Hollar prótein smákökur

Síðustu vikur (eða mánuði…) hef ég líkt og flestir verið mikið heima, mikið að vinna í tölvunni og dagarnir oft lengri en venjulega. Ég hef mikið verið að “mönnsa” og borða mishollan mat yfir daginn og þá sérstaklega þegar ég sit við tölvuna allan daginn. Matarræðið hefur því ekki alveg verið upp á tíu og ég enda oft á að borða mikið af óhollum mat, nammi, vegan bakkelsi og fleiru í þá áttinu. Ég ákvað því í síðustu viku að reyna að koma mér aðeins út úr því og reyna að búa til hollari valkosti heima til að borða í millimál og grípa í þegar mig langar í eitthvað við tölvuna yfir daginn. Ein af uppskriftunum sem ég er búin að vera að gera yfir daginn eru þessar hollu, góðu prótein smákökur sem er virkilega bragðgóðar og innihalda cookies and creme prótein sem passar fullkomlega með hinum hráefnunum. Þær eru mjög einfaldar og urðu til úr hráefnum sem ég átti bara hérna heima og eru hráefni sem flestir eiga í eldhúsinu. Þær uppfylla alveg þessar

Hráefni:

  • 1 bolli hafrar

  • 1 1/2 tsk lyftiduft

  • 2 skeiðar Cookies and Cream prótein frá PEAK (ég fékk mitt á TrueFitness.is)

  • 1 banani

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1/2 dl síróp

  • 1 dl haframjólk

  • 1 dl saxað súkkulaði

Aðferð:

  1. Malið hafrana í blandara eða matvinnsluvél þar til það verður að fínu mjöli

  2. Blandið höfrunum, lyftiduftinu og próteininu saman í skál

  3. Stappið bananan vel niður í mauk.

  4. Setjið restina af hráefnunum fyrir utan súkkulaðið út í þurrefnin og hrærið saman.

  5. Blandið súkkulaðinu út í deigið

  6. Skiptið í sex stórar kökur á bökunarpappír og smyrjið þær aðeins út þar sem kökurnar bráðna ekki út í ofninum líkt og hefðbundnar súkkulaðibitakökur.

  7. Bakið við 175°C í 12-14 mínútur.

Próteinið er gjöf frá TrueFitness.is