Fylltir kleinuhringir með Violife súkkulaðismyrju

Það er ekkert betra, að mér finnst, en að eyða frídögum og helgum í að baka eitthvað gómsætt. Sérstaklega þegar ég næ að útbúa eitthvað svo einstaklega gott með einföldum hætti. Þessir fylltu kleinuhringir eru án efa ein af þeim uppskriftum sem lítur út fyrir að vera flókin en er svo bara furðu einföld þegar maður lætur vaða.

Ég notaðist ég við hefðbundnu kleinuhringja uppskriftina úr bókinni okkar sem eru svo auðveld og klikkar aldrei. Ég ákvað að fylla snúðana með nýju Violife súkkulaðismyrjunni, og guð minn góður hvað það kom VEL út. Ég vissi strax þegar ég smakkaði súkkulaðismyrjuna að ég yrði að prófa að gera eitthvað extra “djúsí” úr henni og passaði hún fullkomlega í kleinuhringina.

Þessi uppskrift er svo sannarlega orðin ein af mínum uppáhalds núna og get ég ekki beðið eftir að prófa að gera þessa kleinuhringi með alls konar mismunandi fyllingum. Mér dettur einna helst í hug að það sé gott að fylla þá með sultu eða einhverjum góðum vanillubúðing. VIð munum alveg klárlega setja inn fullt af fleiri útfærslum af þessari uppskrift í framtíðinni.

Fylltir kleinuhringir

  • 4 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 bréf þurrger

  • 8-10 dl hveiti

  • 1 dl sykur

  • 1 tsk salt

  • 2 l olía til steikingar

  • Súkkulaðifylling:

    • 2 pakkar violife súkkulaðismyrjan

    • 2-3 msk plöntumjólk

Aðferð:

  1. Hitið mjólkinu og smjörlíkið saman í pottið það til smjörlíkið er alveg bráðnað. Leyfið blöndunni að kólna þar til hún er sirka 37°C (blandan á einungis að vera volg eða við líkamshita, ekki heit)

  2. Hellið mjólkinni í stóra skál, bætið vanilludropum út í og stráið þurrgerinu ásamt 1 msk af sykri yfir. Leyfið þessu að standa í um 5-10 mínútur eða þar til vökvinn fer að freyða.

  3. Blandið restinni af þurrefnunum saman við. Best er að byrja á því að setja 8 dl af hveiti og bæta síðan við ef deigið er of blautt.

  4. Hellið deiginu á hreint borð og hnoðið í nokkrar mínútur. Setjið aftur í skál sem viskustykki eða plastfilmu yfir og leyfið því að hefast í um klukkustund.

  5. Skiptið deiginu í tvo hluta. FLetjið annan hlutan út í einu þar til það er u.þ.b. 1 cm að þykkt

  6. Skerið út hring,i en notaði tvenns konar stærðir af glösum til að gera annars vegar stóra hringi og hins vegar svona “mini” útgáfu. Í stóru notaði ég hefðbundið vatnsglas en skotglas í þá minni.

  7. Leggið viskastykki yfir og leyfið þeim að hvíla á meðan þið hitið olíuna.

  8. Hitið olíuna í stórum potti. Mér finnst gott að athuga hvort olía sé tilbúin með því að setja smá bút af afgangs deigi út í og sjá hversu fljótur hann er að bakaðast. Lítill bútur á að fá gullitaða áferð á einungis nokkrum sekúndum. Olían á að vera um 180°C og ef þið eigið mæli til að mæla hitann er það að sjálfsögðu fullkomið.

  9. Steikið kleinuhringina í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Takið þá upp úr og leggið á disk með eldhúsbréfi á svo restinn af olíunni fái að leka í bréfið.

  10. Leyfið kleinuhringjunum að kólna á meðan þið hrærið saman súkkulaðismjörinu og plöntumjólkinni þar til það verður fallega mjúkt og slétt.

  11. Stingið gat í hliðina á hverju kleinuhring og notaði sprautupoka til að sprauta fyllingunni inn í þá. Passið að kleinuhringirnir séu alveg kaldir þegar þið setjið fyllinguna inn í.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi.

 
violife-logo-1.png