Gómsætt vegan ostasalat

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðu vegan ostasalati með majónesi, vínberjum, vorlauk og papríku. Salatið er tilvalið að hafa ofan á gott brauð eða kex og passar fullkomlega að bjóða upp á í veislu, matarboði eða til dæmis saumaklúbbnum.

Færsla dagsins er í samstarfi við Violife á Íslandi og í ostasalatið notuðum við Epic festive platter hátíðarplattann frá þeim. Í plattanum eru þrjár tegundir af gómsætum ostum, mature, smoked og garlic chili. Einstaklega góðir ostar sem eru æðislegir í ostasalatið.

Páskarnir eru um helgina og þeim fylgja yfirleitt matarboð eða aðrir hittingar. Við vildum gera uppskrift af salati sem er geggjað að bjóðan uppá á svoleiðis hittingum og kemur öllum á óvart, hvort sem viðkomandi er vegan eða ekki. Við getum lofað ykkur að ef þið bjóðið upp á þetta salat verður það klárað á núll einni.

Ég elska að skella í svona einföld salöt og bjóða uppá því það þarf virkilega ekki að gera neitt annað en að skera niður og blanda öllu saman í skál. Við erum nú þegar með nokkrar uppskriftir af góðum majónessalötum á blogginu sem við mælum með, eins og t.d. þetta kjúklingabaunasalat og vegan karrí “kjúklingasalat”. Hægt er að gera mismunandi salöt í skálar og bera fram með góðu brauði og kexi.

Takk innilega fyrir að lesa og vona að ykkur líki vel! <3

-Veganistur

Geggjað vegan ostasalat

Geggjað vegan ostasalat
Höfundur: Júlía Sif
( 0 reviews )
Undirbúningstími: 10 MinHeildartími: 10 Min
Æðislega gott vegan ostasalat sem er fullkomið í veisluna, matarboðið eða saumaklúbbinn

Hráefni:

  • 1 kubbur chilli og hvítlauksostur úr ostabakkanum frá Violife
  • 1/2 kubbur epic mature ostur úr ostabakkanum frá Violife
  • 1/2 kubbur epic smoked ostur úr ostabakkanum frá Violife
  • 1/4 rauð papríka
  • 1/4 gul papríka
  • 1 vorlaukur
  • 1/2 dl niðurskorin vínber
  • 3/4 dl vegan majónes
  • 1/2 dl vegan sýrður rjómi
  • 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Skerið ostana í litla kubba.
  2. Saxið niður grænmetið í þá stærð sem þið kjósið.
  3. Hrærið öllu saman í skál.
  4. Berið fram með því sem ykkur þykir gott.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

-Þessi færsla er í samsarfi við Violife á Íslandi-