Gló fákafeni

Ef þið hafið ekki enn farið á Gló street food í Fákafeni mælum við með því að þið drífið ykkur sem fyrst. Þar velur maður sér hráefni í skál eftir smekk og grænmetisbollurnar þeirra eru æðislegar. 
Við systurnar fórum saman og vorum mjög ánægðar með skálarnar okkar.

Í Helgu skál var: spínat, rúkkóla, kínóa, sætar kartöflur, rauðrófusalat, grænmetisbollur, tómat-chilli dressing og muldar kasjúhnetur.
Í júlíu skál var: Spínat, rúkkóla, heilhveiti pasta, sætar kartöflur, hvítkál, grænmetisbollur, tómat-chilli dressing og muldar kasjúhnetur.

Alveg dásamlega gott