í þetta sinn. Við elskum pestóin og sósurnar frá Sacla og erum alltaf jafn spenntar fyrirn því að fá að vinna með þeim.

Oft eru kartöflusalöt gerð úr soðnum kartöflum og majónesi, en við vildum breyta út af vananum og bökuðum kartöflurnar í ofni upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Eins slepptum við því alfarið að setja majónes í salatið og vildum hafa það aðeins léttara.

Í salatið settum við þunnt skornar radísur, vorlauk og ferska basiliku. Planið var að hafa klettasalat líka, en við gleymdum því. Ég get ímyndað mér að það komi mjög vel út í salatinu. Sítrónusafinn og börkurinn gefa salatinu mjög ferskt og gott bragð.

Ristuðu furuhneturnar gefa salatinu svo þetta extra “krisp.” Það má að sjálfsögðu skipta þeim út fyrir t.d. kasjúhnetur, valhnetur, graskers- eða sólblómafræ. Ég mæli þó mikið með að hafa eitthvað stökkt í salatinu.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin. Endilega skellið kommenti undir færsluna ef þið prófið.

-Veganistur

Kartöflusalat með rauðu pestói

Kartöflusalat með rauðu pestói
Höfundur: Helga María
Fljótlegt kartöflusalat með rauðu pestói, radísum, vorlauk, ristuðum furuhnetum, sítrónusafa og sítrónuberki. Kartöflusalatið er einstaklega fljótlegt og passar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með t.d. góðum grillmat.

Hráefni:

  • 1 kg af íslenskum kartöflum
  • Olía að steikja upp úr
  • Salt og pipar
  • 3/4 krukka af rauðu eða grænu vegan pestó frá Sacla
  • 1 poki af radísum (ca 125 gr)
  • 1-2 vorlaukar
  • Fersk basilika eftir smekk
  • 1 msk sítrónusafi
  • Börkur af hálfri sítrónu
  • Ristaðar furuhnetur eftir smekk
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn i 220°c.
  2. Skerið kartöflurnar í tvennt, stráið olíu, salti og pipar yfir og bakið á ofnplötu í 30 mínútur eða þar til þær hafa fengið gylltan lit og eru mjúkar í gegn.
  3. Skerið niður vorlauk og basiliku og sneiðið radísurnar.
  4. Leyfið kartöflunum að kólna aðeins og setjið þær svo í stóra skál ásamt pestói, grænmetinu, sítrónusafa og rifnum sítrónuberki.
  5. Ristið furuhneturnar í nokkrar mínútur á pönnu og passið að þær brenni ekki.
  6. Toppið salatið með ólífuolíu, furuhnetum, salti og pipar. Smakkið til hvort þið viljið bæta einhverju við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Sacla á Íslandi-

 
 

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega sumarlegu pastasalati. Þetta salat er virkilega bragðmikið og hentar fullkomlega á sumardegi, hvort sem það er í hádeginu, kvöldmat eða sem millimál. Salatið geymist einnig vel í kæli og er því tilvalið að eiga það til að grípa með sér.

Í salatinu eru alls konar hráefni sem saman gera það einstaklega bragðgott. Ég ákvað að nota stökka bacon bita en þeir eru bragðmiklir og innihalda vel af próteini. Síðan setti ég fetaost til að fá smá “creamy” áferð og milt bragð á móti beikon bitunum. Ferskjurnar bæta síðan við sætu og toppaði ég það síðan með ótrúlega bragðgóðri salat dressingu frá hagkaup sem er slgjört must.

Ég elska svona rétti sem hægt er að gera mikið af í einu og eiga afgang í nesti daginn eftir en þetta salat er einnig alveg fullkomið til að eiga í ísskápnum til að grípa í. Það geymist mjög vel og er gott í tvo daga í ísskáp eftir að það er búið til. Þetta er hinn fullkomni sumarréttur sem tekur enga stund að græja.

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu
Fyrir: 4
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 HourEldunartími: 12 Hour: 22 Hour
Virkilega sumarlegt og einfalt pastasalat með stökkum "beikon" bitum, ferskjum, vegan fetaosti, fersku grænmeti og hvítlauks vinagrette dressingu.

Hráefni:

  • 300 gr pastaslaufur
  • 150 gr vegan bac*n bits frá oumph
  • sirka 15 gr af vegan smjöri
  • 1 pakki vaxa salatblanda
  • 1 lítill kassi kirsuberjatómatar
  • 1/3 gúrka
  • 1/3 violife fetaosta kubbur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 2 þroskaðar ferskjur
  • 1 flaska hvítlauks vinagrette dressing frá stonewall kitchen

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningunum á pakkningunum. Kælið pastað vel með köldu vatni þegar það er alveg soðið.
  2. Steikið bac*n bitana upp úr vegan smjöri þar til þeir verða smá stökkir. Setjið til hliðar.
  3. Saxið salatið niður. Skerið gúrkuna, ferskjurnar og fetaostin í kubba. Skerið tómatana og tvennt og saxið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar.
  4. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið. Hellið sósunni yfir og hrærið vel saman við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin þar -

 
 

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætu köldu núðlusalati með einfaldri hnetusmjörssósu. Salatið er samansett af þunnum núðlum, þunnt skornu fersku gærnmeti og bragðmikilli sósu.

Færslan er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin hjá þeim. Við völdum “glass” núðlurnar frá santa maria í salatið þar sem þær eru örþunnar og einstaklega góðar í kalda rétti. Síðan fann ég Lima baunir í dós hjá þeim en þær hef ég ekki séð í öðrum búðum. Þær henta fullkomlega í asíska rétti hvort sem um er að ræða kalda eða heita rétti.

Hnetusmjörssósan er það sem gefur réttinum bragð en hún er ótrúlega einföld en mjög bragðmikil. Það er hægt að leika sér með aðeins með innihaldsefnin og gera sósuna sterkari eða mildari eftir því hvað hver og einn kýs. Það má einnig sleppa alveg chillimaukinu ef þið viljið hafa hana alveg milda.

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu
Fyrir: 4
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 15 MinEldunartími: 3 Min: 18 Min
Gómsætt kalt núðlusalat með bragðsterkri hnetusmjörssósu og fersku grænmeti.

