Súkkulaðijógúrt með pólókex mulningi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum og einföldum morgunmatur sem hentar fullkomlega við betri tilefni, um helgar eða með brönsinum til dæmis. Rétturinn samanstendur af unaðslegri, hollri súkkulaðijógúrt með banana og pólókex mulningi sem bætir smá sætu og krönsi í réttinn.

Úrvalið af vegan jógúrti er orðið mjög gott og fannst mér því tilvalið að gera mjög einfalt tvist á tilbúið jógúrt sem gerir það líkt og það sem heimagert. Frosnu bananarnir gefa smá sætu í jógúrtið og gera það ískalt og ferskt.

Póló kex hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum en það hefur verið vegan frá upphafi. Það er mátulega sætt að mínu mati og virkar fullkomlega með jógúrtinni þar sem hún er ekki sæt. Kexið gefur gott kröns í réttinn og gerir hann smá sparilegan.

Súkkulaðijógúrt með pólókexi

Súkkulaðijógúrt með pólókexi
Fyrir: 2 litlar krukkur
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 10 Min
Gómsætt súkkulaðijógúrt með pólókexi og kókosflögum. Æðislegur spari morgunmatur sem hentar fullkomlega um helgar eða með brönsinum til dæmis.

Hráefni:

  • 10 pólókex
  • 1 frosin banani
  • 400 ml hreint vegan skyr eða vegan grískt jógúrt (eða annað þykkt jógúrt)
  • 1 msk kakó
  • Jarðaber og ristaður kókos til að skreyta (eða það sem hver og einn vill nota)

Aðferð:

  1. Setjið í blandara vegan jógúrtið, bananan og kakóið. Blandið þar til jógúrtið verður alveg slétt og laust við alla kekki. Getið þurft að stoppa á milli og skafa niður hliðarnar þar sem blandarinn getur átt erfitt með frosna bananan í byrjun.
  2. Myljið kexið annað hvort í blandara eða með því að setja það í ziplock poka og brjóta það niður.
  3. Setjið smá af kexmulning í krukku eða lítið glas, hálf fyllið glasið með jógúrtinni og setjið síðan meiri kexmulning og að lokum meira jógúrt.
  4. Skreytið með því sem hver og einn vill
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pólókex/Frón -

 
 

Fljótlegur vegan bröns

Núna er komin janúar og þó svo að rútínan fari kannski örlítið hægar af stað á mörgum stöðum sökum ástandsins í samfélaginu finnst mér alltaf gott að huga vel að heilsunni á þessum árstíma. Þessi tími er mér oft erfiður, þegar jólin eru búin, mikið myrkur og leiðinlegt veður og frekar langt í sumarið. Mér finnst hjálpa mér að borða góðan og næringarríkan mat og reyna að búa mér til rútínu sem hentar mér. Ég ætla því að deila með ykkur í dag góðum og næringarríkum bröns sem tekur enga stund að útbúa og er fullkomin um helgar eða til að bjóða vinkonum upp á til dæmis.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna en þar var að byrja í sölu þessar frábæru smoothie skálar sem koma tilbúnar með öllum innihaldsefnum í heila skál í hverjum pakka. Flestir eru líklega farnir að þekkja svona smotthie skálar hér á landi þar sem nokkur fyrirtæki sem selja þær hafa byrjað á síðustu árum en það er alveg æði að geta gert svona fallegar og næringarríkar skálar heima hjá sér.

Ég prófaði Tropical Bowl, Acai skálina og Ocean Bowl og eru þær hver annari betri. Þær eru einnig stútfullar af góðri næringu og eru fullkomin morgunmatur eða millimál einar og sér líka.

Ofan á skálarnar setti ég

  • Banana

  • Jarðaber

  • Bláber

  • Ferskan ananas

  • Almond candy möndlusmjör frá Wholey

  • Granóla

  • Kókosmjöl

Með skálunum ákvað ég að bjóða upp á ristaðar beyglur með rjómaosti, avocado og tómötum sem og þessar hollu bananapönnukökurnar. Pönnukökurnar er mjög einfalt að baka og eru þær hveiti og sykurlausar. Þær er einnig auðvelt að gera glútenlausar með því að skipta út venjulegu haframjöli fyrir glútenlaust haframjöl. Þær eru mjög næringarríkar og henta líka fullkomlega fyrir lítil börn. Ég bar pönnukökurnar fram með Wholey Sh*t súkkulaði og heslihnetusmyrju, jarðaberjum og hlynsírópi en það var alveg guðdómlega gott.

