Spæsí buffaló vöfflur með nöggum

Næsta laugardag, 25.mars er alþjóðlegi vöffludagurinn og því deilum við með ykkur í dag gómsætri útfærslu af vöfflum með spæsí buffaló nöggum, “ranch” sósu og fersku grænmeti.

Við erum í samstarfi með Hagkaup og því ákvað ég að fara og þangað og athuga úrvalið af vöfflujárnum. Þar sá ég að þau eru að selja vöfflujárnið sem ég var búin að dreyma um lengi en það er járn frá merkinu Wilfa, en það gerir fullkomnar, stórar vöfflur sem henta einstaklega vel í svona “matar”vöfflur.

Ég gerði hefðbundnu uppskriftina okkar af vöfflum sem klikkar aldrei og úr henni komu um það bil 6 stórar vöfflur. Ég ákvað að gera “ranch” dressingu sem er mild og bragðgóð með alls konar kryddjurtum en hún passar fullkomlega á móti buffaló sósunni sem ég notaði á naggana.

Ég ákvað að kaupa naggana frá merkinu peas of heaven en þeir eru soja lausir sem hentar einstaklega vel þar sem dóttir mín er með soja óþol. Það er hins vegar mjög mikið úrval af góðum vegan nöggum í Hagkaup og þessi uppskrift passar með flestum þeirra.

Uppskriftina af vöfflunum sjálfum má finna hér.

Spæsí buffaló vöfflum með vegan nöggum

Spæsí buffaló vöfflum með vegan nöggum
Fyrir: 3 stórar vöfflur
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 HourEldunartími: 16 Hour: 26 Hour
Einstaklega góðar "matar" vöfflur með spæsi buffaló nöggum, "ranch" sósu og grænmeti.

Hráefni:

Spæsí buffaló vöfflur
  • 3 vöfflur
  • 1 pakki Peas of heaven naggar
  • sirka 1 dl Frank RedHot wings buffaló sósa
  • "Ranch" sósa
  • Fersk salat
  • 1 avócadó
  • 1/2 rauðlaukur
  • Ferskur kóríander
  • Lime
Ranch sósa
  • 2 dl vegan majónes
  • 2 dl oatly sýrður rjómi
  • 1 msk hvítlauksduft
  • 1 msk laukduft
  • 1 msk niðursaxaður graslaukur
  • 1 tsk dill
  • 1 tsk þurrkuð steinselja eða kóríander
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Gerið vöffludeigið tilbúið
  2. Setjið naggana í ofninn við 200°C og bakið í 16 mínútur
  3. Útbúið "ranch" sósuna eftir uppskrift hér að neðan á meðan að naggarnir bakast
  4. Hitið vöfflujárnið vel og bakið síðan vöfflurnar
  5. Þegar naggarnir eru tilbúnir setjið þá í skál, hellið buffalósósunni yfir og veltið þeim vel upp úr henni.
  6. Skerið rauðlaukinn og avócadóið í þunnar sneiðar
  7. Setjið Ranch sósu, salat, rauðlauk, avócadó, nagga, ferskan kórander og lime sósu á hverja vöfflu.
Ranch sósa
  1. Saxið graslaukinn
  2. Hrærið öllu saman í skál og smakkið til salti og pipar
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Uppskriftin er unnin í samstarfi við Hagkaup -

 
 

10 vinsælustu uppskriftirnar okkar árið 2021!

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Í dag langar okkur að taka saman okkar 10 vinsælustu uppskriftir árið 2021. Við erum orðlausar yfir því hversu mörg þið eruð sem lesið bloggið okkar í hverjum mánuði og hversu mikinn kærleika þið sýnið okkur allan ársins hring. Það gefur okkur svo gríðarlega mikið að heyra hvað ykkur finnst uppskriftirnar góðar. Öll skilaboð og athugasemdir sem við fáum frá ykkur hlýa virkilega um hjartarætur. Við gætum ekki verið heppnari með lesendur og fylgjendur. TAKK!

En á morgun birtum við fyrstu uppskrift ársins en í dag lítum við yfir liðið ár og sjáum hvað sló mest í gegn á blogginu! Við birtum þær ekki í neinni sérstakri röð heldur listum bara þær 10 vinsælustu!

Klassíska súkkulaðitertan okkar!

Þessi uppskrift er ein af okkar allra fyrstu hérna á blogginu og er á hverju ári á listanum yfir þær 10 vinsælustu. Við getum sagt að þessi kaka er sú allra mest bakaða á blogginu. Við skiljum vel af hverju. Hún er einföld, skotheld en á sama tíma gríðarlega bragðgóð og mjúk. Júlía tók sig til og myndaði kökuna aftur. Eins og ég sagði var þetta ein af okkar allra fyrstu uppskriftum og ljósmyndahæfileikar okkar hafa sem betur fer skánað töluvert síðan 2016 svo okkur fannst kominn tími til að fríska aðeins upp á færsluna. Uppskriftin er þó að sjálfsögðu ennþá sú sama, fyrir utan það að Júlía bætti inn í færsluna uppskrift af gómsætu súkkulaðiganache. Uppskrift af kökunni finniði HÉR!

Heitt rúllubrauð með aspas og sveppum!

Önnur uppskrift sem lendir alltaf á top 10 listanum á blogginu er heita aspas rúllubrauðið okkar. Þessi uppskrift er einnig ein af okkar fyrstu uppskriftum og ég man að ég var uppi í sumarbústað þegar ég ákvað skyndilega að prófa að skella í aspasbrauðrétt. Ég hafði ekki prófað að gera svoleiðis í mörg ár en hugsaði að það gæti ekki verið svo erfitt. Brauðrétturinn kom heldur betur vel út og smakkaðist alveg eins og mig hafði minnt. Ég brunaði á Selfoss með réttinn heim til ömmu og lét hana og Júlíu smakka og þeim fannst hann æðislega góður. Meira að segja ömmu sem er oft frekar skeptísk á vegan mat, allavega á þeim tíma. Daginn eftir gerði ég hann svo aftur og myndaði. Athugið að myndin hér að ofan er úr bókinni okkar. Uppskriftin á blogginu er gömul og myndirnar líka. Þetta er ein af þessum uppskriftum sem mig dauðlangar að mynda aftur. Júlía verður eiginlega að taka það að sér þar sem ég fæ ekki rúllubrauðið hérna í Svíþjóð. Uppskriftina af brauðréttinum finniði HÉR!

Döðlukaka með karamellusósu og ís!

Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá mér og það kom mér eiginlega á óvart hversu vinsæl hún varð. Við höfðum aldrei verið beðnar um uppskrift af svona köku að ég held. Ég man eftir því að hafa séð marga baka svona fyrir einhverjum árum síðan en finnst ég aldrei vera vör við það lengur. Döðlukakan er virkilega gómsæt og mjúk og með karamellusósunni og vanilluís er þetta fullkominn eftirréttur. Ég mæli virkilega með því að prófa ef þið hafið aldrei gert það. Ég held ég verði að skella í hana bráðum. Ég gerði þessa færslu snemma árið 2019. Ég fæ mikla nostalgíu þegar ég sé þessa mynd því ég man að á þessum tíma 2018-2019 elskaði ég að prófa nýjar og spennandi uppskrift. Ég veganæsaði allar kökur sem mér datt í hug og var svo forvitin í eldhúsinu. Mér líður stundum eins og ég sakni þess tíma svolítið. Ég er enn forvitin og elska að gera uppskriftir en á þessum tíma lærði ég svo mikið af því sem ég kann núna í eldhúsinu og var svo gríðarlega stolt eftir hverja einustu færslu. En jæja nóg um það. Kakan er æði! Uppskriftina finniði HÉR!

Ofnbakað pasta með rauðu pestói!

Þessi fáránlega einfaldi og gómsæti pastaréttur sló í gegn á blogginu okkar á þessu ári. Eitt af því sem við systur höfum mikið rætt um að bæta okkur í er að pósta meira af hefðbundnum heimilislegum kvöldmat. Við elskum að veganæsa allskonar kökur og hátíðarrétti, eins og þið hafið líklega flest tekið eftir, en gleymum oft að birta “venjulegan mat”. Það sem við sjálfar eldum okkur í kvöldmat. Við tókum okkur svolítið á með það á síðastliðnu ári og það er svo sannarlega eitt af okkar markmiðum 2022 að gera ennþá meira af. Þessi pastaréttur er einmitt fullkominn kvöldmatur. Öllu hráefni er skellt í eldfast mót eða pott og eldað saman. Útkoman er dásamleg. Uppskriftina finniði HÉR!

Súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum!

Möffins sem smakkast eins og á kaffihúsi. Hvað get ég sagt? Þetta eru þær allra bestu möffinskökur sem ég hef bakað. Það er kjánalegt að segja það en ég er virkilega stolt af þessari uppskrift. Ég man að það fór mikill tími og mikil orka í að búa uppskriftina til. Ég prófaði hana nokkrum sinnum og vildi alls ekki að þær væru þurrar. Eftir nokkrar tilraunir urðu þær alveg eins og ég vildi hafa þær. En það voru ekki bara kökurnar sem tóku nokkrar tilraunir heldur tók ég heilan dag í að mynda þær og myndirnar komu hræðilega út. Ég man að ég tók þær á brúnum bakgrunni og brúnu litirnir runnu saman í eitt. Daginn eftir tók ég mig saman og myndaði þær aftur og varð mun ánægðari með útkomuna. Uppskriftina finniði HÉR!

Mexíkósúpa!

Næst á dagskrá er ein önnur uppskrift sem lendir alltaf með þeim 10 vinsælustu á hverju ári. Mexíkósúpan sem Júlía birti árið 2017. Þessa súpu höfum við systur eldað svo oft og fáum aldrei leið á henni. Þetta er hin fullkomna súpa til að elda fyrir matarboð, afmæli eða aðrar samkomur þar sem sniðugt er að bera fram súpu. Hún er matarmikil, gómsæt og hægt að toppa hana með allskonar góðu. Við fengum fyrir einhverjum árum síðan skilaboð frá konu sem sagðist hafa eldað súpuna fyrir landbúnaðaráðherra Noregs og að hann hafi orðið yfir sig hrifinn. Það voru ein skemmtilegustu skilaboð sem við höfum fengið. Uppskriftina finniði HÉR!

Amerískar pönnukökur!

Við erum ekki hissar á því að amerískar pönnukökur séu á top 10 listanum yfir vinsælustu uppskriftirnar okkar. Við systur elskum að baka pönnukökur og gerum pönnsur óspart í morgunmat um helgar. Uppskriftina birtum við í byrjun 2017 og hana er einnig að finna í bókinni okkar. Psst. Það gæti mögulega verið ný pönnukökuuppskrift á leiðinni á bloggið ekki seinna en á morgun!! Myndin hér að ofan er úr bókinni okkar. Uppskriftina finniði HÉR!

Hamborgari með bjórsteiktum lauk og hamborgarasósu!