Hráefni:

Hráefni
  • 1 pakki glass núðlur frá santa maria
  • Sirka 1 bolli af smátt sneiddu rauðkáli
  • 1 stór gulrót
  • 1/2 rauð papríka
  • 1/2 gul papríka
  • 2 litlir vorlaukar
  • 1/2 dós lima baunir (lima baunir eru grænar og þær má finna hjá niðursoðnum baunum í hagkaup)
  • hnetusmjörsósa (uppskrift hér að neðan)
  • 1 dl saxað ferskt kóríander (og aðeins meira til að bera fram með ef fólk vill)
  • 1 dl gróft saxaðar salthnetur
  • Lime til að bera fram með
Hnetusmjörssósa
  • 1 dl fínt hnetusmjör
  • 1 dl vatn
  • safi úr 1 lime
  • 2 msk sojasósa
  • 1 kúfull teskeið sambal oelek frá santa maria
  • 1 msk hlynsíróp
  • 1 msk sesamolía
  • 1 hvítlauksrif
  • sirka 1 cm af fersku engifer

Aðferð:

  1. Byrjið á að útbúa núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, en þá eru þær lagðar í bleyti í soðið vatn í 3 mínútur. Hellið vatninu af og skolið núðlurnar vel upp úr köldu vatni svo þær haldi ekki áfram að eldast.
  2. Skerið allt grænmetið niður í þunnar ræmur. Passið að skera gulræturnar extra þunnt.
  3. Skolið lima baunirnar vel.
  4. Útbúið sósuna, og hrærið öllu saman í stóra skál.
  5. Berið fram með söxuðum jarðhnetum, fersku kóríander og lime sneið.
Hnetusmjörssósa
  1. Byrjið á því að hræra saman hnetusmjörinu og vatninu. Best er að blanda saman 1 dl af hnetusmjöri við 1/2 dl af vatni mjög vel og bæta síðan restinni af vatninu út í og hræra vel saman.
  2. Rífið niður hvítlaukinn og engifer mjög fínt.
  3. Blandið restinni af hráefnunum saman við hnetusmjörið.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup -

 
 

Kúskússalat með hummus og ristuðum kjúklingabaunum

Í deilum við með ykkur uppskrift að kúskússalati bornu fram með gómsætum hummus og ristuðum kjúklingabaunum. Fullkomið að bera fram með góðu brauði eins og heimapökuðu pönnubrauði, vefjum eða pítubrauði.

Færsla dagsins er í samstarfi við Til hamingju og ég notaði kúskús og ristuð graskersfræ frá þeim í salatið. Við elskum vörurnar frá Til hamingju og notum þær mikið í matargerð og bakstur hérna heima.

Kúskús er virkilega þægilegt að nota í matargerð þar sem það krefst lítillar sem engrar fyrirhafnar. Mér finnst best að hella því í skál og hella sjóðandi vatni ásamt ólífuolíu og salti og leggja lok eða disk yfir. Ég leyfi því að standa í 10-15 mínútur og hræri aðeins í því þegar tíminn er hálfnaður. Kúskús er svo hægt að nota á allskonar vegu, t.d. í allskonar salöt, pottrétti og sem meðlæti.

Salatið sem ég gerði í þetta skipti inniheldur kúskús, tómata, papriku, gúrku, rauðlauk, grænar ólífur, ristuð graskersfræ, steinselju, vegan fetaost, ólífuolíu, sítrónusafa, salt og chiliflögur. Einstaklega gott og ferkst hvort sem það er borðað eitt og sér eða með hummus, ristuðum kjúkligabaunum og brauði eins og ég gerði.

Ég einfaldlega smurði hummusnum á stórt fat og toppaði með ristuðu kjúklingabaununum og kúskússalatinu. Svo toppaði ég með chiliolíu, ólífuolíu, reyktri papriku, kúmmin, salti, pipar og aðeins meiri steinselju. Ég bar þetta svo fram með Liba brauði sem ég steikti á pönnu. Dásamlega gott!

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur muni líka vel! <3

-Helga María

Kúskússalat með hummus og ristuðum kjúklingabaunum

Kúskússalat með hummus og ristuðum kjúklingabaunum
Höfundur: Helga María

Hráefni:

Kúskússalat
  • 3 dl kúskús frá Til hamingju
  • 4 dl vatn
  • 1 msk ólífuolía + meira til að hella yfir salatið seinna
  • sjávarsalt
  • 1,5 dl ristuð graskersfræ frá Til hamigju
  • 1,5 dl niðurskornir kirsuberjatómatar (ath að grænmetið og magnið sem ég nefni er einungis hugmynd um hvað er hægt að setja í salatið, það má velja bara það sem til er heima eða skipta út hverju sem er)
  • 1,5 dl niðurskorin gúrka
  • 1,5 dl niðurskorin paprika
  • 1,5 dl niðurskornar grænar ólífur
  • 1 dl niðurskorinn rauðlaukur
  • 1,5 dl niðurskorin steinselja
  • 1,5 dl vegan fetaostur
  • Salt og chiliflögur
Hummus
  • 3 dósir kjúklingabaunir skolaðar
  • 2 dl tahini (ég mæli með að kaupa ekta tahini frá t.d. Instanbul market. það er langbest að mínu mati)
  • 3 hvítlauksgeirar
  • Safi úr enni sítrónu
  • 1/2-1 tsk kúmmín (má sleppa)
  • Salt eftir smekk. Mér finnst gott að salta hummusinn vel
  • 2 klakar
  • ískalt vatn eftir þörfum. Mér finnst gott að hafa vatn með klökum og bæta við 1 msk í einu ef hummusinn er of þykkur. Það fer mikið eftir bæði tahini og merki á baununum hversu þykkur hann er.
  • Hlutir sem gott er að toppa hummusinn með: chiliolía, ólífuolía, meira kúmmín, reykt papríkuduft.
Ristaðar kjúklingabaunir
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 msk harissamauk
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1 tsk reykt papríka
  • salt og pipar
  • Olía

Aðferð:

Kúskússalat
  1. Hellið kúskús í stóra skál og hellið sjóðandi vatni yfir ásamt ólífulolíu og salti og leggið lok eða disk yfir. Hrærið í eftir sirka 5 mínútur og svo aftur þegar þið ætlið að bæta restinni af hráefnunum út í.
  2. Leyfið að kólna, bætið svo restinni af hráefnunum saman við og smakkið til með salti og pipar.
Hummus
  1. Skolið kjúklingabaunirnar og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefnunum. Bætið vatni við eftir þörfum á meðan matvinnsluvélin vinnur.
  2. Bætið við salti og kryddum eftir smekk.
  3. Smyrjið á fat og toppið með kúskússalatinu og ristuðu kjúklingabaununum.
Ristaðar kjúklingabaunir
  1. Skolið kjúklingabaunirnar í sigti og setjið í skál. Ég reyni að þurrka þær aðeins með viskastykki.
  2. Bætið harissamaukinu og kryddunum saman við.
  3. Steikið upp úr olíu í 10 mínútur eða þar til baunirnar eru orðnar stökkar að utan.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

-Uppskriftin er í samstarfi við Til hamingju-

 
 

Þeyttur vegan fetaostur með sólþurrkuðum tómötum, basilíku og möndlum

Í dag deilum við með ykkur fljótlegum og gómsætum rétti sem er fullkominn sem forréttur, smáréttur, millimál eða partýréttur. Þeyttur vegan fetaostur toppaður með allskonar góðgæti. Að okkar mati bestur borinn fram með nýbökuðu brauði eða góðu kexi.

Færsla dagsins er unnin i samsarfi við Violife á Íslandi og í uppskriftina notum við greek white ostinn þeirra sem minnir a fetaost og rjómaostinn. Ég passa að eiga þessa tvo osta alltaf til í ísskápnum því þeir eru svo hentugir. Rjómaostinn nota ég mikið á brauð, í súpur, sósur og í krem. Fetaostinn myl ég ofan á allskonar matrétti og sallöt. Að þeyta þá saman gerir kraftarverk og er svo dásamlega gott og hægt að toppa með þvi sem mann lystir.

Það tekur innan við 10 mínútur að setja saman þennan rétt. Ég elska allt sem er einfalt og fljótlegt og þetta er svo sannarlega bæði. Á sama tíma er rétturinn bragðgóður og skemmtilegur. Þetta er akkúrat eitthvað sem ég myndi bjóða uppá sem forrétt í matarboðinu eða skella þessu saman þegar ég fæ óvænta gesti og bera fram með góðu brauði og jafnvel víni.

Það er hægt að toppa ostinn með því sem mann lystir og ég hef prófað allskonar útgáfur. Það sem ég hafði í þetta sinn var:

  • Sólþurrkaðir tómatar

  • Basilíka

  • Ristaðar og saltaðar möndlur

  • Ólífuolía

  • Sítrónubörkur

  • Hlynsíróp

  • Chiliflögur

  • Salt og pipar

Ég vona að þið njótið og endilega látið okkur vita ef þið prófið að gera þeytta fetaostinn, hvort sem þið toppið hann eins og við eða prófið að gera hann öðruvisi. Við ELSKUM að heyra frá ykkur!

Þeyttur vegan fetaostur (miðaður sem forréttur fyrir 2-4)

Hráefni:

  • 1 pakki (200gr) greek white fetaosturinn frá Violife

  • 100 gr rjómaosturinn frá Violife (creamy original flavor)

  • 2-4 msk ósæt sojamjólk eða haframjólk - byrjið á 2 msk og sjáið hvort það þarf að bæta meiru við

  • 1 msk sítrónusafi

Aðferð:

  1. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er mjúk

  2. Setjið i skál og toppið með því sem ykkur þykir gott.

Ég toppaði með:

  • Söxuðum sólþurrkuðum tómötum

  • Söxuðum ristuðum og söltuðum möndlum

  • Saxaðri basilíku

  • Ólífuolíu og olíu frá sólþurrkuðu tómötunum

  • Sítrónuberki

  • Hlynsírópi

  • Chiliflögum

  • Salti og pipar

Magnið af hverju setti ég eftir smekk. Myndi fara varlega í sítrónubörkinn og sírópið og setja frekar minna fyrst og bæta svo við. Mér finnst líka gott að setja út á ofnbakaðan lauk og hvítlauk og ólífur.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel! <3

-Veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
 

Haustlegt kartöflusalat með Ceasar dressingu

IMG_9761.jpg

Ég held að það sé óhætt að segja að það sé komið haust og þar af leiðandi er fullt af fersku og góðu grænmeti í búðum akkúrat núna. Ég elska að gera góða rétti úr rótargrænmeti á haustinn og finnst það alltaf fylgjast haustinu á mínu heimili. Kartöflur eru eitt af þeim hráefnum sem er sérstaklega gott á haustinn að mínu mati og ef það er einhver matur sem ég held að ég gæti lifað alfarið á, þá eru það kartöflur. Ég bókstaflega elska kartöflur, hvort sem þær eru soðnar, ofnbakaðar, maukaðar í kartfölumús eða bara hvernig sem er.

IMG_9756.jpg

Einn af mínum uppáhalds réttum með kartöflum er kartöflusalat. Ég elska að hafa eitthvað í matinn sem passar með kartöflusalat til að geta haft það sem meðlætii. Þetta salat er engu líkt og það er svo gott að það er nánast hægt að borða það eitt og sér. Það má einnig bæta út í það t.d. linsubaunum og meira af salati og þá er það orðið máltíð út af fyrir sig. Ég hins vegar elska að hafa sem mest af kartöflum og sem minnst af einhverju öðru og ef ég á að segja alveg eins og er stelst ég oft í að setja afgang af salatinu ofan á brauð og borða það þannig.

IMG_9777.jpg

Salatið er einstaklega einfalt í undirbúningi, þar sem ég notast við Ceasar dressinguna frá Sacla Italia og þarf þar með ekki að krydda neitt aukalega nema mögulega setja smá salt. Það er þó best að smakka salatið til fyrst þar sem “reyktu bitarnir” eru einnig saltir.

IMG_9757.jpg

Hráefni

  • 500 gr kartöflur

  • Klettasalat, sirka 2 bollar

  • 2-3 litlir vorlaukar

  • 1 dl smokey bites frá Oumph

  • 1/2 dl ristaðar furuhnetur

  • salt ef þarf

  • 1/2 flaska vegan Ceasar sósa frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í bita, stærðin má vera eftir smekk, og sjóðið í um 10 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Ég hef hýðið á kartöflunum en það má að sjálfsgöðu taka það af.

  2. Saxið niður vorlaukinn og klettasalatið.

  3. Steikið reyktu bitana í nokkrar mínútur á pönnu, takið til hliðar og ristið síðan furuhneturnar á sömu pönnu þar til þær verða fallega gylltar.

  4. Leyfið öllum hráefnum að kólna aðeins.

  5. Blandið öllu saman í skál og hellið dressingunni yfir. Hrærið vel saman og smakkið til hvort að þurfi að salta aukalega.

-Njótið vel og takk fyrir að lesa.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi -

 
logo Sacla.jpg
 

Grillaðar samlokur með vegan kjúklingasalati

Góðan daginn kæru vinir.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af djúsí grilluðum samlokum með vegan kjúklingasalati og osti. Svo gott að ég gæti grátið!

DSCF1646.jpg

Uppskriftin er í samstarfi við Hellman’s. Vegan majónesið þeirra er eitt það allra besta á markaðnum og er fullkomið í góð sallöt og sósur. Mér finnst gott að eiga alltaf til krukku af majónesinu þeirra svo ég geti skellt í góða pítu- eða hamborgarasósu hvenær sem er. Já, eða þetta gómsæta vegan kjúkligasalat

DSCF1666.jpg

Ég er mikið fyrir majónessalöt og þetta tiltekna salat hefur oft slegið í gegn í mínum veislum og partýum. Ég hef borið það fram með góðu kexi og einn skammtur hverfur yfirleitt á nokkrum mínútum. Salatið er líka frábært í allskonar samlokur og langlokur og ég hef líka gert litlar vefjur sem ég sker niður í munnbita. Allt saman jafn gott!

