Sunwarrior próteinþeytingar

,,...En hvar fáið þið prótein? Fæst það ekki einungis úr kjöti??"

Þessa spurningu höfum við heyrt ansi oft síðan við gerðumst grænkerar. Áður fyrr spurði okkur enginn út í matarræðið okkar. Við gátum komið með pakkanúðlur og pizzasnúða í nesti daglega í menntaskóla og enginn spurði hvort við værum ekki að passa uppá að fá nóg prótein. Eftir að við byrjuðum að mæta með grænmetisbuff, þeytinga og annan vegan mat fyllist fólk skyndilegri hræðslu sem oft á tíðum er svolítið fyndin. Sjálfar höfum við þó engar áhyggjur af því að fá próteinskort því við fáum meira en nóg prótein úr fæðunni okkar. Auk þess er próteinskortur eitthvað sem þekkist varla annarsstaðar en í þróunarlöndum. Þú þarft að minnsta kosti að vera virkilega vannærð/ur til þess að fá próteinskort. 

Við systur borðum fjölbreyttan, næringarríkan mat og pössum okkur að fá öll næringarefni. Hvorugar tökum við inn mikið af fæðubótarefnum en eitt af því fáa sem við tökum inn er próteinið frá Sunwarrior. Við tökum það þó ekki inn í miklu magni og alls ekki vegna þess að við séum hræddar við að fá annars próteinskort. Júlía tekur próteinið inn eftir æfingar. Hún mun hlaupa hálfmaraþon í ágúst og stundar líkamsrækt á hverjum degi. Henni þykir því gott að útbúa sér próteinþeyting eftir æfingar. Helga stundar einnig líkamsrækt, þó ekki í jafn miklu mæli, en hún útbýr sér einnig þeytinga eftir æfingar og setur Sunwarrior prótein yfirleitt út í þá. Stundum er líka gott að bæta því út í hafra- eða chiagrauta til að gefa smá sætu. Próteinduftið hefur einnig komið sér vel þá daga sem við nennum alls ekki að elda. Það er mjög þægilegt að geta skellt í einn næringarríkan, mettandi þeyting með ávöxtum, haframjöli, möndlumjólk og smá próteini. 

Próteinið frá Sunwarrior er 100% hreint, raw vegan jurtaprótein. Ástæðan fyrir því að við tökum það er vegna þess að það er stútfullt af næringu og inniheldur einungis efni sem við þekkjum. Próteinið fæst í Nettó og er til í nokkrum bragðtegundum og þessa stundina notar Helga vanillu og Júlía mokkaprótein. Við ætlum að deila með ykkur uppáhalds próteinþeytingunum okkar. 


Banana-mokka þeytingur

Mokkapróteinið frá Sunwarrior inniheldur blöndu af hemp-próteini, pea-próteini og goji berjum. Það er virkilega gott á bragðið og lætur þeytinginn bragðast eins og súkkulaði ískaffi. 

Hráefni: 

  • 2 bananar (mega vera frosnir)
  • 1 skeið af Sunwarrior mokka próteini (skeið fylgir með í dúnknum)
  • 1/2 avókadó
  • 1 tsk kakóduft
  • jurtamjólk að eigin vali - við notuðum kókosmjólkina frá  Ecomil, en hún fæst einnig í Nettó. (Það fer eftir smekk hversu þykka þeytinga fólk vill, en við settum sirka einn bolla af mjólkinni.)
  • klakar

Öllu skellt í blandarann og blandað þar til silkimjúkt. 

"Pina colada" próteinþeytingur

Í þessum þeyting notuðum við vanillupróteinið frá Sunwarrior. Það er einnig blanda af hemp-próteini, pea-próteini og goji berjum. Próteinduftið gefur gott vanillubragð og hefur þann kost að passa með nánast öllu. Það er því hægt að gera allskonar þeytinga án þess að hafa áhyggjur af því að vanillupróteinið eyðileggi fyrir. 

Hráefni:

  • 2 bananar (mega vera frosnir)
  • 2 bollar frosinn ananas
  • 1 bolli kókosmjólk frá Ecomil
  • 1 skeið af Sunwarrior vanillupróteininu

Allt sett í blandarann og blandað vel saman

-Njótið vel
Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefnin þar.