Vegan jólakleinur

Vegan jólakleinur með kanilsykri. Er til eitthvað betra? Svo undursamlega góðar og skemmtilegt að bjóða uppá um aðventuna!

Okkur langaði að baka eitthvað klassískt íslenskt en langaði að gera það með skemmtilegu tvisti. Kleinur var það fyrsta sem okkur datt í hug. En ekki bara kleinur, heldur jólakleinur. Guð minn almáttugur hvað þær smakkast vel. Ég sit hérna í sófanum mínum í Piteå, sár út í sjálfa mig að hafa ekki tekið nokkrar kleinur með mér frá Íslandi.

Hráefni:

  • 1 kg hveiti

  • 350 gr sykur

  • 100 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • Hörfræegg

    • 2 msk möluð hörfræ

    • 100 ml vatn

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk hjartasalt

  • 2 tsk kanill

  • 1/4 tsk engifer

  • 1/2 tsk negull

  • 5 dl plöntumjólk

  • 3 tsk kardimommudropar

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 stykki hörð steikingarolía

  • Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr eftir að þær eru steiktar

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið hörfræeggið í litla skál og setjið til hliðar.

  2. Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.

  3. Blandið mjólkinni, hörfræegginu,dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í hrærivél eða blandið saman með sleif þar til öll hráefni eru komin vel saman. B

  4. Hellið á hveitiþakið borð og hnoðið saman í kúlu. Fletjið út þar til það er tæplega 1 cm í þykkt og skerið út tígla. Skerið gat í hvern tígul og snúið kleinunni í gegn.

  5. Hitið olíuna í stórum potti. Það er gott að vita hvenær olían er orðin nógu heit með því að setja lítinn bút af deigi út í olíuna en það á að fljóta upp að yfirborðinu og verða fallega ljósgyllt á annari hliðinni á nokkrum sekúndum.

  6. Steikið kleinurnar í sirka 1-2 mínútur á hverri hlið.

  7. Setjið kleinurnar á eldhúsbréf um leið og þær koma upp úr olíunni og látið hvíla í 4-5 mínútur og veltið síðan upp úr kanilsykri.

Vegan jólabakstur - þrjár gómsætar uppskriftir

Uppáhalds árstíðin okkar systra er gengin í garð. Loksins! já, ég segi árstíð, vegna þess að svoleiðis lítum við á jólahátíðina. Við elskum stemninguna sem fylgir jólunum. Fallegar jólaseríur og skraut, jólalögin, smákökubakstur, heitt súkkulaði, væmnar jólamyndir og góður matur er brot af því sem gerir það að verkum að okkur þykir svona vænt um þennan tíma.

Færsla dagsins er í sama þema og sú sem við birtum í gær en hún er tileinkuð jólabakstri. Við ætlum í dag að deila með ykkur þremur uppskriftum af gómsætum jólabakstri. Við erum nú þegar ég fullt af skemmtilegum uppskriftum af bakstri fyrir hátiðirnar og þessar þrjár eru virkilega skemmtileg viðbót við þær. Hér á síðunni okkar eiga allir að geta fundið eitthvað skemmtilegt að baka! Allar uppskriftir dagsins finnurðu neðst í færslunni.

Á næstu vikum munum við birta færslur í samstarfi við Krónuna. Öll hráefnin sem við notum í þær færslur fást þar. Við höfum lengi unnið með Krónunni og okkur þykir gríðarlega vænt um það samstarf. Krónan leggur sig fram við að bjóða upp á góðar og vandaðar matvörur fyrir grænkera og úrvalið hjá þeim af skemmtilegum vegan mat fyrir jólin er alltaf til fyrirmyndar. Við erum þess vegna mjög spenntar að deila með ykkur gómsætum uppskriftum þar sem þið getið fundið allt í sömu verslun og gert dásamlega góðan mat fyrir jólin.

Færsla dagsins er einnig í samstarfi við Happi. Happi er gómsætt vegan súkkulaði úr haframjólk sem kom nýlega í verslanir Krónunnar. Við grænkerarnir fögnum því alltaf þegar hægt er að kaupa vegan súkkulaði sem er ekki bara hið hefðbundna suðusúkkulaði heldur vegan mjólkursúkkulaði. Happi er akkúrat svoleiðis súkkulaði og þau bjóða uppá nokkrar spennandi bragðtegundir. Í færslu dagsins ætlum við að nota tvær týpur. Fyrri týpan er appelsínusúkkulaði sem þið sjáið á myndunum hér að ofan. Okkur fannst það passa dásamlega í fyrstu uppskrift færslunnar.