Hugmyndin um að útbúa grillaðar samlokur með salatinu kom til mín í dag. Ég hafði fyrst hugsað mér að bera það öðruvísi fram fyrir færsluna, en lá svo í rúminu í morgun og fékk þessa hugmynd. Ég vissi ekki hvernig það kæmi út og dreif mig að prófa. Guð minn góður hvað ég er glöð að ég gerði það, ég hef ekki borðað jafn góða samloku lengi.

DSCF1682-2.jpg

Já ég get líka sagt ykkur það að ég gerði mér sérstaka ferð til Luleå, sirka klukkutíma frá mér, bara til þess að kaupa nýtt samlokugrill því ég vildi gera gómsætar samlokur sem minntu svolítið á grillað panini. Ég vildi fá þessar fínu rendur sem koma í þessum ákveðnu grillum. Ég veit að það er kannski svolítið galið, en ég sé svo sannarlega ekki eftir þessum kaupum.

DSCF1703.jpg

Ég hlakka til að heyra hvort þið prófið að gera þessar sjúlluðu samlokur og hvað ykkur finnst!

Hráefni:

Vegan kjúklingasalat með karrý

  • 1 pakki vegan kjúklingabitar

  • Olía til steikingar

  • 1 krukka vegan Hellman’s majónes

  • 1/2 dl vegan hrein jógúrt eða grísk vegan jógúrt

  • 1-2 dl saxaður vorlaukur. Ég setti um 1,5 dl

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 msk karrýduft

  • salt og pipar eftir smekk

Hráefni í 3-4 samlokur

  • 6-8 brauðsneiðar

  • 1 skammtur kjúklingasalat

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk

  • Vegan smjör til að smyrja samlokurnar að utanverðu (má sleppa)

Gott að bera fram með:

  • Kóríander

  • Pikluðum rauðlauk

  • Frönskum

Aðferð:

  1. Takið bitana úr frysti og steikið aðeins á pönnu uppúr smá olíu og salti. Bitarnir þurfa í raun ekkert að eldast mikið, bara í nokkrar mínútur þannig þeir séu orðnir mjúkir.

  2. Hellið þeim á stórt skurðarbretti og rífið í sundur með tveimur göfflum. Mér finnst þetta skipta miklu máli uppá áferðina á salatinu. Ég ríf þá ekkert alveg niður en ríf þá í sundur í þá stærð sem ég vil hafa bitana í stað þess að skera þá niður.

  3. Setjið bitana í stóra skál og bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.

  4. Leyfið salatinu að standa í ísskáp í allavega klukkustund. Þetta gerir það að verkum að salatið verður bragðmeira og betra. Eins og ég sagði hér að ofan er mjög gott að gera þetta snemma sama dag og þið ætlið að bera salatið fram eða jafnvel kvöldið áður.

  5. Smyrjið brauðsneiðar með smjöri að utanverðu

  6. Smyrjið salati á og dreifið rifnum osti yfir

  7. Grillið samlokurnar í samlokugrilli eða á pönnu þar til osturinn hefur bráðnað og brauðið fengið örlítið gylltan lit.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið!

-Helga María

-Þessi færsla er í samstarfi við Hellman’s á Íslandi-

 
Hellmann’s-Logo-2015.jpeg
 

Kjúklingabaunasalat með vorlauk og vínberjum

IMG_9662.jpg

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af ótrúlega gómsætu kjúklingabaunasalati. Við erum nú þegar með eina uppskrift af slíku salati hérna á blogginu sem heitir “betra en túnfisksalat” og er alveg ótrúlega gott en það sem ég elska við kjúklingabaunasalöt er hvað er hægt að gera þau á marga vegu. Þetta er eitthvað það þægilegasta sem hægt er að gera þegar von er á heimsókn og slær alltaf rækilega í gegn hjá mér.

Í þetta skipti er salatið í samstarfi við Oddpods en það er baunir sem koma tilbúnar til neyslu beint úr pakningunum. Þær koma þó ekki í niðursuðudósum líkt og baunir gera venjulega og þar af leiðandi ekki í neinum vökva, það gerir það að verkum að þær halda næringarefnum betur. Salatið inniheldur rauða papríku, vorlauk og rauð vínber og er það alveg svo ferskt og gott!

Á Instagram hjá okkur má einnig finna “REELS” myndband þar sem sést hversu auðvelt er að útbúa salatið.

IMG_9671.jpg

Hráefni:

  • 1 pakki kjúklingabaunir frá oddpodds

  • 1/2 dl niðursöxuð rauð paprika

  • 1/2 dl niðursaxaður vorlaukur

  • u.þ.b. 1 dl niðurskorin rauð vínber

  • 1/2 tsk paprikuduft

  • 1/2 tsk laukduft

  • 2 kúfullar msk vegan majónes

  • 1 kúfull msk vegan sýrður rjómi (má líka setja 1 msk í viðbót af majónesi í staðin)

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að stappa kjúklingabaunir gróft niður með kartfölurstappara eða gaffli.

  2. Saxið niður grænmetið og vínberin.

  3. Hrærið saman majónesið og sýrða rjómanum.

  4. Blandið öllu saman í skál og smakkið til með salti og pipar

-Njótið vel og endilega kíkið á REELS myndböndin okkar á Instagram :D

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi -

1592222828650.jpg

Döðlupestó og auðveldir pestó snúðar

Ég er alltaf mjög hrifin af fallegum ostabökkum þegar ég sé myndir af þeim og hefur mér lengi langað að prófa að gera svona bakka sjálf. Mér fannst því tilvalið að gera fallegan ostabakka með döðlupestó uppskrift sem ég er búin að vera að elska síðustu vikur. Þetta pestó er svo ótrúlega einfalt og það þarf engin sérstök tæki eins og matvinnsluvél eða slíkt til að útbúa það.

Ég ákvað kaupa alls konar vegan osta sem mér finnst góðir og hafa síðan ávexti, grænt pestó og ólífur líka. Þessi ostabakki kom ótrúlega vel út og mér finnst þetta vera fullkominn bakki til að bera fram í veislum eða bara þegar ég fæ vini í heimsókn.

Ég notaði nýja vegan chilli pestóið frá Sacla Italia sem er alveg einstaklega gott að mínu mati en það er þó smá sterkt svo það er ekkert mál að nota rauða pestóið eða til dæmi eggaldin pestóið frá þeim í staðinn til að gera það aðeins mildara.

IMG_9537.jpg
IMG_9546.jpg

Hráefni:

  • 1 dl svartar ólífur

  • 1 dl saxaðar döðlur

  • 1 dl kasjúhnetur

  • 1 dl söxuð fersk steinselja

  • 1 hvítlauksgeiri

  • Salt

  • Ein krukka chilli pestó frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Saxið gróflega niður ólífurnar, döðlurnar, kasjúhneturnar og ferska steinselju.

