Núðlusúpa með grænu karrý og steikt hrísgrjón │ Veganistur TV │ 3. þáttur

Núðlusúpa með grænu karrý frá Blue Dragon (fyrir tvo)

  • 1/2 pakki af tófú (sirka 225 gr)

  • 1/2 laukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 4-5 kastaníusveppir

  • 1 grænt chilli (má sleppa)

  • 2 msk olífuolía

  • 2-3 msk sesamolía frá Blue Dragon

  • 1 dl grænt karrý frá Blue Dragon

  • 2 1/2 dl vatn

  • 2 1/2 dl kókosmjólk eða Oatly haframjólk

  • 1 grænemtisteningur

  • 2-3 msk soyasósa

  • ferskur kóríander (má sleppa)

  • 120 gr heilhveiti núðlur frá Blue Dragon eða aðrar vegan núðlur.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa niður laukinn, skera tófúið í litla kubba, sveppina í sneiðar og saxið niður græna chilli’ið. Ég tek fræin úr chilliinu þar sem ég vil ekki hafa súpuna of sterka en græna karrýið er frekar sterkt eitt og sér.

  2. Hitið olíurnar í potti og setjið hvítlauksmaukið út í. Bætið grænmetinu, tófúinu og karrýmaukinu út í pottinn og steikið í góðar 10 mínútur.

  3. Bætið vatninu, kókosmjólkinni eða haframjólkinni, salti og grænmetisteningnum út í pottinn og leyfið þessu að sjóða í 10 til 15 mínútur

  4. Bætið núðlunum, kóríander (ef þið kjósið að nota hann) og soyasósunni út í og leyfið súpunni að sjóða í 3 til 4 mínútur í viðbót eða þar núðlurnar eru soðnar í gegn

Steikt hrísgrjón

  • 1/2 pakki tófú (sirka 225 gr)

  • 2 gulrætur

  • 1 dl frosnar grænar baunir

  • 1 dl frosnar maísbaunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 2-3 msk soyasósa

  • 1 tsk laukduft

  • 1 dl ósoðin hrísgrjón

  • 3 dl vatn

  • 1 grænmetisteningur

  • 2-3 msk soyjasósa

  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið tófúið í litla kubba og saxið niður vorlaukinn og gulræturnar.

  2. Hitið olíurnar á pönnu og bætið síðan út á pönnunna grænmetinu, tófúinu, kryddunum og soyasósunni. Steikið í góða stund.

  3. Bætið út á pönnuna hrísgrjónunum, vatninu og grænmetistening. Hrærið aðeins saman. Setjið lok á pönnunna og leyfið þessu að sjóða á lágum hita í 20 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru alveg soðin í gegn.

  4. Berið fram með smá auka soyjasósu ef hver og einn vill eða jafnvel sweet chilli sósu.

Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Blue Dragon á Íslandi.

 
KRONAN-merki.png
blue-dragon-9f73dcaec1.png