Gómsætt vegan Chili

IMG_2655-2.jpg

Eins og ég hef oft talað um hérna á blogginu finnast mér pottréttir og súpur ótrúlega góður matur. Ég elska að geta skellt allskonar hráefnum í pott, leyft þeim að malla og geta svo bara borið fram án frekari fyrirhafnar. Oft er líka bara svo gott að leyfa mat að malla og taka í sig allskonar brögð. Uppskrift dagsins er einmitt af svoleiðis rétti, en ég hef gert þennan chili rétt oft síðastliðin ár og það er löngu orðið tímabært að ég birti hann hérna á blogginu.

IMG_2633-2.jpg

Árið 2016 vann ég um stund á veitingastað í Gautaborg þar sem reglulega var eldað chili. Það var á þessum veitingastað sem ég lærði að setja kakó í chili. Mér fannst tilhugsunin fyrst rosalega skrítin, en í dag finnst mér það ómissandi. Kokkurinn skellti reyndar líka alltaf vænri skvettu af Kóki í pottinn, en ég er ekki alveg komin þangað.

IMG_2639.jpg

Ég nota mjög oft vegan hakk í þennan rétt, en þar sem ég notaði það í síðustu uppskrift þá ákvað ég að nota sveppi í dag. Það er alveg jafn gott, ef ekki betra. Auk þess er rétturinn stútfullur af gómsætum baunum sem gerir chili-ið rosalega mettandi en á sama tíma alls ekki þungt í magann.

IMG_2644-2.jpg

Rétturinn er passlegur fyrir 3-4 og ég elda eiginlega aldrei minna fyrir okkur Sigga þó við séum bara tvö því það er svo gott að eiga afganga. Það er mismunand hvernig ég ber chili fram, en mér finnst eiginlega möst að toppa það með hreinni sojajógúrt eða Oatly sýrðum rjóma. Svo finnst mér alltaf jafn gott að útbúa djúsí hvítlauksbrauð með. Ef þið eruð í svakalegu stuði er geggjað að búa til “chili cheese fries” og toppa franskar með chiliréttinum og fullt af vegan osti.

IMG_2650.jpg

Eitt af því sem einkennir pottrétti oft er að það er hægt að leika sér mikið með réttina. Það er ekkert heilagt hvaða grænmeti er notað, en ég hef oft bara nýtt það sem ég á heima. Mér finnst gott að setja smá papriku í chili eða jafnvel sætar kartöflur ef ég er í svoleiðis stuði. Ég ákvað að hafa uppskriftina í dag eins og mér þykir hún allra best, og mæli mikið með því að prufa hana.

IMG_2651-2.jpg

Vegan Chili (fyrir 3-4)

  • Olía til steikingar

  • 350g sveppir

  • 2 gulir laukar

  • 3 hvítlauksgeirar

  • 1 sellerístöngull

  • 2 msk tómatpúrra

  • 3 tsk sojasósa

  • 2 tsk balsamik edik

  • 2 msk kakóduft

  • 1/2 tsk kanill

  • 1 tsk chiliduft

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk cumin

  • 1 tsk oregano

  • 1 lárviðarlauf

  • salt og pipar eftir smekk

  • 2 x 400g dósir niðursoðnir tómatar

  • 2 x 400 g dósir baunir (ég notaði 1 dós af svörtum baunum og 1 dós af blönduðum baunum, en ég mæli t.d mikið með að nota nýrnabaunir)

  • 1/2 - 1 tsk sykur

Aðferð:

  1. Skerið sveppina mjög smátt niður, eins smátt og þið getið.

  2. Saxið lauk og hvítlauk niður smátt.

  3. Hellið olíu í heitan pott og bætið lauk og hvítlauk ofan í og leyfið honum að mýkjast í nokkrar mínútur.

  4. Hellið sveppunum út í ásamt smá salti sem hjálpar þeim að svitna smá í pottinum.

  5. Saxið sellerí niður og bætið út í pottinn þegar sveppirnir hafa byrjað að eldast svolítið (eftir 5-10 mínútur).

  6. Bætið kryddunum út í ásamt sojasósunni, balsamik edikinu og tómatpúrrunni og hrærið vel saman í nokkrar mínútur.

  7. Hellið niðursoðnu tómötunum út í ásamt baunum og lárviðarlaufi og leyfið að malla í sirka 20 mínútur, því lengur, því betra. Ég mæli með að bæta smá vatni út í með því að hella aðeins í dósirnar af tómötunum ( sirka 250 ml samtals) og nýta þannig allan tómatsafann sem verður eftir í botninum.

