Kósý laugardagur og einföld Oreo-ostaköku uppskrift

Við systur erum að spá í að fara að sýna ykkur meira af okkar daglega lífi hérna inná, hvað við erum að gera á daginn, hvað við erum að borða, vörur og flíkur sem við erum að nota og bara allt sem okkur langar að deila með ykkur. Ég ákvað því að taka nokkrar myndir yfir daginn minn til að prófa að deila með ykkur.

Ég byrja alla morgna á að fá mér vatnsglas en þennan morguninn gerði ég mér smoothie með vegan próteini, banana, klökum og vatni en það var eiginlega bara því að ég átti ekkert annað til. Smoothie’inn var þó alveg ótrúlega góður! En ég er með Vegan cookies and creme prótein sem er sjúklega gott. Ég drakk smoothie’inn á meðan ég horfði á youtube en ég hef elskað að horfa á VLOGS hjá fólki síðan ég var svona 14 ára. Ég ætla því að deila með ykkur mínum uppáhalds VLOG rásum sem ég er að elska akkúrat núna.

Uppáhalds VLOG channels akkúrat núna:

- THE MICHALACKS (all time uppáhalds)
- ELSA’S WHOLESOME LIFE (þessi er sú eina sem er vegan)
- SARAH’S DAY
- ASPYN AND PARKER
- ARNA PETRA (nýtt fave)

Í hádegismatinn gerði ég mér einfalt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum, avocadó, ólífum og gúrku. Sjúklega fljótlegt og gott og ég geri þetta salat mjög oft þegar ég hef lítinn tíma eða nenni ekki að gera einhverja svaka máltíð. Ég er líka með æði fyrir sykurlausu appelsínu akkúrat núna svo ég var að sjálfsögðu með eina slíka með!

Ég fór í afmæli hjá elsku Dóru, bestu vinkonu minni og ákvað að henda í mjög einfalda oreo ostaköku, það besta við þessa uppskrift er að það er hægt að gera hana samdægurs en ég set uppskriftina hér neðst í færslunni. Hún sló algjörlega í gegn en Dóra gerði einnig svampkökuna okkar með jarðaberjarjómanum en uppskriftina af henni má finna hér.

image00015.jpeg

Hún var svo með heimabakaðar bollur (sem ég þarf nauðsynlega að stela uppskriftinni af) og allskonar álegg, pizzasnúða og grænmeti með ídýfu úr vegan sýrðum rjóma. Allt ótrúlega einfalt og gott og svo sannarlega ekkert mál að gera ALL VEGAN veisluborð!

Ótrúlega “vel heppnuð” myndataka með þessum bestu stelpum eins og venjulega. En ég var einnig að kaupa mér þessa ótrúlega fallegu vegan tösku frá HVISK sem ég er ekkert smá ánægð með! (já ég skipti um föt svona 7 sinnum þennan dag…). En þetta var ótrúlega kósý dagur og svo skemmtilegt að fá að njóta afmælisins hennar Dóru saman en hún býr í Danmörku og fór heim tveimur dögum seinna. Ég vona að ykkur hafi fundist þetta skemmtilegt og við munum vera duglegar að setja inn svona persónulegri færslur héðan í frá. Hér kemur síðan uppskritin af kökunni. Njótið vel.

OREO ostakaka sem hægt er að njóta samdægurs

Hráefni:

  • 2-3 pakkar oreo

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 pakki hreinn SHEESE rjómaostur

  • 1 ferna AITO þeytirjómi

  • 1/2 dl flórsykur

  • 1 plata hvítt súkkulaði frá ICHOC

  • Ber og súkkulaði eða það sem hver og einn vill til að skreyta

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skilja kremið frá oreo kexinu á tveimur pökkum af kexi (geymið þriðja pakkan til að skreyta).

  2. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Setjið kexið í eldfastmót og þrýstið því vel ofan í botninn á mótinu. Setjið kexið í blandars eða poka og myljið það þar til það verður að frekar fínnu mylsnu. Setjið mótið í ísskáp á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þyetið rjóman í hrærivél eða með handþeytara og setjið til hliðar.

  4. Takið kremið sem þið skildum frá kexinu og bræðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði ásamt hvíta súkkulaðinu. Ef súkkulaðið er brætt í örbylgju er best að setja það inn í 30 sekúndur í einu og hræra vel í á milli.

  5. Setjið rjómaostin og flórsykurinn í hrærivél eða þeytið saman með handþeytara og bætið brædda súkkulaðinu hægt út í. Þeytið þetta á háum styrk þar til blandan verður alveg köld.

  6. Hrærið rjómanum varlega saman við sem sleikju og hellið síðan yfir kexið.

  7. Leyfið kökunni að vera í ísskáp í allavega klukkustund áður en hún er skreytt með því sem hugurinn girnist og borin fram. Ég skreytti mína með oreo kexi, berjum, hvítu súkkulaði og suðursukkulaði.

Project - Drawing 11350016114151990018.png

Einn af þessum notalegu dögum

IMG_6798-7.jpg

Í dag er mánudagur. Frídagur verslunarmanna. Ég sit við eldhúsborðið í íbúðinni á Eggertsgötu sem ég er að leigja í sumar. Nánast allir sem ég þekki yfirgáfu borgina yfir helgina en ég tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekkert. Mér líkaði tilhugsunin um að eiga rólega helgi mér sjálfri mér. Ég byrjaði daginn á að útbúa mér kaffi og smurði tvær flatkökur og borðaði úti á svölum. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað flatkökur ættu eftir að verða mér dýrmætar þegar ég flytti erlendis. Þær eru eitt það sem ég sakna mest frá Íslandi og ég hef borðað ógrynni af þeim í sumar.

Ég átti notalega verslunarmannahelgi. Á laugardaginn tók ég sjálfa mig á stefnumót og eyddi deginum í miðborginni og gerði nákvæmlega bara það sem mig langaði. Ég rölti niður í bæ með tónlist í eyrunum og kíkti í Kolaportið í fyrsta sinn í nokkur ár. Ég borðaði skál mánaðarins á Gló á Laugavegi. Mexíkóskál. Skoðaði mig svo aðeins meira um og hélt svo heim. Um kvöldið fór ég út á lífið og kom seint heim svo ég leyfði mér því að eiga rólegan sunnudag sem fór að mestu í að gráta yfir Queer Eye. Í dag er ég svo búin að þvo þvott og gera fínt í íbúðinni.

unnamed (1).jpg

Nú sit ég hér við eldhúsborðið og var rétt í þessu að setja á plötuna Night Lights með Gerry Mulligan. Mér þykir gott að hlusta á Mulligan þegar ég les eða skrifa og þessi ákveðna plata fær mig til að hugsa um haustið. Mína uppáhalds árstíð. Árstíðina þar sem sem allt fær svo fallegan lit og loftið verður ferskt og svalt. Ég hef ekki alltaf haft ástæðu til að hlakka til haustsins. Ég held ég hafi sjaldan haft jafn margar ástæður og nú. Eftir nokkur ár í Svíþjóð get ég loksins sagt, án þess að finnast ég vera að segja ósatt, að þar eigi ég heima og að þar eigi ég líf og framtíð. Eftir tæpan mánuð flýg ég heim til Sigga og allra vina minna. Skólinn byrjar og mér finnst ég fullkomlega tilbúin að takast á við þau spennandi verkefni og tækifæri sem bíða mín. Ég gaf sjálfri mér loforð um að þetta skólaárið ætli ég að þora að taka meira pláss sem tónlistarkona og byrja að trúa því að ég eigi plássið skilið. “Hah, gangi þér vel” heyri ég sjálfa mig segja í hljóði.

