Vegan Domino's pizza!

IMG_2545.jpg

Janúar hefur fljótt orðið stærsti mánuður grænkera með átakinu Veganúar. Með hverju ári fjölgar þáttakendum Veganúar gríðarlega og í kjölfarið hafa veitingastaðir og matvöruverslanir brugðist við með fjölbreyttara úrvali. Nú í ár taka Domino's þátt í fyrsta skipti, okkur og öðrum til mikillar gleði, og bjóða upp á vegan ost á pizzurnar sínar. Það hafa margir beðið eftir því að geta keypt sér glóðvolga pizzu á þriðjudagstilboði með vegan osti.

IMG_2435.jpg
IMG_2460-3.jpg

Domino's býður upp á einn vegan botn en það er sá lauflétti. Á matseðlinum er að finna Grænmetisparadís, en á henni eru kirsuberjatómatar, spínat, sveppir, svartar ólífur, hvítlaukur og rauðlaukur. Hingað til hefur verið hægt að fá hana vegan með því að sleppa ostinum en vegan osturinn setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Auk hennar setti Júlía saman sína eigin pizzu og á henni var rauðlaukur, sveppir, ólífur, nachos og bbq sósa. Báðar pizzurnar smökkuðust æðislega sérstaklega með hvítlauksolíunni sem okkur þykir ómissandi á pizzu. Eins og er bjóða Domino's einungis upp á vegan ost í janúar af tilefni Veganúar en vonandi ef viðtökur eru góðar halda þau honum á matseðlinum. 

Hver er þín uppáhalds vegan samsetning á pizzu? 

IMG_2524.jpg
a36a75faea87c5253c9212e18f1504e0.png

        þessi færsla er unnin í samstarfi við Domino's 

Veganistur mæla með: Bike Cave

Snemma árs 2015 fóru að berast fréttir af því að hamborgarastaður hér á landi væri farinn að bjóða upp á vegan kokteilsósu. Þessar fréttir voru vægast sagt spennandi þar sem engin skyndibitastaður á landinu hafði boðið upp á þess háttar metnað í vegan matreiðslu áður. Sögusagninar virtust ekki einungis vera sannar heldur var kokteilsósan og maturinn allur þvílíkt góður! Staðurinn heitir Bike Cave og kúrir í Skerjafirðinum en frá því að staðurinn opnaði með sína vegan kokteilsósu hefur hann svo sannarlega ekki slakað á. Vegan borgari, ostur, kokteilsósa, bernaissósa og pítusósa er meðal annars á boðstólnum og maður verður ekki svikin þegar lífið kallar á feita skyndibitamáltíð, sem við vitum öll að gerist öðru hverju.

Ef maginn kallar á eitthvað létt með yndislegri lifandi tónlistinni sem Bike Cave býður upp á hverja helgi er Deli Koftast algjörlega málið. Indverskar bollur með sósu og hvítlauksbrauði er hinn fullkomni "bar" réttur til að njóta t.d. með einum köldum eða sem forrétt.

Franskarnar á Bike Cave þurfa alveg klárlega sér umfjöllun en við viljum meina að þessar franskar séu þær bestu á landinu. Hægt er að velja á milli fjögurra mismunandi tegunda en uppáhaldið okkar eru krossararnir og krullurnar. Þessar franskar eru svo vel kryddaðar og auðvitað spilar kokteilsósan risa stórt hlutverk! Við getum haft það eftir flestum sem hafa smakkað þessa sósu að hún sé alveg eins og venjuleg kokteilsósa.

Pítan er alveg einstök og sósan er, líkt og kokteilsósan var á sínum tíma, algjör nýjung á veitingastaðamarkaðnum. Og ekki er sósan spöruð, en ásamt henni fær maður fullt af fersku grænmeti og annað hvort kartöflurösti eða chillibuff. Pítan er uppáhald okkar veganista en við pöntum okkur auðvitað alltaf franskar með.

Hægt er að velja á milli tveggja vegan borgar á Bike Cave. Annars vegar er það venjulegur grænmetisborgari sem er mjög klassískur og ekki skemmir það á hversu góðu verði hann er. Líkt og í pítuna velur maður annað hvort kartöflurrösti eða chillibuff. Við mælum með buffinu en okkur finnst það passa ótrúlega vel með sósunni sem er á borgaranum. Hins vegar er það vegan lúxusborgarinn, en hann er ens og nafnið gefur til kynna algjör lúxus. Á borgaranum er nýjasta sósa Bike Cave, vegan bernaissósa, ásamt sojabuffi, vegan osti og fersku grænmeti. Þessi borgari er klárlega sveitasta vegan máltíð sem hægt er að finna á landinu í dag en það er einmitt það sem hefur vantað á veitingastaði sem bjóða uppá vegan valkosti hingað til.

Þeir sem leita að ekta skyndibitamat sem inniheldur enga grimmd eða þjáningu verða svo sannarlega ekki sviknir á Bike Cave en þangað förum við alltaf þegar okkur langar í smá svindlmat.