Glúteinlaus pizza

Um helgina útbjó ég æðislega glúteinlausa pizzu. Ég fann úti í búð grófa, glúteinlausa hveitiblöndu sem ég blandaði saman við þurrger, vatn og krydd og úr því kom þessi líka fíni pizzabotn! 

Ég er ekki viss hvort hún fæst á Íslandi en það hlýtur að vera hægt að kaupa einhverja sambærilega. 

Á pizzuna setti ég:

 • pizzasósu
 • sveppi
 • rauðlauk
 • tómata
 • rauða papriku
 • spínat (setti það á pizzuna þegar sirka 5 mínútur voru í að hún yrði tilbúin), kjúklingabaunir sem ég kryddaði með reyktri papriku
 • pizzakrydd
 • og að lokum tahinisósu sem fór á pizzuna eftir að hún kom úr ofninum. 

Tahini sósuna geri ég með því að blanda saman:

 • tahini (sesamsmjöri),
 • smá vatni, 
 • sítrónusafa
 • og salti. 


Ég skvetti einnig yfir pizzuna smá hvítlauksolíu því mér finnst hún alltaf ómissandi. 

Alveg sjúlega gott

-Helga María