Það er kominn ágúst. Fimmti ágúst, tvöþúsundognítján. Sumarið hefur liðið hraðar en nokkurtíman fyrr. Þetta sumarið bý ég á Íslandi. Ég hef ekki eytt sumrinu á Íslandi síðan fyrir fjórum árum og því hefur mér svolítið liðið eins og ég sé í löngu fríi. En bráðum er sumarið búið og ég flýg heim til Piteå. Ég hlakka mikið til. Þegar ég er komin heim til Sigga mun ég svo sitja við eldhúsborðið á Ankarskatavägen og minnast sumarsins sem er það besta sem ég hef átt í mörg ár. En ekki alveg strax, því enn er tæpur mánuður eftir af Íslandsdvölinni. Ágúst. Mánuðurinn þar sem við Júlía skilum af okkur öllu efni fyrir bókina okkar. Bókina sem okkur hefur dreymt svo lengi um að búa til. Framundan eru vikur sem munu að mestu einkennast af skrifum og myndatökum og bakstri og eldamennsku. Og ég gæti ekki verið hamingjusamari.

Helga María

Ég ætla að breyta lífi mínu - 3. kafli

Jæja Helga, hvað er að frétta? Þessi færsla ætti að vera löngu komin og eins og mig langar að geta sagt að ég hafi fjölmargar gildar ástæður, er eiginlega engin afsökun nógu góð. Ætli það verði ekki efst á listanum fyrir næstu viku að birta færsluna á réttum tíma ehhehe.. 

IMG_0107-2.jpg

Síðustu vikur hefur líf mitt breyst að mörgu leyti en á sama tíma er erfiðara en ég hélt að breyta ýmsu. Ég get þó byrjað á því að segja að ég hef ekki verið jafn hamingjusöm lengi. Ég talaði um það í síðustu færslu hvernig ég vil segja skilið við þær ákveðnu hugmyndir um hver ég er og hvað ég get og get ekki gert. Það hefur verið ákveðin áskorun og ég hef komist að því að hugmyndir mínar um hver ég er, eru mun skorðaðri en ég gerði mér grein fyrir. Samt sem áður er það skemmtileg áskorun því ég hef kynnst sjálfri mér betur í kjölfarið. Það er þó ekki nóg að breyta því hvernig ég hugsa, heldur þarf ég að læra að taka skrefið og gera hlutina sem mig hefur alltaf langað en annaðhvort ekki þorað eða fundist ég ekki geta gert. Síðan ég var unglingur hef ég meðal annars forðast það að gera hluti sem ég er ekki nú þegar orðin góð í (ég átta mig fyllilega á því að dæmið gengur eiginlega ekki upp.) Ég myndi aldrei spila mini-golf eða reyna að búa til málverk, því ég kann það ekki. Þessi hugsunarháttur hefur gert það að verkum að ég stoppa sjálfa mig oft og geri ekkert af því sem mig langar því mér finnst ég ekki geta gert það nógu vel. 

IMG_9984-2.jpg

Ég hef mikið hugsað um þetta síðustu vikur og er ákveðin í að breyta þessu. Ég tók því fyrsta skrefið í síðustu viku. Síðan ég var barn hefur mér þótt gaman að búa til tónlist og hef í gegnum tíðina samið fullt af hálfkláruðum lögum. Mér hefur aldrei þótt ég hafa það sem þarf til að klára lögin og hvað þá leyfa fólki að heyra þau. Við Siggi höfum síðastliðna mánuði leikið okkur í GaragaBand í símanum mínum og búið til lög sem mér hefur þó aldrei þótt nálægt því nógu góð til að setja á netið, þar til ég áttaði mig á því að lögin sem ég geri núna eru einfaldlega eins góð og ég gert þau akkúrat núna, og að það er ekkert að því. Í síðustu viku settist ég við píanótið og samdi lag sem Siggi hjálpaði mér svo að setja upp í GaragaBand appið á símanum mínum og gerði meðal annars fyrir mig trommur og fl. Ég tók svo sönginn upp í iPhone heyrnatólin, svo gæðin eru allt annað en góð. Við ákváðum að setja það á Soundcloud og Youtube þrátt fyrir að lagið sé langt frá því að vera fullkomið. Oft er sagt að eyða þurfi 10.000 klukkutímum í að gera eitthvað til að verða mjög góð/ur í því, og ég hef alls ekki eytt 10.000 klukkutímum í að semja tónlist, svo það væri virkilega skrítið ef ég væri einhver snillingur í því. 

