Vikumatseðill 29. október - 3. nóvember

IMG_4026-2.jpg

Mánudagur:
Kalt pastasalat með filé bitum frá Hälsans kök, sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk, vorlauk, brokkólí og gulum baunum. Borið fram með hvítlauksbrauði.

Þriðjudagur:
Kartöflu- og púrrulaukssúpa toppuð með brúnum linsubaunum og Oatly sýrðum rjóma. Súpuna ber ég svo fram með hrökkbrauði og hummus. Uppskrift af súpunni er að finna hérna á gamla blogginu mínu.

Miðvikudagur:
Bulgursalat með kjúklingabaunum og ofnbökuðu grænmeti, svo sem papriku, eggaldin, kúrbít og rauðlauk. Borið fram með tahinisósu.

fimmtudagur:
Snarl: Gott brauð með vegan osti, papriku og gúrku. Borið fram með jarðarberjajógúrt.


fösturdagur:
Enchiladas með svörtum baunum og sætum kartöflum. Borið fram með tortilla flögum og Oatly sýrðum rjóma.

Laugardagur
Heimabökuð pizza með vegan pepperóní, sveppum, rauðlauk, ólífum, döðlum og Oatly rjómaosti.


Sunnudagsbakstur:
Eplakaka borin fram með þeyttum kókosrjóma.

veganisturundirskrift.jpg

Matseðill 22-27. október

IMG_0587.jpg

Vikumatseðill 22.-27. október

Mánudagur:
Lasagna með hvítlauksbrauði og salati

Þriðjudagur:
Ofnbakað rótargrænmeti, bulgur, spæsí kjúklingabaunir og tahinisósa

Miðvikudagur:
Hrísgrjónanúðlur í tahini-sataysósu með tófú, gulrótum, hvítkáli, blaðlauk og brokkólí.

Fimmtudagur:
Sojajógúrt með múslí og hrökkbrauð með hummus og tómötum. (Ég er á kóræfingu fram á kvöld og nenni því aldrei að elda á fimmtudögum).

Föstudagur:
Falafelvefjur með chili sambal, jógúrtsósu og grænmeti

Laugardagur:
Borgarar frá Hälsans Kök með vegan osti, steiktri ananassneið, salati og heimagerðri hamborgarasósu. Bornir fram með sætkartöflufrönskum.

veganisturundirskrift.jpg

Vikumatseðill 16. til 21. apríl

20170716_210154.jpg

Vikumatseðill 16.apríl til 21.apríl

Mánudagur:
Mexíkógrýta, kartöflumús og Oatly sýrður rjómi

Þriðjudagur:
Spagetti og vegan kjötbollur með tómatpastasósu og hvítlauksbrauði

Miðvikudagur:
Falafelbollur, salat og góður hummus.

Fimmtudagur:
Baunasúpa með kartöflum og rófum.

Föstudagur:
Gardein "kjúklingaborgari" með hvítlauksmajó og kartfölubátum

Laugardagur:
Pizza!
 

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Vikumatseðill 12.feb - 17.feb

IMG_6705.jpg

Vikumatseðill 12.feb til 17.feb

Mánudagur:
Halsans Kök kjötbollur með piparsósu og kartöflumús

Þriðjudagur:
SaltOumph! og baunasúpa

Miðvikudagur:
Tandori sætkartöflu og svartbaunapottréttur, hrísgrjón, Oatly sýrður rjómi og salat

Fimmtudagur:
Kalt pastasalat með fersku grænmeti og sólþurkuðum tómötum

Föstudagur:
Föstudagspizza

Laugardagur:
Sveppasúpa og heimagert brauð

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Vikumatseðill 22.-26. janúar

IMG_5558.jpg

Vikumatseðill 22.janúar til 26.janúar

Mánudagur:
Rjómapasta og hvítlauksbrauð

Þriðjudagur:
Grænmetisbuff, soðið bygg, litríkt salat og heimagerð pítusósa - gerð úr vegan mæjónesi, herbs de provence kryddi (frönskum jurtum) og smá salti.

Miðvikudagur:
Linsubaunasúpa

Fimmtudagur:
Fljótlegt kjúklingabaunakarrý (uppskrift kemur á morgun)

Föstudagur:
Taco Fredag, eins og Svíarnir segja: Vefjur með vegan hakki, salsasósu, Oatly sýrðum rjóma, grænmeti og guacomole

veganisturundirskrift.jpg

Vikumatseðill 22.okt til 27.okt

IMG_1398.JPG

Matseðill 22-27 október

Sunnudagur:
Pasta með rjómasósu, grænmeti og Oumph!

Mánudagur:
Kókoskarrýpottréttur borin fram með tamaritofu, hrísgrjónum, salati og soyjajógúrt tzaziki sósu.

Þriðjudagur:
Ikeagrænmetisbollur, kartöflur, salat og hvítlauksjógúrtsósa

Miðvikudagur:
Shepert´s pie: pottréttur með grænmeti og linsum borin fram með kartöflumús

Fimmtudagur:
Taco, með blómkálshakki, sætum kartöflum, fersku grænmeti, ostasósu, salsasósu, guacamole og hrásalati.

Föstudagur:
Pizzakvöld: Heimagerð pizza með Oumph!, sveppum, lauk, ólífum og vorlauksrjómaosti.

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg