Quesadilla með brúnum linsum og nýrnabaunum

IMG_9550.jpg

Í þessari viku deilum við með ykkur frábærri uppskrift af quesadilla sem tekur sirka 10 mínútur að útbúa. Við fengum í hendurnar nýlega baunir frá nýju merki sem heitir Oddpods sem ég notaði í uppskriftina en þær eru virkilega góðar. Baunirnar koma ólíkt flestum forsoðnum baunum ekki í niðursuðu krukku heldur í fallegum pokum og þær eru tilbúnar til matar beint úr pokanum. Þar af leiðandi eru þær ekki geymdar í vökva og halda því næringarefnum betur og innihalda engin aukaefni.

IMG_9553.jpg

Þessi réttur er alveg lygilega góður miðað við hvað hann er einfaldur og fljótlegur. Það tók mig um 10 mínútur frá því ég byrjaði þar til þetta var komið á borðið. Ég notaði brúnu linsurnar og nýrnabaunirnar í réttin en það má í rauninni nota hvaða baunir sem er en OddPods bíður einnig upp á kjúklingabuanir, gular linsur og “chana dal” baunir. Baunirnar frá OddPods má nálgast í Nettó.

Hráefni

  • 1 pakki brúnar linsur frá OddPods

  • 1 pakki nýrnabaunir frá OddPods

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1/2 krukka salsasósa

  • 1/4 rauð paprika

  • mexíkósk kryddblanda eða kryddin hér að neðan

    • 1/2 tsk cumin

    • 1/2 tsk paprika

    • 1/2 tsk laukduft

    • 1 tsk blandaðar jurtir

    • salt

  • safi úr 1/2 lime

  • Vegan ostur

  • 1 pakki tortilla pönnukökur

Aðferð:

  1. Setjið baunirnar í skál og stappið þær aðeins með gaffli.

  2. Saxið grænmetið smátt niður og blandið saman við baunirnar ásamt salsasósunni og kryddunum saman við.

  3. Setjið smá ost á hverja pönnuköku of smyrjið fyllingu á helmingin. Brjótið pönnukökurnar saman og grillið í panini grillið eða steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur á pönnu.

Berið fram með sýrðum rjóma og avocado salati.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi hjá Danól heildsölu -

1592222828650.jpg