Sú uppskrift er af þessari fallegu jólastjörnu. Deigið er hefðbundið kanilsnúðadeig en fyllingin er hátíðleg og góð appelsínusúkkulaðifylling. Þessi jólastjarna er skemmtileg tilbreyting frá kanilsnúðum og slær heldur betur í gegn í aðventukaffinu eða jólaboðinu. Uppskriftina finnurðu neðst í færslunni.

Við vildum baka eitthvað klassískt íslenskt en langaði að gera það með skemmtilegu tvisti. Kleinur. En ekki bara kleinur, heldur jólakleinur. Guð minn almáttugur hvað þær smakkast vel. Ég sit hérna í sófanum mínum í Piteå, sár út í sjálfa mig að hafa ekki tekið nokkrar kleinur með mér frá Íslandi.

Eigið þið fjölskyldumeðlim sem er skeptískur á að vegan matur sé góður? Skellið þessum kleinum á borðið og sjáið hversu margar hverfa á nokkrum mínútum! ;)

Sjáið hvað þær eru fallegar?! Ef þessar kleinur koma fólki ekki í jólaskap þá veit ég ekki hvað!

Í sjálfum kleinunum eru jólaleg og góð krydd og svo er þeim velt úppúr kanilsykri. NAMM!

Það er svo sannarlega hægt að baka góðar vegan kleinur. Það tók okkur mörg ár að þora að prófa það sjálfar, en við birtum upprunalega sjálfa kleinuuppskriftina í bókinni okkar. Það var kominn tími til að skella henni á bloggið fannst okkur og tilvalið að gera hana með jólatvisti! Uppskriftina finnurðu neðst í færslunni.

Þriðja og síðasta uppskrift dagsins er af smákökum með hvítu súkkulaði og trönuberjum. Súkkulaðið sem við notum í kökurnar er frá Happi og er hvítt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum. Svo undursamlega gott!

Okkur langaði að gera skemmtilegar súkkulaðibitakökur sem væru aðeins öðruvísi en þær sem við erum vanar að gera. Þegar við sáum þetta hvíta súkkulaði frá Happi vissum við strax að við vildum nota það í kökurnar. Því sjáum við svo sannarlega ekki eftir.

Við mælum með þessum kökum sem viðbót við þær sortir sem þíð ætlið ykkur að baka. Deigið sjálft hefðum við auðveldlega getað hámað í okkur, svo ótrúlega gott! Þið getið rétt ímyndað ykkur jólaskapið sem við komumst í við að baka allar þessar kræsingar.

Jólastjarna með appelsínusúkkulaðifyllingu:

Hráefni:

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 pakki þurrger

  • 1 1/2 dl sykur

  • 1 tsk kardimommudropar

  • 10-12 dl hveiti

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti við lágan hita og bætið mjólkinni út í þegar það er alveg bráðnað. Hellið mjólkurblöndunni í skál og leyfið henni að kólna ef hún er of heit en hún á að vera sirka við líkamshita (37°C). Okkur finnst best að nota fingurinn til að mæla hitan en þegar við finnum ekki fyrir hitabreytingu er hitastigið rétt.

  2. Straið þurrgeri yfir mjólkina og einni teskeið af sykri og leyfið þessu að standa í 10 mínútur.

  3. Bætið restinni af hráefnunum út í og hnoðið saman. Hnoðið deigið í dágóða stund annað hvort í höndunum eða í hrærivél. Deigið á að vera frekar blautt en samt auðvelt að meðhöndla með hreinum höndum án þess að það klessist. Í hrærivél losnar það frá skálinni þegar það hefur náð réttri áferð.

  4. Leyfið deiginu að hefast í skál með hreinu viskustykki yfir í allavega klukkustund áður en það er flatt út.

  5. Skiptið deiginu í fjórar jafn stórar kúlur.

  6. Fletjið hverja kúlu út í hring sem er aðeins stærri í stór matardiskur. Notið matardisk til að skera út fullkomin hring úr hverjum bita af deigi.

  7. Skiptið fyllingunna í þrjár jafnstóra hluta. Byrjið á því að smyrja einum hluta af fyllingu á einn deighring og strá söxuðu appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan annan deighring ofan á, smyrjið fyllingu þar yfir og stráið appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan þriðja deighringinn yfir og smyrjið síðasta hlutanum af fyllingu yfir ásamt söxuðu appelsínusúkkulaði áður en þið setjið síðasta hringin af deigi efst.

  8. Leggið glas eða kringlótt piparkökuform á mitt deigið og skerið deigið í 16 hluta út frá hringnum í miðjunni. Það er best að gera með því að skera fyrst frá miðjunni í 4 hluta. Skera síðan hvern part í helming og síðan aftur í helming. Þannig að lokum eru þetta 16 lengjur.

  9. Takið í tvo hluta í einu og snúið þeim í tvo hringi frá hvorum öðrum og festið endana síðan vel saman.

  10. Pennslið stjörnuna með haframjólk

  11. Bakið við 180°C í 35 til 40 mínútur eða þar til stjarnan er fallega gyllt að ofan.

  12. Blandið saman 1 dl af vatni og 1 dl af sykri í skál og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.

  13. Takið stjörnuna út og penslið með sykurblöndunni um leið. Leyfið henni síðan að kólna aðeins áður en hún er borin fram.

  14. Stráið yfir flórsykri (Má sleppa)

Appelsínusúkkulaðifylling

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1 dl púðursykur

  • 1 msk flórsykur

  • 2 msk kakó

  • Appelsínubörkur af einni appelsínu

  • Appelsínusafi úr hálfri appelsínu

  • 2 plötur niðursaxað appelsínusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema appelsínusúkkulaðinu saman í skál.

  2. Saxið appelsínusúkkulaðið niður og setjið í aðra skál.



Vegan jólakleinur

Hráefni:

  • 1 kg hveiti

  • 350 gr sykur

  • 100 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • Hörfræegg

    • 2 msk möluð hörfræ

    • 100 ml vatn

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk hjartasalt

  • 2 tsk kanill

  • 1/4 tsk engifer

  • 1/2 tsk negull

  • 5 dl plöntumjólk

  • 3 tsk kardimommudropar

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 stykki hörð steikingarolía

  • Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr eftir að þær eru steiktar

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið hörfræeggið í litla skál og setjið til hliðar.

  2. Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.

  3. Blandið mjólkinni, hörfræegginu,dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í hrærivél eða blandið saman með sleif þar til öll hráefni eru komin vel saman.

  4. Hellið á hveitiþakið borð og hnoðið saman í kúlu. Fletjið út þar til það er tæplega 1 cm í þykkt og skerið út tígla. Skerið gat í hvern tígul og snúið kleinunni í gegn.

  5. Hitið olíuna í stórum potti. Það er gott að vita hvenær olían er orðin nógu heit með því að setja lítinn bút af deigi út í olíuna en það á að fljóta upp að yfirborðinu og verða fallega ljósgyllt á annari hliðinni á nokkrum sekúndum.

  6. Steikið kleinurnar í sirka 1-2 mínútur á hverri hlið.

  7. Setjið kleinurnar á eldhúsbréf um leið og þær koma upp úr olíunni og látið hvíla í 4-5 mínútur og veltið síðan upp úr kanilsykri.



Smákökur með hvítu súkkulaði og trönuberjum

Hráefni:

  • 250 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 dl sykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 4 1/2 dl hveiti

  • 1 tsk lyftiduft

  • örlítið salt

  • 160 gr hvítt súkkulaði með hindberjum frá HAPPI

  • 1 dl þurrkuð trönuber

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjörlíki, sykur og vanilludropa í 4-5 mínútur á háum styrk.

  2. Bætið hveiti, lyftidufti og salti út í og hrærið saman þar til öll hráefni eru komin saman.

  3. Saxið súkkulaðið og blandið saman við deigið ásamt trönuberjunum

  4. Mótið litlar kúlur með höndunum og bakið í 8-9 mínútur við 180°C

Við vonum innilega að þessar uppskriftir komi ykkur í jafn mikið jólaskap og okkur sjálfum. Taggið okkur endilega á Instagram ef þið gerið eitthvað af uppskriftunum okkar, við verðum alltaf jafn glaðar að sjá það! <3

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og öll hráefnin í uppskriftirnar fást þar. Færslan er einnig í samstarfi við Happi, vegan súkkulaði úr haframjólk-