Lagið heitir I'll be fine og það var virkilega gaman að búa það til. Ég get leyft mér að segja að ég sé stolt af því, þrátt fyrir að mér finnist margt mega vera betra. Ég hlakka til að sýna ykkur fleiri lög og kannski eftir svona hundrað í viðbót kemur eitthvað meistaraverk. 

Síðustu vikur hef ég:

  • Vaknað í kringum klukkan 8 alla daga
  • Klætt mig í almennileg föt daglega og leyft kósýgallanum að bíða þar til á kvöldin
  • Talað oftar við systkini mín en ég hef gert síðasta hálfa árið nánast
  • Eytt miklum tíma í að læra að hugsa öðruvísi um sjálfa mig 
  • Bloggað það sem ég ætlaði fyrir páskana, þ.a.m. fyrstu færlsuna fyrir samstarfið sem við erum í
  • Hlustað á miiiikið af tónlist og sungið miklu meira en ég hef verið vön síðustu ár. Ég hef uppgvötað fullt af skemmtilegum tónlistarmönnum og notið þess að hlusta á eitthvað nýtt
  • Klárað lagið sem ég var að vinna í og birt það 
  • Haldið matarboð og kynnst vinum okkar hérna í Piteå betur
  • Unnið við borð en ekki í sófanum - stór sigur ehe
  • Borðað næringaríkan mat (fyrir utan nokkra daga um páskana)
  • Hugsað vel um húðina mína
  • Átt yndislegt símtal við Siggu vinkonu mína, sem var löngu orðið tímabært
  • Brosað meira og hlegið meira en ég hef gert lengi
  • Haldið áfram að þykja vænt um mig 

Það sem hefði mátt fara betur og ég mun bæta í þessari viku:

  • Ég hef hreyft mig vandræðalega lítið (af hverju er svona erfitt að fara í ræktina þegar maður hefur tekið pásku?!)
  • Ég hef stundum leyft uppvaskinu að bíða þar til daginn eftir, sem er aldrei þess virði
  • Ég hef oft gleymt mér í Youtube glápi þegar ég á að vera að gera eitthvað annað
  • Ég hef nokkrum sinnum dottið í sjálfsvorkunn varðandi vanvirka skjaldkirtilinn minn og því sem fylgir og ég ætla að tala betur um það í næstu færslu. 
  • Ég fór ekki á kaffihúsadeit eins og ég hafði ætlað mér
  • Ég færði EKKI lögheimilið!! Ég ætlaði að gera það tvisvar og fattaði að ég hafði gleymt vegabréfinu heima í bæði skiptin, halló Helga, þú getur þetta!

Þessa vikuna ætla ég að:

  • Halda áfram að tileinka mér þær daglegu venjur sem ég hef verið að taka upp
  • Færa lögheimilið í eitt skipti fyrir öll, ég verð!
  • Halda áfram að vinna í hinu laginu sem við Siggi erum að gera
  • Gera uppskriftarfærslurnar sem ég er með á dagskrá
  • Byrja að fara reglulega í ræktina, ég fór í gær og það lét mér líða virkilega vel
  • Hringja í ömmu
  • Hringja í systkini mín
  • Halda áfram að ganga frá eftir mig jafn óðum, það lætur mér líða mun betur í eigin umhverfi
  • Klára bókina sem ég er að lesa
  • Fara á kaffihúsadeit með sjálfri mér og skrifa
  • Byrja að undirbúa Póllandsferðina með kórnum (þarf m.a. að fara í blóðprufu og fá nýjan skammt af skjaldlyfjum áður en við förum)
IMG_9645.jpg

Næsta færsla kemur á réttum tíma, ég ætla að lofa sjálfri mér því!

Helga María