Kjúklingabaunasalat með vorlauk og vínberjum

IMG_9662.jpg

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af ótrúlega gómsætu kjúklingabaunasalati. Við erum nú þegar með eina uppskrift af slíku salati hérna á blogginu sem heitir “betra en túnfisksalat” og er alveg ótrúlega gott en það sem ég elska við kjúklingabaunasalöt er hvað er hægt að gera þau á marga vegu. Þetta er eitthvað það þægilegasta sem hægt er að gera þegar von er á heimsókn og slær alltaf rækilega í gegn hjá mér.

Í þetta skipti er salatið í samstarfi við Oddpods en það er baunir sem koma tilbúnar til neyslu beint úr pakningunum. Þær koma þó ekki í niðursuðudósum líkt og baunir gera venjulega og þar af leiðandi ekki í neinum vökva, það gerir það að verkum að þær halda næringarefnum betur. Salatið inniheldur rauða papríku, vorlauk og rauð vínber og er það alveg svo ferskt og gott!

Á Instagram hjá okkur má einnig finna “REELS” myndband þar sem sést hversu auðvelt er að útbúa salatið.

IMG_9671.jpg

Hráefni:

  • 1 pakki kjúklingabaunir frá oddpodds

  • 1/2 dl niðursöxuð rauð paprika

  • 1/2 dl niðursaxaður vorlaukur

  • u.þ.b. 1 dl niðurskorin rauð vínber

  • 1/2 tsk paprikuduft

  • 1/2 tsk laukduft

  • 2 kúfullar msk vegan majónes

  • 1 kúfull msk vegan sýrður rjómi (má líka setja 1 msk í viðbót af majónesi í staðin)

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að stappa kjúklingabaunir gróft niður með kartfölurstappara eða gaffli.

  2. Saxið niður grænmetið og vínberin.

  3. Hrærið saman majónesið og sýrða rjómanum.

  4. Blandið öllu saman í skál og smakkið til með salti og pipar

-Njótið vel og endilega kíkið á REELS myndböndin okkar á Instagram :D

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi -

1592222828650.jpg