Hollar bananapönnukökur

  • 2 dl fínmalað haframjöl

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 1 stór banani eða 1 og hálfur lítill

  • 2 msk síróp (t.d. agave eða það síróp sem hver og einn kýs, því má líka alveg sleppa)

  • 2 dl haframjólk eða önnur plöntumjólk

Aðferð:

  1. Malið haframjölið í blandara eða matvinnsluvél þar til það verður að alveg fínu mjöli.

  2. Stappið banana vel niður.

  3. Hrærið öllum hráefnum vel saman í skál.

  4. Steikið upp úr góðri olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til pönnukökurnar verða fallega gylltar.

-Njótið vel og eigið góða helgi.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fæst allt í uppskriftirnar þar -

 
 

Vegan bananapönnukökur

Þessar pönnukökurnar eru algjört æði og í miklu uppáhaldi hjá okkur þar sem það er ótrúlega einfalt að baka þær og eru þær hveiti og sykurlausar. Pönnukökurnar er einnig auðvelt að gera glútenlausar með því að skipta út venjulegu haframjöli fyrir glútenlaust haframjöl. Þær eru mjög næringarríkar og henta líka fullkomlega fyrir lítil börn. Þær tekur enga stund að útbúa og henta fullkomlega í morgunmat eða sem næringarríkt millimál. Það má bera þær fram á alls konar vegu og er til dæmis hægt að sleppa sírópinu í þeim og bera þær fram með vegan smjöri og vegan osti eða banana.

Hollar bananapönnukökur

  • 2 dl fínmalað haframjöl

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 1 stór banani eða 1 og hálfur lítill

  • 2 msk síróp (t.d. agave eða það síróp sem hver og einn kýs, því má líka alveg sleppa)

  • 2 dl haframjólk eða önnur plöntumjólk

Aðferð:

  1. Malið haframjölið í blandara eða matvinnsluvél þar til það verður að alveg fínu mjöli.

  2. Stappið banana vel niður.

  3. Hrærið öllum hráefnum vel saman í skál.

  4. Steikið upp úr góðri olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til pönnukökurnar verða fallega gylltar.

-Njótið vel

Kósý laugardagur og einföld Oreo-ostaköku uppskrift

Við systur erum að spá í að fara að sýna ykkur meira af okkar daglega lífi hérna inná, hvað við erum að gera á daginn, hvað við erum að borða, vörur og flíkur sem við erum að nota og bara allt sem okkur langar að deila með ykkur. Ég ákvað því að taka nokkrar myndir yfir daginn minn til að prófa að deila með ykkur.

Ég byrja alla morgna á að fá mér vatnsglas en þennan morguninn gerði ég mér smoothie með vegan próteini, banana, klökum og vatni en það var eiginlega bara því að ég átti ekkert annað til. Smoothie’inn var þó alveg ótrúlega góður! En ég er með Vegan cookies and creme prótein sem er sjúklega gott. Ég drakk smoothie’inn á meðan ég horfði á youtube en ég hef elskað að horfa á VLOGS hjá fólki síðan ég var svona 14 ára. Ég ætla því að deila með ykkur mínum uppáhalds VLOG rásum sem ég er að elska akkúrat núna.

Uppáhalds VLOG channels akkúrat núna:

- THE MICHALACKS (all time uppáhalds)
- ELSA’S WHOLESOME LIFE (þessi er sú eina sem er vegan)
- SARAH’S DAY
- ASPYN AND PARKER
- ARNA PETRA (nýtt fave)

Í hádegismatinn gerði ég mér einfalt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum, avocadó, ólífum og gúrku. Sjúklega fljótlegt og gott og ég geri þetta salat mjög oft þegar ég hef lítinn tíma eða nenni ekki að gera einhverja svaka máltíð. Ég er líka með æði fyrir sykurlausu appelsínu akkúrat núna svo ég var að sjálfsögðu með eina slíka með!

Ég fór í afmæli hjá elsku Dóru, bestu vinkonu minni og ákvað að henda í mjög einfalda oreo ostaköku, það besta við þessa uppskrift er að það er hægt að gera hana samdægurs en ég set uppskriftina hér neðst í færslunni. Hún sló algjörlega í gegn en Dóra gerði einnig svampkökuna okkar með jarðaberjarjómanum en uppskriftina af henni má finna hér.

image00015.jpeg

Hún var svo með heimabakaðar bollur (sem ég þarf nauðsynlega að stela uppskriftinni af) og allskonar álegg, pizzasnúða og grænmeti með ídýfu úr vegan sýrðum rjóma. Allt ótrúlega einfalt og gott og svo sannarlega ekkert mál að gera ALL VEGAN veisluborð!

Ótrúlega “vel heppnuð” myndataka með þessum bestu stelpum eins og venjulega. En ég var einnig að kaupa mér þessa ótrúlega fallegu vegan tösku frá HVISK sem ég er ekkert smá ánægð með! (já ég skipti um föt svona 7 sinnum þennan dag…). En þetta var ótrúlega kósý dagur og svo skemmtilegt að fá að njóta afmælisins hennar Dóru saman en hún býr í Danmörku og fór heim tveimur dögum seinna. Ég vona að ykkur hafi fundist þetta skemmtilegt og við munum vera duglegar að setja inn svona persónulegri færslur héðan í frá. Hér kemur síðan uppskritin af kökunni. Njótið vel.

