Vegan möffins með súkkulaðibitum

IMG_8854-2.jpg

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af gómsætum súkkulaðibita-möffins. Þessi uppskrift hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og það var því löngu kominn tími til að skella henni hérna inná bloggið. Þessar möffinskökur minna mig á það þegar ég var barn. Í hvert sinn sem við fórum í ferðalög bakaði mamma möffins sem við tókum með okkur í gömlum Mackintosh stampi. Ég man hvað mér þótti það ótrúlega spennandi. Þessar möffinskökur vekja upp svipaða spennu hjá mér á meðan þær eru í ofninum.

IMG_8754.jpg

Kökurnar hef ég bakað í mörg ár og þær eru einmitt fullkomnar í ferðalagið, afmælisveisluna, brunchinn eða einfaldlega fyrir notalegan dag með fjölskyldunni. Uppskritin er virkilega auðveld og því tilvalin til að baka með krökkunum.  Ég man hvað mér þótti alltaf yndislegt að fá að taka þátt í möffinsbakstrinum með mömmu. 

Webp.net-gifmaker (3).gif

Uppskriftin er ekki einungis einföld, heldur innihalda kökurnar aðeins 7 hráefni sem flestir eiga til uppi í skáp. Þið sem hafið fylgt blogginu okkar í svolítinn tíma vitið að við erum ekki mikið fyrir flóknar uppskriftir sem innihalda alltof mörg hráefni sem enginn þekkir. Við elskum allt sem er einfalt og eru þessar möffins því lýsandi fyrir okkur. Þrátt fyrir einfaldleikann gefa kökurnar ekkert eftir hvað bragðið varðar. Þær eru dúnmjúkar að innan og undursamlega bragðgóðar. 

Þar sem ég fann engin falleg pappírsform fyrir kökurnar ákvað ég að prufa að útbúa mín eigin úr bökunarpappír. Siggi klippti niður fyrir mig sirka 13x13 cm arkir úr pappírnum. Ég mótaði þær með því að leggja þær yfir formin á möffins skúffunni og þrýsta þeim svo niður með bolla sem passaði akkúrat í hólfin. Formin komu mjög skemmtilega út og voru góð tilbreyting frá þessum hefðbundnu pappírsformum. 

IMG_8862-3.jpg

Hráefni:

 • 5 dl hveiti
 • 2 og 1/2 dl sykur
 • 1 msk lyftiduft
 • 2 tsk vanillusykur - eða vanilludropar
 • 100gr vegan smjör - Krónusmjörlíkið hentar mjög vel í þessa uppskrift
 • 3 og 1/2 dl Oatly haframjólk - hvaða jurtamjólk sem er ætti að þó að virka
 • 200gr suðusúkkulaði 

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°c.
 2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál.
 3. Bræðið smjörið og hellið því saman við mjólkina.
 4. Hellið blöndunni útí stóru skálina og hrærið vel saman. Ef þið eigið rafmagns handþeytara myndi ég nota hann en þar sem ég á eftir að útvega mér svoleiðis lét ég duga að nota hefðbundinn písk sem virkaði líka vel. 
 5. Saxið niður súkkulaðið og hrærið því saman við deigið með sleif. 
 6. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í sirka 12-18 mínútur. Ég myndi segja að það komi svona 9-15 kökur úr hverri uppskrift en það fer bara eftir því hversu stórar kökur þið gerið.
 7. Leyfið kökunum að kólna í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram. Mér þykja kökurnar bestar volgar með glasi af ískaldri Oatly haframjólk. Þær eru samt yndislega góðar líka kaldar. 

Vona að þið njótið! :) 

Helga María 

Gómsætt grænkálssnakk

IMG_8736.jpg

Ég gleymi því aldrei þegar ég smakkaði grænkál í fyrsta sinn. Ég hafði enga hugmynd um hvernig ætti að matreiða það svo ég skellti því í skál ásamt allskonar grænmeti og útbjó stærðarinnar salat. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér leið þegar ég tók fyrsta bitann. Kálið var gróft, þykkt og stíft. Ég gat með engu móti skilið afhverju grænkálið var svona vinsæl fæða og afhverju fólk borðaði ekki miklu frekar venjulegt iceberg. Ég ákvað því að grænkál væri ekki minn tebolli.

