Einfaldar hráfæðikúlur

Það hefur alltaf farið örlítið í taugarnar á mér hvað margar hráfæði uppskriftir eru flóknar, dýrar og innihalda alltof mörg hráefni. Þar sem ég er öll fyrir einfaldleikann þegar kemur að matargerð nenni ég ekki að eyða alltof miklum tíma og pening í eitthvað sem þarf ekki að vera svo flókið. 
Þessar kókoskúlur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa verið síðustu árin. Þær innihalda bara fjögur hráefni og það tekur enga stund að búa þær til.

10 ferskar döðlur - Muna að taka steininn úr wink emoticon
2/3 bolli rúsínur
1/4 bolli kókosmjöl
2 msk kakó

Hendið öllu í matvinnsluvél og hrærið þar til þig fáið þá áferð sem þið kjósið. Búið til litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli.

Helga María