  2. Merjið hvítlaukinn og blandið öllum hráefnunum saman í skál.

Þetta perstó hentar fullkomlega með til dæmis góðu kexi, brauði eða bara nánast hverju sem er. Ég prófaði einnig að amyrjaum vel af pestóinu á smjördeigsplötur rúlla þeim upp í snúða og baka í ofni þar til þeir urðu fallega gylltir til að útbúa gómsæta smjördeigssnúða.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi.

 
logo Sacla.jpg
 

Vegan partýplatti - kryddostur, kex og salat

IMG_0105-3.jpg

Ég elska að halda partý. Í hvert sinn sem ég býð fólki í heimsókn vil ég helst útbúa heilt veisluborð af kræsingum og oftar en ekki þarf Siggi að stoppa mig og draga mig niður á jörðina. Eins finnst mér alveg ómögulegt að koma tómhent í heimsókn til annarra og baka því yfirleitt eitthvað gott. Ég hef ekki alltaf verið svona en þetta byrjaði þegar ég varð vegan. Mér þótti mikilvægt að sýna fólki hversu góður vegan matur getur verið og lengi vel var það svoleiðis að ef mér var boðið í mat eða veislur þá þurfti ég að sjá um minn mat sjálf þar sem flestir héldu að það væri of erfitt að útbúa vegan mat. Þetta var árið 2011, löngu áður en úrvalið af spennandi vegan hráefnum varð svona gott. Ég vandist því að mæta með mat í allskyns heimsóknir og oftar en ekki þótti fólki svakalega spennandi að smakka það sem ég mætti með. Með tímanum hefur þetta svo orðið að vana hjá mér og nú elska ég að bjóða fólki í heimsókn og útbúa skemmtilega partýrétti og allskonar kökur.

Þessi færsla er einmitt ætluð þeim sem vilja bjóða uppá skemmtilega partýrétti um jólin eða áramótin eða jafnvel útbúa góðan veislubakka sem forrétt um hátíðirnar. Sem betur fer hefur hugarfar fólks almennt breyst mikið hvað varðar vegan mat og flestir vita að ekkert mál er að borða gómsætan hátíðarmat án dýraafurða. Þó eru enn sumir sem halda að vegan jól þýði að þeir þurfi að fórna einhverju og er þessi veislubakki tilvalinn til að koma fólki rækilega á óvart.

IMG_0083.jpg

Það var mikil áskorun að gera þessa færslu því á þessum tíma ársins er dagsbirta af skornum skammti hérna í Piteå. Í dag var nánast alveg dimmt í eldhúsinu fyrir utan pínuitla ljósglætu alveg við gluggann og ég gerði mitt besta til að nýta hana. Það er synd að minn uppáhalds tími til að blogga sé akkúrat þegar skilyrðin eru sem verst. Ég læt það þó ekki á mig fá og held ótrauð áfram að útbúa gómsætar uppskriftir.

IMG_0092-3.jpg

Þessar uppskriftir eru báðar virkilega einfaldar og fljótlegar en þó skiptir máli að þær séu gerðar svolítið fyrirfram. Osturinn þarf helst að fá að sitja í ísskáp í nokkrar klukkustundir og salatið er einnig betra þegar það fær að sitja í ísskápnum og draga í sig bragðið frá kryddunum. Allt annað á disknum er svo bara smekksatriði og hægt er að leika sér endalaust með það. Ég t.d. held að laufabrauðið úr bókinni okkar væri fullkomið á partýbakkann og dásamlegt með bæði salatinu og ostinum.

Ég var fyrst svolítið á báðum áttum með að birta færslu sem inniheldur svona mikið af tilbúnum vegan vörum. En eftir því sem ég hugsaði meira um það áttaði ég mig á því að það er ekkert að því að birta svoleiðis færslu. Það er oft sett svolítil krafa á okkur sem erum vegan að búa allt til frá grunni og nota ekkert tilbúið. Ég hef stundum rekist á athugasemdir við uppskriftir annarra grænkera þar sem þau eru gagnrýnd fyrir það að nota t.d. tilbúinn rjómaost í stað þess að gera hann sjálf, en ég hef aldrei séð athugasemdir þar sem fólk er beðið um að útbúa sinn eiginn rjómaost úr kúamjólk í stað þess að kaupa tilbúinn. Það er enginn skömm af því að kaupa tilbúnar vörur og þegar það eru jól og við erum öll á fullu í eldhúsinu er svakalega gott að geta útbúið eitthvað einfalt til að bjóða uppá.

IMG_0106-3.jpg

Ég vona innilega að þið prófið að útbúa þennan dásamlega partýbakka og látið okkur endilega vita hvernig ykkur og öðrum líkar við uppskriftirnar.

IMG_0107-3.jpg
IMG_0118-2.jpg

Vegan kryddostur (2 stk)

  • 3 öskjur (samtals 450 gr) hreinn vegan rjómaostur (ég notaði Oatly)

  • 2 dl rifinn vegan ostur (ég notaði Violife)

  • 2 msk vegan majónes. Ég nota heimagert því það er virkilega einfalt og mér finnst það langbest. Það þarf líka majónes í salatið hér að neðan svo ég geri tvöfalda uppskrift af þessu hér

  • 2 msk smjörlíki frá Naturli - vegan block

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1,5 dl saxaður vorlaukur (bara græni parturinn)

  • 2-3 tsk tabasco sósa (mæli með að byrja á því að setja 2 og bæta svo við eftir þörf)

  • 1 tsk sojasósa

  • salt eftir smekk

Utan um ostinn

  • 2 dl saxaðar hnetur (ég notaði möndlur því Siggi er með ofnæmi fyrir öðrum hnetum. Pekanhnetur og valhnetur passa örugglega mjög vel líka)

  • svartur pipar eftir smekk

  • gróft salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra saman rjómaostinn, smjörið og mæjónesið.

  2. Bætið restinni ofan í skálina og blandið vel saman með sleif.

  3. Skiptið ostinum í tvennt og útbúið tvær kúlur sem þið vefjið inn í plastfilmu (sjá mynd að ofan).

  4. Setjið ostinn í ísskáp í minnst tvo tíma svo hann harðni svolítið og auðveldara sé að velta honum uppúr möndlunum. Ef þið ætlið að bjóða uppá ostinn í partýi eða sem forrétt mæli ég með því að gera hann snemma sama dags eða jafnvel kvöldið áður. Hann er nefnilega betri ef hann fær aðeins að standa í ísskápnum.

  5. Takið hann út þegar þið ætlið að bera hann fram og veltið uppúr söxuðu möndlunum og kryddunum.

Vegan kjúklingasalat með karrý

Þetta salat gerði ég upprunalega fyrir skonsubrauðtertu. Það er ekkert smá gott og karrýið gerir salatið enn betra að mínu mati. Það má þó sleppa því. Ég gerði þetta salat fyrir partý um daginn og það sló bókstaflega í gegn.

