Kókos og súkkulaðimús með pólókexi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af hinum fullkomna eftirrétti. Ótrúlega loftkennd og mjúk súkkulaðimús með kókoskeim og muldu pólókexi. Við lofum því að það munu allir elska þennan gómsæta eftirrétt.

Við fáum oft spurningar um að deila með ykkur freiri eftirréttum sem eru einfaldir og krefst þess ekki að baka eða neitt slíkt. Því ákváðum við að deila með ykkur þessari snilldar uppskrift því hún er svo fljótleg en á sama tíma fullkomin. Létt og loftkennd og ekki þung í maga sem hentar fullkomlega eftir góða máltíð.

Pólókex er að sjálfsögðu í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum þar sem það er ein af gömlu góðu “óvart” vegan vörunum hér á landi. Ég á yfirleitt til pakka af þessu kexi inn í skáp hjá mér til að grípa í með kaffinu.

Ásamt pólókexinu eru einungis þrjú önnur hráefni sem þar í réttinn, að undanskyldum kókosflögum ef fólk vill nota þær til að skreyta hann. Ég nota sweetened condenced coconut milk sem má nú finna í blárri niðursuðudós í flestum verslunum. Þessi vara er ótrúlega bragðgóð, sæt og með kókoskeim.

Kókos og súkkulaðimús með pólókexbotni

Kókos og súkkulaðimús með pólókexbotni
Fyrir: 4-5
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 Hour: 10 Hour
Gómsæt kókos og súkkulaðimús sem "krispý" kexbotni sem við lofum að allir muni elska

Hráefni:

  • 1/2 pakki pólókex
  • 1 ferna vegan þeytirjómi
  • 125 gr suðusúkkulaði
  • 1 dós sweetened condensed coconut milk
  • kókosflögur til að skreyta (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Ef súkkulaðið er brætt í örbylgju er mikilvægt að hræra vel í því á 20 sekúndna fresti.
  2. Þeytið rjóman vel og hellið súkkulaðinu síðan út í á meðan þið þeytið á fullum styrk.
  3. Bætið kókosmjólkinni út í og þeytið aðeins lengur.
  4. Myljið niður pólókex í glös eða stórt fat, eftir því í hverju þið kjósið að bera fram músina. Mér finnst best að mylja það gróft og hafa smá bita með en þá má líka hafa það alveg fínt.
  5. Hellið músinni yfir kexið og kælið í að minnsta kosti 2 klst áður en músin er borin fram.
  6. Skreytið með meira kexi og kókosflögum
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Frón -

 
 

Vegan súkkulaðimús með appelsínukeim

Í dag deilum við með ykkur dásamlega mjúkri og loftkenndri súkkulaðimús úr Síríus suðusúkkulaði, appelsínum og möndlum. Þessi súkkulaðimús er fullkomin eftirréttur fyrir hvaða tilefni sem er, hvort sem það er um hátíðir líkt og jól eða páska, veislur eða hversdagslegri tilefni.

Færslan og uppskriftin eru í samstarfi við Nóa Síríus, en í uppskriftina notum við gamla góða suðusúkkulaðið sem er alltaf nauðsynlegt að eiga til á hverju heimili að okkar mati. Suðusúkkulaðið frá Nóa hefur alltaf verið vegan og hentar því í hvaða vegan matargerð sem er, hvort sem það er bakstur, eftirrétti eða heitt súkkulaði til dæmis.

Páskadagur eru á morgun og fannst okkur því nauðsynlegt að deila með ykkur góðum eftirrétti sem væri fullkomin fyrir páskadag og því kom ekki annað til greina en að gera eftirrétt með súkkulaði. Við vildum að uppskriftin væri einföld og tæki ekki langan tíma þar sem það er nauðsynlegt að slaka á og gera sem minnst á páskadag að okkar mati. Músin inniheldur því fá hráefni sem einungis þarf að þeyta saman og bera fram.