Djúsí og gómsætur hamborgari. Eitthvað sem allir elska. Við gerðum þessa uppskrift saman sumarið 2019. Ég var komin til Íslands til að dvelja þar yfir sumarið og við vorum að hefjast handa við að mynda uppskriftirnar fyrir bókina okkar. Við byrjuðum á því að mynda nokkrar uppskriftir fyrir bloggið og þessi gómsæti borgari var einn af þeim. Þetta var byrjun á dásamlegu sumri. Við mynduðum bókina og þroskuðumst mikið í okkar vinnu við það. Við byrjuðum líka að þróa uppskriftina af veganistuborgaranum sem er seldur á Hamborgarafabrikkunni. Mér hlýnar um hjartað við að sjá þessa færslu og við að sjá að ykkur líki hún svona vel. Uppskriftina finniði HÉR!

Frosin Amaretto ostakaka með ristuðum möndlum!

Árið 2021 var árið sem ég byrjaði að nota áfengi meira í matargerð og bakstur. Ég geri mér grein fyrir því að það er riskí að birta of mikið af svoleiðis uppskriftum því mörgum líkar það verr að gera uppskriftir sem innihalda áfengi og svo er flest áfengi mjög dýrt og fáir sem eiga lager af því og eru ekki spennt fyrir því að kaupa flösku af amaretto til að nota smávegis af því í eina ostakökuuppskrift. Á sama tíma hefur mér þótt gaman að fá að þroskast og læra meira um eldamennsku og ég er glöð þegar ég birti það sem mér þykir gott og skemmtilegt. Ég hef því leyft sjálfri mér að pósta uppskriftum sem innihalda líkjör, hvítvín og fleira í þeim dúr en passað að halda þeim uppskriftum undir takmörkum. Jafnvægið er best. Þessi kaka er sú sem ég kannski naut þess mest að gera á þessu ári. Að sjá hvernig bragðið og útlitið kom út akkúrat eins og ég hafði óskað mér gerði mig ótrúlega glaða og ég er mjög ánægð að sjá þegar þið útbúið hana! Uppskriftina finniði HÉR!

Tælensk núðlusúpa með rauðu karrý!

Síðasta uppskriftin á listanum er þessi gríðarlega fallega og gómsæta núðlusúpa með rauðu karrý og tófú sem Júlía birti á árinu. Súpan er annað dæmi um virkilega góðan kvöldmat. Júlía eyddi þremur mánuðum í Asíu fyrir nokkrum árum og varð mjög hugtekin af tælenskri matargerð. Þessi súpa er innblásin af öllum þeim gómsæta mat sem hún borðaði þar. Einstaklega falleg súpa sem er fullkomin fyrir vetrarmánuðina. Uppskriftina finniði HÉR!

Takk innilega fyrir að lesa og takk enn og aftur fyrir að þið eldið og bakið uppskriftirnar okkar, sendið okkur svo falleg skilaboð og sýnið okkur þennan gríðarlega stuðning. Við erum svo þakklátar fyrir ykkur öll að við erum að springa! <3

-Veganistur

Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar

djupsteiktir-mac-and-cheese-bitar-tilbunir-a-disk.jpg

Hæ!

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er hinn FULLKOMNI partýmatur. Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar. Svo dásamlega stökkir að utan og djúsí að innan. Bitarnir henta vel sem t.d pinnamatur, meðlæti, snarl eða kvöldmatur. Þeir myndu bókstaflega slá í gegn sem meðlæti með góðum hamborgara eins og þessum HÉR!

Hraefni-fyrir-mac-and-cheese-bita.jpg

Færslan er í samstarfi við Violife á Íslandi en við elskum ostinn frá þeim. Í uppskriftina ákvað ég að nota tvær týpur, Original flavor og Epic mature cheddar. Mér fannst þeir passa svo vel saman í ostasósuna. Það er þó hægt að nota hvaða ost frá þeim sem er. Það er örugglega geggjað að prófa að setja svolítið af rjómaosti líka. Möguleikarnir eru endalausir. Ég vissi að ég vildi nota Epic mature cheddar ostinn til að fá þetta gómsæta cheddar bragð. Ég sé sko ekki eftir því!

Hér í Piteå fæ ég ekki rifna ostinn frá Violife svo ég keypti hann í stykki og reif sjálf. Þið heima búið hinsvegar svo vel að geta keypt hann rifinn svo ég mæli með því. Epic mature osturinn fæst bara í stykkjum þó.

Þennan rétt er hægt að leika sér með og breyta eftir eigin höfði. Ég mæli auðvitað með því að ALLIR prufi að gera djúpsteikta mac and cheese bita, en það er auðvitað hægt að borða matinn beint úr pottinum eða færa hann í eldfast mót, strá yfir t.d. panko brauðraspi og baka í ofni. Ef þið veljið að baka hann í ofni eða borða beint úr pottinum er örugglega gott að bæta við t.d. brokkólí eða öðru grænmeti í hann!

mac-and-cheese-bitar-velt-uppur-jogurti.jpg

Við vitum öll hvað er gaman að koma fólki á óvart með spennandi nýjum réttum sem kannski flestum hefði ekki einu sinni dottið í hug að útbua. Þessir bitar eru akkúrat dæmi um svoleiðis mat. Matur sem stelur senunni við allskonar tilefni!

Djúpsteiktan mat tekur alltaf svolitla stund að útbúa en þrátt fyrir það er virkilega einfalt að útbúa djúpsteiktu mac and cheese bitana. Þeir eru einnig dæmi um mat sem gaman er að útbúa og okkur systrum þykir alltaf jafn spennandi að smakka eitthvað nýtt. Hlökkum mikið til að heyra hvað ykkur finnst!

Tilbunir-mac-and-cheese-bitar-opnir.jpg

Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar (sirka 30 stykki litlir bitar)

Hráefni:

Fyrir sjálfan mac and cheese réttinn:

  • 125 gr makkarónur

  • 20 gr smjörlíki

  • 20 hveiti

  • 3 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 80 gr Violife ostur að eigin vali (ég notaði 40 gr original og 40 gr epic mature cheddar)

  • 1/2 tsk laukduft

  • 1/2 tsk hvítlauksduft

  • 2 msk næringarger

  • 1/2 tsk eplaedik

  • salt og pipar eftir smekk

Það sem þarf til að velta uppúr og djúpsteikja:

Blautt:

  • Sirka 500 ml hrein vegan jógúrt

  • 1 tsk eplaedik

  • Nokkrir dropar hot sauce (má sleppa en ég mæli með)

Þurrt:

  • 2 dl hveiti

  • 2 dl panko brauðrasp (eða venjulegt brauðrasp ef þið finnið ekki panko)

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk salt

  • 2 tsk hvítlauksduft

  • 2 tsk laukduft

  • 3 tsk paprikuduft

  • 1 tsk oregano krydd

  • 1 tsk timían krydd

  • 1 tsk basilika krydd

  • 1 tsk hvítur pipar

  • svartur pipar eftir smekk

  • Olja að djúpsteikja í (ég notaði 1 líter)

Aðferð:

  1. Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Saltið vatnið vel.

  2. Bræðið smjörlíki í öðrum potti.

  3. Bætið hveiti út í og hrærið með píski. Leyfið hveitiblöndunni að eldast svolítið og hrærið í á meðan. Við viljum fá burtu bragðið af hráu hveiti en hveitiblandan á þó ekki að verða brún.

  4. Bætið mjólkinni út í sirka 1 dl í einu og hrærið ve á meðan. Þannig fáiði þykka og fína sósu.

  5. Bætið rifna ostinum, eplaediki, laukdufti, hvítlauksdufti, salti og pipar samanvið og hrærið þangað til osturinn er alveg bráðinn.

  6. Hellið vatninu af makkarónunum og bætið þeim út í sósuna ásamt næringargerinu. Saltið og piprið meira ef ykkur finnst þurfa. Þetta má vera svolítið braðgmikið.

  7. Leggið réttinn í box og setjið inn í ísskáp í klukkutíma.

  8. Takið út og myndið litlar bollur. Mér finnst gott að hafa bitana svona sirka 2 munnbita. Þannig fékk ég 30 kúlur. Leggið bollurnar á fat og setjið í frystinn í sirka hálftíma eða þar til bollurnar eru orðnar vel stífar. Þær þurfa ekki að frosna þó.

  9. Undirbúið djúpsteikinguna. Blandið saman jógúrti, eplaediki og sterku sósunni í djúpan disk.

  10. Blandið saman hveiti, panko brauðraspi, lyftidufti og öllum kryddunum í annan djúpan disk.

  11. Hitið olíuna í 180°c.

  12. Veltið bitunum í jógúrtblönduna og svo hveitiblönduna og djúpsteikið þar til bitarnir fá fallegan, dökkan gylltan lit.

  13. Berið fram með t.d. vorlauk og góðri sósu. Ég mæli með salsasósu eða pizzasósu.

Takk kærlega fyrir að lesa og vona að þið njótið!
Ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið prófið einhverja af réttunum okkar! <3

-Helga María

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 

Frosin vegan ostakaka með Amaretto, sykruðum möndlum og súkkulaðiganache

Góðan daginn!

Ég vona að þið hafið það gott. Sjálf sit ég við eldhúsborðið og drekk kaffisopa, þakklát fyrir að geta setið inni og unnið á meðan hellirignir úti. Sumarið er að líða undir lok og á þessum nokkrum mánuðum sumarsins hef ég gengið í gegnum miklar breytingar. Í rauninni hefur allt þetta ár haft í för með sér miklar breytingar hjá mér. Allra helst þó eftir að pabbi okkar Júlíu lést í vor. Það hefur opnað fyrir allskonar tilfinningar og spurningar og gert það að verkum að ég lít ýmsa hluti öðrum augum en ég gerði áður. Ég hef alltaf átt það til að ofhugsa aðstæður og festast í áhyggjum yfir hlutum sem ég hef haldið að skipti miklu máli. Hlutum sem virðast skipta máli á því augnabliki, en eru í raun bara smámunir. Ég finn að inni í mér hef ég verið að átta mig á því hversu miklum tíma ég hef eytt í að hafa áhyggjur af og svekkja mig að óþörfu. Á meðan það er að mörgu leyti frelsandi að átta sig á þessu og geta sleppt frá sér því sem hefur verið að taka óþarfa orku, er á sama tíma erfitt að breyta mynstrinu sem hefur verið síðan á unglingsárum.

DSCF1379-5.jpg

Ég hef til dæmis eytt miklum tíma í sumar í að hafa áhyggjur af því hversu fjarverandi ég hef verið á blogginu okkar síðasta árið. Hversu lítið af uppskriftum ég hef deilt með ykkur og hvort ég sé að valda ykkur öllum vonbrigðum. Ykkur sem leitið til okkar í von um að finna nýjar og spennandi uppskriftir. Fyrri hluta ársins nagaði þetta mig mikið og ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég hefði nú þegar gert allar þær uppskriftir sem ég mun nokkurntíman gera. Eins og ég væri búin að missa alla kunnáttu í eldhúsinu.

Í sumar hef ég svo unnið að því að breyta hugarfarinu mínu og minna mig á hvers vegna ég byrjaði að blogga og hvers vegna ég elska að vera í eldhúsinu. Ég áttaði mig á því að það er enginn annar en ég sem situr heima hjá sér með áhyggjur af því hvort ég muni elda góðan mat í dag eða blogga. Var þetta virkilega mitt stærsta vandamál? Ég stóð upp, gerði plan og byrjaði að elda og baka og mynda og áður en ég vissi af var ég komin aftur í flæðið sem ég hafði ekki komist í lengi.