  • 1 pakki vegan filébitar frá Hälsans Kök

  • Sirka 5-6 dl vegan majónes. Eins og ég sagði hér að ofan finnst mér langbest að útbúa mitt eigið majónes og ef þið ætlið að gera bæði salatið og ostana mæli ég með því að tvöfalda þessa uppskrift. Ef þið ætlið aðeins að útbúa salatið myndi ég gera eina og hálfa uppskrift

  • 1-2 dl saxaður vorlaukur. Ég setti um 1,5 dl

  • 1 msk gróft sinnep

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 msk karrý

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Takið bitana úr frysti og steikið aðeins á pönnu uppúr smá olíu og salti. Bitarnir þurfa í raun ekkert að eldast mikið, bara í nokkrar mínútur þannig þeir séu orðnir mjúkir.

  2. Hellið þeim á stórt skurðarbretti og rífið í sundur með tveimur göfflum. Mér finnst þetta skipta miklu máli uppá áferðina á salatinu. Ég ríf þá ekkert alveg niður en ríf þá í sundur í þá stærð sem ég vil hafa bitana í stað þess að skera þá niður.

  3. Setjið bitana í stóra skál og bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.

  4. Leyfið salatinu að standa í ísskáp í allavega klukkustund. Þetta gerir það að verkum að salatið verður bragðmeira og betra. Eins og ég sagði hér að ofan er mjög gott að gera þetta snemma sama dag og þið ætlið að bera salatið fram eða jafnvel kvöldið áður.

Ég vona innilega að þið njótið. Eins og þið sjáið kannski þá hef ég bætt við linkum á margar vörur í færslunni svo auðvelt sé að sjá hvernig þær líta út. Ég mæli með að opna hvern link í nýjum glugga svo það sé sem þægilegast þegar þið skoðið færsluna.

-Veganistur

Vegan síld í sinnepssósu

IMG_2228.jpg

Síld er ekki eitthvað sem að við systur getum sagt að hafi verið hluti af okkar jólum í æsku. Það var þó oft keypt síld á heimilið og hún til yfir jólin en við systkinin borðuðum hana svo sannarlega ekki. Þegar Helga síðan flutti til svíþjóðar og kynntist þeim æðislega vegan jólahefðum sem þar ríkja fór hún að vera forvitin um vegan síld. Við ákváðum því fyrir nokkrum árum að slá til.

IMG_2205.jpg

Við gerðum uppskrift fyrir jólablað fréttablaðsins sem heppnaðist ekkert smá vel. En einhverra hluta vegna gleymdist þessi uppskrift hjá okkur og við komumst aldrei í að setja hana á bloggið. Það er því sannarlega komin tími á að hún fái loksins að koma hérna inn en það verður engin svikin af þessari “síld”.

Síldin er gerð úr eggaldin sem mörgum finnst örugglega skrítin tilhugsun. Okkur þótti það sjálfum fyrst þegar við heyrðum af þessu, en þetta kom okkur ekkert smá mikið á óvart. Eggaldin er fullkomið í þennan rétt þar sem áferðin verðum ótrúlega skemmtileg og það dregur ótrúlega vel í sig allt bragð. Að öðru leiti er uppskriftin hefðbundin og bragðið eitthvað sem að margir kannast örugglega við. En síldin verður einnig svo ótrúlega girnileg í fallegri krukku.

IMG_2227.jpg

Það er mjög sniðugt að gera eina eða tvær uppskriftir af réttinum og eiga í ísskápnum yfir hátíðrnar til að henda á brauð þegar gestir kíkja við eða bara þegar maður verður svangur í öllu jólastússinu. En einnig má gera stóra uppskrift og setja í litlar krukkur og gefa fólkinu í kringum sig, en okkur systur finnst fátt skemmtilegra en jólagjafir sem hægt er að borða. Þær svíkja enganm og fjölskylda eða vinir geta notið saman.

IMG_2238.jpg

Vegan jóla “síld”

  • 1 eggaldin

  • ½ rauðlaukur

  • ½ dl sætt sinnep

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 3 msk matarolía

  • 1 msk rauðvínsedik

  • 1 msk sykur

  • 1 dl oatly-rjómi

  • ½ dl dill

Aðgerð

  1. Setjið vatn í pott ásamt einni matsekið af salti og látið suðuna koma upp. Setið niðurskorið eggaldin út í þegar suðan er komin upp og sjóðið í 5 mínútur.

  2. Hellið vatninu af og leyfið eggaldininu að kólna.

  3. Pískið saman sinnep, sykrur, olíu og edik þar til sykurinn leysist upp. Pískið rjómann og dillið saman við og bætið síðast köldu eggaldininu og niðurskornum rauðlauknum út í.

  4. Leyfið síldinni að standa í ísskáp í um einn sólarhring áður en hennar er notið

Síldin passar fullkomlega á gróft rúgbrauð eða venjulegt ristað brauð og er ómissandi á jólaborðið

-Veganistur

Rauðrófu- og eplasalat

IMG_2189-3.jpg

Þetta salat er alveg rosalega einfalt og þarf varla sér færslu. Ég ákvað þó að skella því hérna inn því þetta er mitt uppáhalds meðlæti yfir jólin. Það er svolítið erfitt að segja hversu mikið þarf af hverju, því það fer algjörlega eftir því hversu margir ætla að borða. Ég sker niður epli eins og ég vil og sker svo niður rauðbeður úr krukku þannig jafn mikið verði af þeim og af eplunum. Svo bæti ég vegan mæjónesi út í eins og mér finnst passlegt. Ég ætla að skrifa hér að neðan hversu mikið ég gerði, en ég gerði einfaldlega það sem mér fannst þurfa svo ég ætti nóg í færsluna, en það myndi þó passa fyrir 3-4 held ég.

Rauðrófu- og eplasalat

  • 1 og ½ afhýtt epli

  • Rauðbeður úr krukku þannig jafn mikið sé af þeim og af eplunum

  • Nokkrar msk heimagert mæjónes,eða eins og mér fannst passlegt. Uppskrift af mæjónesinu er að finna HÉR

  • Salt og pipar eftir smekk

  1. Skerið niður eplin

  2. Skerið niður rauðbeðurnar

  3. Bætið mæjónesinu saman við ásamt salti og pipar

Njótið

Veganistur

Vegan kartöflusalat og grillaðar "pylsur"

Ég, líkt og flestir sem ég þekki reyndar, elska fátt meira en íslenska sumarið. Það er eitthvað svo ótrúlega magnað við þessar björtu sumarnætur þegar minningarnar verða til einhverveginn að sjálfu sér. Þetta sumar hefur einkennst af mörgu ótrúlega skemmtilegu en eitt af því er grillmatur. Við erum búin að grilla mjög mikið, bæði í útilegum og hérna heima. En í þetta skiptið ætla ég að deila með ykkur uppáhalds útilegugrillmatnum mínum þetta sumarið.

