Gómsætar vegan vöfflur!

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðum vegan vöfflum. Þær eru undursamlega stökkar að utan og dúnmjúkar að innan. Það gæti ekki verið auðveldara að skella í vegan vöffludeig og við LOFUM að þær hverfa ofan í mannskapinn á innan við fimmtán mínútum!

Ég elska vöfflur, bæði því mér þykir þær svo dásamlega góðar á bragðið, en líka vegna þess að ég elska að útbúa þær. Ef ég á von á gestum er ég fljót að taka fram vöfflujárnið og steikja nokkrar vöfflur til að bjóða upp á. Það krefst mjög lítillar fyrirhafnar þær og þær slá alltaf rækilega í gegn. Hver elskar ekki að vera boðið uppá nýsteiktar vöfflur?!

Það sem ég geri til að fá vöfflurnar stökkar að utan en mjúkar að innan er að ég nota sódavatn í vöffludeigið. Ég er svo sannarlega ekki að finna upp hjólið þarna heldur er þetta gamalt og gott ráð sem margir svíar nota. Mér finnst þetta gera vöfflurnar einstaklega góðar og mæli mikið með því að prufa.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Krónuna og þar fáið þið allt sem þið þurfið í uppskriftina. Þar er líka frábært úrval af góðum vegan þeytirjóma, vegan ís, vegan súkkulaði og fleiru gómsætu að toppa vöfflurnar með! Algjör snilld!

Hvað er gott á vöfflur?! ALLT myndi ég segja. Nei okei ég ætla að lista nokkur góð “combo”

  • Vegan þeyttur rjómi og rabbabarasulta - klassískt og gott!

  • Vegan vanilluís, vegan “nutella” og jarðarber. Hljómar örlítið klisjukennt en er virkilega gott. Kannski smá ristaðar heslihnetur ofan á???

  • Hnetusmjör, ristaður banani og kanelsykur eða hlynsíróp. Treystið mér!

  • Þeyttur vegan rjómi, fersk ber og hlynsíróp eins og á myndunum. SVO GOTT!

Vegan vöfflur

Hráefni:

  • 4 dl hveiti

  • 2 msk sykur

  • 1/2 tsk salt

  • 2 tsk lyftiduft

  • 4 dl vegan mjólk

  • 1 dl sódavatn

  • 1 tsk vanilludropar

  • 4 msk bráðið smjörlíki.

Aðferð:

  1. Sigtið þurrefnin í skál.

  2. Bætið blautu efnunum saman við fyrir utan sódavatnið. Reynið að hræra sem minnst því annars geta vöfflurnar orðið þurrar.

  3. Bætið sódavatninu saman við og hrærið eins lítið og mögulegt er.

  4. Steikið vöfflurnar þar til þær eru gylltar og fallegar

  5. Toppið með öllu sem ykkur þykir gott! Ég setti allskonar vegan ber, Þeytanlega rjómann frá Oatly og hlynsíróp.

Takk fyrir að lesa og vonandi smakkast vel. Munið að tagga okkur á Instagram ef þið prufið uppskriftirnar okkar. Það gerir okkur alltaf jafn glaðar!

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og þar fáiði öll hráefni í þessa uppskrift-