DSCF1402-4.jpg

Ég hef hlakkað mikið til að deila með ykkur uppskrift dagsins. Frosin ostakaka með Amaretto, ristuðum og sykruðum möndluflögum og súkkulaðiganache. Að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Fyrir ykkur sem ekki viljið nota áfengi í kökuna er ekkert mál að sleppa því, setja smá kaffi kannski eða eitthvað annað sem gefur spennandi bragð. Annars get ég ímyndað mér að það sé gott að prófa að setja Kahlúa ef þið hafið ekkert á móti að nota áfengi en eruð minna fyrir möndlulíkjör.

Sykruðu og ristuðu möndlurnar eru að mínu mati punkturinn yfir i-ið. Þær gefa kökunni þetta litla extra og mér þykir nánast undantekningarlaust nauðsynlegt að hafa einhverskonar “crunch” í því sem ég borða.

DSCF1412-5.jpg

Þetta er svo sannarlega eftirréttur sem ég mæli með því að bjóða uppá í matarboði eða veislu. Ef ég væri að halda matarboð í dag myndi ég bjóða uppá þetta gómsæta Tikka masala í aðalrétt og svo ostakökuna í eftirrétt. Hversu gott?!

DSCF1444.jpg

Frosin ostakaka með Amaretto, sykruðum möndlum og súkkulaðiganache

Hráefni:

Botn:

  • 200 gr digestive kex

  • 100 gr vegan smjörlíki

  • 1 msk sykur

Fylling:

  • 2,5 dl vegan þeytirjómi (mæli með þeim frá Oatly. Ein svoleiðis ferna passar í uppskriftina)

  • 300 gr vegan rjómaostur

  • 1 dl Disaronno Amaretto likjör

  • 1,5 dl sykur

  • 1 msk vanillusykur

Sykraðar möndlur:

  • 2 dl möndluflögur

  • 6 msk sykur

  • 1 msk vegan smjörlíki

  • Pínulítið salt

Súkkulaðiganache:

  • 200 gr suðusúkkulaði (eða annað vegan súkkulaði)

  • 1,5 dl vegan þeytirjómi (óþeyttur)

  • Pínulítið salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa botninn með því að mylja niður kexið, annaðhvort í matvinnsluvél eða með því að setja það í lokaðan nestispoka og brjóta kexið með kökukefli.

  2. Bræðið smjörlíki og hellið útí matvinnsluvélina ásamt sykrinum og púlsið þar til það hefur blandast vel saman við. Ef þið myljið kexið með kökukefli, hellið því þá í skál og blandið smjörlíkinu og sykrinum saman við með sleif.

  3. Setjið bökunarpappír í botninn á 20 cm smelluformi og smyrjið hliðarnar með smjörlíki. Hellið mulda kexinu í formið og þrýstið því í botninn og aðeins uppí hliðarnar. Setjið í frysti á meðan þið útbúið fyllinguna og möndlurnar.

  4. Útbúið möndlurnar með því að hita á pönnu smjörlíki og bæta restinni af hráefnunum saman við.

  5. Hrærið stanslaust á meðal háum hita þar til möndlurnar byrja að taka á sig lit og sykurinn hefur bráðnað. Það tekur smá stund en að lokum verða möndlurnar gylltar og fínar.

  6. Færið strax yfir á bökunarpappír og látið kólna. Brjótið svo í sundur til að nota í kökuna.

  7. þeytið rjómann í stórri skál og leggið til hliðar.

  8. Þeytið restina af hráefnunum fyrir fyllinguna saman í annarri skál.

  9. Bætið þeytta rjómanum útí skálina og blandið varlega saman með sleif eða sleikju.

  10. Takið kökubotninn úr frystinum og setjið fyllinguna í formið. Ég vildi ekki bæta möndlunum út í sjálfa fyllinguna því ég vildi ráða því svolítið sjálf hversu mikið af möndlum ég hafði í. Ég tók frá tæplega helminginn af möndlunum til að toppa kökuna. Ég setti smá fyllingu, stráði svo möndlum yfir, bætti við meiri fyllingu og koll af kolli.

  11. Setjið í frysti í 1-2 klukkutíma

  12. Gerið súkkulaðiganache með því saxa niður súkkulaði.

  13. Hellið þeytirjóma í pott (ekki þeyta hann) og hitið þar til hann er nánast farinn að sjóða.

  14. Setjið súkkulaðið í skál og hellið heita rjómanum saman við. Stráið út í örlitlu salti. hrærið varlega þar til súkkulaðið hefur bráðnað í rjómanum. Takið kökuna úr frystinum, hellið súkkulaðiganache yfir, stráið möndlum yfir og setjið aftur inn í frysti í a.m.k fjóra klukkutíma.

  15. Takið út 30-60 mínútum áður en þið ætlið að bera kökuna fram.

Takk fyrir að lesa og ég vona að ykkur líki vel.

-Helga María

Einn af þessum notalegu dögum

IMG_6798-7.jpg

Í dag er mánudagur. Frídagur verslunarmanna. Ég sit við eldhúsborðið í íbúðinni á Eggertsgötu sem ég er að leigja í sumar. Nánast allir sem ég þekki yfirgáfu borgina yfir helgina en ég tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekkert. Mér líkaði tilhugsunin um að eiga rólega helgi mér sjálfri mér. Ég byrjaði daginn á að útbúa mér kaffi og smurði tvær flatkökur og borðaði úti á svölum. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað flatkökur ættu eftir að verða mér dýrmætar þegar ég flytti erlendis. Þær eru eitt það sem ég sakna mest frá Íslandi og ég hef borðað ógrynni af þeim í sumar.

Ég átti notalega verslunarmannahelgi. Á laugardaginn tók ég sjálfa mig á stefnumót og eyddi deginum í miðborginni og gerði nákvæmlega bara það sem mig langaði. Ég rölti niður í bæ með tónlist í eyrunum og kíkti í Kolaportið í fyrsta sinn í nokkur ár. Ég borðaði skál mánaðarins á Gló á Laugavegi. Mexíkóskál. Skoðaði mig svo aðeins meira um og hélt svo heim. Um kvöldið fór ég út á lífið og kom seint heim svo ég leyfði mér því að eiga rólegan sunnudag sem fór að mestu í að gráta yfir Queer Eye. Í dag er ég svo búin að þvo þvott og gera fínt í íbúðinni.

unnamed (1).jpg

Nú sit ég hér við eldhúsborðið og var rétt í þessu að setja á plötuna Night Lights með Gerry Mulligan. Mér þykir gott að hlusta á Mulligan þegar ég les eða skrifa og þessi ákveðna plata fær mig til að hugsa um haustið. Mína uppáhalds árstíð. Árstíðina þar sem sem allt fær svo fallegan lit og loftið verður ferskt og svalt. Ég hef ekki alltaf haft ástæðu til að hlakka til haustsins. Ég held ég hafi sjaldan haft jafn margar ástæður og nú. Eftir nokkur ár í Svíþjóð get ég loksins sagt, án þess að finnast ég vera að segja ósatt, að þar eigi ég heima og að þar eigi ég líf og framtíð. Eftir tæpan mánuð flýg ég heim til Sigga og allra vina minna. Skólinn byrjar og mér finnst ég fullkomlega tilbúin að takast á við þau spennandi verkefni og tækifæri sem bíða mín. Ég gaf sjálfri mér loforð um að þetta skólaárið ætli ég að þora að taka meira pláss sem tónlistarkona og byrja að trúa því að ég eigi plássið skilið. “Hah, gangi þér vel” heyri ég sjálfa mig segja í hljóði.

Það er kominn ágúst. Fimmti ágúst, tvöþúsundognítján. Sumarið hefur liðið hraðar en nokkurtíman fyrr. Þetta sumarið bý ég á Íslandi. Ég hef ekki eytt sumrinu á Íslandi síðan fyrir fjórum árum og því hefur mér svolítið liðið eins og ég sé í löngu fríi. En bráðum er sumarið búið og ég flýg heim til Piteå. Ég hlakka mikið til. Þegar ég er komin heim til Sigga mun ég svo sitja við eldhúsborðið á Ankarskatavägen og minnast sumarsins sem er það besta sem ég hef átt í mörg ár. En ekki alveg strax, því enn er tæpur mánuður eftir af Íslandsdvölinni. Ágúst. Mánuðurinn þar sem við Júlía skilum af okkur öllu efni fyrir bókina okkar. Bókina sem okkur hefur dreymt svo lengi um að búa til. Framundan eru vikur sem munu að mestu einkennast af skrifum og myndatökum og bakstri og eldamennsku. Og ég gæti ekki verið hamingjusamari.

Helga María

Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og hamborgarasósu

IMG_6520-5.jpg

Þá er komið að seinni færslunni í samstarfi okkar við Anamma í júní. Eins og við nefndum síðast þá erum við að vinna með nýja hakkið frá þeim sem mótast sérstaklega vel og hentar fullkomlega til að útbúa góða borgara eins og þennan. Í síðustu færslu deildum við með ykkur uppskrift af geggjuðum vegan bollum með ritz kexi og döðlum og við höfum fengið virkilega góð viðbrögð við þeim. Í dag er komið að þessum djúsí borgara sem er geggjaður á grillið eða pönnuna. Þetta nýja hakk er alger “game changer” og við erum ekkert smá ánægðar með að fá að vinna með svona góðar vandaðar vörur. Vörurnar frá Anamma fást í Hagkaup og Bónus og svo í ýmsum minni verslunum eins og Melabúðinni og Fjarðarkaup.

IMG_6494-5.jpg

Það er æðislegt að sjá úrvalið af vegan vörum aukast svona gríðarlega eins og gerst hefur síðustu ár. Það er ekkert svo langt síðan vegan borgarar voru alltaf gerðir úr hefðbundnu grænmetisbuffi með tómatsósu. Í dag er hinsvegar hægt að velja á milli allskonar borgara, en þar til fyrir stuttu var svolítið vesen að útbúa heimagerða borgara úr sojahakki. Það breyttist þó algerlega þegar Anamma byrjaði að framleiða nýja hakkið sitt og í dag er ekkert mál að útbúa djúsí heimagerða borgara.

IMG_6497-6.jpg

Við ákváðum að byrja á því að gera svolítið klassíska uppskrift. Uppskrift sem er geggggjuð eins og hún er en býður uppá það að setja hana í eigin búning ef maður vill. Þessa borgara er ekkert mál að grilla og við getum eiginlega lofað ykkur að jafnvel hörðustu kjötætur eiga eftir að elska þá.

IMG_6500-5.jpg

Í þetta skipti útbjuggum við gómsæta hamborgarasósu með borgurum og toppuðum þá einnig með bjórsteiktum lauk sem er ekkert smá góður. Hamborgarasósuna gerum við í hvert skipti sem við gerum okkur borgara. Það tekur enga stund að útbúa hana og hún er dásamleg. Við settum svo hvítlauksmæjónes á borgarann líka, en það var mest til að fá fallega mynd hehe.

IMG_6518-4.jpg

Eins og ég skrifaði að ofan er þessi uppskrift alveg svakalega góð, en það er auðvelt að prufa sig áfram og gera eitthvað aðeins öðruvísi úr henni. Ég hef t.d. stundum sett smá estragon út í og það gefur mjög skemmtilegt bragð. Eins er rosalega gott að blanda út í borgarann vegan fetaosti. Við erum mjög spenntar að heyra hvað ykkur finnst um borgarann og eins hvað ykkur þykir skemmtilegast að útbúa úr þessu frábæra nýja hakki frá Anamma.

