Grænt karrý með tófú og grænmeti


Matarmikill réttur sem yljar bæði kropp og sál.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætu grænu karrýi með tófú, graskeri, brokkóli og sykurertum. Þetta er bragðmikill réttur sem ég elska að gera í stórum skömmtum og eiga afganga fyrir næstu daga. Sjálft karrýið inniheldur tilbúið grænt karrýmauk, vorlauk, kókosmjólk, grænmetiskraft, sojasósu, limesafa, sykur, salt og chiliflögur. Ég vara ykkur við. Rétturinn rífur svolítið í, svo það er þess virði að fara svolitið varlega í karrýmaukið ef þið eruð viðkvæm. Ég notaði 2 msk í réttinn og mér finnst það passlegt. Ég vona að þið njótið!



Grænk karrí með tófú og grænmeti

Grænk karrí með tófú og grænmeti
Fyrir: 4
Höfundur: Helga María

Hráefni:

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.
  2. Skerið niður butternut grasker í bita og setjið í eldfast mót með olíu, salti og pipar. Bakið þar til graskersbitarnir eru mjúkir í gegn.
  3. Útbúið karríið á meðan graskerið bakast. Hitið olíu í potti, skerið niður hvíta hlutann af vorlauk og steikið í nokkrar mínútur þar til hann hefur mýkst.
  4. Bætið karrímauki við og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðan þið hrærið vel.
  5. Bætið kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við ásamt sojasósu og sykri. Leyfið því að malla í sirka 15-20 mínútur á lágum hita.
  6. Sjóðið hrísgrjón á meðan.
  7. Sjóðið vatn í öðrum potti með smá salti. Skerið niður brokkólí og nokkrar af sykurertunum. Ég hafði nokkrar heilar og nokkrar niðurskornar. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það er akkúrat tilbúið. Ég vil frekar hafa það smá stökkt en mauksoðið. Takið grænmetið úr vatninu og setjið beint í ískalt vatn svo það hætti að eldast.
  8. Setjið graskerið, soðna grænmetið og tilbúið steikt tófú frá Yipin ofan í karríið. Leyfið því að hitna upp á hellunni og kreistið limesafa út í. Smakkið til og bætið við salti ef þarf. Toppið svo með salthnetum, græna hlutanum af vorlauknum, kóríander og lime.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Uppskriftin er unnin í samstarfi við Yipin á Íslandi-

 
 

Tælensk núðlusúpa með rauðu karrý

IMG_9725.jpg

Eftir að hafa eytt þremur mánuðum í asíu fyrir nokkrum árum hefur asískur matur og þá sérstaklega tælenskur matur verið í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hugsa að ég gæti borðað núðlur, hrísgrjón og karrý á hverjum einasta degi án þess að fá leið á því. Í ferðinni áttaði ég mig á því hversu miklu betri asískar þjóðir eru í að nota krydd og grænmeti heldur en við og fann ég hvergi fyrir því að erfitt væri að vera vegan eða að borða ekki kjöt. Allir réttir eru stútfullir af góðu grænmeti, hrísgrjónum, núðlum og geggjuðum kryddum.

Ég gerði þau mistök að kaupa mér ekki krydd og kryddblöndur til að taka með heim, en ég fór hins vegar mikið að prófa alls konar kryddmauk í matargerð eftir að ferðinni lauk. Það er til fjöldin allur af góðum karrý og kryddmaukum hérna heima sem gera tælensku og asísku matargerðina einfalaldari en hægt er að hugsa sér. Það þarf þó að passa sig á því að oft má finna innihaldsefni í slíkum maukum sem ekki eru vegan eins og t.d. fiskisósur og fiskikraft.

IMG_9712.jpg

Í krónunni er einstaklega gott úrval af svona kryddmaukum og finnst mér ég finna eitthvað nýtt í nánast hverri einustu búðarferð. Ég get eitt góðum tíma í þessari deild búðarinnar að skoða allar þessar spennandi vörur. Maukinn og vörurnar frá Taste of Asia gripu strax athygli mína þegar ég sá þau fyrst snemma á þessu ári en tók ég eftir að flest maukin frá þeim innihalda 100% vegan innihaldsefni og henta mér því einstaklega vel.

Ég hef prófað mikið af þessum vörum en hefur rauða karrýmaukið alltaf verið til í skápunum hjá mér síðan ég smakkaði það fyrst. Það er ótrúlega bragðgott, og hentar fullkomlega í súpur, kássur eða bara á tófú og núðlur. Ég elska einnig hvað er gott úrval af góðum núðlum frá þessu merki, en lengi vel var nánast einungis hægt að fá “skyndinúðlur” og hrísgrjónanúðlur í felstum matvöruverslunum.

Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur einum af mínum uppáhalds réttum. Það er kókoskarrýsúpa með tófúi og Somen núðlum.

IMG_9743.jpg

Hráefni

  • 4 msk ólífuolía

  • 1 stór gulrót

  • 4-5 cm af blaðlauk

  • 1 rauð papríka

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 cm ferskt engifer

  • 1 pakki tófú

  • Tófú marinering

    • 1/2 dl soyasósa

    • 4 msk ólífuolía

    • 1 tsk hlynsíróp

    • 1 tsk chilli mauk (sambal oelek frá Taste of Asia)

    • 1/2 tsk pressaður hvítlaukur

  • 1 krukka rautt karrýmauk frá Taste of Asia

  • 1 tsk chillimauk (sambal oelek frá Taste of Asia) má sleppa

  • 2 msk hlynsíróp

  • salt og pipar eftir smekk

  • 2 dósir kókosmjólk

  • 2 lítrar vatn

  • 2 grænmetisteningar

  • 1/2 pakki somen núðlur frá Taste of Asia

  • Límóna og ferskur kóríander til að bera fram með súpunni

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þerra og skera niður tófúið. Blandið öllum hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og setjið teningana út í. Veltið vel upp úr marineringunni og setjið til hliðar

  2. Skerið niður allt grænmeti, rífið engifer og pressið hvítlaukinn.

  3. Steikið grænmetið upp úr ólífuolíunni í stórum potti þar til það mýkist vel.

  4. Bætið rauða karrýmaukinu út í pottinn ásamt 1/2 dl af vatni og steikið áfram í nokkrar mínútur.

  5. Bætið kókosmjólkinni út í pottinn ásamt vatninu, grænmetiskraftinum, hlynsírópi og chillimaukinu.

  6. Leyfið suðunni að koma upp við vægan meðalhita og hrærið í af og til á meðan.

  7. Á meðan súpan sýður er gott að nota tíman til að steikja tófúið. Hitið pönnu, hellið tófúinu ásamt mareneringunni út á pönnuna og steikið á háum hita þar til það verður fallega gyllt á öllum hliðum.

  8. Þegar suðan er komin upp á súpunni er gott að smakka hana til og bæta við salti, pipar og grænmetiskraft ef ykkur finnst þurfa. Leyfið súpunni að sjóða í 15 mínútur.

  9. Bætið núðlunum út í og leyfið súpunni að sjóða í 3 mínútur í viðbót. Slökkvið undir og bætið tófúinu út í pottinn.

  10. Berið fram með límónusneið og ferskum kóríander fyrir þá sem vilja. Einnig er gott að hafa með baunaspírur og muldar salthnetur en það þarf ekki.

-Njótið vel!

- Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna -

 
KRONAN-merki.png
 

Kjúklingabaunakarrý

IMG_2023.jpg

Baunir eru dæmi um mat sem ég kunni alls ekki að meta áður en ég varð vegan. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að ég ólst ekki upp við að borða þær, að undanskildum þessum hefðbundnu grænu og gulu baunum sem flestir þekkja. Þegar ég gerðist grænkeri fór ég fljótt að læra að elda baunir og fyrir mér opnaðist nýr heimur. Í dag eru þær í algjöru uppáhaldi hjá mér. 

IMG_1867.jpg

Baunir eru virkilega hollar. Þær innihalda prótín, mikið af trefjum og alls kynns fleirum góðum næringarefnum. Eins finnst varla ódýrari matur í heiminum í dag og henta því vel námsmönnum eins og mér. hægt er að kaupa þurrar baunir og sjóða í stórum skömmtum og frysta t.d, en þær fást einnig tilbúnar í dós og þarfnast þá nánast engrar fyrirhafnar.  Ég viðurkenni að ég mætti vera duglegri að sjóða mínar eigin baunir en það er bara svo ótrúlega auðvelt að kaupa þær tilbúnar í dós.

IMG_1882.jpg
IMG_1926.jpg

Síðustu ár hafa baunir verið virkilega stór partur af mínu mataræði og má segja að ég eldi einhverskonar baunir á hverjum degi. Það eru til ótrúlega margar tegundir af þeim sem allar hafa sína eiginleika og því eru möguleikarnir miklir. Kjúklingabaunir verða oftar en ekki fyrir valinu því þær eru fullkomnar í allskyns rétti, hvort sem það er hummus, falafelbollur, kryddaðar og ristaðar í ofni eða á pönnu, út á salöt eða í pottrétti. 

IMG_1958.jpg

Í þessari viku ákváðum við systur í samstarfi við Krónuna að deila með ykkur einni af okkar einföldustu baunauppskrift. Ég held að það sé einhverskonar karrýpottréttur á matseðlinum okkar í hverri einustu viku en það er vegna þess hversu einfalt og þægilegt er að gera slíka rétti. Það er einnig hægt að gera þennan rétt svo ótrúlega fjölbreyttan að maður fær aldrei leið á honum. Sú útgáfa sem við deilum með ykkur í þessari viku er sú allra einfaldasta en það þarf einungis fjögur hráefni í réttinn, og gengur hann fullkomlega sem máltíð einn og sér en einnig er hægt að hafa alls kyns gott meðlæti með honum.

IMG_1995.jpg

Hráefni:

Aðferð:

  1. saxið laukinn og steikið upp úr örlitlu vatni þar til mjúkur. 

  2. Setjið madras maukið út í, 1/4 ef þið viljið hafa réttinn mildan og meira fyrir sterkari útgáfu.

  3. Hellið vatninu af baununum og bætið þeim útí ásamt kókosmjólkinni og sjóðið í 10 til 15 mínútur

Réttinn má bera fram einan og sér en hann er einnig virkilega góður með hrísgrjónum ,salati og auðveldu pönnubrauði. HÉR er uppskrift af virkilega einföldu brauði.

-Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Mín ráð til að minnka matarsóun

Eitt af því sem við Ívar fórum mikið að hugsa um þegar við fluttum að heiman var matarsóun. Okkur finnst báðum alveg ótrúlega leiðinlegt að henda mat og því hugsum við mikið um að nýta allt sem við kaupum inn. Mér finnst hafa orðið mikil vitundarvakning um þetta mál í samfélaginu á síðustu árum en margir, jafnt einstaklingar sem og fyrirtæki eru farin að leggja sitt af mörkum hvað matarsóun varðar. Nettó er eitt af þessum fyrirtækjum en þau hafa nú á nokkrum árum dregið verulega úr rusli í verslunum sínum t.d. með því að hafa á afslætti vörur sem eru að nálgast síðasta söludag. Einnig hefur verslunin síðustu ár eldað súpu á menningarnótt úr vörum sem fara að renna út. Súpan er vegan og glútenlaus og finnst mér þetta alveg frábært átak og hlakka ég til að kíkja í súpu til þeirra á laugardaginn. Nettó hafði samband við mig nýlega um samstarf akkúrat um þetta tiltekna málefni og fannst mér það kjörið tækifæri til að segja ykkur þau ráð sem ég hef tileinkað mér á þessu ári til að draga úr þeim mat sem fer í ruslið á mínu heimili. Einnig leynast tvær uppskriftir neðst í færslunni, svo ég mæli með að lesa áfram. Ég versla oft í Nettó en mér finnst grænmetis og ávaxta deildin þar bera af í ferskleika og kaupi ég einnig öll mín vítamín og hreinsiefni þar en það er nú efni í aðra færslu...

1. Frysta.
Ég veit að hérna er ég svo sannarlega ekki að finna upp hjólið en ég held að á flestum heimilum sé til frystir fullur af mat. Ég hef lagt það í vana minn að frysta matvörur sem ég annað hvort veit að ég muni ekki nota áður en þær skemmast eða eru að verða komnar á síðasta neysludag.
Það má einnig oft gera góð kaup á vörum út í búð sem eru að nállgast síðasta söludag.
Vörur sem mér finnst fara einstaklega vel í frysti:
Bananar: Það vita það ekki allir en bananar sem eru orðin vel þroskaðir eru fullkomnir til að setja í frystinn og eiga í ís eða smoothie en þeir eru akkúrat hollastir þegar þeir eru vel þroskaðir. Oft er hægt að fá haug af þroskuðum banönum á mjög góðu verði en mér finnst alltaf eins og ég hafi dottið í lukkupottin þegar ég sé svoleiðis í búð þar sem við borðum mikið af "smoothie'um".
Salat: Annað sem að mér finnst fara vel í frysti eru til dæmis alls konar salat tegundir líkt og spínat og grænkál. Þess háttar salat fæst oft í stórum pokum í búð og skemmist hratt í ísskáp eftir að það er opnað. Ég skelli pokanum beint í frysti ef ég veit að ég muni ekki klára hann stuttu eftir að hann er opnaður. Ég nota svo frosna salatið t.d. í smoothie'a, pottrétti eða lasanga.
Matarafgangar: Það má frysta alls kynns tilbúna rétti en ég hef oft gert stóra skammta af súpum, kássum og lasanga og sett í fyrstinn í skömmtum. Þetta er einstaklega þægilegt fyrir þá sem þurfa að taka með sér nesti í skóla eða vinnu. Þá er hægt að kippa með sér beint úr frystinum á morgnanna ef ekki gefst tími daginn áður til að útbúa eitthvað.

2. Nýta það sem er alveg að skemmast
Það sem endar oftast í ruslinu á heimilum er grænmeti og ávextir. Það finnst mér ekki skrítið þar sem þessar vörur eiga það til að skemmast hratt ef ekki er fylgst vel með. Ég reyni að vera dugleg að fylgjast með grænmetisskúffunni minni og grípa það sem er að skemmast og nota, en mér finnst oft, eftir að ég varð grænmetiæta eins og ég geti falið hvaða grænmeti sem er í nánast öllum réttum, og rétturinn verði samt alltaf svipaður. Einnig reyni ég að kaupa vörur sem eru að nálgast síðasta söludag ef ég veit að ég muni nota þær strax, þær vörur eru oft á afslætti sem er auðvitað algjör plús.

Nokkrir réttir sem ég geri úr grænmeti og ávöxtum sem er alveg að renna út:

  • Bananamuffins úr vel þroskuðum bönunum

  • Pottrétt úr öllum þeim grænmetisafgöngum sem finna má í ísskápnum

  • Súpur úr grænmetinu í ísskápnum

3. Margt má nýta þó það sé komið yfir síðasta söludag.
Margt sem komið er yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta. En ég hef t.d. oft notað linsur, hrísgrjón og fræ sem komin eru yfir síðasta söludag. Einnig nota ég krydd alveg óspart ef ég finn ennþá góða og sterka lykt af þeim. Svo það er algjör óþarfi að hlaupa til og henda hrísgrjóna poka sem er jafnvel kominn tvo til þrjá mánuði fram yfir síðasta söludag því það eru miklar líkur á að það sé í góðu með grjóninn.

4. Skipuleggja sig.
Þetta finnst mér vera algjört lykilatriði svo vörur endi ekki í ruslinu. Á hverjum sunnudegi geri ég matseðil og fer í búð. Ég reyni að versla eingöngu eftir matseðlinum og þá næ ég að nýta nánast allt sem ég kaupi. Ég kíkji í skápana og sé hvað er til og reyni að vinna í kringum það. Oft um helgar á ég í ísskápnum, og þá sérstakelga í grænmetisskúffunni, afganga af hinu og þessu og þá finnst mér t.d. tilvalið að henda í súpu í hádeginu og tæma þá nánast alveg fyrir búðarferðina.

Öðruvísi karrýréttur:

Þessi karrýréttur er ótrúlega góður. Ég geri hann yfirleitt bara úr því grænmeti sem ég á hverju sinni en mér finnst lykilatriði að í réttinum séu, allavega kartöflur eða grasker og einhvers konar baunir, hvort sem það eru nýrnarbaunir eða linsur. Svo lengi sem sósan er eins og flýtur vel yfir grænmetið er hægt að nýta nánast hvaða grænmeti sem er út í, rétturinn verður alltaf ótrúlega góður. 

Hráefni:

  • Það grænmeti sem ég átti þessu sinni:

    • 1 laukur

    • 4 hvítlauksrif

    • rúmlega 1 paprika

    • 1/2 lítil rófa

    • 1/2 sæt kartafla

    • 3 meðalstórar kartöflur

    • 1/2 lítill hvítkálshaus

    • 2 tómatar

    • 1 dl frosnar grænar baunir

    • 1 bolli frosnar sykurbaunir

    • hálfur poki spínat

  • 3-4 msk milt karrý

  • 1 msk paprikuduft

  • 1 msk þurrt tímían

  • 1/4 tsk kanill

  • salt og pipar

  • 2 bollar linsur

  • 1/2 lítri vatn

  • 4 msk rapunzel grænmetiskraftur

  • 2 dósir angelmark kókosmjólk

  • 1 dós niðursoðnir tómatar

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvítlauk. Þegar ég geri kássur og súpur finnst mér best að steikja bara upp úr vatni í smá tíma. Þá bæti ég bara meira og meira vatni út í ef laukurinn fer að festast við pottinn.

  2. Bætið kryddunum út í ásamt smá vatni í viðbót og hrærið við.

  3. Setjið linsurnar og 1/2 líter af vatni út í og leyfið suðunni að koma upp. Mér finnst gott að skera restina af grænmetinu niður á meðan að linsurnar sjóða. Leyfið linsunum að sjóða í allavega 10 mínútur og setjið svo restina af grænmetinu út í, að undanskildu spínatinu.

  4. Bætið út í kóksmjólkinni, tómötunum og grænmetiskraftinum og leyfið suðunni að koma upp.

  5. Sjóðið kássuna í allavega 30 mínútur. Gott að smakka til eftir 10-15 mínútur og krydda meira ef þarf.

  6. Bætið spínatinu út í og hrærið því saman við rétt áður en kássan er borin fram.

Ég ber réttinn oftast fram með hrísgrjónum, salati og góðu brauði.

Bananamuffins:

Þessar geri ég að minnsta kosti einu sinni í viku en þær eru alveg ótrúlega hollar og þroskaðir bananar nýtast mjög vel þar sem það þarf rúmlega 3 í hverja uppskrift. Þær henta fullkomlega í nestisboxið og eru orðnar fastur liður þar hjá okkur.

Hráefni:

  • 1 bolli spelt frá himneskri hollustu

  • 1/2 bolli malað haframjöl frá himneskri hollustu

  • 1 tsk matarsódi

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk kanill

  • 1 bolli stappaðir bananar (rúmlega 3)

  • 1/3 bolli hlynsíróp

  • 1 bolli plöntumjólk

  • 1 bolli saxað súkkulaði eða rúsínur

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál

  2. Bætið öllu nema súkkulaðinu/rúsínunum saman við og hrærið saman. Setjið súkkulaðið/rúsínurnar síðast og blandið við deigið.

  3. Bakið muffinsarnar í 18-20 mín í 175°C heitum ofni.

Vonandi gagnast þessi ráð einhverjum og ég hvet alla til að setja sér markmið fyrir veturinn sem stuðla að því að henda minna af mat.
-Júlía Sif

 

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefni þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefni þar.