Vegan Domino's pizza!

IMG_2545.jpg

Janúar hefur fljótt orðið stærsti mánuður grænkera með átakinu Veganúar. Með hverju ári fjölgar þáttakendum Veganúar gríðarlega og í kjölfarið hafa veitingastaðir og matvöruverslanir brugðist við með fjölbreyttara úrvali. Nú í ár taka Domino's þátt í fyrsta skipti, okkur og öðrum til mikillar gleði, og bjóða upp á vegan ost á pizzurnar sínar. Það hafa margir beðið eftir því að geta keypt sér glóðvolga pizzu á þriðjudagstilboði með vegan osti.

IMG_2435.jpg
IMG_2460-3.jpg

Domino's býður upp á einn vegan botn en það er sá lauflétti. Á matseðlinum er að finna Grænmetisparadís, en á henni eru kirsuberjatómatar, spínat, sveppir, svartar ólífur, hvítlaukur og rauðlaukur. Hingað til hefur verið hægt að fá hana vegan með því að sleppa ostinum en vegan osturinn setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Auk hennar setti Júlía saman sína eigin pizzu og á henni var rauðlaukur, sveppir, ólífur, nachos og bbq sósa. Báðar pizzurnar smökkuðust æðislega sérstaklega með hvítlauksolíunni sem okkur þykir ómissandi á pizzu. Eins og er bjóða Domino's einungis upp á vegan ost í janúar af tilefni Veganúar en vonandi ef viðtökur eru góðar halda þau honum á matseðlinum. 

Hver er þín uppáhalds vegan samsetning á pizzu? 

IMG_2524.jpg
a36a75faea87c5253c9212e18f1504e0.png

        þessi færsla er unnin í samstarfi við Domino's 

Heimagerð Pizza

IMG_2187.jpg

Þegar ég segi fólki að einn af mínum uppáhaldsmat sé pizza, verður það oft mjög hissa eða finnst það hljóma mjög óspennandi. Það sér þá oft fyrir sér einhverja hollustupizzu með engu á nema sósu og spínati. Föstudagspizzan okkar lítur hins vegar alls ekki þannig út, þar sem það er orðið ótrúlega auðvelt að fá fullt af alls konar góðum ostum og áleggi svo pizzan verður virkilega bragðgóð og ekki síðri en venjulegar pizzur. Það kemur fólki einnig oft á óvart að pizzadeig líkt og flest brauð er nánast alltaf vegan og því ekkert mál að bæði panta pizzu og fá tilbúið pizzadeig út í búð sem er vegan. Pizzasósa er annað sem er eiginlega alltaf vegan og þetta er því ekkert flóknara en svo að kaupa pizzadeig og álegg og skella því í ofninn.

Webp.net-gifmaker.gif

Við systur ákváðum því í samstarfi við Krónuna að sýna ykkur hvernig við gerum okkar uppáhalds heimagerðu pizzur. Við vildum hafa pizzurnar eins auðveldar og hægt er og notuðumst því við keypt pizzadeig og tilbúna pizzasósu, en það gerum við til að sýna fram á að vegan matargerð geti verið virkilega auðveld og ekki svo frábrugðin annarri matargerð. Við ákvaðum að gera þetta í samstarfi við Krónuna þar sem þau hafa mikið og fjölbreytt úrval af vegan ostum og ættu því allir að geta fundið ost við sitt hæfi. Við settum saman tvær pizzur, eina sem er mjög auðveld og þarf ekki mikið af hráefni og síðan eina örlítið flóknari útgáfu. Það sem okkur finnst hins vegar best við pizzur er að það er hægt að setja nánast allt sem að hugurinn girnist á þær og því oft til eitthvað sniðugt í ísskápnum til að skella á pizzadeig. 

IMG_2216.jpg
IMG_2361.jpg

Auðveld útgáfa:

Aðferð:

  1. Rúllið deiginu út á plötu og dreifið pizzasósunni yfir

  2. Okkur finnst best að setja ostin næst og hitt áleggið síðan þar ofan á, þó er gott að geyma smá ost til að setja síðast en það er ekki nauðsynlegt

  3. Gott er að leyfa Oumphinu aðeins að þiðna og skera það niður áður en því er dreift yfir

  4. Bakið pizzuna í u.þ.b. 20 mínutur við 200°C

Fyrir flóknari útgáfu bætið ofan á:

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Vikumatseðill 22.okt til 27.okt

IMG_1398.JPG

Matseðill 22-27 október

Sunnudagur:
Pasta með rjómasósu, grænmeti og Oumph!

Mánudagur:
Kókoskarrýpottréttur borin fram með tamaritofu, hrísgrjónum, salati og soyjajógúrt tzaziki sósu.

Þriðjudagur:
Ikeagrænmetisbollur, kartöflur, salat og hvítlauksjógúrtsósa

Miðvikudagur:
Shepert´s pie: pottréttur með grænmeti og linsum borin fram með kartöflumús

Fimmtudagur:
Taco, með blómkálshakki, sætum kartöflum, fersku grænmeti, ostasósu, salsasósu, guacamole og hrásalati.

Föstudagur:
Pizzakvöld: Heimagerð pizza með Oumph!, sveppum, lauk, ólífum og vorlauksrjómaosti.

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg