Vegan húðrútina með vörum frá dr.organic

Ég er búin að vera á leiðinni lengi að setja inn fleiri hversdagslegar færslur á bloggið þar sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt að skrifa þær og lesa slíkar færslur hjá öðrum. Ég er hins vegar alveg hræðilega léleg að muna eftir því að taka myndir yfir daginn og á þar með akkúrat núna fullt af myndum af hinu og þess frá sitt hvorum deginum en ekkert með nógu góðu samhengi… Þar sem að það er alltof langt síðan ég setti eitthvað annað en uppskriftir hérna inn ætla ég að þessu sinni að deila með ykkur húðrútínunni minni.

Við erum búnar að vera í samstarfi við dr.organic síðustu vikur og hef ég verið að prófa fullt af vöru frá þeim og er búin að finna nokkurn veginn út hvaða vörur henta mér best akkúrat núna. Ég er búin að vera mjög ánægð með þessar vörur og finnst alveg frábært hversu aðgengilegar þær eru sem og hvað þær eru á viðráðanlegu verði. En það finnst mér vera mjög mikilvægt þegar kemur að húðvörum.

Einnig eru nánast allar vörurnar þeirra vegan og eru þær mjög vel merktar á umbúðunum svo það er ekkert mál að vera fullviss um að varan sé 100% vegan.

Ég hef yfirleitt ekki verið nógu dugleg að sjá vel um húðina mína og finnst mjög margt sem við kemur húðvörum og farða oft frekar yfirþyrmandi. Það getur verið smá vinna að finna góðar vegan vörur sem eru aðgengilegar og á góðu verði og þess vegna hef ég verið extra ánægð með dr.organic vörurnar. Þar hef ég fundið allar þær vörur sem ég þarf, merktar vegan.

Ein af mínum uppáhalds vörum í línunni hefur verið Aloe Vera andlitshreinsirinn en hann hef ég notað kvölds og morgna til að þrífa andlitið. Ég nota hann einnig til þess að þrífa af farða og finnst hann virka vel í það og hreinsa farðan mjög auðveldlega af.

Þar á eftir hef ég notað þetta æðislega serum frá dr.organic en það er svo ótrúlega létt og ilmurinn af því virkilega góður. Serumið er stútfullt af C-vítamíni og er því algjör rakabomba fyrir andlitið en ég nota það yfirleitt á morgnanna undir rakakremið.

Morgun- og kvöldrútinan mín hefur því aðallega verið þessar þrjár vörur, það er:

  1. Hreinsa andlitið vel með Aloe Vera andlitshreinsinum

  2. Set organic guava serumið á húðina, nota alla morgna og stundum á kvöldin.

  3. Nota rakakrem á húðina, en ég hef verið að nota Vitamin E rakakremið alla daga. Á kvöldin set ég mjög vel af kreminu og sef með það.

Aðrar vörur sem ég hef notað hvað mest eru þær sem eru á þessum myndum. Vitamin E svitalyktareyðirinn er það fyrsta sem ég gat ekki lifað án eftir að ég prófaði hann en ég hef mjög miklar skoðanir á svitalyktaeyði, allt frá því hvort hann sé glær eða hvítur og upp í hvernig lykt er af honum. Þessi vara tikkaði í öll boxin hjá mér en hann er alveg gegnsær, virkar mjög vel og hefur ekki allt of sterka lykt.

Síðan er það vítamín E olían en hana hef ég verið að nota mikið á þurrkubletti en ég fékk þessa vöru í janúar og ég er vön að vera með þurrkubletti á andlitinu til dæmis á veturnar. Eftir að hafa notað olíuna í tvo daga voru þurrkublettirnir hins vegar alveg farnir. Þetta er því klárlega eins af mínum uppáhalds vörum og hef ég verið að nota hana á allan líkaman einu til tvisvar sinnum í mánuði eða þegar mér finnst húðin mín þurfa á smá extra raka að halda.

dr.organic vörurnar fást á eftirfarandi stöðum:

  • Apótek

  • Heilsubúðir

  • Krónan

  • Hagkaup

  • Fjarðarkaup

  • Heimkaup.is

-Njótið vel og vonandi nýtist þetta einhverjum

Knús, Júlía Sif

Þessi færsla er unnin í samstarfi við dr.organic á Íslandi.