Fyrr í vor kom á markaðinn sýrður rjómi frá Oatly og það fyrsta sem mér datt í hug að gera var vegan kartöflusalat, en það hafði ég aldrei gert áður. Ég hef reyndar aldrei verið mikið fyrir kartöflusalat, það var aldrei með grillmat heima hjá mér þegar ég var yngri. Hins vegar varð Ívar, kærastinn minn, vegan um áramótin og er þetta því hans fyrsta vegan sumar. Hann borðaði oft kartöflusalat og ég ákvað því strax að prófa að gera svoleiðis fyrir hann. 

Ég hafði mjög litla hugmynd um hvað væri í kartöflusalati en eftir að hafa lesið á nokkrar dollur í búðinni virtist þetta ekki vera svo flókið. Og það var rétt hjá mér, þetta var eiginlega bara lygilega einfalt en sló svo sannarlega í gegn hjá Ívari. Síðan þá höfum við haft heimagert kartöflusalat með okkur í allar útilegur og það hefur alltaf verið mjög vinsælt. Ég ætla því að deila með ykkur uppkriftinni ásamt því hvað ég set á útilegu grillpylsuna mína.

Hráefni:

  • 500 gr kartöflur

  • 2 dl vorlaukur (einnig hægt að nota blöndu af venjulegum lauk og graslauk)

  • 3/4 dl vegan majónes

  • 1 dl Oatly sýrður rjómi

  • 1 msk gróft sinnep

  • 2 tsk sítrónusafi

  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Afhýðið kartöflurnar, skerið í litla bita og gufusjóðið í 20 mínútur. Það er líka alveg hægt að sjóða kartöflurnar venjulega og flysja og skera niður þegar þær hafa kólnað.

  2. Saxið vorlaukinn og blandið öllu nema kartöflunum saman í skál. Setjið kartöflurnar út í þegar þær hafa kólnað alveg.

  3. Berið fram með hverju sem er, en salatið passar auðvitað sérstaklega vel með öllum grilluðum mat.

Dórupylsa

  • Pylsubrauð

  • Veggyness pylsur

  • Tómatsósa

  • Steiktur laukur

  • Hrár laukur

  • Kálblöð

  • Kartöflusalat

  • Sinnep

Aðferð:

  1. Grillið pylsurnar og útbúið kartöflusalatið

  2. Raðið hráefnunum í pylsubrauð eftir eigin höfði og njótið

-Júlía Sif

Betra en túnfisksalat

Hverjum hefði geta dottið í hug að kjúklingabaunir gætu líkst túnfiski? Ekki okkur að minnsta kosti. Við vorum mjög skeptískar þegar við heyrðum af því fyrst, að hægt væri að útbúa mæjónessalat með kjúklingabaunum sem minnti á túnfisksalat. Það tók okkur langan tíma að langa að prufa því við höfðum ekki háar væntingar. Við urðum því hissa þegar við loksins létum til skara skríða. Salatið svipar vissulega til túnfisksalats en er að okkar mati mun betra á bragðið og hefur ekki sterka lykt. Við getum því notið þess að borða salatið án þess að hafa áhyggjur af fólkinu í kring. 

Nýverið hóf Krónan að selja vegan mæjónes. Það eru nú þegar nokkrar tegundir á markaðnum en fyrst núna er hægt að kaupa vegan mæjó í íslenskri framleiðslu. Við ákváðum að nýta tækifærið og búa til gómsætar samlokur með kjúklingabaunasalati. Uppskriftin af salatinu er einföld, fljótleg og virkilega bragðgóð. Það kom mjög vel út að nota mæjónesið og við erum spenntar að prufa það í fleiri rétti.

Salatið er tilvalið á ritz kex og á samlokur. Það er líka gott útá grænt salat með allskonar grænmeti og graskersfræjum. Í þetta sinn ákváðum við að útbúa "djúsí" samlokur með káli, avókadó, tómötum, rauðlauk og kjúklingabaunasalatinu. Samlokan fékk að sjálfsögðu toppeinkunn hjá okkur. 

Hráefni:

  • 1 dós kjúklingabaunir

  • 1/2 lítill rauðlaukur

  • 1/2 bolli frosnar maísbaunir (leyfið þeim að þiðna áður en þið setjið þær í salatið samt)

  • 4 sneiðar jalapeno

  • 2 kúfullar msk vegan Krónumæjónes

  • 1/2 tsk gróft sinnep eða dijon sinnep

  • 1/2 tsk hvítlauksduft

  • 1/2 tsk paprikuduft

  • salt og pipar eftir smekk

  1. Stappið kjúklingabaunirnar gróflega með kartöflustöppu eða gaffli.

  2. Saxið rauðlaukinn og jalapeno-sneiðarnar niður og blandið saman við kjúklingabaunirnar ásamt restinni af hráefnunum.

Berið fram eftir því sem ykkur þykir best.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Fjórir Vegan Partýréttir

Eurovision er næstu helgi. Flestir Íslendingar fara í Eurovision-partý, hvort sem þeim þykir keppnin skemmtileg eða ekki. Það er alltaf fínt að hafa afsökun til þess að hitta vini og/eða ættingja, belgja sig út af allskonar grillmat og snarli og skemmta sér fram eftir kvöldi. 

Við systur elskum öll tilefni sem tengjast mat. Við elskum að útbúa spennandi rétti til að taka með í partý og matarboð. Það er samt svolítið algengt að í boðunum séu allskonar fjölbreyttar kræsingar en ekkert vegan fyrir utan saltaðar kartöfluflögur. Við ákváðum því í samstarfi við Krónuna að skella í fjóra gómsæta rétti sem eru fullkomnir fyrir Euro-partýin og allir ofur einfaldir og fljótlegir. 

 

1. Vegan eðla

Sko, þessi uppskrift er kannski engin svaka uppskrift, en þessi gómsæta heita ídýfa er ómissandi í alvöru partý. Ídýfan hefur verið vinsæl í langan tíma en síðustu ár hefur hún gengið undir nafninu ,,eðla." Við höfum gert vegan eðlu ótal oft, hún er alveg jafn góð og þessi sem við borðuðum hér áður fyrr. Nýlega hóf Krónan að selja uppáhalds vegan rjómaostinn okkar sem hefur ekki fengist hér á landi í rúm tvö ár. Það gleður okkur að sjálfsögðu mikið því okkur finnst hann langbestur í svona eðlu. 

  • 1 askja creamy Sheese original

  • 1 krukka salsasósa

  • Follow your heart pizzeria blend ostur - það er undir hverjum og einum komið hversu mikið magn af osti er sett yfir, en við setjum vel af honum. Osturinn frá Follow your heart er einn af okkar uppáhalds vegan osti.
    Ath: Það er mismunandi hversu stórt eldfast mót fólk notar. Við miðum yfirleitt við að hafa sirka 1 cm þykkt af rjómaostinum, 1 cm af salsasósunni og setjum ostinn þannig að hann hylji allt.

