Gómsætur helgarbrunch

Þegar maður er uppí bústað er nauðsynlegt að gera vel við sig. Á þvi er engin undantekning þessa helgina. Við vöknuðum eldhress í morgun og ákváðum að útbúa brunch. Ég gerði tófuhræru á meðan Siggi steikti pönnukökur. Við skelltum pylsum frá Lindu McCartney í ofninn (fást í Iceland), hituðum bakaðar baunir og steiktum sveppi uppúr hvítlauksolíu. Að lokum hrærði ég í súkkulaðiglassúr sem við höfðum með pönnukökunum. 

Tófuhræra: 
Ég byrjaði á því að mylja eitt tófústykki ofan í sigti og leyfði því að sitja í smá stund.

Á meðan hitaði ég olíu á pönnu og byrjaði að steikja grænmetið. Í þetta skipti notaði ég einn lítinn haus brokkólí, einn lítinn blaðlauk og eina rauða papriku. 

Næst helti ég tófúinu úti og hrærði saman. 

Ég kryddaði með 1 tsk hvítlauksdufti, 1/2 tsk turmerik, 1/2 tsk cumin, 1/2 tsk chili dufti, 1 msk næringargeri og saltaði eftir smekk. 

Ég leyfði hrærunni að malla á pönnunni í sirka 10 mínútur.

Á meðan steikti siggi pönnukökurnar og uppskriftin af þeim er hérna http://www.helgamaria.com/2014/05/ameriskar-ponnukokur.html