Unknown.jpg

Matardagbók og NEW IN frá Adidas! <3

Mig hefur lengi langar að deila með ykkur smá hversdagslegri mat og því sem ég er að borða dags daglega í svona “matardagbókar”færslu eða eins og þú kalla það er oftast kallað á ensku “what I eat in a day”. Ég ákvað því loksins að láta verða að því þar sem ég elska að skoða svona blogg frá öðrum.

Ég byrjaði daginn á því að synda smá og fékk mér síðan próteinsjeik í morgunmat. Ég er ekki mikið fyrir að borða morgunmat og fer því oft á morgunæfingu áður en ég borða og fæ mér bara léttan morgunmat. Þetta prótein með mocha bragði finnst mér ótrúlega gott en ég fékk það að gjöf frá TrueFitness.is.

Í hádeginu fékk ég mér ristað brauð með tófúhræru, en mér finnst það ótrúlega þægilegur hádegismatur þegar ég er heima í hádeginu og get eldað mér eitthvað en hef ekki mjög mikinn tíma. Eftir hádegi fór ég á æfingu og kíkti síðan á vinkonu mína og við lærðum saman restina af deginum. Það er að mínu mati nauðsynlegt að eiga einn lærdómspartner, en ég er alls ekki góð í að læra þegar ég er heima.

Mig langaði líka að nýta tækifærið og sýna ykkur þessa ótrúlega fallegu VEGAN strigaskó frá Adidas sem við systur fengum í gjöf frá adidas.is. Þeir eru 100% vegan en mér hefur lengi fundist vera þörf á vegan skóm frá stærstu og vinsælustu fyrirtækjunum.

Ég er algjör “sucker” fyrir strigaskóm og þá aðallega hvítum strigaskóm. Þessi týpa heitir vegan condinental 80 og fást á adidas.is. Mér finnst þeir alveg ótrúlega fallegir og finnst frábært að þau hjá adidas séu að taka vinsælar týpur frá sér og gera nákvæmlega eins vegan útgáfur og ekki skemmir fyrir hvað þeir eru með fallegt vegan merki á hliðinni! Adidas.is er núna komin með fjórar tegundir af vegan skóm sem er ekkert smá frábært. Það er líka svo næs að geta verslað þá hérna heima og þurfa ekki að bíða eftir sendingunni í marga daga.

Í “kaffinu” eða sem millimál fékk ég mér bara keyptan hummus og gúrku þar sem ég var ekki búin að hugsa út í millimál og hoppaði því bara út í búð og keypti þetta. Þeir sem umgangast mig mikið þessa dagana vita að ég borða þetta á nánast hverjum einasta degi. Yfirleitt klára ég heila dollu af Sóma hummus og nánast heila gúrku. Ég hef átt í MIKLU love-hate sambandi við Sóma hummusinn en er að elska hann þessa dagana!

Ég kom frekar seint heim eftir lærdóminn svo við skelltum bara snitselinu frá anamma í ofninn ásamt pítubrauði, skárum niður grænmeti og notuðum sósur sem við áttum í ísskápnum. Mjög fljótlegt og þægilegt en á sama tíma ótrúlega gott.

image00022.jpeg

Seinna um kvöldið fékk ég mér að sjálfsögðu uppáhaldið mitt Pepsi Max, sem ég mun örugglega aldrei geta hætt að drekka þó ég reyni eins og ég get, og popp. Mig langaði ótrúlega mikið í bíó þetta kvöldið en það var eiginlega bara til að fá þetta möns, svo ég græjaði það bara heima í staðinn.

Vonandi fannst ykkur þetta skemmtilegt og þið megið endilega láta okkur vita í kommentunum ef þið viljið fleiri svona hversdagslegar færslur.