  1. Smyrjið rjómaosti í eldfast mót

  2. Hellið salsasósunni yfir

  3. Stráið osti yfir þannig að hann hylji vel

  4. Setjið inn í ofn á 200°c í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn

  5. Berið fram með snakki að eigin vali. Við notuðum tegund af Dorítós flögum sem er ný í verslunum hér á landi. Flögurnar eru í gulum pokum og heita Lightly salted. (Svart dórítos er líka vegan og mjög gott.)

Eins og við segjum, þetta er varla uppskrift, en það er ekki hægt að gera partýrétta færslu án þess að hafa þessa ídýfu með. 

2. Rocky road bitar

Næsta uppskrift er eiginlega svolítið ólík öllu sem við höfum smakkað. Þetta gómsæta sælgæti kallast Rocky road á ensku, en við vitum ekkert íslenskt nafn yfir bitana. Þetta var í fyrsta skipti sem við útbúum rocky road og urðum því að nota hugmyndarflugið. Það heppnaðist heldur betur vel og bitarnir eru ómótstæðilega góðir. 

  • 4 stykki Vego súkkulaði

  • 100 g suðusúkkulaði

  • 1 tsk kókosolía

  • 2 bollar nammi að eigin vali (Við notuðum tvær tegundir af hlaupinu frá Bubs, saltstangir, lakkrísreimar frá Appolo og svolítið af heslihnetunum úr Vego súkkulaðinu)

  1. Bræðið vego súkkulaðið og suðusúkkulaðið ásamt kókosolíu

  2. Veiðið hneturnar uppúr súkkulaðinu þegar það er bráðið. Ef þið viljið hafa mikið af hnetum þá auðvitað hafiði þær bara í, en við notuðum sirka 1 msk af hnetunum því þær eru annars svolítið yfirþyrmandi. Ástæðan fyrir því að við notuðum Vego súkkulaðið er því það er langbesta súkkulaðið að okkar mati, það gjörsamlega bráðnar uppí manni.

  3. Klippið lakkrísreimarnar í bita, brjótið saltstanginar niður og blandið saman við súkkulaðið í stóra skál ásamt hlaupinu og hnetunum

  4. Setjið smjörpappír í eldfast mót og hellið sælgætisblöndunni ofan í

  5. Geymið í ísskáp í klukkutíma og skerið svo niður í munnbita

Við vorum ekkert smá ánægðar með rocky road bitana. Það er algjörlega valfrjálst hvaða sælgæti er notað en okkur fannst þessi blanda alveg fullkomin.

3. BBQ Oumph! salat með mæjónesi

Við fengum hugmyndina af næsta rétti í Pálínuboði fyrir rúmu ári. Þar var gómsætt BBQ-mæjónes salat borið fram með ritzkexi og við ákváðum strax að búa til okkar útgáfu af svoleiðis. Salatið er æðislegt og er fullkomið með kexi eða á samlokur. Júlía bauð uppá svona salat á kaffistofunni í vinnunni sinni fyrir stuttu og það sló í gegn. 

  • 1 poki Oumph - pure chunk. Við ætluðum að nota pulled Oumph því það inniheldur BBQ sósu. Það var hinsvegar ekki til í Krónunni í dag svo við tókum til okkar ráða og bjuggum til okkar eigin útgáfu

  • 1 miðlungs laukur - smátt saxaður

  • 6 sneiðar af jalapenos - smátt saxað (það er undir hvern og einn komið hversu sterkt hann við hafa salatið)

  • 3 dl BBQ sósa

  • 3 msk vegan mæjónes frá Follow your heart (Vegenaise)

  • örlítið salt

  1. Ef þið notið pulled oumph er fyrsta skrefið ekki nauðsynlegt. Hinsvegar ef þið notið pure chunk mælum við með því að leyfa því að þiðna í sirka hálftíma, rífa bitana í sundur (við notuðum tvo gaffla í verkið), blanda þeim saman við BBQ sósuna í stórri skál og leyfa því að standa í marineringu í sirka hálftíma.

  2. Steikið laukinn á pönnu í nokkrar mínútur

  3. Bætið jalapenos á pönnuna ásamt oumph-bitunum og steikið í sirka 10 mínútur

  4. Hellið blöndunni í skál og leyfið henni að kólna

  5. Blandið mæjónesinu saman við

  6. Berið fram. Okkur þykir gott að bera salatið fram með ritz kexi eða útbúa litlar samlokur t.d úr Baguette brauði

4. Smjördeigs-hnetusmjörs-súkkulaði-ávaxtasæla með vanilluís

Þennan "rétt" skálduðum við upp í morgun. Við vissum ekkert hvort þetta myndi koma vel út eða misheppnast hryllilega. Við urðum ekkert smá hissa á því hvað þetta smakkaðist æðislega vel en á sama tíma hissa yfir því að okkur hafi ekki dottið þetta í hug fyrr. Við höfum ekkert nafn yfir þessa dásemd. Okkur datt fyrst í hug að útbúa einhverskonar eftirrétta-pizzu en ákváðum svo að nota smjördeig. Það vita það ekki allir en smjördeig inniheldur sjaldan smjör og er því oft vegan. Það kemur sér einstaklega vel því smjördeig býður uppá allskonar möguleika. 

  • 3 plötur af smjördeigi. Við notuðum deigið frá TC brød

  • 100 g suðusúkkulaði

  • 2,5 msk fínt hnetusmjör

  • 1 tsk flórsykur

  • ávextir að eigin vali - við notuðum banana og jarðarber

  • NadaMoo! vanilluís - valfrjáls

  1. Leyfið smjördeigsplötunum að þiðna svona hálfpartinn

  2. Leggið plöturnar hlið við hlið, fletjið þær aðeins út og festið saman þannig þær myndi eina plötu. Gatið deigið vel með gaffli og útbúið smá kannt (það er gert svo sósan hellist ekki um allt þegar henni er smurt á)

  3. Bakið smjördeigið í 15 mínútur á 190°c eða þar til það verður örlítið gyllt

  4. Bræðið súkkulaðið og blandið saman við það hnetusmjörinu og flórsykrinum

  5. Smyrjið sósunni á smjördeigið þegar það er tilbúið og komið úr ofninum

  6. Raðið ávöxtunum á, sigtið flórsykur yfir og toppið að lokum með vanilluís. Þetta er bæði hægt að bera fram heitt og kalt, við smökkuðum bæði og fannst hvoru tveggja æðislegt.

Vonandi gefa þessir réttir ykkur smá innblástur til þess að útbúa fjölbreytta veganrétti í Europartýunum næstu helgi, við erum allavega ótrúlega spenntar. 

 

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.