IMG_8636.jpg
IMG_8644.jpg

Það leið þó ekki á löngu þar til ég fékk grænkálssalat sem lét mig endurskoða málið. Salatið var mjúkt, yndislega bragðgott og síður en svo erfitt að tyggja. Ég lærði þá að galdurinn til að útbúa gott grænkálssalat er að nudda það vel uppúr góðri dressingu. Síðan þá hefur grænkál verið reglulegur partur af matarræðinu mínu. 

Grænkál er hægt að njóta á ýmsa vegu. Auk þess að henta vel í salöt er það góður grunnur í þeytinga og græna safa, en einnig er hægt að útbúa úr því dýrindis grænkálssnakk. Ég viðurkenni að ég hafði ekki mikla trú á því að mér myndi þykja grænkálssnakk neitt svakalega gott. Mér hefði seint dottið í hug að gera snakk úr káli, en var þó svolítið forvitin. Það má með sanni segja að snakkið hafi komið mér gríðarlega á óvart. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri yfirleitt, en hún er bæði einföld og fljótleg. 

IMG_8688.jpg
IMG_8710-2.jpg

Grænkálssnakk

Uppskriftin er fyrir tvær ofnplötur

 • 1 búnt grænkál
 • 1 msk olía
 • 2 tsk hvítlauksduft
 • 1 tsk laukduft
 • Chili flögur eftir smekk
 • 3 msk næringarger
 • salt eftir smekk
 1. Hitið ofninn á sira 150°c
 2. Þvoið grænkálið, þurrkið það vel, fjarlægið blöðin af stilkunum og rífið hvert blað í nokkra stóra bita
 3. Setjið grænkálið í stóra skál og nuddið olíunni saman við. Passið að hún þekji öll blöði. 
 4. Hellið kryddunum og næringargerinu út í og blandið vel saman við kálið
 5. Leggið kálið á ofnplötu með bökunarpappír. Það skiptir máli að dreifa vel úr kálinu og hafa einungis eitt lag á hverri plötu svo snakkið verði stökkt og gott. Þess vegna geri ég frekar tvær plötur ef ég þarf.
 6. Bakið snakkið á 140°c hita í 20-25 mínútur. stundum sný ég plötunni þegar bökunartíminn er hálfnaður en það er samt ekki nauðsynlegt. 
 7. Leyfið snakkinu að kólna aðeins á plötunni áður en það er borið fram. 

Mér finnst gott að útbúa ídýfu með snakkinu. Uppskriftin af henni er mjög einföld. Ég blanda sýrða rjómanum frá Oatly saman við laukduft, hvítlauksduft, steinselju eða kóríander, salt og pipar. Þessi ídýfa er virkilega góð og hentar mjög vel með grænkálssnakkinu sem og öðru snakki. 

Helga María

 

Heimagerður grænmetiskraftur

IMG_0932.jpg

Í framhaldi af matarsóunarfærslunni sem ég skrifaði fyrir nokkrum vikum langaði mig aðeins að halda áfram með sama málefni. Í samstarfi við Nettó ákvað ég því að nú myndi ég deila með ykkur hvernig ég geri heimagerðan grænmetiskraft úr grænmetisafgöngum sem annars endar í ruslinu á lang flestum heimilum. Líkt og ég hef mikið talað um hef ég verið að reyna að taka mig á í sambandi við matarsóun. Mér finnst alevg frábært hversu margir eru orðnir meðvitaðir um matarsóun en Nettó hefur, að mér finnst, staðið sig virkilega vel í þessum málum en þau hafa t.d. verið að selja matvörur sem eru að nálgast síðasta söludag á afslætti, gefið súpu úr útlitsgölluðu og "þreyttu" grænmeti víðsvegar um landið í sumar og núna í september hafa þau verið að gefa taupoka í stað plastpoka í verslunum sínum. Þau settu sér skilvirk markmið og hafa með þeim náð að minnka rusl og sóun frá verslunum sínum um töluvert magn. Þetta finnst mér góð hvatning og hef ég trú á að ég geti t.d. gert það sama. Ef þið viljið lesa um mín markmið gegn matarsóun er hægt að gera það hér. 