Takk fyrir að lesa! <3

- Skórnir eru gjöf frá Adidas.is -

Project+-+Drawing+11350016114151990018.png

Fullkomin leið til að nýta síðustu sólardagana <3

Við Fanney vinkona mín ákváðum að fara í smá roadtrip fyrr í vikunni þar sem að það var ótrúlega fallegt veður og hún loksins komin aftur í bæinn eftir að hafa búið upp í sveit í allt sumar. Við vorum lengi að ákveða hvert við ættum að fara en ákváðum að byrja á því að kíkja í sveitina hennar þar sem mamma hennar átti afmæli.

Við hittum að sjálfsögðu fallega Sám um leið og við komum og svo var akkúrat verið að skella í vegan köku, en ég er svo heppin að litla frænka hennar Fanney er með óþol svo veganistu súkkulaðikakan er oftar en ekki bökuð við alls kyns tilefni á heimilinu.

Við skelltum kremi á kökuna og fengum okkur kaffi með fjölskyldunni hennar í tilefni dagsins.

Við keyrðum langleiðina að bæ sem heitir Giljar þar sem vinkona hennar Fanneyjar var nýbúin að finna þennan fallega foss. Við lögðum bílnum og rölltum niður smá gil að fossinum en þar niðri var ótrúlega gott veður, logn og sól, svo það var frekar heitt og næs.

Við tókum með okkur einnota grill og að sjálfsögðu pulsur, en þær eru einn af mínum allra uppáhalds mat og ef það er gott veður crave’a ég ALLTAF grillaðar pulsur. Við tókum bara með okkur það sem ég átti heima sem var:

  • Pulsur (ég mæli með að nota Anamma pulsurnar, en í flestum búðum eru til alls konar tegundir af góðum vegan pulsum)

  • Pulsubrauð

  • Tómatsósa

  • Steiktur laukur

  • Sætt sinnep

Ef ég hefði haft meiri tíma hefði ég klárlega skellt í kartöflusalat, en það verður bara að bíða þar til næst.

Þetta var ekkert smá kósý hjá okkur og ég er ekkert að grínast með magnið af sinnepinu…

Við vorum með sundföt með okkur og ætluðum að reyna að hoppa út í af einhverjum stað en það gekk frekar illa þar sem það var frekar ómögulegt að komast upp á stóra steininn í miðjunni. En þar fyrir neðan er mjög djúpt og hefði verið gaman að hoppa en kannski aðeins of hættulegt. Ég læt allavega ekki fylgja með myndirnar og myndböndin af okkur að reyna að komast þarna útí og upp á…

Þrátt fyrir það var þetta alveg ótrúlega fallegur staður og mjög kósý bíltúr hjá okkur! Ég mæli með að nýta síðustu sólardagana sem við erum fáum í eitthvað skemmtilegt áður en haustið fer að láta sjá sig með tilheyrandi rigningu og kulda! :D

Project+-+Drawing+11350016114151990018.png

Kósý laugardagur og einföld Oreo-ostaköku uppskrift

Við systur erum að spá í að fara að sýna ykkur meira af okkar daglega lífi hérna inná, hvað við erum að gera á daginn, hvað við erum að borða, vörur og flíkur sem við erum að nota og bara allt sem okkur langar að deila með ykkur. Ég ákvað því að taka nokkrar myndir yfir daginn minn til að prófa að deila með ykkur.

Ég byrja alla morgna á að fá mér vatnsglas en þennan morguninn gerði ég mér smoothie með vegan próteini, banana, klökum og vatni en það var eiginlega bara því að ég átti ekkert annað til. Smoothie’inn var þó alveg ótrúlega góður! En ég er með Vegan cookies and creme prótein sem er sjúklega gott. Ég drakk smoothie’inn á meðan ég horfði á youtube en ég hef elskað að horfa á VLOGS hjá fólki síðan ég var svona 14 ára. Ég ætla því að deila með ykkur mínum uppáhalds VLOG rásum sem ég er að elska akkúrat núna.

