Auðvelt og fljótlegt jólahlaðborð að hætti Krónunnar

Við fengum það ótrúlega skemmtilega verkefni í samstarfi við Krónuna að skoða jólahlaðborðs tillögurnar sem þau eru búin að setja saman. En krónan hefur útbúið frábæran vef með vegan hátíðarvörum sem auðvelt er að pússla saman á fallegt jólahlaðborð eða fyrir matarboð. Snilldin við þennan vef er að tillögurnar eru einfaldar og aðgengilegar og flest sem hefur verið sett þar fram þarf einungis að hita áður en það er borið á borð. Við vildum hafa það til hliðsjónar þegar við völdum réttina í hlaðborðið okkar að það yrði sem allra auðveldast og ekki þyrfti að vera mikið umstang í kringum neinn rétt.

Við verðum að segja að úrvalið hjá þeim er ekkert smá flott og svo ótrúlega gaman hvað eru margar vörur að velja úr. Þetta hlaðborð er frábært til að fá tillögur að því sem hægt er að bjóða uppá á jólunum eða sem hugmyndir fyrir þá sem kannski eru ekki vanir að elda mikið vegan og eru að fá einhvern sem fylgir vegan lífstílnum í mat til sín. Við vildum hafa borðið sem fjölbreytast svo allir gætu fundið eitthvað sem þeim líkaði. Við ákváðum því að velja þrjá aðalrétti og síðan meðlæti sem myndi passa með þeim öllum. Okkur finnst líka alltaf nauðsynlegt að vera með góða súpu fyrir eða með jólamatnum og að sjálfsögðu eftirrétt.

Við ákvaðum að miða við að hlaðborðið yrði fyrir fjóra til sex manns og að verðið færi ekki yfir 15.000 krónur. En við erum einmitt með gjafaleik á instagram hjá okkur akkúrat núna þar sem við gefum tvö 15.000 króna gjafakort í Krónuna svo endilega kíkið þangað og takið þátt! Maturinn sem við vorum með passaði vel fyrir sex manns en næst munum við bæta við einum ís í viðbót þar sem það var eina sem hefði mátt vera meira af. Við ákváðum að setja upp fyrir ykkur lista af öllu því sem við keyptum ásamt verðunum og vorum við akkúrat rétt undir 15.000 krónum. En fyrir þriggja rétta máltíð fyrir 6 manns gerir það 2.468 krónur á mann.

jólahlaðborð.png

Undirbúningurinn á matnum var mjög einfaldur en við settur steikurnar og butternut graskerið í ofninn og elduðum samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum, hituðum súpuna og sósuna upp í potti og suðum rósakálið. Við keyptum forsoðnar kartöflur sem við síðan brúnuðum rétt áður en allt var borið á borð en það má finna leiðbeiningar fyrir brúnaðar kartfölur hér. Steikurnar þurfa góðan tíma í ofninum svo það er frábært að nota þann tíma til þess að leggja á borð og gera það tilbúið en maturinn og borðið var tilbúið hjá okkur á innan við 40 mínútum.

Við hvetjum alla til að setja saman svona auðvelt jólahlaðborð til að bjóða fjölskyldu eða vinum og endileg tagga okkur á instagram ef þið deilið myndum og það er að sjálfsögðu ekkert mál að senda okkur fyrirspurnir ef þið þurfið einhverja hjálp með jólamatinn. ♡

IMG_9229.jpg

Borðbúnaðinn sem sjá má á myndunum fengum við að gjöf frá Bitz á Íslandi og passaði hann fullkomlega á jólaborðið. Diskarnir og skálarnar eru virkilega stílhreinar og fara ótrúlega fallega með gylu hnífapörunum sem gera borðið svo ótrúlega hátiðlegt. Vörurnar frá Bitz hafa að okkar mati ótrúlega fallega hönnun en þær eru einnig hitaþolnar og mega þar af leiðandi fara í ofn að 220°C og í uppþvottavél sem er mjög hentugt. Bitz fæst í Húsgagnahöllinni, Bast í kringlunni og versluninni Snúran.

IMG_9179.jpg

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og Bitz á Íslandi

 
KRONAN-merki.png
vendor_189.png