Chia grautur

Yndislegur chiagrautur sem bragðast eins og eftirréttur en er súper hollur! Ég blandaði saman 2 msk af chia fræjum, nokkrum dropum af lífrænum vanilludropum og 1,5 dl möndlumjólk og lét það standa í sirka hálftíma. Á meðan setti ég nokkur frosin kirsuber í pott og mýkti þau vel, bætti þeim svo ofan á grautinn ásamt kanil. Ótrúlega gott og stútfullt af næringu