Prótein þeytingur

Eftir hlaup finnst mér alltaf best að fá mér þeyting. Ég keypti hemp protein um daginn sem ég hef verið að taka eftir æfingar síðustu vikur og þar sem það er óbragðbætt og ekkert sérstaklega gott eitt og sér hef ég bætt því út í þeytinga sem kemur mjög vel út. Þeytingur dagsins var úr hafra jógúrt frá Oatly (sojade virkar alveg jafn vel), banana, frosnum bláberjum, chia fræjum, brazilíuhnetum, hemp próteini og smá hrísmjólk. Verulega góður og nærandi drykkur.

Njótið
Helga María