Við ákváðum að hafa appelsínur og möndlur með í músinni til að gera hana ennþá betri á bragðið en okkur finnst appelsínur passa fullkomlega með súkkulaði. Það kemur ekkert smá vel út og gerir músina ferskari og skemmtilegri á bragðið. Það er þó alveg hægt að sleppa því og gera músina ennþá einfaldari. Hún bragðast alveg ótrúlega vel á báða máta.

Við vonum að ykkur líki uppskriftin vel og eins og alltaf megið þið endilega tagga okkur á Instagram ef þið eruð að gera uppskriftir frá okkur þar sem okkur finnst svo ótrúlega gaman að fylgjast með.

Gleðilega páska!

Dámasleg vegan súkkulaðimús með appelsínum og möndlum

Dámasleg vegan súkkulaðimús með appelsínum og möndlum
Höfundur: Júlía Sif
( 0 reviews )
Undirbúningstími: 10 Min: 10 Min
Dásamleg mjúk og loftkennd súkkulaðimús með appelsínukeim sem hentar fullkomlega sem eftirréttur við hvaða tilefni sem er.

Hráefni:

  • 1 ferna vegan þeytirjómi (250 ml)
  • 150 gr Síríus suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
  • Safi úr 1/2 appelsínu
  • Börkur af 1/2 appelsínu
  • 1 dl sykur
  • 1/2 dl hakkaðar möndlur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða með því að setja það í örbylgjuofn í 20 sekúndur í einu og hræra vel í á milli.
  2. Þeytið rjóman í hrærivél eða með handþeytara þar til stífþeyttur.
  3. Þeytið áfram á meðalhraða og bætið appelsínusafanum, berkinum og sykri út í á meðan.
  4. Hellið súkkulaðinu út í rjóman í mjórri bunu á meðan þið þeytið áfram á meðalhraða. Skafið meðfram hliðum og þeytið þar til allt er komið saman.
  5. Bætið hökkuðum möndlum út í og blandið þeim saman við músina með sleikju.
  6. Fínt er að leyfa músinni að sitja í ísskáp í allavega klukkutíma áður en hún er borin fram en þess þarf þó ekki.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Þriggjarétta vegan matur fyrir aðfangadagskvöld

Ég hugsa að flestir séu sammála okkur með það að aðfangadagskvöld sé eitt besta kvöld ársins. Við systur erum alveg ótrúlega mikil jólabörn og má segja að jólamaturinn sé ein af mikilvægustu máltíðum ársins að okkar mati. Í mörg ár fengum við endalaust spurninguna “En hvað borðið þið á jólunum??”. Nú eru að ganga í garð tíundu jólin okkar sem vegan og hefur jólamaturinn breyst alveg ótrúlega mikið í gegnum þessi ár. Fyrstu árin vorum við með hnetusteikur og svona frekar ómerkilegt meðlæti þó svo að margt hefðbundið jólameðlæti hafi þó alltaf verið auðvelt að gera vegan.

Við vorum þó ekki lengi að fatta að við vildum þróa betri rétti og nýjar hefðir hvað varðar jólin og þá sérstaklega aðfangadag. Við höfum síðustu ár borðað einhvern besta jólamat sem við höfum smakkað og erum við alltaf að prófa eitthvað nýtt og betrumbæta réttina. Síðustu jól hafa einnig verið 100% vegan hjá allri fjölskyldunni okkar þó svo að engin þeirra sé vegan, fyrir utan okkur að sjálfsögðu, og finnst þeim það alls ekkert verra.

Í ár fannst okkur því tilvalið að deila með ykkur í samstarfi við Krónuna þremur nýjum réttum sem saman gera fullkomið aðfangadagskvöld að okkar mati.

Fyrsti rétturinn er hinn FULLKOMNI forréttur fyrir aðfangadagskvöld eða fínt jólaboð. Rauðrófucarpaccio með kryddolíu, klettasalati, furuhnetum, balsamikediki og vegan parmesanosti. Einstaklega fallegur og góður forréttur.