  8. Smakkið til og bætið við kryddum, salti og pipar eftir þörf.

  9. Takið lárviðarlaufið úr áður en borið er fram.

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel <3

Veganistur

Kjúklingabaunakarrý

IMG_2023.jpg

Baunir eru dæmi um mat sem ég kunni alls ekki að meta áður en ég varð vegan. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að ég ólst ekki upp við að borða þær, að undanskildum þessum hefðbundnu grænu og gulu baunum sem flestir þekkja. Þegar ég gerðist grænkeri fór ég fljótt að læra að elda baunir og fyrir mér opnaðist nýr heimur. Í dag eru þær í algjöru uppáhaldi hjá mér. 

IMG_1867.jpg

Baunir eru virkilega hollar. Þær innihalda prótín, mikið af trefjum og alls kynns fleirum góðum næringarefnum. Eins finnst varla ódýrari matur í heiminum í dag og henta því vel námsmönnum eins og mér. hægt er að kaupa þurrar baunir og sjóða í stórum skömmtum og frysta t.d, en þær fást einnig tilbúnar í dós og þarfnast þá nánast engrar fyrirhafnar.  Ég viðurkenni að ég mætti vera duglegri að sjóða mínar eigin baunir en það er bara svo ótrúlega auðvelt að kaupa þær tilbúnar í dós.

IMG_1882.jpg
IMG_1926.jpg

Síðustu ár hafa baunir verið virkilega stór partur af mínu mataræði og má segja að ég eldi einhverskonar baunir á hverjum degi. Það eru til ótrúlega margar tegundir af þeim sem allar hafa sína eiginleika og því eru möguleikarnir miklir. Kjúklingabaunir verða oftar en ekki fyrir valinu því þær eru fullkomnar í allskyns rétti, hvort sem það er hummus, falafelbollur, kryddaðar og ristaðar í ofni eða á pönnu, út á salöt eða í pottrétti. 

IMG_1958.jpg

Í þessari viku ákváðum við systur í samstarfi við Krónuna að deila með ykkur einni af okkar einföldustu baunauppskrift. Ég held að það sé einhverskonar karrýpottréttur á matseðlinum okkar í hverri einustu viku en það er vegna þess hversu einfalt og þægilegt er að gera slíka rétti. Það er einnig hægt að gera þennan rétt svo ótrúlega fjölbreyttan að maður fær aldrei leið á honum. Sú útgáfa sem við deilum með ykkur í þessari viku er sú allra einfaldasta en það þarf einungis fjögur hráefni í réttinn, og gengur hann fullkomlega sem máltíð einn og sér en einnig er hægt að hafa alls kyns gott meðlæti með honum.

IMG_1995.jpg

Hráefni:

Aðferð:

  1. saxið laukinn og steikið upp úr örlitlu vatni þar til mjúkur. 

  2. Setjið madras maukið út í, 1/4 ef þið viljið hafa réttinn mildan og meira fyrir sterkari útgáfu.

  3. Hellið vatninu af baununum og bætið þeim útí ásamt kókosmjólkinni og sjóðið í 10 til 15 mínútur

Réttinn má bera fram einan og sér en hann er einnig virkilega góður með hrísgrjónum ,salati og auðveldu pönnubrauði. HÉR er uppskrift af virkilega einföldu brauði.

-Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Mín ráð til að minnka matarsóun

Eitt af því sem við Ívar fórum mikið að hugsa um þegar við fluttum að heiman var matarsóun. Okkur finnst báðum alveg ótrúlega leiðinlegt að henda mat og því hugsum við mikið um að nýta allt sem við kaupum inn. Mér finnst hafa orðið mikil vitundarvakning um þetta mál í samfélaginu á síðustu árum en margir, jafnt einstaklingar sem og fyrirtæki eru farin að leggja sitt af mörkum hvað matarsóun varðar. Nettó er eitt af þessum fyrirtækjum en þau hafa nú á nokkrum árum dregið verulega úr rusli í verslunum sínum t.d. með því að hafa á afslætti vörur sem eru að nálgast síðasta söludag. Einnig hefur verslunin síðustu ár eldað súpu á menningarnótt úr vörum sem fara að renna út. Súpan er vegan og glútenlaus og finnst mér þetta alveg frábært átak og hlakka ég til að kíkja í súpu til þeirra á laugardaginn. Nettó hafði samband við mig nýlega um samstarf akkúrat um þetta tiltekna málefni og fannst mér það kjörið tækifæri til að segja ykkur þau ráð sem ég hef tileinkað mér á þessu ári til að draga úr þeim mat sem fer í ruslið á mínu heimili. Einnig leynast tvær uppskriftir neðst í færslunni, svo ég mæli með að lesa áfram. Ég versla oft í Nettó en mér finnst grænmetis og ávaxta deildin þar bera af í ferskleika og kaupi ég einnig öll mín vítamín og hreinsiefni þar en það er nú efni í aðra færslu...