IMG_6523-7.jpg

Hamborgarar 4 stykki

  • 440 gr formbar hakkið frá Anamma

  • 1 msk laukduft

  • 1 msk hvítlauksduft

  • 1-2 tsk sojasósa

  • 1 tsk gróft sinnep eða dijon sinnep

  • 2 tsk kjöt og grillkrydd

  • salt og pipar

  • BBQ sósa til að pennsla yfir (má sleppa)

Aðferð:

  1. Takið hakkið úr frysti um það bil klukkutíma áður en matreiða á borgarana.

  2. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna.

  3. Mótið 4 buff út hakkinu (sirka 110 gr hvert buff) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

  4. Pennslið með BBQ sósu áður en borgararnir eru matreiddir ef þið kjósið. Það er alls engin nauðsyn en okkur þykir það svakalega gott.

Hamborgarasósa

  • 1-1 1/2 dl vegan majónes (keypt eða eftir uppskrift hérna af blogginu)

  • 1/2 dl tómatsósa

  • 1/2 dl mjög smátt saxaðar súrar gúrkur

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 tsk laukduft

  • salt

Aðferð:

  1. Saxið súru gúrkurnar mjög smátt.

  2. Hrærið öllum hráefnunum saman í skál

Bjórsteiktur laukur

  • 2 stórir laukar

  • 1 msk sykur

  • 1 msk soyasósa

  • salt og pipar

  • 2-3 msk bjór

Aðferð:

  1. Skerið laukana í frekar þunnar sneiðar.

  2. steikið laukinn upp úr smá olíu þar til hann fer að brúnast vel.

  3. Bætið salt og pipar, sykri og soyasósu og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.

  4. Bætið bjórnum útí og steikið í góðar 5 til 10 mínútur.




anamma.png

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

10 skemmtilegir hlutir að gera sem kosta lítinn sem engan pening

Hugmyndina af þessari færslu fékk ég um daginn þegar ég var að reyna að lista niður hugmyndir af skemmtilegum hlutum fyrir okkur Sigga að gera sem ekki kosta mikinn pening. Það er magnað hvað ég gleymi því fljótt að það er hægt að fara út úr húsi og gera sér glaðan dag án þess að eyða fullt af pening. Ég ákvað að skrifa niður 10 hluti sem hægt er að gera með vinum sínum, maka, fjölskyldu eða bara með sjálfum sér.

1. Njóta í fallegri náttúru
Það er svo æðislegt að útbúa kaffi í brúsa og samlokur og fá sér göngutúr um einhvern fallegan stað eins og Elliðarárdal eða Heiðmörk. Það þarf oft að keyra svolítinn spöl til að komast á svona staði og ef nokkrir fara saman er ekkert mál að deila bensínkostnaði, og þá er það alls ekki dýrt. Eftir að ég flutti til Norður Svíþjóðar hef ég komist að því að það er aldrei of kalt fyrir “lautarferð.” Hérna grillar fólk í snjónum. Á sumrin er svo endalaust af möguleikum á skemmtilegum gönguferðum, bíltúrum út í sveit og fjallgöngum, jafnvel þó það þurfi oft að klæða sig vel. Eins er ótrúlega gaman, ef maður hefur góðan tíma, að keyra kannski klukkutíma út úr borginni og heimsækja litla bæi eins og Eyrarbakka og skoða fallegu gömlu húsin og taka skemmtilegar myndir.

2. Spila spil
Eitt af því sem ég geri sjaldan og vildi að ég gerði oftar er að taka spilastokk eða önnur skemmtileg spil með á kaffihús og spila. Það er undantekningalaust ótrúlega gaman og gerir kaffihúsadeitin enn meira spennandi. Við mæðgurnar áttum til dæmis ótrúlega kósý kvöld á bar í Edinborg um daginn, þar sem við spiluðum saman Olsen olsen upp og niður. Á mörgum kaffihúsum fæst uppáhelt kaffi fyrir innan við 500 kr þar sem boðið er upp á fría áfyllingu. Það getur verið virkilega gaman að setjast með vinum og spila. Eins er líka bara geggjað að halda spilakvöld heima. Ein skemmtilegustu kvöld sem ég hef átt með vinum eru spilakvöld, og það er oft hægt að fá lánuð ný og spennandi spil ef maður vill aðeins breyta til.

3. Halda Pálínuboð eða elda saman
Við vinir mínir höfum stundum haldið “matarboð” þar sem allir í hópnum taka með sér eitthvað sem til er í ísskápnum og elda úr því eitthvað gott. Þetta er mjög ódýrt og yfirleitt miklu skemmtilegra en þessi hefðbundnu matarboð þar sem einhver eldar og býður svo öllum hinum í mat, auk þess sem þetta er oft mun meira kósý. Við útbjuggum t.d ótrúlega góða vegan borgara um daginn þar sem einn tók með sér kartöflur og sætar sem við bökuðum í ofninum, ein átti allt sem þurfti í sjálfan borgarann og önnur átti borgarabrauð í frystinum. Ég átti allt í heimagerða hamborgarasósu og eitthvað grænmeti. Það var eitthvað svo heimilislegt að elda og borða öll saman og það urðu til virkilega skemmtilegar samræður á meðan.

IMG_2843-3.jpg

4. Stofna leshóp
Ég er nýbyrjuð í leshóp sem mun hittast einu sinni í mánuði. Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera og er rosalega spennt fyrir þessu. Það er ekkert mál að redda sér bókum annað hvort á bókasafninu eða fá að láni svo það er engin þörf á því að kaupa allar bækurnar glænýjar. Leshópurinn mun hittast í fyrsta skipti núna á sunnudaginn og ég hlakka mikið til. Mér finnst svo gaman að lesa en gef mér svo sjaldan tíma í það þessa dagana. Því finnst mér frábært að hafa eitthvað svona sem hvetur mig til þess. Stelpurnar í leshópnum eru líka frábærar og það verður svo gaman að kynnast þeim enn betur. Við munum mest lesa á sænsku og það verður frábær leið til að ná enn betri tökum á tungumálinu.

5. Finna ókeypis tónleika eða aðra viðburði og fara á
Það eru oft allskonar skemmtilegir ókeypis viðburðir í Norræna húsinu og eins er Listaháskólinn oft með mjög áhugaverða og skemmtilega viðburði sem eru ókeypis. Ég fór mikið á ljóðakvöld þegar ég bjó heima og reyndi að fylgjast með því þegar höfundar voru að lesa upp verkin sín. Það er oft hægt að finna margt skemmtilegt með því að skoða viðburðina sem koma upp á Facebook. Það er t.d. frábær leið til að kynnast böndum sem maður hefur aldrei hlustað á. Nokkrar af mínum uppáhalds íslensku hljómsveitum og tónlistarmönnum hef ég fundið alveg óvart með því að mæta á tónleika hjá þeim án þess að vita við hverju var að búast.

6. Búa til heimagert barsvar (pub quiz)
Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert með vinum mínum. Þar sem ég er í tónlistarháskóla er tónlist oftar en ekki þema keppninnar, en það er að sjálfsögðu hægt að útbúa hvernig quiz sem er. Ef keppnin á að snúast um tónlist geta til dæmis tveir úr vinahópnum útbúið lagalista á Spotify og samið spurningar. Síðan er hægt að skipta hópnum í tvö eða fleiri lið. Ef fólk vill drekka áfengi er tilvalið að kaupa ódýra bjóra í ríkinu eða jafnvel hreinsa til úr skápunum og búa til góða kokteila. Það eiga oft margir flösku af sterku áfengi sem aldrei er tilefni til að opna og því snilld að nýta það í að útbúa skemmtilega kokteila með vinunum.

IMG_2906.jpg

7. Fara á bókasafnið
Mörgum finnst þetta kannski óspennandi hlutur að gera, en ég mæli samt með að prufa. Það er ótrúlega kósý að taka með te eða kaffi í brúsa og annað hvort læra, vinna í tölvunni eða blaða í skemmtilegum bókum. Það gerir oft gríðarlega mikið fyrir mig að komast út úr húsi og breyta til þegar ég er að vinna eða læra heima. Þrátt fyrir að maður ætli að sitja og skrifa og drekka kaffi, sem vissulega er hægt að gera bara við eldhúsborðið, þá fæ ég að minnsta kosti oft á tilfinninguna að ég einbeiti mér betur að því sem ég er að gera og komi meiru í verk þegar ég klæði mig og rölti á bókasafnið. Ég tek oft með mér smá nesti og tek pásur inn á milli þar sem ég skoða skemmtilegar bækur.

8. Halda bíómaraþon með skemmtilegu þema
Þetta er mjög gaman að gera annað hvort tvö eða fleiri. Við Siggi höfum stundum haft bíómaraþon á grámyglulegum sunnudögum, en við höfum meðal annars haft “ljótumynda þema” þar sem við horfðum á myndir sem þekktar eru fyrir að vera einstaklega lélegar. Eins höfum við líka haft Steve Martin þema, sem var mjög áhugavert. Það er hægt að útbúa ótrúlega kósý bíókvöld, kveikja á kertum og finna til púða og teppi, leggja í púkk fyrir kartöfluflögum og gosi, eða poppa í potti og njóta í botn.

IMG_2890.jpg

9. Heimsækja ættingja sem þú hittir sjaldar en þú vildir
Það kostar ekkert að heimsækja ömmu, blaða í gömul myndaalbúm og drekka kaffi. Oftar en ekki gefur það manni ótrúlega mikið að eiga góðar samræður og styrkja tengslin við fólkið í lífinu sínu. Amma okkar Júlíu er mikill gestgjafi og vill alltaf bjóða gestum uppá eitthvað gott. Henni hefur hinsvegar þótt mjög erfitt að vita hvað hægt er að bjóða okkur systrum eftir að við urðum vegan svo við höfum stundum útbúið eitthvað sjálfar og tekið með. Ég hef þó gert miklu minna af því en ég vildi. Júlía hefur nokkrum sinnum bakað súkkulaðikökuna okkar og ég hef útbúið aspas rúllubrauðið okkar og ömmu þótti bæði auðvitað svakalega gott.

10. Syngja í kór
Okei, þetta er kannski ekki fyrir alla en það eru til ótrúlega margir mismunandi kórar sem henta mismunandi fólki. Það þarf alls ekki að fara í inntökupróf í alla kóra. Það syngja ekki allir kórar klassíska tónlist, oft er sungin popp tónlist eða dægurtónlist. Kórar æfa flestir einu sinni í viku og á kóræfingum kynnist maður frábæru fólki og skemmtilegri tónlist. Stundum er ársgjald fyrir meðlimi, en það er aldrei hátt.

Takk fyrir að lesa. Mér þætti svo ótrúlega gaman að heyra ykkar hugmyndir að hlutum sem kosta lítinn sem engan pening

-Veganstur <3

Ég ætla að breyta lífinu mínu - 5. kafli

IMG_1791-2.jpg

Í dag eru liðnir 8 mánuðir síðan ég ákvað að tileinka árinu 2018 því að breyta lífinu mínu til hins betra. Í dag eru líka liðnir tæplega 3 mánuðir síðan ég byrjaði í tónlistarháskólanum hérna í Piteå og þar af leiðandi tæpir 3 mánuðir síðan lífið mitt breyttist meira en ég hefði nokkurtíman þorað að vona.

