Vegan sjampóin frá Maria Nila

Sápa er nýleg hárvörubúð á Laugarveginum sem selur öll helstu og bestu hárvörumerkin á markaðnum í dag. Í búðinni eru að minnsta kosti þrjú vegan merki og fleiri sem hafa ágætis úrval af vegan vörum.  Við kíktum í búðina og keyptum okkur vegan hárvörur frá merkinu Maria Nila. Maria Nila framleiðir sex mismunandi sjampó sem öll henta sérstakri hártegund. Einnig eru þau með hársprey, olíu, þurrsjampó  og tímabundna liti í hárið. Okkur langar aðeins að segja ykkur frá vörunum sem við keyptum okkur. 

Indíana rekur búðina en hún er yndisleg og alltaf til í að hjálpa manni að finna réttu vörurnar. Hún leggur mikla áherslu á að selja hágæða vörur og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún er að gera. 

Júlía hefur átt í smá basli með hárið á sér síðan hún var í heimsreisu fyrr á árinu. Hún varð fyrir því óhappi að fá vírus úti í Thaílandi og missti í kjölfarið mikið af hárinu sínu. Indíana mælti með Volume sjampóinu  og hárnæringunni fyrir hana. Vörurnar hafa svo sannarlega staðist væntingar, en það er strax hægt að sjá þvílíkan mun á hárinu eftir einungis nokkra þvotta. Það er þykkra og meira í sér sem gerir það svo mikið fallegra.

Helga er vön að vera með frekar þurra enda og var henni ráðlaggt að kaupa True soft vörunar sem hafa hjálpað heilan helling. Argan olían sem fylgir þeirri línu hefur gert kraftarverk og gerir hárið fallega mjúkt, glansandi og ekki skemmir fyrir hvað lyktin af olíunni er æðislega góð. 

Ásamt sjampói og hárnæringu keyptum við okkur hármaska. Þá notar maður sjaldnar en við höfum verið að nota okkar sirka einu sinni í viku. Hármaskan setur maður í rakt hárið og hefur í u.þ.b. 10 mínútur. Það gerir hárið extra mjúkt og djúpnærir það.

Við mælum sem sagt klárlega með þessum vörum en allar eru þær vel merktar VEGAN og CRUELTY FREE. Okkur finnst báðum eins og við höfum dottið í lukkupottinn þegar við fundum þessar vörur en við höfum ekki fundið sona flottar hárvörur merktar vegan áður. Við leggjum til að allir kíkji til hennar Indíönu í Sápu eða í vefverslunina sapa.is og nælið ykkur í þessar æðislegu vörur.

Veganistur