IMG_0977.jpg

Þar sem að ég bý í leiguhúsnæði og hef ekki aðgang að moltu eða kost á að útbúa mér moltu var vanalega mikið af grænmetisafgöngum að fara í ruslið hjá mér. Þá er ég aðallega að tala um hýði og enda og þess háttar sem ekki er notað í matinn. Ég flokka mikið og nánast það eina sem fór í ruslið hjá mér var grænmeti en ruslið var oft fljótt að fyllast af hýði og endum og svoleiðis þar sem að ég elda mjög mikið.Ég var aðeins farin að hugsa að það hlyti að vera eitthvað annað sem hægt væri að gera við þetta afgangs grænmeti og datt ekki mikið í hug. Einn daginn rak ég hins vegar augun í myndband á netinu þar sem sýnt var hvernig hægt væri að nota þetta grænmeti í kraft og mér fannst þetta strax alveg frábær hugmynd.

IMG_1042.jpg

Þetta leit svo ótrúlega auðveldlega út að við systur ákváðum báðar að prófa. Ég verð að segja að ég hafði ekki svakalega mikla trú á þessu þar sem mér fannst ólíklegt að þetta yrði eins bragðmikið og venjulegur kraftur sem hægt er að kaupa út í búð. Soðið varð hins vegar alveg ótrúlega bragðmikið og gott og finnst mér mikill kostur að hægt sé að ákveða saltmagnið alveg eftir því hvað hver og einn vill. Það er alveg ótrúlega auðvelt að búa það til en mér finnst líka alltaf svo mikill kostur þegar ég veit nákvæmlega hvað er í matnum mínu.

IMG_1099.jpg

Hráefni:

 • Grænmetisafgangar, hýði, endar og þess háttar
 • vatn
 • salt eftir smekk

Aðferð:

 1. Best er að taka bara allt hýði og þess háttar sem fellur til af grænmeti í þónokkurn tíma og frysta í annað hvort frostþolinni skál eða frystipoka. 
 2. Þegar komið er ágætis magn eða sirka meðalfullur stór pottur er grænmetið sett í pott ásamt vatni svo það fljóti aðeins yfir. Salti bætt út í eftir smekk en ég set vel af salti þar sem mér finnst gott að hafa saltan kraftog salta matinn þá minna á móti.
 3. Grænmetið er soðið í vatninu við vægan hita í klukkutíma til einn og halfan. Fínt er að smakka eftir sirka hálftíma og bæta við salti ef þarf.
 4. Grænmetið er sigtað frá og gott er að þrýsta vel á það svo allur vökvi fari úr því. Leyfið soðinu að kólna alveg og frystið í klakaboxum. Krafturinn ætti að vera bragðmikill að nóg að nota einn til tvo klaka í hvern rétt.
IMG_1117.jpg

-Njótið vel
Júlía Sif Ragnarsdóttir

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó.

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó.

Veganistur mæla með: Vítamínunum frá TERRA NOVA

IMG_0217.jpg

Við erum oft spurðar út í vítamín. ,,Þarf ekki að taka alveg óteljandi vítamín þegar maður er vegan? Takið þið ekki örugglega vítamín? Þið verðið nú að passa að fá öll vítamín sem þið þurfið." Það virðast margir breytast í næringarfræðinga þegar orðið vegan berst til tals. Yfirleitt er þetta fólk sem hefur annars engan áhuga á næringu og heilsu og því þurfum við oft að útskýra fyrir þeim að það sé alls ekki meira vesen fyrir grænkera að passa að þeir fái öll næringarefni. Báðar erum við hraustari eftir að við urðum vegan því við borðum mun fjölbreyttari mat en við gerðum áður. Við innbyrðum mikið magn af fersku grænmeti og ávöxtum og erum meðvitaðar um það hvað hollur matur skiptir miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu. Vítamínskortur er því alls ekki eitthvað sem hægt er að tengja við vegan matarræði. Við erum öll misjöfn og eigum mis auðvelt með að upptöku vítamíns, hvort sem við borðum dýraafurðir eða ekki. Eins er mjög mismunandi hversu hollan mat fólk borðar og margir hafa engan áhuga á því að spá í næringu burtséð frá því hvort þeir eru vegan eða ekki. 

