Salt-oumph og baunir

Nú styttist óðfluga í sprengidaginn og því deilum við með ykkur í dag umfærðri uppskrift af hini fullkomnu sprengidagssúpu. Þessi súpa er í mjög miklu uppáhaldi hjá okkur en í hana setjum við að sjálfsögðu kartöflur, gulrætur og rófur.

Okkur finnst líka nauðsynlegt að hafa eitthvað matarmikið í súpunni í staðin fyrir saltkjötið og ákváðum við því að kíkja í frystin í hagkaup. Þar fundum við þetta dásamlega saltaða og smóký oumph sem passaði savo ótrúlega vel út í. Það er mjög bragðmikið og fullkomin staðgengill fyrir saltkjötið. Einn pakki passar fyrir sirka 4 skammta af súpu.

Súpan er svo ótrúlega einföld og mælum við með því að fólk geri stóra uppskrift því hún er jafnvel betri daginn eftir. Við steikjum oumphið sér á pönnu og setjum út í hvern og einn disk svo það haldi bragðinu sem best og soðni ekki í súpunni.

Baunasúpa

Baunasúpa
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 12 HourEldunartími: 2 Hour: 14 Hour
Sprengidagssúpa sem má að okkar mati njóta allan ársins hring líka

Hráefni:

  • 500 gr gular hálfbaunir (sprengidagsbaunir)
  • 2 - 2 1/2 lítri vatn
  • 2 grænmetisteningar
  • vel af salti
  • 1/2 kg kartöflur
  • 1/2 stór rófa
  • 4 gulrætur
  • 1 pakki salty og smóký oumph

Aðferð:

  1. Skolið baunirnar vel og setjið í bleyti daginn áður eða snemma um morguninn.
  2. Hellið vatninu af baununum og setjið í pott með vatninu og sjóðið í 1 1/2 klukkustund. Hrærið reglulega í súpunni á meðan og fleytið froðunni af eftir þörfum.
  3. Bætið grænmetinu, tening og smá salti saman við og sjóðið í 30 mínútur í viðbót.
  4. Smakkið til og bætið við salti eftir þörfum.
  5. Steikið oumphið og berið fram með.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Færslan er unnin í samstarfi við Hagkaup -