Sítrónuostakaka

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega gómsætri og sumarlegri sítrónuostaköku sem slær svo sannarlega í gegn. Kakan hefur virkilega gott sítrónubragð en er á sama tíma mátulega sæt og ekkert smá loftkennd og mjúk. Þessa ostaköku er hinn fullkomni eftirréttur, til dæmis eftir grillmat en hún hentar einnig fullkomlega á veisluborðið eða bara með kaffinu.

Það sem er best við þessa uppskrift er að það þarf ekki að frysta kökuna og best er að útbúa hana í fati eða öðru fallegu móti sem hægt er að bera hana fram í. Það er virkilega einfalt að útbúa kökuna og hana má bera fram samdægurs.

Kakan er svo fallega gul og því er auðvelt að skreyta hana smá til að hún verði mjög falleg á borði og gerir liturinn hana ekkert smá sumarlega. Ég notaði einungis sítrónu sneiðar og smá mynntu til að skreyta mína og kom það mjög fallega út.

Sumarleg sítrónuostakaka

Sumarleg sítrónuostakaka
Höfundur: Veganistur
Sumarleg sítrónuostakaka sem er virkilega gómsæt. Þessi kaka er fullkomin eftirréttur eftir grillmatinn eða bara með kaffinu hvenær sem er. Kökuna er hægt að útbúa sama dag og á að bera hana fram

Hráefni:

Kexbotn
  • 200 gr digestive hafrakex
  • 70 gr bráðið vegan smjör eða smjörlíki
Ostakökufylling
  • 250 ml (1 ferna) oatly þeytirjómi
  • 2 öskjur oatly rjómaostur
  • 1 dl flórsykur
  • börkur af 1 sítrónu
  • safi úr 1/2 sítrónu
Sítrónugljái
  • 1 dl mjólk
  • safi úr 3 sítrónum
  • börkur af 1 sítrónu
  • 1 dl flórsykur
  • 2 msk hveiti

Aðferð:

Kexbotn
  1. Setjið kexið í matvinnsluvél eða blandara og myljið niður
  2. Bræðið smjörið og hellið út í og blandið aðeins saman
  3. Setjið í botnin á fati eða kökuformi og þrýstið niður í botninn
  4. Geymið í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna
Ostakökufylling
  1. Þeytið rjóman í hrærivél eða með handþeytara þar til hann verður stífþeyttur
  2. Bætið rjómaostinum, flórsykrinum, sítrónusafanum og sítrónuberkinum út í og þeytið aðeins lengur
  3. Hellið yfir kexbotnin of dreifið jafnt yfir formið
  4. Setjið í kæli á meðan þið útbúið sítrónugljáan
  1. Hristið saman mjólkina og hveitið þannig það verði ekki kekkjótt.
  2. Setjið öll hráefnin saman í pott og hitið að suðu
  3. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það þykknar örlítið
  4. Setjið í breiða, grunna skál og leyfið gljáanum að kólna í 30 mínútur áður en þið hellið honum varlega yfir kökuna.
  5. Kælið kökuna í að minnsta kosti 2 klst áður en þið berið hana fram
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup -

 
 

Sítrónukaka með birkifræjum og rjómaostakremi

IMG_0099.jpg

LOKSINS er aðeins farið að birta til og vorið að koma, þó svo að það sé skítakuldi og smá snjór af og til. En þessi tími árs er í MIKLU uppáhaldi hjá mér, með meiri birtu og sól og sumarið einhvern vegin rétt handan við hornið.

Mér fannst því tilvalið að skella í eina sumarlega köku sem er að mínu mati fullkomin fyrir páskana líka. Hún er fallega gul og ótrúleqa fersk og góð á bragðið.

Ég hef mikið séð svona kökur á netinu og erlendis en ekki eins oft hérna á Íslandi og er því búin að vera að fullkomna vegan útgáfu af þessari köku. Það var þó smá bras að komast yfir birkifræ hér á andi en ég fann þau loksins í Krónunni. Það má þó alveg sleppa þeim í þessari uppskrift ef þau eru ekki til út í búð eða á heimilu fyrir. Ég mæli þó með að prófa að kaupa birkifræin og nota þau í kökuna en þau koma með skemmtilegt “twist” á áferðina og síðan eru þau fullkomin ofan á heimabakað brauð, þó svo að það sé annað mál.

kakan er í grunnin hin fullkomna vanillukaka og ef sleppt er sítrónunni og fræjunum er hægt að nota þessa uppskrift sem grunn í alls konar kökur. Í þessari útgáfu gefur sítrónusafinn og börkurinn ótrúlega ferkst og gott bragð og er kakan alveg ótrúlega sumarleg og góð. Hún passar að mínu mati líka fullkomlega með íslatte, ef við viljum missa okkur alveg í sumarfýlingnum.

IMG_0079.jpg

Sítrónubotnar með birki

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 5 1/2 dl plöntumjólk

  • 2 dl matarolía eða önnur bragðlaus olía

  • safi og börkur af 1 sítrónu

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 msk birkifræ

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 180 gráður.

  2. Byrjið á því að balnda saman í skál plöntu mjólkinni, sítrónusafanum og berkinum ásamt edikinu og leggið til hliðar.

  3. Hrærið þurrefnin saman í aðra skál, bætið síðan út í mjólkurblöndunni og olíunni og hrærið vel saman.

  4. Bætið birkifræunum saman við og hrærið aðeins.

  5. Skiptið í tvö 24 cm form eða þrjú 18 cm form og bakið í ofninum í 30 mínútur, eða þar til tannstöngull eða grillpinni kemur hreinn út þegar honum er stungið í einn botninn.

Rjómaostakrem með sítrónu (miðað við þriggja hæða köku)

  • 250 gr hreinn vegan rjómaostur (t.d. oatly)

  • 400 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 pakkar flórsykur. (ég vil hafa kremið mjög stíft til að skreyta með því en þá minnka sykurinn ef hver og einn vill)

  • safi úr 1/2 sítrónu

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta smjörlíkið vel eitt og sér í hrærivél eða með handþeytara.

  2. Bætið rjómaostinum út í og þeytið vel saman við smjörlíkið.

  3. Bætið flórsykri út í ásamt sítrónusafanum og þeytið vel.

  4. Skreytið kökuna eins og hver og einn vill.

-Njótið vel og takk fyrir að lesa <3