Okkur þykir mjög mikilvægt að allir fylgist vel með matarræðinu sínu og reyni að borða hollt og fjölbreytt. Gott er að taki vítamín samhliða því til að auka líkur á betri helsu og vellíðan. Mikilvægt er þó að hafa í huga að vítamín koma alls ekki í staðin fyrir hollt og næringarríkt matarræði. Við systur tökum báðar eitthvað af vítamínum en pössum okkur alltaf fyrst og fremst að borða næringarríkan og fjölbreyttan mat.  Á sama tíma og við veljum hráefnið sem við borðum vel, tökum við ekki inn hvaða vítamín sem er. Okkur finnst mikilvægt að velja hágæða vítamín sem við getum treyst að innihaldi náttúruleg efni og séu 100% vegan. Við tökum því inn vítamínin frá merkinu TERRA NOVA. Við höfum notað vörurnar þeirra í langan tíma, bæði vítamínin, græna duftið þeirra og rauðrófuduft til þess að drekka fyrir æfingar. Merkið fæst í Nettó og eru þau með mjög gott úrval af vítamínum og dufti frá merkinu á mjög góðu verði. 

Okkur langaði aðeins að segja ykkur frá okkar uppáhalds vítamínum og hvers vegan við veljum þessi ákveðnu vítamín.

IMG_0224-3.jpg

Hér fyrir ofan eru þau vítamín sem Júlía  notar lang mest.  Hún valdi þessi þrjú vítamín algjörlega útfrá sínu daglega lífi og henta þau henni alveg ótrúlega vel. Þessi vítamín eru:

Calcium/Magnesium: Þessi vítamín valdi ég þar sem magnesíum hjálpar við endurheimt eftir æfingar og eins og við vitum þurfa allir kalk fyrir beinin. Mér fannst þetta því mjög góð balnda þar sem ég æfi mjög mikið og var t.d. að æfa fyrir hálfmarathon í allt sumar sem ég hljóp núna í ágúst.

Probiotic complex: Þetta valdi ég þar sem að ég hef alltaf haft smá meltingarvandamál. Mér finnst ég geta haldið meltingarvandamálunum mínum mjög vel niðri með því að borða holla og hreina fæðu og hreyfa mig á hverjum degi. En mér finnst þó mjög gott fyrir mig að taka góðgerla samhliða hollu matarræði en þá næ ég að útiloka þessi áþægindi alveg líka á nammidögum ;)

Beetroot juice preworkout: Ég hef í þó nokkurn tíma drukkið rauðrófusafa fyrir æfingar en rauðrófusafinn inniheldur til dæmis efni sem hjálpa til við súrefnisupptöku í vöðvunum. Þegar ég fann þetta duft var ég ótrúlega glöð en mér finnst þetta miklu þægilegra en að kaupa rauðrófusafa í fernu þar sem hann skemmist frekar hratt þegar fernan hefur verið opnuð. Þetta pre workout er einnig laust við öll aukaefni, koffín og þess háttar en mér finnst mörg pre workout innihalda mikið af óæskilegaum efnum. Þetta preworkout inniheldur fleiri jurtir en bara rauðrófur og er blandan mjög úthugsuð en hún á til dæmis að stuðla að aukinni orku og styrk við æfingar og bæta ónæmiskerfið.

Auk þess tekur Júlía líkt og Helga d-vítamín, aðalega á veturna þó, og B12 vítamín frá sama merki.

IMG_0232-2.jpg

Hérna eru vítamínin sem Helga tekur inn daglega og hafa hjálpað henni helling í sinni baráttu við vanvirkan skjaldkirtil. 

B12
Ef það er eitthvað vítamín sem grænkerar þurfa að taka sérstaklega er það B12. Grænmeti og ávexti innihalda ekki B12 en það fæst úr bakteríunum sem lifa á grænmetinu. Þó er ekkert mál að fá vítamínið í jurtaformi og eru töflurnar frá Terra Nova virkilega góður kostur. Vert er að taka fram að það er mjög algengt að fólk glími við B12 skort, hvort sem það borðar kjöt eða ekki. Margir eiga erfitt með upptöku á vítamíninu og þurfa jafnvel að fá b12 sprautur þrátt fyrir að borða dýraafurðir í hvert mál. Skortur á b12 helst því ekki í hendur við það að vera grænmetisæta. Við mælum þó með því að grænkerar taki vítamínið inn til þess að fyrirbyggja skort. Helga er með vanvirkan skjaldkirtil og þarf því að passa sig að taka alltaf inn B12 því það er algengt að fólk með vanvirkan skjaldkirtil þjáist af B12 vítamín skorti. 