Rétturinn er kryddaður með villibráðakryddi sem passar alveg fullkomlega með rauðrófunum, parmesan ostinum og balsamik edikinu. Hann er algjör veisla fyrir bragðlaukana og hefur hann notið gífurlegra vinsælda þar sem við höfum boðið upp á hann, bæði hjá vegan fólki og öðrum.

Rauðrófu carpaccio með gómsætu salati: (forréttur fyrir 4)

  • 2 meðalstórar rauðrófur

  • Góð ólífuolía

  • Villibráðakrydd frá Kryddhúsinu

  • Salt

  • Klettasalat

  • Ristaðar furuhnetur

  • Vegan parmesan ostur frá Violife

  • Balsamik edik

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja rauðrófurnar. Það er gott að hafa í huga að rauðrófur geta mjög auðveldlega litað tréskurðarbretti og gott er að vera í hönskum þegar þær eru meðhöndlaðar.

  2. Pakkið rauðrófunum ásamt 1 tsk af salti í álpappír og bakið við 180°C í 50 mínútur. Takið út úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Ég geri þetta oft snemma um daginn eða jafnvel daginn áður.

  3. Notið mandolín eða mjög beittan hníf til að skera rauðrófurnar niður í mjög þunnar sneiðar, best er ef að það sést nánast í gegnum þær. Raðið þeim í þunnt, þétt lag á stóran disk eða fjóra litla diska.

  4. Hellið ólífuolíu yfir og stráið 1-2 tsk af villibráðakryddinu yfir og nuddið því aðeins á rauðrófuskífurnar, fínt að nota pensil eða bara fingurna.

  5. Stráið klettasalati, furuhnetum, balsamik ediki og parmesan ostinum yfir. Kryddið með smá salti og pipar og berið fram.

Aðalrétturinn er alls ekki af verri endanum, en þetta árið langaði okkur að deila með ykkur betrumbættri útgáfu af vinsæla innbakaða hátíðar oumphinu sem við deildum fyrst árið 2016. Þennan rétt höfum við haft í matinn á aðfangadag síðan og hefur hann þróast með hverju árinu.

Við höfum bætt við valhnetum, trönuberjum og portobello svepp í steikina sem gerir hana ótrúlega bragðmikla og hátíðlega. Við mælum svo sannarlega með að gera stóra steik þar sem við getum lofað ykkur að flestir munu vilja smakka hana þegar hún kemur ilmandi úr ofninum.

Hér á blogginu má síðan finna fullt af uppskriftum af hátíðlegu meðlæti sem passar fullkomlega með steikinni.

Hér eru nokkur dæmi:

Hátíðarsteikin:

  • 2 pokar Garlic and Thyme Oumph!

  • 2-3 litlir skallot laukar

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk rósmarín

  • Salt og pipar eftir smekk

  • 1 dl valhnetur

  • 1 bolli niður saxað grænkál

  • 1/2 dl (25 gr) þurrkuð trönuber (má sleppa)

  • 250 ml hafrarjómi, við notuðum Oatly

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1 sveppateningur

  • 1 rúlla smjördeig frá PASTELLA (er í kælinum hjá upprúllaða pizzadeiginu)

  • 3 portobello sveppir

Aðferð:

  1. Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Steikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu. 

  2. Saxið gróflega grænkálið og valhnetur og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.

  3. Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.

  4. Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið

  5. Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.

  6. Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er einfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra. Við mælum með að finna bara kennslumyndband á youtube ef þið eruð óviss með þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.