1. Frysta.
Ég veit að hérna er ég svo sannarlega ekki að finna upp hjólið en ég held að á flestum heimilum sé til frystir fullur af mat. Ég hef lagt það í vana minn að frysta matvörur sem ég annað hvort veit að ég muni ekki nota áður en þær skemmast eða eru að verða komnar á síðasta neysludag.
Það má einnig oft gera góð kaup á vörum út í búð sem eru að nállgast síðasta söludag.
Vörur sem mér finnst fara einstaklega vel í frysti:
Bananar: Það vita það ekki allir en bananar sem eru orðin vel þroskaðir eru fullkomnir til að setja í frystinn og eiga í ís eða smoothie en þeir eru akkúrat hollastir þegar þeir eru vel þroskaðir. Oft er hægt að fá haug af þroskuðum banönum á mjög góðu verði en mér finnst alltaf eins og ég hafi dottið í lukkupottin þegar ég sé svoleiðis í búð þar sem við borðum mikið af "smoothie'um".
Salat: Annað sem að mér finnst fara vel í frysti eru til dæmis alls konar salat tegundir líkt og spínat og grænkál. Þess háttar salat fæst oft í stórum pokum í búð og skemmist hratt í ísskáp eftir að það er opnað. Ég skelli pokanum beint í frysti ef ég veit að ég muni ekki klára hann stuttu eftir að hann er opnaður. Ég nota svo frosna salatið t.d. í smoothie'a, pottrétti eða lasanga.
Matarafgangar: Það má frysta alls kynns tilbúna rétti en ég hef oft gert stóra skammta af súpum, kássum og lasanga og sett í fyrstinn í skömmtum. Þetta er einstaklega þægilegt fyrir þá sem þurfa að taka með sér nesti í skóla eða vinnu. Þá er hægt að kippa með sér beint úr frystinum á morgnanna ef ekki gefst tími daginn áður til að útbúa eitthvað.

2. Nýta það sem er alveg að skemmast
Það sem endar oftast í ruslinu á heimilum er grænmeti og ávextir. Það finnst mér ekki skrítið þar sem þessar vörur eiga það til að skemmast hratt ef ekki er fylgst vel með. Ég reyni að vera dugleg að fylgjast með grænmetisskúffunni minni og grípa það sem er að skemmast og nota, en mér finnst oft, eftir að ég varð grænmetiæta eins og ég geti falið hvaða grænmeti sem er í nánast öllum réttum, og rétturinn verði samt alltaf svipaður. Einnig reyni ég að kaupa vörur sem eru að nálgast síðasta söludag ef ég veit að ég muni nota þær strax, þær vörur eru oft á afslætti sem er auðvitað algjör plús.

Nokkrir réttir sem ég geri úr grænmeti og ávöxtum sem er alveg að renna út:

  • Bananamuffins úr vel þroskuðum bönunum

  • Pottrétt úr öllum þeim grænmetisafgöngum sem finna má í ísskápnum

  • Súpur úr grænmetinu í ísskápnum

3. Margt má nýta þó það sé komið yfir síðasta söludag.
Margt sem komið er yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta. En ég hef t.d. oft notað linsur, hrísgrjón og fræ sem komin eru yfir síðasta söludag. Einnig nota ég krydd alveg óspart ef ég finn ennþá góða og sterka lykt af þeim. Svo það er algjör óþarfi að hlaupa til og henda hrísgrjóna poka sem er jafnvel kominn tvo til þrjá mánuði fram yfir síðasta söludag því það eru miklar líkur á að það sé í góðu með grjóninn.