Í mars skrifaði ég færslu um það hvernig ég ætlaði að breyta lífinu mínu. Ég ákvað að gefa mér eitt ár í að vinna virkilega mikið í sjálfri mér og sjá svo hvar ég stæði að ári liðnu. Ég ætlaði mér þannig séð ekkert að ganga í gegnum einhverjar gígantískar breytingar, heldur byrja á því að laga daglegar venjur sem mér þótti hafa neikvæð áhrif á mig. Ég hafði í langan tíma eytt dögunum mínum ein heima og oft ekkert farið út úr húsi í nokkra daga nema til að versla í matinn. Venjurnar sem ég vildi breyta voru því flestar á borð við ,,klæða mig í föt daglega, þó ég sé ekkert á leið út úr húsi og geyma kósýfötin þar til á kvöldin” og ,,mæta á kóræfingar þó mig langi alls ekki út” og ,,kynnast fólki og byrja að tala sænsku.” Ég ætlaði mér því að reyna að búa til jákvæðar venjur og einhverskonar rútínu þó ég væri bara ein heima allan daginn. Fljótlega eftir að ég byrjaði í þessari sjálfskoðun áttaði ég mig á því að ég gæti breytt öllum mínum daglegu venjum, en ef ég vildi verða hamingjusöm yrði ég að hætta að vera hrædd við að fara á eftir því sem mig langar. Haustið áður hafði ég skráð mig í fjarnám í mannfræði í háskóla Íslands. Ég skráði mig í námið minni vegna þess hve mikið mig langaði að læra mannfræði og meira því það var kennt í fjarnámi og mig langaði svolítið að komast hjá því að þurfa að svara spurningum um það hvað ég ætlaði gera í framtíðinni. Mér fannst skothelt plan að skrá mig í fjarnám og fá námslán og geta svo bara bloggað og haft það gott. Námið var vissulega áhugavert og ég lærði ýmislegt, en mannfræðin heillaði mig alls ekki og og ég sökk dýpra í einhverskonar einmanaleika og kvíða. Þegar ég hafði byrjað að taka til hjá mér sá ég að ég gæti ekki haldið þessu áfram. Eftir svolitla umhugsun settist ég niður og sótti um í bachelornám í jazzsöng við tónlistarháskólann í Piteå. Stuttu síðar fór ég svo í inntökupróf og komst inn í námið. Fyrir flesta hljómar þetta kannski mjög sjálfsagt, en fyrir ári síðar hefði ég aldrei vogað mér að sækja um í þetta nám, hvað þá mæta í inntökuprófið. Þennan dag þótti mér ég vera hugrakkasta manneskja í heimi. Ég trúði varla að ég hefði mætt í prófið og staðið mig vel. Það sem ég vissi ekki þá var að inntökuprófið var bara byrjunin á því sem myndi gjörbreyta lífi mínu að sumrinu loknu.

mynddd.jpg

Hvernig hefur lífið mitt breyst síðan ég byrjaði í skólanum?

Síðan byrjaði í skólanum hefur lífið tekið u-beygju. Nánast ekkert af því sem ég skrifaði í fyrstu færsluna mína í mars á við lengur. Þessa tæpu 3 mánuði hef ég þroskast meira en ég hef gert síðustu 3 ár. Nánast vikulega geri ég hluti sem ég var dauðhrædd við og það hefur verið verulega gefandi. Ég er í 100% námi í tónlist og syng í djassbandi í skólanum, en utan þess er ég svo hluti af djasstríói með tveimur strákum sem eru á öðru ári í skólanum, Andreas á kontrabassa og Conny á gítar. Tríóið heitir Yrja og við höfum spilað á fínasta hóteli bæjarins og á fleiri stöðum niðrí bæ. Ég hef eignast yndislega vini og tala sænsku allan daginn. Mér líður eins og ég hafi fengið sjálfa mig til baka, er farin að brosa meira og orðin mun afslappaðri í kringum fólk. Vissulega er ég oft stressuð og neikvæð, en það er ekkert í líkindum við það sem var áður, og í nánast hvert skipti sannar það sig að neikvæðnin er bara í höfðinu á mér.

Er ég þá hætt að vinna í sjálfri mér?

Alls ekki. Nú þegar mörg af mínum fyrri vandamálum eiga ekki lengur við, koma upp ný vandamál sem ég þarf að takast á við. Dæmi um þau er t.d. hvernig ég finn endalaust fyrir samviskubiti. Núna þegar ég ræð ekki lengur tíma mínum að öllu leyti sjálf fæ ég oft samviskubiti yfir því að vera ekki nógu dugleg að blogga, hreyfa mig ekki nóg eða vera ekki nógu skipulögð þegar kemur að því að elda næringarríkan og góðan kvöldmat yfir vikuna. Ég er mikið að vinna í því að læra að sætta mig við það að ég get ekki verið 100% í öllu sem ég vil gera, og oft er það erfitt.

Ég þarf líka að leggja mig mikið fram við að leifa svikaraheilkenninu ekki að stjórna mér. Það getur verið rosalega auðvelt að hugsa mikið um hvað strákarnir sem ég spila með séu góðir og reyndir og hausinn á mér reynir oft að segja mér að ég sé veikasti hlekkurinn í bandinu. Það hefur hjálpað mér mikið að tala við aðrar söngkonur í skólanum sem hafa upplifað svipaðar hugsanir, og svo er mikilvægt að minna sig á að svikaraheilkennið segir ekki satt. Það segir manni að efast um sig þegar manni gengur vel og þá er mikilvægt að læra að taka ekki alltof mikið mark á því. Þetta er eitthvað sem ég þarf að minna mig oft á og krefst það mikillar vinnu að breyta þessum hugsunarhætti.

IMG_1782.jpg

Ef ég hef lært eitthvað síðustu mánuði þá er það að ég mun líklega aldrei geta hætt að vinna í sjálfri mér. Ég myndi ekki segja að síðustu ár hafi ég alveg hætt því, en ég hunsaði ákveðin vandamál í von um að komast hjá því að vinna úr þeim. Nú þegar ég sit og skrifa þessi lokaorð er klukkan 8 og ég þarf að leggja af stað í skólann. Þegar ég lít út og dáist að sólarupprásinni átta ég mig á því að síðan ég byrjaði í skólanum hef ég ekki fengið þessa kvíðatilfinningu sem ég fékk oft áður þegar ég þurfti að vakna snemma og mæta eitthvað. Ég hef vissulega verið kvíðin fyrir því að koma fram og fleira en það er allt öðruvísi kvíði. Ég er ekki með hnút í maganum á kvöldin bara því ég þarf að mæta í skólann, heldur vakna ég glöð og fer glöð að sofa nánast á hverjum degi. Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast betur með. Það er að miklu leyti ykkur lesendum okkar að þakka hvað við höfum þroskast mikið og dafnað síðustu ár. Þið hafið sýnt okkur þvílíkt mikinn stuðning og oft stappað í okkur stálinu, bæði hérna á blogginu og á samfélagsmiðlum.

Helga María

Vikumatseðill 29. október - 3. nóvember

IMG_4026-2.jpg

Mánudagur:
Kalt pastasalat með filé bitum frá Hälsans kök, sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk, vorlauk, brokkólí og gulum baunum. Borið fram með hvítlauksbrauði.

Þriðjudagur:
Kartöflu- og púrrulaukssúpa toppuð með brúnum linsubaunum og Oatly sýrðum rjóma. Súpuna ber ég svo fram með hrökkbrauði og hummus. Uppskrift af súpunni er að finna hérna á gamla blogginu mínu.

Miðvikudagur:
Bulgursalat með kjúklingabaunum og ofnbökuðu grænmeti, svo sem papriku, eggaldin, kúrbít og rauðlauk. Borið fram með tahinisósu.

fimmtudagur:
Snarl: Gott brauð með vegan osti, papriku og gúrku. Borið fram með jarðarberjajógúrt.


fösturdagur:
Enchiladas með svörtum baunum og sætum kartöflum. Borið fram með tortilla flögum og Oatly sýrðum rjóma.

Laugardagur
Heimabökuð pizza með vegan pepperóní, sveppum, rauðlauk, ólífum, döðlum og Oatly rjómaosti.


Sunnudagsbakstur:
Eplakaka borin fram með þeyttum kókosrjóma.

veganisturundirskrift.jpg

Bláberjasæla

IMG_1739.jpg

Síðan skólinn byrjaði höfum við verið alveg á kafi og hefur bloggið því aðeins setið á hakanum í haust. Ég (Helga) byrjaði í bachelor námi í jazzsöng hérna í Piteå, sem hefur verið stór draumur síðan ég var barn. Það hefur verið æðislegt og ég get sagt að ég hef ekki verið svona hamingjusöm lengi. Á sama tíma hef ég þurft að læra að skipuleggja tímann minn upp á nýtt. Síðustu ár hef ég haft gríðarlega mikinn tíma og hef því getað ráðið því sjálf hvernig ég eyði deginum. Það hefur því orðið mikil breyting hjá mér síðustu mánuði, og ég er enn að læra að nýta tímann vel svo ég nái að koma öllu fyrir sem ég vil gera. Ég hef þó líka þurft að sætta mig við að ég get ekki endilega gert allt sem mig langar á hverjum degi. Ég viðurkenni að ég hef stundum verið svolítið svekkt yfir því og ég fæ oft samviskubit yfir því að geta ekki verið nógu dugleg í öllu sem ég vil. Í hinum fullkomna heimi myndi ég standa mig gríðarlega vel í skólanum, vera alltaf vel undirbúin þegar ég syng með tríóinu mínu, blogga einu sinni í viku, vera dugleg að pósta á Instagram, snappa, hreyfa mig, nota eins lítið plast og ég get, lesa meira… og listinn heldur áfram. Ég hef sem betur fer áttað mig á því að ég er að setja alltof mikla pressu á sjálfa mig, og er að vinna í því að sleppa tökunum aðeins svo ég nái að njóta þess sem ég er að gera. Það gengur svona misvel hjá mér, en ég finn að þetta er allt á réttri leið.

IMG_1709.jpg

Ég hef komist að því að þegar ég blogga ekki lengi missi ég allt sjálfstraust og mikla hlutina gríðarlega fyrir mér. Allt í einu finnst mér ég ekkert kunna að blogga lengur og fresta því endalaust að taka fram myndavélina og skella í einhverja gómsæta uppskrift. Í hvert skipti sem ég upplifi þetta þarf ekki meira til en að byrja á einni færslu og þá byrjar þetta að rúlla. Í gær ákvað ég að setjast niður og gera vikumatseðil og birta á blogginu. Það eitt og sér var nóg til þess að kveikja í mér. Þegar ég vaknaði í morgun komst ekkert annað að en þessi dásamlega bláberjasæla sem ég hef ætlað mér að birta hérna á blogginu í sirka tvær vikur. Ég rauk fram úr og hófst handa. Ég mundi strax af hverju ég blogga, þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég gleymi stund og stað á meðan. Allar áhyggjur af prófum, tónleikum og verkefnum hurfu á meðan ég bakaði og myndaði og það er akkurat það sem ég þurfti á að halda eftir annasamar vikur.