  7. Penslið steikina með smá haframjólk og í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.

Síðast en ALLS EKKI síst er það svo eftirrétturinn en það er alveg komin tími á að við deilum með ykkur þessum ofur einfalda vegan hátíðarís. En það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Það var alltaf boðið upp á heimagerðan ís á jólunum hjá okkur þegar við vorum yngri en við vorum í nokkuð langan tíma að þróa uppskriftina þar til hún varð nógu góð. Það má segja að vanillusósan frá Oatly sé leyni innihaldsefnið þar sem hún gerir bæði fullkomna áferð og unaðslegt bragð.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi haframjólkur súkkulaðið en það er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði sem er búið að gera jólabaksturinn svo skemmtilegan núna síðustu vikur. Það hefur lengi vantað gott fjölbreytt vegan súkkulaði og erum við því alveg að elska þetta merki. Saltkaramellu braðið gerir ísinn ótrúlega góðan en þá má alveg nota venjulega súkkulaðið eða appelsínu súkkulaðið frá HAPPI í þessa uppskrift líka. Bara það sem ykkur finnst best.

Vegan jólaís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillusósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellu súkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til það verður mjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósu blönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 klukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Við vonum að þið njótið vel og hlökkum mikið til að fylgjast með hvað grænkerar ætla að hafa í jólamatinn í ár!

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og öll hráefnin í uppskriftirnar fást þar. Færslan er einnig í samstarfi við Happi, vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 

Vegan ostakökueftirréttur með mangó og ástaraldin

Vegan ostakökueftiréttur með mangó- och ástaraldin. Einfaldur, bragðgóður og skemmtilegur eftirréttur að bjóða uppá í matarboði eða við önnur tilefni. Ég ber hann fram í fallegum glösum sem gerir það að bæði er auðvelt að útbúa hann og þægilegt að borða.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi og ég notaði gómsæta mangó- og ástaraldinmarmelaðið þeirra í eftirréttinn. Marmelaðið er ótrúlega gott og gaf ferskleikann sem passaði fullkomlega með ostakökunni sem annars er mjög sæt. Við elskum sulturnar frá St. Dalfour. Hágæða vörur með skemmtilegum bragðtegundum sem bjóða uppá skemmtilega möguleika.

Botninn er úr digestive kexi og hann gefur eftirréttinum seltu svo saman myndar hvert lag æðislegan “balans”. Eftirréttinn er hægt að setja í glös eða litlar skálar og kæla en það er líka hægt að setja hann í form og frysta og gera þá sem frysta ostaköku. Við erum nú þegar með nokkrar uppskriftir af slíkum kökum.

Til að hafa þetta sem einfaldast og þægilegast ákvað ég að gera svona kældan eftirrétt. Eitthvað sem hægt er að gera með stuttum fyrirvara og sem þægilegt er að bera fram.

Þessi eftirréttur er virkilega braðgóður. Þetta er líka tilvalin uppskrift að senda á fjölskyldu og vini sem halda að það sé erfitt að gera vegan eftirrétti. Þetta gæti ekki verið einfaldara!

Sjáiði bara hversu fallegur hann er. Við borðum jú fyrst með augunum er það ekki?! :D

Vegan ostakökueftirréttur með mangó- og ástaraldinmarmelaði (3-4 skammtar)

Hráefni:

  • 200 gr. Digestive kex

  • 100 gr. smjörlíki

  • 1.5 dl vegan vanillusósa

  • 1.5 dl vegan þeytirjómi

  • 150-250 gr vegan rjómaostur (sumir eru 150 og aðrir 250 og það virkar að nota einn bara)

  • 2 msk vanillusykur

  • 1 dl sykur

  • 1 krukka mangó og ástaraldinmarmelaði frá St. Dalfour

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíkið.

  2. Myljið kexið í matvinnsluvél og blandið smjörlíkinu út í. Leggið til hliðar.

  3. Þeytið rjómann og vanillusósuna saman og leggið til hliðar.

  4. Þeytið í annarri skál rjómaostinn, sykurinn og vanillusykurinn.

  5. Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við þeytta rjómann.

