Haustlegt kartöflusalat með Ceasar dressingu

IMG_9761.jpg

Ég held að það sé óhætt að segja að það sé komið haust og þar af leiðandi er fullt af fersku og góðu grænmeti í búðum akkúrat núna. Ég elska að gera góða rétti úr rótargrænmeti á haustinn og finnst það alltaf fylgjast haustinu á mínu heimili. Kartöflur eru eitt af þeim hráefnum sem er sérstaklega gott á haustinn að mínu mati og ef það er einhver matur sem ég held að ég gæti lifað alfarið á, þá eru það kartöflur. Ég bókstaflega elska kartöflur, hvort sem þær eru soðnar, ofnbakaðar, maukaðar í kartfölumús eða bara hvernig sem er.

IMG_9756.jpg

Einn af mínum uppáhalds réttum með kartöflum er kartöflusalat. Ég elska að hafa eitthvað í matinn sem passar með kartöflusalat til að geta haft það sem meðlætii. Þetta salat er engu líkt og það er svo gott að það er nánast hægt að borða það eitt og sér. Það má einnig bæta út í það t.d. linsubaunum og meira af salati og þá er það orðið máltíð út af fyrir sig. Ég hins vegar elska að hafa sem mest af kartöflum og sem minnst af einhverju öðru og ef ég á að segja alveg eins og er stelst ég oft í að setja afgang af salatinu ofan á brauð og borða það þannig.

IMG_9777.jpg

Salatið er einstaklega einfalt í undirbúningi, þar sem ég notast við Ceasar dressinguna frá Sacla Italia og þarf þar með ekki að krydda neitt aukalega nema mögulega setja smá salt. Það er þó best að smakka salatið til fyrst þar sem “reyktu bitarnir” eru einnig saltir.

IMG_9757.jpg

Hráefni

  • 500 gr kartöflur

  • Klettasalat, sirka 2 bollar

  • 2-3 litlir vorlaukar

  • 1 dl smokey bites frá Oumph

  • 1/2 dl ristaðar furuhnetur

  • salt ef þarf

  • 1/2 flaska vegan Ceasar sósa frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í bita, stærðin má vera eftir smekk, og sjóðið í um 10 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Ég hef hýðið á kartöflunum en það má að sjálfsgöðu taka það af.

  2. Saxið niður vorlaukinn og klettasalatið.

  3. Steikið reyktu bitana í nokkrar mínútur á pönnu, takið til hliðar og ristið síðan furuhneturnar á sömu pönnu þar til þær verða fallega gylltar.

  4. Leyfið öllum hráefnum að kólna aðeins.

  5. Blandið öllu saman í skál og hellið dressingunni yfir. Hrærið vel saman og smakkið til hvort að þurfi að salta aukalega.

-Njótið vel og takk fyrir að lesa.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi -

 
logo Sacla.jpg
 

Pítsa með rauðu pestó og ceasar dressingu.

Pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og líkt og hjá mörgum hef ég oftar en ekki pítsu í matinn á föstudagskvöldum. Eftir að ég varð vegan fór ég að prófa mjög mikið af msimunandi hráefnum ofan á pítsur og elska ég að finna nýjar samsetningar sem koma vel út. Þegar ég bjó í Danmörku kynntist ég því að setja grænt salat og salatdressingar ofan á pítsur og það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér núna síðustu mánuði.

Ég hef mikið verið að nota salat dressingarnar úr vegan línunni frá Sacla en þær eru ótrúlega ferskar og góðar og passa fullkomlega ofan á pítsur. Áður en ég fékk þær í hendurnar notaði ég oft majónessósur í þetta en ég fékk alltaf smá ógeð eftir nokkrar sneiðar þar sem majónessósur eru mikið feitari og þyngri að mínu mati. Þess vegna hef ég verið í skýjunum eftir að ég fékk Sacla sósurnar. Bæði Ceasar sósan sem ég nota í þessari uppskrift og Blue cheese sósan frá þeim passa fullkomlega ofan á pítsu. Ég nota venjulegt salat ofan á, frekar en klettasalat þar sem mér finnst það passa betur með salatdressingunum.

Hráfeni:

  • Pítsadeig (annað hvort heimagert eða keypt deig)

  • Rautt pestó úr vegan línu Sacla Italia

  • Rauðlaukur

  • Rauð eða gul papríka

  • Rifinn vegan ostur (ég nota alltaf origianl violife ostinn)

  • 3 msk olífuolía + örlítið salt

  • Grænt salat

  • sirka 1/2 flaska Ceasar sósa frá Sacla italia

Aðferð:

  1. Stillið ofnin á 220°C blástur

  2. Fletjið út pítsadeigið og smyrjið með vel af rauða pestóinu.

  3. Skerið rauðlaukinn og papríkuna í strimla og dreyfið á deigið. Dreyfið ostinum yfir, hellið ólífuolíunni yfir ostinn og stráið smá salti yfir.

  4. Bakið pítsuna í ofninum þar til osturinn bráðnar og deigið verður fallega gyllt í könntunum. Tekur sirka 12 mínútur.

  5. Skerið salatið niður og dreyfið yfir pítsuna þegar hún kemur út úr ofninum. Hellið sósunni yfir pítsuna, notið það magn sem hver og einn vill.

Takk fyrir að lesa og njótið vel.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi

 
sacla-logo.png