Einfaldur pastaréttur með sólþurrkuðum tómötum


Í kvöld gerði ég mér pastarétt sem er líklega sá fljótlegasti sem til er. Ég byrjaði á því að sjóða heilhveiti pasta. Þegar það var tilbúið helti ég af því vatninu, bætti út í pottinn fersku spínati og sólþurkuðum tómötum og hrærði því saman þangað til spínatið var orðið örlítið mjúkt. 
Virkilega góður réttur og fullkominn fyrir þau kvöld sem maður varla nennir að elda E