Uppskriftin af bláberjasælunni er ótrúlega einföld, eins og flest sem við deilum hérna á blogginu. Hún bragðast dásamlega, fyllir húsið guðdómlegum ilmi og gefur fullkominn haustfíling. Sælan minnir vissulega svolítið á hjónabandssælu, en þar sem ég nota bláber er hún ekki alveg eins. Ég leyfði henni að kólna alveg áður en ég bar hana fram, aðallega svo ég gæti auðveldlega skorið hana fyrir myndatökuna. Þó er líka hægt að bera hana fram volga og þá er æðislegt að hafa þeyttan soja- eða kókosrjóma eða vegan ís með.

IMG_1725.jpg

Bláberjablanda:

(ATH: bollin sem ég notaði er 2,5 dl)

  • 680 gr frosin bláber

  • Safi úr einni sítrónu

  • 1/2 bolli sykur

  • 2 msk hveiti

  • 1 msk maíssterkja

Krömbl:

  • 3 bollar hveiti

  • 3 bollar haframjöl

  • 2 bollar púðursykur. Ég pressaði hann lauslega

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 1 og 1/2 bolli smjörlíki. Ég bræddi 1 bolla og blandaði saman við deigið og muldi svo niður 1/2 bolla af köldu smjörilíki og hnoðaði saman við með höndunum

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°C

  2. Leyfið bláberjunum að þiðna alveg og hellið þeim svo í sigti til að losna við allan auka vökva. Ég kreisti berin einnig örlítið í sigtinu til að taka af smá af safanum, samt bara aðeins.

  3. Blandið berjunum saman við restina af hráefnunum fyrir berjablönduna í blandara, matvinnsluvél eða með töfrasprota. Blandann verður svolítið þunn, en hún mun þykkna í ofninum.

  4. Blandið saman þurrefnunum fyrir krömblið og hellið svo útí bráðna smjörinu og blandið saman með sleif. Brjótið svo út í kalda smjörið og hnoðið saman með höndunum. Ef ykkur finnst deigið mjög þurrt mæli ég með að bæta við örlitlu smjöri.

  5. Hellið tveimur þriðju af deiginu í eldfast mjót og pressið því í botninn. Ég lagði bökunarpappír í formið mitt svo það væri auðveldara að ná sneiðunum upp úr. Eldfasta mótið sem ég notaði er 21x31 cm.

  6. Bakið botninn í 10 mínútur og takið svo út.

  7. Hellið bláberjablöndunni yfir og myljið svo restina af krömblinu yfir.

  8. Bakið í 25-30 mínútur

  9. Hægt er að bera þetta fram volgt, en ef þið viljið ná fallegum sneiðum úr þessu mæli ég með því að leyfa sælunni að kólna.

Vonum að þið njótið :)

veganisturundirskrift.jpg

Vegan snitsel á tvo vegu

IMG_0755.jpg

Þessi færsla er sú þriðja í samstarfi okkar með Anamma, og í þetta sinn ákvað ég að útbúa snitselið frá þeim, sem mér þykir gríðarlega gott. Ég gat þó með engu móti ákveðið hvernig ég vildi matreiða snitselið fyrir færsluna, og eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað ég að útbúa tvo mismunandi rétti úr því. Mér fannst nauðsynlegt að gera eina hefðbundna snitsel máltíð, og útbjó ég með því gómsæta sveppasósu, steiktan aspas og einar þær bestu ofnbökuðu kartöflur sem ég hef gert. Auk þess ákvað ég að gera aðeins öðruvísi máltíð og bjó til snitsel grillsamloku með grænmeti og tarragon-kapers mæjónessósu. Ég er fegin að hafa ákveðið að gera bæði því ég get ekki gert upp á milli. 

Snitselið er eina varan frá Anamma sem ekki er glúteinlaus, en nýlega breyttu þau öllum uppskriftunum sínum og snitselið, sem var glúteinlaust, er það ekki lengur. Að mínu mati eru allar vörunar mun betri eftir breytingarnar og mér finnst snitselið alveg ótrúlega gott, bæði í áferð og bragði. 

IMG_0698.jpg

Kartöflurnar sem ég gerði með voru virkilega góðar, en galdurinn var að sjóða þær fyrst og setja þær svo í ofninn. Við það urðu þær mjúkar og góðar að innan, en dásamlega stökkar að utan. Þær voru fullkomnar með báðum réttunum sem ég gerði. 

IMG_0758.jpg

Þar sem það tekur enga stund að elda snitselið langaði mig að gera með því flott meðlæti sem tekur kannski aðeins meiri tíma, en er samt virkilega einfalt og þægilegt að búa til. Ef tíminn er naumur, eða maður nennir ekki mikilli eldamennsku er auðvitað hægt að skella frönskum í ofninn og útbúa einhverja góða vegan pakkasósu, en ég mæli auðvitað mjög mikið með að búa til eigið meðlæti ef tök eru á.
Eins með samlokuna hér að neðan. Það er ekkert mál að kaupa vegan mæjónes og blanda því saman við hvítlauk og góðar jurtir, en mér fannst heimatilbúna mæjónessósan passa ótrúlega vel með samlokunni. 

IMG_0715-2.jpg
IMG_0780-3.jpg

Snitsel frá Anamma fyrir 4

  • 2 pakkar Anamma snitsel (hver pakki inniheldur 4 stk svo það er fínt að gera ráð fyrir a.m.k 2 á mann)

1. Eldið snitselið eftir leiðbeiningum á pakkanum. Ég steikti það á pönnu upp úr vegan smjöri þar til það var gyllt á báðum hliðum.

Sveppasósa:

  • 1 askja sveppir (250g)

  • Olía til steikingar

  • 500 ml vegan matreiðslurjómi

  • 1 sveppateningur 

  • 1/2 tsk dökk sojasósa (má sleppa - hún gefur sósunni mjög gott bragð en er alls ekki nauðsynleg)

  • Vatn og hveiti til að þykkja (ég mæli það aldrei neitt sérstaklega heldur hristi ég bara saman smávegis af hveiti og smá vatni, það þarf alls ekki mikið).

  1. Sneiðið niður sveppina og setjið í pott. 

  2. Steikið þá uppúr smá olíu í pottinum. Ef mér finnst sveppirnir byrja að festast við botninn finnst mér best að bæta við örlitlu vatni og endurtek það ef mér finnst þurfa. Við það myndast líka smá sveppasoð sem mér finnst gefa sósunni gott bragð. 

  3. Bætið sveppakraftinum út í pottinn þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir og hafa rýrnað svolítið, og látið hann leysast upp í soðinu sem hefur myndast í pottinum.

  4. Hellið rjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp.

  5. Hristið saman svolítið af hveiti og vatni og hellið út í pottinn í mjórri bunu og meðan þið hrærið hratt í sósunni þar til hún hefur náð þeirri þykkt sem þið kjósið. 

  6. Bætið sojasósunni út í ásamt salti og pipar og smakkið til. 

Ristaðar kartöflur í ofni

  • 2 kg kartöflur

  • 6 msk olía til steikingar

  • 3 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk paprikuduft

  • Salt og pipar eftir smekk

  1. Byrjið á því að skræla kartöflurnar

  2. Hitið ofninn í 200 gráður

  3. Skerið kartöflurnar í meðalstóra bita og leggið í bleyti í kalt vatn í sirka korter

  4. Sjóðið vatn í stórum potti á meðan

  5. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru svona nálægt því að verða tilbúnar. Þær eiga ekki að vera orðnar alveg mjúkar í gegn (mínar voru samt mjög nálægt því)

  6. Á meðan kartöflurnar sjóða hitiði olíuna á pönnu og pressið hvítlauksgeirana útí. Þegar þeir eru orðnir brúnir helliði olíunni í skál, sigtið hvítlaukinn úr og leggið til hliðar. Passið að hvítlaukurinn brenni ekki því hann verður notaður seinna 

  7. Takið kartöflurnar úr pottinum og hellið þeim í stóra skál og veltið þeim upp úr olíunni sem þið hituðuð, ásamt paprikudufti, salti og pipar. Passið að þekja kartöflurnar vel. Á þessum tímapunkti líta þær út fyrir að vera svolítið maukaðar og þannig eiga þær að vera

  8. Hellið kartöflunum á hreina ofnplötu og dreifið úr þeim svo þær séu sem minnst klestar saman

  9. Ristið þær í ofninum í 20 mínútur, takið plötuna svo út, snúið kartöflunum og ristið í aðrar 20 mínútur

  10. Þegar þær eru tilbúnar er gott að velta þeim upp úr hvítlauknum sem þið hituðuð í olíunni. Ástæðan fyrir því að ég geri það ekki áður en kartöflurnar fara í ofninn er sú að hann gæti brunnið og þá gefur hann frá sér beiskt bragð sem skemmir svolítið fyrir. 

  11. Bætið við grófu salti ef ykkur finnst þurfa

Með þessu steikti ég svo frosinn aspas á pönnu upp úr sítrónupipar, hvítlauk og salti

 

Grill samloka með snitseli og tarragon- kapersmæjó:

  • Anamma snitsel

  • Gott brauð (mæli með að kaupa heilt brauð og skera í frekar þykkar sneiðar)

  • Grænmeti eftir smekk (ég notaði romain kál, tómata og rauðlauk)

  • 1,5 dl vegan mæjónes (uppskrift okkar af vegan mæjónesi má finna HÉR)

  • 3 tsk kapers

  • 1 tsk tarragon

  • 1/2 tsk rifinn sítrónubörkur

  • Örlítil ólífuolía

  • Salt og pipar eftir smekk

  1. Steikið snitselið á pönnu upp úr olíu eða vegan smjöri þar til það er gyllt báðum megin

  2. Ristið brauðið á pönnu upp úr örlitlu vegan smjöri 

  3. Saxið niður kapers og bætið út í mæjónesið ásamt tarragon, rifnum sítrónuberki, ólífuolíu, salti og pipar

  4. Smyrjið báðar brauðsneiðarnar með mæjónessósunni og setjið snitselið á ásamt því grænmeti sem ykkur þykir best 

  5. Berið fram með gómsætu kartöflunum hér að ofan eða ofnbökuðum frönskum

Vonum að þið njótið!+
- Veganistur

 

anamma.png

- Þessi færlsa er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

Tacoveisla - Heimagerðar taco pönnukökur með Anamma-bitum, ostasósu og hrásalati

IMG_3873.jpg

Þessi dásamlega uppskrift varð til í síðustu viku og sló algjörlega í gegn hjá mér og vinum mínum. Ég hef alltaf verið mikið fyrir taco og finnst virkilega gaman að leika mér með hráefnin. Í vetur komst ég upp á lag með að baka mínar eigin tortilla vefjur og ég reyni að nýta tækifærið og gera það þegar ég hef smá tíma til að dunda mér við matargerðina. Heimabakað brauð nær einhvernveginn aldrei að valda manni vonbrigðum. 

