Kókos og súkkulaðimús með pólókexi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af hinum fullkomna eftirrétti. Ótrúlega loftkennd og mjúk súkkulaðimús með kókoskeim og muldu pólókexi. Við lofum því að það munu allir elska þennan gómsæta eftirrétt.

Við fáum oft spurningar um að deila með ykkur freiri eftirréttum sem eru einfaldir og krefst þess ekki að baka eða neitt slíkt. Því ákváðum við að deila með ykkur þessari snilldar uppskrift því hún er svo fljótleg en á sama tíma fullkomin. Létt og loftkennd og ekki þung í maga sem hentar fullkomlega eftir góða máltíð.

Pólókex er að sjálfsögðu í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum þar sem það er ein af gömlu góðu “óvart” vegan vörunum hér á landi. Ég á yfirleitt til pakka af þessu kexi inn í skáp hjá mér til að grípa í með kaffinu.

Ásamt pólókexinu eru einungis þrjú önnur hráefni sem þar í réttinn, að undanskyldum kókosflögum ef fólk vill nota þær til að skreyta hann. Ég nota sweetened condenced coconut milk sem má nú finna í blárri niðursuðudós í flestum verslunum. Þessi vara er ótrúlega bragðgóð, sæt og með kókoskeim.

Kókos og súkkulaðimús með pólókexbotni

Kókos og súkkulaðimús með pólókexbotni
Fyrir: 4-5
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 Hour: 10 Hour
Gómsæt kókos og súkkulaðimús sem "krispý" kexbotni sem við lofum að allir muni elska

Hráefni:

  • 1/2 pakki pólókex
  • 1 ferna vegan þeytirjómi
  • 125 gr suðusúkkulaði
  • 1 dós sweetened condensed coconut milk
  • kókosflögur til að skreyta (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Ef súkkulaðið er brætt í örbylgju er mikilvægt að hræra vel í því á 20 sekúndna fresti.
  2. Þeytið rjóman vel og hellið súkkulaðinu síðan út í á meðan þið þeytið á fullum styrk.
  3. Bætið kókosmjólkinni út í og þeytið aðeins lengur.
  4. Myljið niður pólókex í glös eða stórt fat, eftir því í hverju þið kjósið að bera fram músina. Mér finnst best að mylja það gróft og hafa smá bita með en þá má líka hafa það alveg fínt.
  5. Hellið músinni yfir kexið og kælið í að minnsta kosti 2 klst áður en músin er borin fram.
  6. Skreytið með meira kexi og kókosflögum
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Frón -