4. Skipuleggja sig.
Þetta finnst mér vera algjört lykilatriði svo vörur endi ekki í ruslinu. Á hverjum sunnudegi geri ég matseðil og fer í búð. Ég reyni að versla eingöngu eftir matseðlinum og þá næ ég að nýta nánast allt sem ég kaupi. Ég kíkji í skápana og sé hvað er til og reyni að vinna í kringum það. Oft um helgar á ég í ísskápnum, og þá sérstakelga í grænmetisskúffunni, afganga af hinu og þessu og þá finnst mér t.d. tilvalið að henda í súpu í hádeginu og tæma þá nánast alveg fyrir búðarferðina.

Öðruvísi karrýréttur:

Þessi karrýréttur er ótrúlega góður. Ég geri hann yfirleitt bara úr því grænmeti sem ég á hverju sinni en mér finnst lykilatriði að í réttinum séu, allavega kartöflur eða grasker og einhvers konar baunir, hvort sem það eru nýrnarbaunir eða linsur. Svo lengi sem sósan er eins og flýtur vel yfir grænmetið er hægt að nýta nánast hvaða grænmeti sem er út í, rétturinn verður alltaf ótrúlega góður. 

Hráefni:

  • Það grænmeti sem ég átti þessu sinni:

    • 1 laukur

    • 4 hvítlauksrif

    • rúmlega 1 paprika

    • 1/2 lítil rófa

    • 1/2 sæt kartafla

    • 3 meðalstórar kartöflur

    • 1/2 lítill hvítkálshaus

    • 2 tómatar

    • 1 dl frosnar grænar baunir

    • 1 bolli frosnar sykurbaunir

    • hálfur poki spínat

  • 3-4 msk milt karrý

  • 1 msk paprikuduft

  • 1 msk þurrt tímían

  • 1/4 tsk kanill

  • salt og pipar

  • 2 bollar linsur

  • 1/2 lítri vatn

  • 4 msk rapunzel grænmetiskraftur

  • 2 dósir angelmark kókosmjólk

  • 1 dós niðursoðnir tómatar

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvítlauk. Þegar ég geri kássur og súpur finnst mér best að steikja bara upp úr vatni í smá tíma. Þá bæti ég bara meira og meira vatni út í ef laukurinn fer að festast við pottinn.

  2. Bætið kryddunum út í ásamt smá vatni í viðbót og hrærið við.

  3. Setjið linsurnar og 1/2 líter af vatni út í og leyfið suðunni að koma upp. Mér finnst gott að skera restina af grænmetinu niður á meðan að linsurnar sjóða. Leyfið linsunum að sjóða í allavega 10 mínútur og setjið svo restina af grænmetinu út í, að undanskildu spínatinu.

  4. Bætið út í kóksmjólkinni, tómötunum og grænmetiskraftinum og leyfið suðunni að koma upp.

  5. Sjóðið kássuna í allavega 30 mínútur. Gott að smakka til eftir 10-15 mínútur og krydda meira ef þarf.

  6. Bætið spínatinu út í og hrærið því saman við rétt áður en kássan er borin fram.

Ég ber réttinn oftast fram með hrísgrjónum, salati og góðu brauði.

Bananamuffins:

Þessar geri ég að minnsta kosti einu sinni í viku en þær eru alveg ótrúlega hollar og þroskaðir bananar nýtast mjög vel þar sem það þarf rúmlega 3 í hverja uppskrift. Þær henta fullkomlega í nestisboxið og eru orðnar fastur liður þar hjá okkur.

Hráefni:

  • 1 bolli spelt frá himneskri hollustu

  • 1/2 bolli malað haframjöl frá himneskri hollustu

  • 1 tsk matarsódi

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk kanill

  • 1 bolli stappaðir bananar (rúmlega 3)

  • 1/3 bolli hlynsíróp

  • 1 bolli plöntumjólk

  • 1 bolli saxað súkkulaði eða rúsínur

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál

  2. Bætið öllu nema súkkulaðinu/rúsínunum saman við og hrærið saman. Setjið súkkulaðið/rúsínurnar síðast og blandið við deigið.

  3. Bakið muffinsarnar í 18-20 mín í 175°C heitum ofni.

Vonandi gagnast þessi ráð einhverjum og ég hvet alla til að setja sér markmið fyrir veturinn sem stuðla að því að henda minna af mat.
-Júlía Sif

 

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefni þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefni þar.