Vanillu- jógúrtmöffins með jarðarberjum.

Ég ætla að skella mér í útilegu næstu helgi og ætla að taka með fullt af gómsætu nesti. Ég ákvaða að reyna að gera einhverjar góðar möffins til að taka með en þegar við systur vorum yngri bökuðum við oft jógúrtmuffins. Þær voru æðislega góðar og mjúkar, en ég er búin að vera að hugsa um að reyna að þróa vegan útgáfu að þeim í smá tíma. Ég ákvað nú á dögunum að láta á það reyna að þær heppnuðust einstaklega vel. Ég notaði vanillujógúrt og jarðaber en kökurnar eru líka mjög góðar með súkkulaðibitum. Þær eru alls ekki of sætar og minna mjög á hefðbundnar amerískar morgunmöffins.

Uppskriftin er alls ekki flókin og það tekur einungis nokkrar mínútur að úbúa þessar kökur. Úr uppskriftinni koma u.þ.b 25 múffur.

Hráefni:

  • 3 bollar hveiti

  • 1 bolli sykur

  • 2 kúfullar tsk matarsódi

  • 1/2 tsk salt

  • 1/2 tsk lífrænt vanilluduft

  • 2 msk eplaedik

  • 3 hörfræ egg (uppskrift neðar í færslunni)

  • 1 1/2 bolli vanillujógúrt (Ég notaði soya jógútina frá Sojade en það færst í Bónus. Einnig er hægt að nota vanillujógúrtið frá Alpro sem fæst í Krónunni. Fyrir þá sem vilja ekki soja, fæst vanillujógúrt úr kókosmjólk frá So Delicious í Gló Fákafeni.)

  • 1/2 bolli möndlumjólk

  • 6 msk olía eða bráðið vegan smjör.

  • 1 bolli söxuð fersk jarðarber

Aðferð:

  1. Balndið þurrefnunum saman í skál og vökvanum í aðra.

  2. Gerið holu í þurrefnin og hellið vökvanum ofan í hana.

  3. Hrærið deigið þar til það loðir saman en þetta deig á alls ekki að hræra of mikið.

  4. Hrærið jarðaberin varlega saman við með sleif og setjið deigið í muffinsform.

  5. Bakið kökurnar við 175°C hita í 18-20 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar ofan á.

Hörfræegg:

  • 1 msk mulin hörfræ

  • 2 ½ msk vatn

Aðferð:

  1. Hrærið saman í litla skál og látað standa í ísskáp í 10 mínútur. 

Vonandi njótið þið vel og ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

-Júlía Sif