OREO ostakaka sem hægt er að njóta samdægurs

Hráefni:

  • 2-3 pakkar oreo

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 pakki hreinn SHEESE rjómaostur

  • 1 ferna AITO þeytirjómi

  • 1/2 dl flórsykur

  • 1 plata hvítt súkkulaði frá ICHOC

  • Ber og súkkulaði eða það sem hver og einn vill til að skreyta

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skilja kremið frá oreo kexinu á tveimur pökkum af kexi (geymið þriðja pakkan til að skreyta).

  2. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Setjið kexið í eldfastmót og þrýstið því vel ofan í botninn á mótinu. Setjið kexið í blandars eða poka og myljið það þar til það verður að frekar fínnu mylsnu. Setjið mótið í ísskáp á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þyetið rjóman í hrærivél eða með handþeytara og setjið til hliðar.

  4. Takið kremið sem þið skildum frá kexinu og bræðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði ásamt hvíta súkkulaðinu. Ef súkkulaðið er brætt í örbylgju er best að setja það inn í 30 sekúndur í einu og hræra vel í á milli.

  5. Setjið rjómaostin og flórsykurinn í hrærivél eða þeytið saman með handþeytara og bætið brædda súkkulaðinu hægt út í. Þeytið þetta á háum styrk þar til blandan verður alveg köld.

  6. Hrærið rjómanum varlega saman við sem sleikju og hellið síðan yfir kexið.

  7. Leyfið kökunni að vera í ísskáp í allavega klukkustund áður en hún er skreytt með því sem hugurinn girnist og borin fram. Ég skreytti mína með oreo kexi, berjum, hvítu súkkulaði og suðursukkulaði.

Project - Drawing 11350016114151990018.png

Íslenskar pönnukökur

IMG_4569-3.jpg

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Heiðu, fyrstu íslensku jurtamjólkina og jafnframt því fyrstu fersku jurtamjólkina sem seld er á landinu. Mjólkin er úr höfrum og er hituð á lægra hitastigi en önnur jurtamjólk sem gerir hana enn bragðbetri og gæðameiri. Þar sem mjólkin er ferskvara er mikilvægt að geyma hana í kæli. Heiða fæst bæði ósæt og með örlítill sætu, er undursamlega rjómakennd og bragðgóð og við mælum eindregið með því að styrkja íslenska framleiðslu þar sem hún er mun umhverfisvænni fyrir vikið. Heiða fæst í öllum helstu matvörubúðum landsins.

IMG_4597.jpg

Okkur fannst tilvalið að útbúa klassíska íslenska uppskrift úr mjólkinni og það kom ekkert annað til greina en ekta íslenskar pönnukökur. Við höfum það sem hefð að baka eitthvað gott um helgar. Það er svo róandi að taka sér tíma í eldhúsinu á laugardags- eða sunnudagsmorgni, hlusta á skemmtilegt hlaðvarp og baka eitthvað gómsætt sem fyllir íbúðina góðum ilmi. Við vorum lengi smeykar við að baka íslenskar pönnsur og gerðum alltaf þessar þykku amerísku, sem varla er hægt að klúðra. Það var því ekki fyrr en mamma tók sig til og bakaði vegan útgáfu af íslenskum pönnukökum handa Helgu, sem við áttuðum okkur á því að þessar íslensku eru eiginlega ómissandi og auðveldar í bakstri. 

IMG_4602.jpg

Þessi uppskrift er æði og á mamma okkar heiðurinn af henni. Við elskum að rúlla þeim upp með sykri eða fylla þær af þeyttum vegan rjóma og sultu. Að þessu sinni útbjó Júlía súkkulaðisósu sem hún stráði yfir ásamt ferskum jarðarberjum og flórsykri. Þetta kom ekkert smá vel út. Heiða var alveg fullkomin í baksturinn og það er yndislegt að geta loksins keypt íslenska jurtamjólk sem er dásamlega bragðgóð og ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru fallegar. 

IMG_4599.jpg

Hráefni:

  • 8 dl hveiti

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2,5 dl eplamauk

  • 100 gr brætt smjörlíki

  • 8-10 dl haframjólkin frá Heiðu

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnum saman í skál.

  2. Bætið við mjólkinni, brædda smjörlíkinu, eplamaukinu og vanilludropunum.

  3. Steikið á háum hita upp úr smá smjörlíki.

Berið fram með því sem ykkur lystir. Júlía bræddi súkkulaði og blandaði saman við örlita mjólk og helti yfir pönnsurnar sínar. Það kom mjög vel út. 

-Veganistur

39295002_297353777512105_765831551215730688_n.png

-Færslan er unnin í samstarfi við Heiðu-