Fljótlegt spagetti bolognese

IMG_9628.jpg

Í dag deilum við með ykkur einfaldri og ótrúlega góðri uppskrift af spagetti bolognese. Þessa uppskrift er tilvalið að gera þegar þið hafið ekki mikinn tíma og viljið gera fljótlegan, en á sama tíma bragðgóðan og næringarríkan kvöldmat. Það er einhvernveginn alltaf það fyrsta sem okkur systrum dettur í hug að gera þegar við viljum eitthvað gott sem ekki tekur of langan tíma; pasta, allskonar gott á pönnu og góð sósa. Getur ekki klikkað.

IMG_9569.jpg
IMG_9607.jpg

Færsla dagsins er í samstarfi við Sacla og við notuðum bolognese sósuna frá þeim í réttin. Sósan er dásamlega góð og svo hentug í góða pastarétti. Sósan inniheldur baunaprótein (e. pea protein) og allskonar krydd og þarf því lítið annað að gera en að skella henni á pönnuna með restinni af hráefnunum. Ekkert smá hentugt!

IMG_9634.jpg

Spagetti Bolognese (fyrir 4)

Hráefni:

  • 300 gr spagetti

  • 4 msk olífuolía

  • 2 msk salt

  • 1 bolli niðurskorið brokkolí

  • ⅕ bolli niðurskornar gulrætur (2-3 litlar)

  • ½ laukur

  • 2 hvítlauksrif

  • 1 dl þurrar brúnar linsubaunir (eða ein dós niðursoðnar)

  • 1 krukka vegan bolognese sósa frá Sacla Italia

  • ½ bolli pasta vantið (vatnið sem spagettíið var soðið í)

Aðferð:

  1. Ef notast er við þurrar linsubaunir er best að byrja á því að sjóða linsurnar í vatni í um 30 mínútur.

  2. Setjið vel af vatni í stóran pott ásamt 2 msk af olíu og saltinu og leyfið suðunni að koma upp.

  3. Skerið niður allt grænmeti og steikið upp úr restinni af olíunni þar til það fer að mýkjast.

  4. Bætið linsubaununum út á pönnuna ásamt ½ bolla af pastavatni og leyfið suðunni að koma upp. Smakkið til og bætið við salti og pipar ef þarf.

  5. Hrærað spagettíinu út í þegar það er tilbúið og berið fram.

Takk fyrir að lesa og vonandi smakkast vel!

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi-

 
Sacla_HR.png