Uppáhalds VLOG channels akkúrat núna:

- THE MICHALACKS (all time uppáhalds)
- ELSA’S WHOLESOME LIFE (þessi er sú eina sem er vegan)
- SARAH’S DAY
- ASPYN AND PARKER
- ARNA PETRA (nýtt fave)

Í hádegismatinn gerði ég mér einfalt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum, avocadó, ólífum og gúrku. Sjúklega fljótlegt og gott og ég geri þetta salat mjög oft þegar ég hef lítinn tíma eða nenni ekki að gera einhverja svaka máltíð. Ég er líka með æði fyrir sykurlausu appelsínu akkúrat núna svo ég var að sjálfsögðu með eina slíka með!

Ég fór í afmæli hjá elsku Dóru, bestu vinkonu minni og ákvað að henda í mjög einfalda oreo ostaköku, það besta við þessa uppskrift er að það er hægt að gera hana samdægurs en ég set uppskriftina hér neðst í færslunni. Hún sló algjörlega í gegn en Dóra gerði einnig svampkökuna okkar með jarðaberjarjómanum en uppskriftina af henni má finna hér.

image00015.jpeg

Hún var svo með heimabakaðar bollur (sem ég þarf nauðsynlega að stela uppskriftinni af) og allskonar álegg, pizzasnúða og grænmeti með ídýfu úr vegan sýrðum rjóma. Allt ótrúlega einfalt og gott og svo sannarlega ekkert mál að gera ALL VEGAN veisluborð!

Ótrúlega “vel heppnuð” myndataka með þessum bestu stelpum eins og venjulega. En ég var einnig að kaupa mér þessa ótrúlega fallegu vegan tösku frá HVISK sem ég er ekkert smá ánægð með! (já ég skipti um föt svona 7 sinnum þennan dag…). En þetta var ótrúlega kósý dagur og svo skemmtilegt að fá að njóta afmælisins hennar Dóru saman en hún býr í Danmörku og fór heim tveimur dögum seinna. Ég vona að ykkur hafi fundist þetta skemmtilegt og við munum vera duglegar að setja inn svona persónulegri færslur héðan í frá. Hér kemur síðan uppskritin af kökunni. Njótið vel.

OREO ostakaka sem hægt er að njóta samdægurs

Hráefni:

  • 2-3 pakkar oreo

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 pakki hreinn SHEESE rjómaostur

  • 1 ferna AITO þeytirjómi

  • 1/2 dl flórsykur

  • 1 plata hvítt súkkulaði frá ICHOC

  • Ber og súkkulaði eða það sem hver og einn vill til að skreyta

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skilja kremið frá oreo kexinu á tveimur pökkum af kexi (geymið þriðja pakkan til að skreyta).

  2. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Setjið kexið í eldfastmót og þrýstið því vel ofan í botninn á mótinu. Setjið kexið í blandars eða poka og myljið það þar til það verður að frekar fínnu mylsnu. Setjið mótið í ísskáp á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þyetið rjóman í hrærivél eða með handþeytara og setjið til hliðar.

  4. Takið kremið sem þið skildum frá kexinu og bræðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði ásamt hvíta súkkulaðinu. Ef súkkulaðið er brætt í örbylgju er best að setja það inn í 30 sekúndur í einu og hræra vel í á milli.

  5. Setjið rjómaostin og flórsykurinn í hrærivél eða þeytið saman með handþeytara og bætið brædda súkkulaðinu hægt út í. Þeytið þetta á háum styrk þar til blandan verður alveg köld.

  6. Hrærið rjómanum varlega saman við sem sleikju og hellið síðan yfir kexið.

  7. Leyfið kökunni að vera í ísskáp í allavega klukkustund áður en hún er skreytt með því sem hugurinn girnist og borin fram. Ég skreytti mína með oreo kexi, berjum, hvítu súkkulaði og suðursukkulaði.

Project - Drawing 11350016114151990018.png