  6. Setjið mulið kex í glas, litlar glerkrukkur eða skálar og pressið niður svo það verði svolítið þétt.

  7. Bætið ostakökufyllingu yfir svo hun fylli næstum glasið

  8. Setjið í kæli í a.m.k 2 tíma eða í frysti i 1 tíma

  9. Takið út og toppið með marmelaðinu og berið fram.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur líki uppskriftin

-Helga María

-Þessi uppskrift er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

 
 

Nektarínu grillbaka á hvolfi

IMG_9450.jpg

Grill eftirréttir finnst mér alltaf jafn skemmtilegir. Ég hugsa að ég noti aldrei jafn mikið af ákvextum í eftirrétti og þegar ég er að gera rétt á grillinu. Grillaðir ávextir eru svo ótrúlega góðir og verða eitthvað svo extra sætir og safaríkir. Ég elska að henda banönum og ananas sneiðum á grillið og borða með góðum ís og kannski súkkulaði en það er svo þægilegur og einfaldur eftirréttur.

IMG_9442.jpg

Þessi baka er ekki síður auðveld og svo er hún svo ótrúlega falleg þegar búið er að hvolfa henni. Mesta snilldin við hana er að það er hægt að nota hvaða ávexti með hugurinn girnist. Mér finnst passa fullkomlega að nota epli, perur eða góð ber en í þetta skipti deili ég með ykkur uppskrift þar sem ég nota nektarínur. Það er hægt að fá nektarínur í öllum búðum akkúrat núna og þær passa svo vel í þennan rétt. Þær verða svo safaríkar og sætar þegar þær bakast á grillinu.

IMG_9445.jpg
IMG_9447.jpg

Þessi baka er einnig svo mikil snilld þar sem notast er við keypt deig og niðurskorna ávexti svo það er auðvelt að skera ávextina niður og setja í box, kaupa deigið og taka þetta með sér hvert sem er. Bakan er bökum í álbakka en það þarf að passa vel að kaupa ekki álbakka með götum því þá mun allur safi leka niður í grillið. Ég ber kökuna fram með góðm vegan ís en akkúrat núna er ísinn frá Jude´s sem fæst í Krónunni í rosalega miklu uppáhaldi hjá mér svo ég notaðist við vanilluísinn frá þeim. Það má alveg vera með bragðmeiri ís með eða bæta jafnvel súkkulaði með í bökuna. Ef það er gert þarf að passa að setja súkkulaðið ekki neðst í bakkan því þá gæti það brunnið. Það er best að strá því yfir ávextina áður en deigið er sett yfir.

IMG_9451.jpg

Hráefni:

  • 5-6 nektarínur

  • 1 askja hindber

  • 1 askja brómber

  • 1/2 dl sykur

  • 1 pakki upprúllað smjördeig úr Krónunni.

Aðferð:

  1. Skolið og skerið niður nektarínurnar.

  2. Setjið alla ávextina í skál og stráið sykrinum yfir og blandið saman (þessu má alveg sleppa þar sem ávextirnir verða mjög sætir á grillinu. Mér finnst bakan þó verða extra gómsæt ef það er settur smá sykur).

  3. Hellið ávextunum í álbakka og dreifið vel úr.

  4. Rúllið út deiginu og stingið í það nokkur göt með gaffli. Leggið deigið yfir álbakkan og skerið meðfram bakkanum. Klemmið deigið aðeins við kanntana á bakkanum.

  5. Setjið grillið á meðallága stillingu og hafið grillið sem mest lokað á meðan bakan er á grillinu. Bakið í 15 til 20 mínútur eða þar til deigið verður fallega gyllt að ofan.

  6. Takið bökuna af grillinu og leyfið henni að standa í 5-10 mínútur áður en henni er hvolft á disk. Best er að setja bakkan á stóran disk og setja annan stóran disk yfir og hvolfa bökunni þannig.

  7. Berið fram með góðum vegan ís eða vegan þeyttum rjóma.

-Njótið vel.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna.

 
KRONAN-merki.png