Buffaló blómkálsborgari með gráðaostasósu

Mér finnst fátt betra um helgar en góður “helgar”matur. Við borðum yfirleitt pizzu eða hamborgara á föstudögum og elska ég að finna upp nýjan góðar borgara uppskriftir. Uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur í dag er svo sannarlega ekki af verri endanum en það er buffaló blómkáls borgari með Blue cheese sósunni frá Sacla Italia

Eftir að ég smakkaði blue cheese sósuna fyrst þá hef ég elskan að gera buffaló blómkálsvængi en þessi sósa passar alveg fullkomlega með buffalósósu. Mig langaði þó að gera þessa uppskrift eða svitaða uppskrift sem væri aðeins meiri máltíð einhvern veginn og datt þá í hug að gera eins konar buff úr blómkáli sem hægt væri að nýta í borgara með þessari frábæru sósu.

Blómkálsbuffin er ótrúlega einfalt að gera og er í rauninni gert nákvæmlega eins og blómkálsvængir, nema blómkálið er einfaldlega skorið í sneiðar. Það má því alveg nota sömu uppskrift til að gera vængi eða jafnvel nýta þessa uppskrift sem eins konar blómkálssteik og bera fram með sósunni, salati og kartöflum til dæmis.

Hráefni (4 borgarar) :

  • 4 vegan hamborgarabrauð

  • 4 buffaló blómkálsbuff

  • 1 krukka vegan blue ch**se sósa frá Sacla Italia

  • Vegan hrásalat

  • Ferskt grænmeti

  • Franskar eða ofnbakað kartöflur

Aðferð:

  1. Útbúið blómkálsbuffin eftir uppskrift hér að neðan.

  2. Útbúið hrásalatið

  3. Bakið kartöflur eða franskar í ofni eða útbúið það meðlæti sem hver og einn vill hafa með.

  4. Berið fram og njótið.

Buffaló blómkálsbuff

  • 1 stór blómkálshaus

  • 1 bolli hveiti

  • 2 tsk laukduft

  • 2 tsk hvítlauksduft

  • 2 tsk paprikuduft

  • 1 msk oregano

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk pipar

  • 1 bolli haframjólk (bætið við smá auka ef ykkur finnst hveitiblandan og þykk)

  • 1 dl buffalósósa eða önnur hot sauce

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 200°C

  2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hellið síðan haframjólkinni út í og hrærið vel.

  3. Skerið blómkálið í þykkar sneiðar með stönglinum svo sneiðin haldist heil. Snyrtið vel í kringum stylkin og minnkið hans eins mikið og hægt er án þess að sneiðin detti í sundur. Ég byrja á því að skera hausinn beint í tvennt og næ síðan tveimur sneiðum úr hvorum helming.

  4. Veltið hverri sneið upp úr hveitiblöndunni. Hitið vel af olíu á pönnu þar til hún verður vel heit. Ég set svi mikið að það sé sirka 1 og 1/2 cm af olíu í pönnunni. Steikið hverja blómkálssneið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til fallega gylltar á báðum hliðum.

  5. Hellið buffaló sósunni í breiða, grunna skál og veltið hverri blómkálssneið upp úr henni.

  6. Setjið á bökunarpappír og bakið í 200°C heitum ofni í 10 mínútur á hvorri hlið, sem sagt 20 mínútur samtals.

Hrásalat

  • 1 dl vegan majónes

  • 1 dl þunnt skorið hvítkál

  • 1 dl þunnt skorið ferskt rauðkál

  • 2 litlar eða 1 meðalstór gulrót

  • 1 tsk agave síróp

  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið hvítkálið og rauðkálið í mjög þunnar sneiðar.

  2. Rífið niður gulræturnar.

  3. Blandið öllum hréfnum saman í skál. Saltið eftir smekk

-Njótið vel

- Færslan er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi -

Buffalo pizza með Blue Ch**se dressingu frá Sacla Italia

IMG_9414-2.jpg

Pizzur eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér líkt og örugglega hjá mjög mörgum öðrum. Ég elska að prófa mig áfram með alls konar hráefni þar sem pizzur eru einn af þeim réttum sem hægt er leika sér endalaust með og hver og einn getur gert eftir sínu höfði. Vegan hráefnin sem eru í boði í dag í pizzagerð eru ekkert smá fjölbreytt og góð og því er ekkert mál að gera ótrúlega góðar vegan pizzur!

IMG_9424-2.jpg

Ein af mínum uppáhalds pizzum hefur lengi verið Buffalo pizzan á Íslensku Flatbökunni og þegar ég fékk í hendurnar þessa frábæru Blue Ch**se sósu frá Sacla Italia sem líkist einna helst gráðaostasósu vissi ég að ég þyrfti að prófa að gera buffalo pizzu heima. Ég er mjög mikið fyrir það að setja einhvers konar salat yfir pizzur hvort sem það er bara venjulegt iceberg eða klettasalat, og góða svona auka sósur yfir. Þessi sósa er fullkomin í slíkt, hvort sem að fólk vill buffalo pizzu eða einhvers konar öðruvísi pizzu með smá extra “gúrmi” yfir þá hentar hún fullkomlega.

IMG_9444-2.jpg
IMG_9448-2.jpg

Þessi pizza kemur ekkert smá vel út og er sósan alveg æðislega góð. Hún var rosalega auðvelt en ég keypti bara tilbúið deig út í búð til að gera eldamennskuna ennþá þægilegri en í dag geri ég alltaf sjaldnar og sjaldnar pizzadeig frá grunni heima þar sem það eru komin svo mikið af frábærum tilbúnum pizzadeigum í búðir sem eru bara svo góð. Við erum þó að sjálfsögðu með frábæra uppskrift af pizzadeigi hérna á síðunni sem má líka nýta í þessa uppskrift. Blue Ch**se sósan er það sem tekur pizzuna upp á annað stig en ég hef líka verið að prófa hana í alls konar rétti, t.d. einföld salöt og með buffalo blómkálsvængjum og get ég alveg 100% mælt með henni!

IMG_9467-2.jpg

Hráefni:

  • 100 ml pizzasósa

  • 2 msk vorlaukur

  • 100 gr soyjakjöt

  • 100 ml sterk buffalo sósa (buffalo hot sauce)

  • 1 dl vegan ostur

  • 1 bolli niðursaxað gott salat

  • ½ krukka blue cheese sósa frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 220°C

  2. Fletjið pizzadeigið út og smyrjið það með pizzasósunni. Drefið síðan ostinum yfir sósuna.

  3. Blandið soyjakjötinu saman við buffalo sósuna og raðið yfir ostinn ásamt vorlauknum.

  4. Bakið pizzuna við 220°C í 12 mínútur eða þar til osturinn fer að bráðnar og skorpan verður fallega gyllt. Mér finnst gott að hella smá ólífuolíu eða hvítlauksolíu yfir pizzuna áður en ég baka hana en þannig finnst mér osturinn bráðna betur.

  5. Skerið salatið niður og dreifið yfir pizzuna þegar hún kemur úr ofninum og hellið síðan yfir vel af Blue Cheese sósunni frá Sacla Italia.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi.

 
Sacla_HR.png