IMG_3777-2.jpg

Þessa dagana erum við í samstarfi við Anamma á Íslandi og er þetta önnur færslan sem við vinnum í samstarfi við þau. Mér fannst tilvalið að nota bitana þeirra í þessa uppskrift og það kom að sjálfsögðu æðislega vel út. Við notum báðar vörurnar frá Anamma mikið, og er það því mikill heiður fyrir okkur að vinna með þeim. Þau leggja mikið upp úr því að útbúa vandaðar og góðar vegan matvörur, auk þess sem þeim er annt um umhverfið. Nýlega uppfærðu þau allar uppskriftirnar sínar og eru vörurnar því enn betri en áður. Ég var ekkert smá glöð að sjá hvað bitarnir voru fullkomnir í þennan rétt.

Taco hefur uppá svo margt að bjóða því það er algörlega hægt að aðlaga því sínum smekk. Við höfum báðar leikið okkur endalaust með það hvað við setjum í vefjurnar/skeljarnar og hérna að neðan sjáið þið mína uppáhalds samsetningu.

IMG_3857.jpg

Uppáhalds samsetningin mín:

  • Heimagerðar tortillur eða tortillur frá Santa Maria

  • Santa Maria salsasóssa

  • kál

  • Gúrka

  • Tómatar

  • Anamma bitar

  • Kartöflur ofnbakaðar með salti, pipar og smá olíu

  • Avocado

  • Heimagerð ostasósa

  • Heimagert hrásalat

  • Kóríander

IMG_3866-2.jpg

Mexíkóskir anamma bitar

  • Bitar frá Anamma

  • Olía til steikingar

  • Laukur

  • Santa Maria Taco kryddblanda

  • Vatn

Aðferð:

  1. Steikið bitana og laukinn upp úr olíunni þar til þeir hafa fengið gylltan lit

  2. Bætið taco kryddinu og vatni við samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Heimagerðar tortillur:

  • 1 bolli hveiti

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • Örlítið salt

  • 3 msk olía

  • 1/3 bolli vatn

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál

  2. Bætið olíu og vatni út í og hnoðið saman.

  3. Skiptið deginu í 6 litlar kúlur, fletjið út í mjög þunnar pönnukökur og steikið á þurri pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið

 

Heimagerð ostasósa

  • 1/2 bolli niðursneiddar kartöflur (afhýddar)

  • 1/4 bolli niðursneiddar gulrætur

  • 1/2 bolli kasjúhnetur

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 2 sneiðar niðursoðið jalapeno + örlítið af safanum úr krukkunni

  • 3-4 msk næringarger

  • 1/2 til 3/4 haframjólk

  • salt

Aðferð:

  1. Afhýðið kartöflurnar og skerið niður ásamt gulrótunum. Gufusjóðið eða sjóðið í vatni í 10 mínútur.

  2. Setjið restina í blandara og blandið þar til sósan er silkimjúk (Ef ekki er notaður mjög kraftmikill blandari er gott að leggja kasjúhneturnar í bleyti í soðið vatn í sirka klukkustund áður en sósan er blönduð.)

 

Hrásalat

  • Hvítkál

  • Gulrætur

  • Vegan majónes

  • Örlítið eplaedik

Aðferð:

  1. Skerið hvítkálið mjög smátt og rífið gulræturnar niður.

  2. Blandið majónesinu og edikinu saman við.

Vonum að þið njótið 
-Veganistur

anamma.png

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

Vegan lasagna með Anamma sojahakki

IMG_0541.jpg

Stuttu eftir að við opnuðum bloggið okkar birtum við uppskrift af gómsætu grænmetislasagna. Sú uppskrift hefur lengi verið í uppáhaldi og er elduð ansi oft á okkar heimili. Eins og mér finnst uppskriftin æðisleg, hef ég svolítið verið að prufa mig áfram með nýja uppskrift sem minnir e.t.v. meira á þetta klassíska lasagna sem margir þekkja. Þessi uppskrift er svolítið öðruvísi en hin og inniheldur meðal annars sojahakk í stað linsubauna. Þetta lasagna er svo ótrúlega gott að ég eldaði það tvo daga í röð í síðustu viku. 

IMG_0462.jpg

Það hefur komið mér svolítið á óvart hvað mér þykir lasagna gott, því mér þótti það aldrei neitt sérstakt þegar ég var yngri. Ég taldi mér trú um að rétturinn væri bara ekkert fyrir mig, þar til fyrir nokkrum árum þegar ég ákvað að gefa honum annan séns. Ég er gríðarlega fegin að hafa gert það, því í dag er það eitt af því besta sem ég fæ. 

IMG_0468.jpg

Ég hef mikið notað vörurnar frá Anamma síðustu ár og þær valda aldrei vonbrigðum. Anamma er sænskt fyrirtæki sem útbýr einungis vegan matvörur og leggur mikinn metnað og vinnu í vörurnar sínar. Nýlega breyttu þau uppskriftunum á öllum vörunum sínum, og bættu helling við úrvalið hjá sér, og nú bragðast maturinn þeirra enn betur en áður. Í lasagnað fannst mér fullkomið að nota hakkið frá þeim, en ég á alltaf til poka af því í frystinum. Vörurnar frá Anamma fást meðal annars í Bónus, Melabúðinni og Fjarðarkaupum. 

Eitt af því besta við að gera lasagna er að hægt er að nota í það allt það grænmeti sem til er í ísskápnum. Í uppskriftina í færslunni nota ég t.d gulrætur, kúrbít og spínat, en það er síður en svo heilagt. Ég nota yfirleitt bara það sem ég á til sem hentar mér mjög vel, því ég elska að breyta til. 

IMG_0522.jpg
IMG_0531.jpg

Lasagna fyrir 4-6

Hakk í tómatsósu:

  • 1 poki hakk frá Anamma (325g)

  • 1 miðlungsstór laukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 2 dósir niðursoðnir tómatar

  • Grillkrydd eftir smekk

  • Oregano eftir smekk (ég er vön að setja frekar mikið)

  • 1 msk balsamik edik

  • salt og pipar

Grænmeti og lasagnaplötur:

  • 1 lítill kúrbítur eða 1/2 stór skorinn í þunnar lengjur. Ég einfaldlega sneiði hann niður með flysjaranum mínum.

  • Sirka 2 gulrætur (1 bolli) skornar í lengjur. Ég nota sömu aðferð og við kúrbítinn.

  • 2 lúkur spínat. Það má alveg vera meira frekar en lítið af spínati því það hverfur nánast við eldun.

  • 1 pakki lasagnaplötur. Það er misjafnt hvað fólk vill hafa mikið af plötum, en ég hafði fjögur lög og notaði þrjár í hvert lag svo það fóru tólf plötur alls í lasagnað hjá mér.

Rjómaostasósa:

  • 1 askja vegan rjómaostur (yfirleitt 150-250g)

  • 2 msk ljóst tahini

  • 1/2 grænmetisteningur

  • 1/2 bolli vatn

  • 1/2 bolli ósæt sojamjólk

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að pressa hvítlauk og saxa laukinn og steikið á pönnu með örlítilli olíu á miðlungshita.

  2. Bætið hakkinu út í þegar laukurinn er orðinn mjúkur og steikið þar til það hefur þiðnað. Athugið að vegan hakk má steikja beint úr frystinum svo það þarf alls ekki að þíða það fyrir.

  3. Kryddið hakkið með grillkryddi að eigin vali og bætið svo tómötunum útá ásamt oregano og balsamik edik og leyfið því að malla í nokkrar mínútur og smakkið til. Mögulega þarf að bæta við meira af kryddunum, salti og pipar.

  4. Leggið blönduna til hliðar og steikið grænmetið örstutt á annarri pönnu með smá olíu. Það þarf ekki að vera neitt rosalega vel steikt en samt alveg búið að mýkjast svolítið. Leggið til hliðar.

  5. Setjið hráefnin í rjómaostasósuna í pott og hrærið vel saman þar til hún er orðin heit og laus við kekki. Smakkið til og bætið við salti og pipar ef þarf.

  6. Það er engin regla til um það hvernig setja á lasagna saman og ég held ég geri það aldrei nákvæmlega eins. Ég byrja hinsvegar alltaf á því að setja tómatsósu neðst og passa að hún þekji botninn vel.
    Næst raða ég lasagnaplötum og það passar fullkomlega að setja þrjár í hvert lag í mínu eldfasta móti.
    Næst smyr ég yfir góðu lagi af rjómaostasósunni og þar á eftir raða ég grænmetinu yfir, og endurtek svo leikinn.
    Ég nota ekki vegan ost á lasagnað, heldur passa ég að eiga svolítið eftir af rjómaostasósunni sem ég helli yfir áður en lasagnað fer í ofninn.

  7. Bakið við 190°c í 35-40 mínútur.

Við mælum með því að bera lasagnað fram með góðu salat og hvítlauksbrauði. 

Njótið
Veganistur

anamma.png

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 

Vefjur með falafel, hummus og chili-mæjó

IMG_9277-2.jpg
IMG_9227-2.jpg

Nú er janúar að líða undir lok sem þýðir að Veganúar fer að klárast. Okkur hefur þótt virkilega gaman að sjá hversu margir eru að taka þátt í ár og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að halda áfram. Eins þætti okkur gaman að heyra hvernig ykkur hefur gengið í Veganúar og hvaða matur ykkur hefur þótt standa fram úr. 

IMG_9252-2.jpg
IMG_9260.jpg

Þessi færsla er sú síðasta í samstarfi okkar við Krónuna í Veganúar en okkur fannst tilvalið að enda á falafel vefjum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Falafel eru bollur gerðar úr kjúlingabaunum og allskyns kryddum. Bollurnar eiga uppruna sinn að rekja til Egyptalands og eru yfirleitt borðaðar í pítubrauði eða vefjum. Okkur þykir best að borða falafel í vefju, með hummus, grænmeti og sterkri sósu. 

IMG_9275-3.jpg
IMG_9287.jpg

Hér er listinn yfir hráefnin. Það er svolítið erfitt að lista niður hlutföll því það er misjafnt hvað fólk vill setja mikið í vefjurnar sínar og hvort fólk borðar fleiri en eina vefju. 

  • Vefjur - Við mælum með þeim frá Planet Deli og Banderos

  • Falafelbollur frá Hälsans Kök - Pakkinn er 300g og miðast við þrjá fullorðna

  • Hummus frá Tribe 

  • Salat að eigin vali

  • Rauðlaukur (má sleppa)

  • Kirsuberjatómatar (má sleppa)

  • Sriracha mæjó frá Flying goose

  1.  Eldið falafelbollurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Það er bæði hægt að steikja þær á pönnu eða í bakaraofni og við mælum með því síðarnefnda. 

  2. Hitið vefjurnar í nokkrar sekúndur í ofninum eða í örbylgjuofni

  3. Smyrjið vefjuna með hummus, raðið falafelbollunum og því grænmeti sem ykkur lystir ofan á og endið svo á sriracha mæjóinu. Það er virkilega bragðgott en heldur sterkt svo við mælum með að setja ekki of mikið til að byrja með. 

  4. Rúllið vefjurnar upp og njótið!

Veganistur

 

krónan.png

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Kjúklingabaunakarrý

IMG_2023.jpg

Baunir eru dæmi um mat sem ég kunni alls ekki að meta áður en ég varð vegan. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að ég ólst ekki upp við að borða þær, að undanskildum þessum hefðbundnu grænu og gulu baunum sem flestir þekkja. Þegar ég gerðist grænkeri fór ég fljótt að læra að elda baunir og fyrir mér opnaðist nýr heimur. Í dag eru þær í algjöru uppáhaldi hjá mér. 

