Vegan síld í sinnepssósu

IMG_2228.jpg

Síld er ekki eitthvað sem að við systur getum sagt að hafi verið hluti af okkar jólum í æsku. Það var þó oft keypt síld á heimilið og hún til yfir jólin en við systkinin borðuðum hana svo sannarlega ekki. Þegar Helga síðan flutti til svíþjóðar og kynntist þeim æðislega vegan jólahefðum sem þar ríkja fór hún að vera forvitin um vegan síld. Við ákváðum því fyrir nokkrum árum að slá til.

IMG_2205.jpg

Við gerðum uppskrift fyrir jólablað fréttablaðsins sem heppnaðist ekkert smá vel. En einhverra hluta vegna gleymdist þessi uppskrift hjá okkur og við komumst aldrei í að setja hana á bloggið. Það er því sannarlega komin tími á að hún fái loksins að koma hérna inn en það verður engin svikin af þessari “síld”.

Síldin er gerð úr eggaldin sem mörgum finnst örugglega skrítin tilhugsun. Okkur þótti það sjálfum fyrst þegar við heyrðum af þessu, en þetta kom okkur ekkert smá mikið á óvart. Eggaldin er fullkomið í þennan rétt þar sem áferðin verðum ótrúlega skemmtileg og það dregur ótrúlega vel í sig allt bragð. Að öðru leiti er uppskriftin hefðbundin og bragðið eitthvað sem að margir kannast örugglega við. En síldin verður einnig svo ótrúlega girnileg í fallegri krukku.

IMG_2227.jpg

Það er mjög sniðugt að gera eina eða tvær uppskriftir af réttinum og eiga í ísskápnum yfir hátíðrnar til að henda á brauð þegar gestir kíkja við eða bara þegar maður verður svangur í öllu jólastússinu. En einnig má gera stóra uppskrift og setja í litlar krukkur og gefa fólkinu í kringum sig, en okkur systur finnst fátt skemmtilegra en jólagjafir sem hægt er að borða. Þær svíkja enganm og fjölskylda eða vinir geta notið saman.

IMG_2238.jpg

Vegan jóla “síld”

  • 1 eggaldin

  • ½ rauðlaukur

  • ½ dl sætt sinnep

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 3 msk matarolía

  • 1 msk rauðvínsedik

  • 1 msk sykur

  • 1 dl oatly-rjómi

  • ½ dl dill

Aðgerð

  1. Setjið vatn í pott ásamt einni matsekið af salti og látið suðuna koma upp. Setið niðurskorið eggaldin út í þegar suðan er komin upp og sjóðið í 5 mínútur.

  2. Hellið vatninu af og leyfið eggaldininu að kólna.

  3. Pískið saman sinnep, sykrur, olíu og edik þar til sykurinn leysist upp. Pískið rjómann og dillið saman við og bætið síðast köldu eggaldininu og niðurskornum rauðlauknum út í.

  4. Leyfið síldinni að standa í ísskáp í um einn sólarhring áður en hennar er notið

Síldin passar fullkomlega á gróft rúgbrauð eða venjulegt ristað brauð og er ómissandi á jólaborðið

-Veganistur