Sætkartöflusúpa

Súpa og salat er mjög gott combó! Það gera sér líklega flestir grein fyrir því að við erum óðar í súpur því margar af síðustu færslum okkar eru súpu uppskriftir. 
Í kvöld varð sætkartöflusúpa fyrir valinu og hún veldur aldrei vonbrigðum. 

Hráefni: 
1 stór sæt kartafla eða 2 litlar skornar í bita
1 gulur laukur
2 bollar grænmetissoð
1 400ml dós kókosmjólk
1/2 tsk ferskt engifer
Salt&pipar eftir þörfum. 

Aðferð: 
Ég skar niður sætu kartöfluna, saxaði laukinn og reif niður engifer. Ég setti það í pott ásamt grænmetissoðinu og leyfði suðunni að koma upp.
Þegar suðan var komin upp lét ég þetta malla í sirka 15-20 mín. 
Næst hellti ég kókosmjólkinni útí og leyfði súpunni að malla í 5 mínútur í viðbót. 
Þegar mér fannst sætu kartöflurnar orðnar vel mjúkar maukaði ég súpuna með töfrasprota og saltaði og pipraði eftir smekk. Að lokum stráði ég ristuðum graskersfræum út á. 

Með súpunni borðaði ég stórt salat sem samanstóð af öllu því besta sem ég átti í ísskápnum. Mér finnst ótrúlega gott að blanda saman í glas tahini, sítrónusafa, örlitlu vatni og salti og hella yfir salatið sem dressingu. 

Helga María