IMG_1867.jpg

Baunir eru virkilega hollar. Þær innihalda prótín, mikið af trefjum og alls kynns fleirum góðum næringarefnum. Eins finnst varla ódýrari matur í heiminum í dag og henta því vel námsmönnum eins og mér. hægt er að kaupa þurrar baunir og sjóða í stórum skömmtum og frysta t.d, en þær fást einnig tilbúnar í dós og þarfnast þá nánast engrar fyrirhafnar.  Ég viðurkenni að ég mætti vera duglegri að sjóða mínar eigin baunir en það er bara svo ótrúlega auðvelt að kaupa þær tilbúnar í dós.

IMG_1882.jpg
IMG_1926.jpg

Síðustu ár hafa baunir verið virkilega stór partur af mínu mataræði og má segja að ég eldi einhverskonar baunir á hverjum degi. Það eru til ótrúlega margar tegundir af þeim sem allar hafa sína eiginleika og því eru möguleikarnir miklir. Kjúklingabaunir verða oftar en ekki fyrir valinu því þær eru fullkomnar í allskyns rétti, hvort sem það er hummus, falafelbollur, kryddaðar og ristaðar í ofni eða á pönnu, út á salöt eða í pottrétti. 

IMG_1958.jpg

Í þessari viku ákváðum við systur í samstarfi við Krónuna að deila með ykkur einni af okkar einföldustu baunauppskrift. Ég held að það sé einhverskonar karrýpottréttur á matseðlinum okkar í hverri einustu viku en það er vegna þess hversu einfalt og þægilegt er að gera slíka rétti. Það er einnig hægt að gera þennan rétt svo ótrúlega fjölbreyttan að maður fær aldrei leið á honum. Sú útgáfa sem við deilum með ykkur í þessari viku er sú allra einfaldasta en það þarf einungis fjögur hráefni í réttinn, og gengur hann fullkomlega sem máltíð einn og sér en einnig er hægt að hafa alls kyns gott meðlæti með honum.

IMG_1995.jpg

Hráefni:

Aðferð:

  1. saxið laukinn og steikið upp úr örlitlu vatni þar til mjúkur. 

  2. Setjið madras maukið út í, 1/4 ef þið viljið hafa réttinn mildan og meira fyrir sterkari útgáfu.

  3. Hellið vatninu af baununum og bætið þeim útí ásamt kókosmjólkinni og sjóðið í 10 til 15 mínútur

Réttinn má bera fram einan og sér en hann er einnig virkilega góður með hrísgrjónum ,salati og auðveldu pönnubrauði. HÉR er uppskrift af virkilega einföldu brauði.

-Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Pönnubrauð

IMG_1978.jpg
IMG_1985.jpg

Heimabakað brauð getur sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að ýmsum máltíðum. Það er því virkilega hentugt að kunna að gera einfalt og fljótlegt brauð til að hafa með matnum. Ég komst fyrir nokkru upp á lagið með að gera pönnubrauð en það er einstaklega þægilegt þar sem þarf hvorki að hefa það né baka í ofni.  Hráefnunum er einfaldlega skellt saman og brauðið steikt í nokkrar mínútur á pönnu. Þetta brauð passar fullkomlega með alls konar pottréttum og súpum.

IMG_2011.jpg

Hráefni:

  • 4 dl spelt hveiti

  • 2 dl vatn

  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og bætið við meiru hveiti ef deigið er blautt.

  2. Skiptið deiginu í 6 litlar kúlur.

  3. Fletjið kúlurnar út og steikið í nokkrar mínútur á heitri þurri pönnu.

  4. Gott er að pensla brauðið með vegan hvítlaukssmjöri um leið og það kemur af pönnunni en það er alls ekki nauðsynlegt.

-Veganistur

 

Vegan möffins með súkkulaðibitum

IMG_8854-2.jpg

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af gómsætum súkkulaðibita-möffins. Þessi uppskrift hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og það var því löngu kominn tími til að skella henni hérna inná bloggið. Þessar möffinskökur minna mig á það þegar ég var barn. Í hvert sinn sem við fórum í ferðalög bakaði mamma möffins sem við tókum með okkur í gömlum Mackintosh stampi. Ég man hvað mér þótti það ótrúlega spennandi. Þessar möffinskökur vekja upp svipaða spennu hjá mér á meðan þær eru í ofninum.

IMG_8754.jpg

Kökurnar hef ég bakað í mörg ár og þær eru einmitt fullkomnar í ferðalagið, afmælisveisluna, brunchinn eða einfaldlega fyrir notalegan dag með fjölskyldunni. Uppskritin er virkilega auðveld og því tilvalin til að baka með krökkunum.  Ég man hvað mér þótti alltaf yndislegt að fá að taka þátt í möffinsbakstrinum með mömmu. 

Webp.net-gifmaker (3).gif

Uppskriftin er ekki einungis einföld, heldur innihalda kökurnar aðeins 7 hráefni sem flestir eiga til uppi í skáp. Þið sem hafið fylgt blogginu okkar í svolítinn tíma vitið að við erum ekki mikið fyrir flóknar uppskriftir sem innihalda alltof mörg hráefni sem enginn þekkir. Við elskum allt sem er einfalt og eru þessar möffins því lýsandi fyrir okkur. Þrátt fyrir einfaldleikann gefa kökurnar ekkert eftir hvað bragðið varðar. Þær eru dúnmjúkar að innan og undursamlega bragðgóðar. 

Þar sem ég fann engin falleg pappírsform fyrir kökurnar ákvað ég að prufa að útbúa mín eigin úr bökunarpappír. Siggi klippti niður fyrir mig sirka 13x13 cm arkir úr pappírnum. Ég mótaði þær með því að leggja þær yfir formin á möffins skúffunni og þrýsta þeim svo niður með bolla sem passaði akkúrat í hólfin. Formin komu mjög skemmtilega út og voru góð tilbreyting frá þessum hefðbundnu pappírsformum. 

IMG_8862-3.jpg

Hráefni:

  • 5 dl hveiti

  • 2 og 1/2 dl sykur

  • 1 msk lyftiduft

  • 2 tsk vanillusykur - eða vanilludropar

  • 100gr vegan smjör - Krónusmjörlíkið hentar mjög vel í þessa uppskrift

  • 3 og 1/2 dl Oatly haframjólk - hvaða jurtamjólk sem er ætti að þó að virka

  • 200gr suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.

  2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál.

  3. Bræðið smjörið og hellið því saman við mjólkina.

  4. Hellið blöndunni útí stóru skálina og hrærið vel saman. Ef þið eigið rafmagns handþeytara myndi ég nota hann en þar sem ég á eftir að útvega mér svoleiðis lét ég duga að nota hefðbundinn písk sem virkaði líka vel.

  5. Saxið niður súkkulaðið og hrærið því saman við deigið með sleif.

  6. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í sirka 12-18 mínútur. Ég myndi segja að það komi svona 9-15 kökur úr hverri uppskrift en það fer bara eftir því hversu stórar kökur þið gerið.

  7. Leyfið kökunum að kólna í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram. Mér þykja kökurnar bestar volgar með glasi af ískaldri Oatly haframjólk. Þær eru samt yndislega góðar líka kaldar.

Vona að þið njótið! :) 

Helga María 

Heimagerður grænmetiskraftur

IMG_0932.jpg

Í framhaldi af matarsóunarfærslunni sem ég skrifaði fyrir nokkrum vikum langaði mig aðeins að halda áfram með sama málefni. Í samstarfi við Nettó ákvað ég því að nú myndi ég deila með ykkur hvernig ég geri heimagerðan grænmetiskraft úr grænmetisafgöngum sem annars endar í ruslinu á lang flestum heimilum. Líkt og ég hef mikið talað um hef ég verið að reyna að taka mig á í sambandi við matarsóun. Mér finnst alevg frábært hversu margir eru orðnir meðvitaðir um matarsóun en Nettó hefur, að mér finnst, staðið sig virkilega vel í þessum málum en þau hafa t.d. verið að selja matvörur sem eru að nálgast síðasta söludag á afslætti, gefið súpu úr útlitsgölluðu og "þreyttu" grænmeti víðsvegar um landið í sumar og núna í september hafa þau verið að gefa taupoka í stað plastpoka í verslunum sínum. Þau settu sér skilvirk markmið og hafa með þeim náð að minnka rusl og sóun frá verslunum sínum um töluvert magn. Þetta finnst mér góð hvatning og hef ég trú á að ég geti t.d. gert það sama. Ef þið viljið lesa um mín markmið gegn matarsóun er hægt að gera það hér. 

IMG_0977.jpg

Þar sem að ég bý í leiguhúsnæði og hef ekki aðgang að moltu eða kost á að útbúa mér moltu var vanalega mikið af grænmetisafgöngum að fara í ruslið hjá mér. Þá er ég aðallega að tala um hýði og enda og þess háttar sem ekki er notað í matinn. Ég flokka mikið og nánast það eina sem fór í ruslið hjá mér var grænmeti en ruslið var oft fljótt að fyllast af hýði og endum og svoleiðis þar sem að ég elda mjög mikið.Ég var aðeins farin að hugsa að það hlyti að vera eitthvað annað sem hægt væri að gera við þetta afgangs grænmeti og datt ekki mikið í hug. Einn daginn rak ég hins vegar augun í myndband á netinu þar sem sýnt var hvernig hægt væri að nota þetta grænmeti í kraft og mér fannst þetta strax alveg frábær hugmynd.

IMG_1042.jpg

Þetta leit svo ótrúlega auðveldlega út að við systur ákváðum báðar að prófa. Ég verð að segja að ég hafði ekki svakalega mikla trú á þessu þar sem mér fannst ólíklegt að þetta yrði eins bragðmikið og venjulegur kraftur sem hægt er að kaupa út í búð. Soðið varð hins vegar alveg ótrúlega bragðmikið og gott og finnst mér mikill kostur að hægt sé að ákveða saltmagnið alveg eftir því hvað hver og einn vill. Það er alveg ótrúlega auðvelt að búa það til en mér finnst líka alltaf svo mikill kostur þegar ég veit nákvæmlega hvað er í matnum mínu.

IMG_1099.jpg

Hráefni:

  • Grænmetisafgangar, hýði, endar og þess háttar

  • vatn

  • salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Best er að taka bara allt hýði og þess háttar sem fellur til af grænmeti í þónokkurn tíma og frysta í annað hvort frostþolinni skál eða frystipoka. 

  2. Þegar komið er ágætis magn eða sirka meðalfullur stór pottur er grænmetið sett í pott ásamt vatni svo það fljóti aðeins yfir. Salti bætt út í eftir smekk en ég set vel af salti þar sem mér finnst gott að hafa saltan kraftog salta matinn þá minna á móti.

  3. Grænmetið er soðið í vatninu við vægan hita í klukkutíma til einn og halfan. Fínt er að smakka eftir sirka hálftíma og bæta við salti ef þarf.

  4. Grænmetið er sigtað frá og gott er að þrýsta vel á það svo allur vökvi fari úr því. Leyfið soðinu að kólna alveg og frystið í klakaboxum. Krafturinn ætti að vera bragðmikill að nóg að nota einn til tvo klaka í hvern rétt.

IMG_1117.jpg

-Njótið vel
Júlía Sif Ragnarsdóttir

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó.

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó.