Grænt karrý með tófú og grænmeti


Matarmikill réttur sem yljar bæði kropp og sál.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætu grænu karrýi með tófú, graskeri, brokkóli og sykurertum. Þetta er bragðmikill réttur sem ég elska að gera í stórum skömmtum og eiga afganga fyrir næstu daga. Sjálft karrýið inniheldur tilbúið grænt karrýmauk, vorlauk, kókosmjólk, grænmetiskraft, sojasósu, limesafa, sykur, salt og chiliflögur. Ég vara ykkur við. Rétturinn rífur svolítið í, svo það er þess virði að fara svolitið varlega í karrýmaukið ef þið eruð viðkvæm. Ég notaði 2 msk í réttinn og mér finnst það passlegt. Ég vona að þið njótið!



Grænk karrí með tófú og grænmeti

Grænk karrí með tófú og grænmeti
Fyrir: 4
Höfundur: Helga María

Hráefni:

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.
  2. Skerið niður butternut grasker í bita og setjið í eldfast mót með olíu, salti og pipar. Bakið þar til graskersbitarnir eru mjúkir í gegn.
  3. Útbúið karríið á meðan graskerið bakast. Hitið olíu í potti, skerið niður hvíta hlutann af vorlauk og steikið í nokkrar mínútur þar til hann hefur mýkst.
  4. Bætið karrímauki við og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðan þið hrærið vel.
  5. Bætið kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við ásamt sojasósu og sykri. Leyfið því að malla í sirka 15-20 mínútur á lágum hita.
  6. Sjóðið hrísgrjón á meðan.
  7. Sjóðið vatn í öðrum potti með smá salti. Skerið niður brokkólí og nokkrar af sykurertunum. Ég hafði nokkrar heilar og nokkrar niðurskornar. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það er akkúrat tilbúið. Ég vil frekar hafa það smá stökkt en mauksoðið. Takið grænmetið úr vatninu og setjið beint í ískalt vatn svo það hætti að eldast.
  8. Setjið graskerið, soðna grænmetið og tilbúið steikt tófú frá Yipin ofan í karríið. Leyfið því að hitna upp á hellunni og kreistið limesafa út í. Smakkið til og bætið við salti ef þarf. Toppið svo með salthnetum, græna hlutanum af vorlauknum, kóríander og lime.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Uppskriftin er unnin í samstarfi við Yipin á Íslandi-