D3
D3 vítamín er oft kallað sólarvítamínið. Húðin framleiðir vítamínið þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. Þar sem við Íslendingar búum við mikið myrkur yfir vetrartímann er virkilega mikilvægt að passa uppá það að taka D vítamín. D vítamín er ekki einungis mikilvægt fyrir beinin okkar heldur getur það fyrirbyggt skammdegisþunglyndi. Síðan við byrjuðum að taka inn D3 vítamín finnum við svakalegan mun á okkur yfir vetrartímann. 

Full spectrum Multivitamin
Ég tek alltaf multivítamín. Full spectrum vítamínið frá Terra Nova er frábær kostur fyrir þá sem vilja geta fengið allt úr einni töflu. Yfir vetrartímann tek ég D3 töflurnar og B12 samhliða Full spectrum töflunum en á sumrin læt ég mér nægja að taka Full spectrum daglega, b12 annan hvorn dag og sleppi D3 töflunum nánast alveg þar sem Full spectrum inniheldur D3 í minna magni og ég reyni að nýta sólargeislana vel. 

Njótið vel
-Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást TERRA NOVA vítamínin þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást TERRA NOVA vítamínin þar.
 

 

Milt grænmetiskarrý

download (3).jpeg

Þessi karrýréttur er ótrúlega góður. Ég geri hann yfirleitt bara úr því grænmeti sem ég á hverju sinni en mér finnst lykilatriði að í réttinum séu, allavega kartöflur eða grasker og einhvers konar baunir, hvort sem það eru nýrnarbaunir eða linsur. Svo lengi sem sósan er eins og flýtur vel yfir grænmetið er hægt að nýta nánast hvaða grænmeti sem er út í, rétturinn verður alltaf ótrúlega góður. 

download.jpeg

Hráefni:

 • Það grænmeti sem ég átti þessu sinni:
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • rúmlega 1 paprika
  • 1/2 lítil rófa
  • 1/2 sæt kartafla
  • 3 meðalstórar kartöflur
  • 1/2 lítill hvítkálshaus
  • 2 tómatar
  • 1 dl frosnar grænar baunir
  • 1 bolli frosnar sykurbaunir
  • hálfur poki spínat
 • 3-4 msk milt karrý
 • 1 msk paprikuduft
 • 1 msk þurrt tímían
 • 1/4 tsk kanill
 • salt og pipar
 • 2 bollar linsur
 • 1/2 lítri vatn
 • 4 msk rapunzel grænmetiskraftur
 • 2 dósir angelmark kókosmjólk
 • 1 dós niðursoðnir tómatar

Aðferð:

 1. Steikið lauk og hvítlauk. Þegar ég geri kássur og súpur finnst mér best að steikja bara upp úr vatni í smá tíma. Þá bæti ég bara meira og meira vatni út í ef laukurinn fer að festast við pottinn.
 2. Bætið kryddunum út í ásamt smá vatni í viðbót og hrærið við.
 3. Setjið linsurnar og 1/2 líter af vatni út í og leyfið suðunni að koma upp. Mér finnst gott að skera restina af grænmetinu niður á meðan að linsurnar sjóða. Leyfið linsunum að sjóða í allavega 10 mínútur og setjið svo restina af grænmetinu út í, að undanskildu spínatinu.
 4. Bætið út í kóksmjólkinni, tómötunum og grænmetiskraftinum og leyfið suðunni að koma upp.
 5. Sjóðið kássuna í allavega 30 mínútur. Gott að smakka til eftir 10-15 mínútur og krydda meira ef þarf.
 6. Bætið spínatinu út í og hrærið því saman við rétt áður en kássan er borin fram.

Ég ber réttinn oftast fram með hrísgrjónum, salati og góðu brauði.

- Júlía Sif

Banana muffins

download (4).jpeg

Þegar ég á banana sem eru orðnir mjög þroskaðir skelli ég yfirleitt í þessar góðu bananamuffins en ég baka þær örugglega að minnsta kosti einu sinni í viku. En þær eru ótrúlega góðar og hollar og fara einstaklega vel í nestisboxi

download (2).jpeg

Hráefni:

 • 1 bolli spelt frá himneskri hollustu
 • 1/2 bolli malað haframjöl frá himneskri hollustu
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk kanill
 • 1 bolli stappaðir bananar (rúmlega 3)
 • 1/3 bolli hlynsíróp
 • 1 bolli plöntumjólk
 • 1 bolli saxað súkkulaði eða rúsínur

Aðferð:

 1. Blandið þurrefnunum saman í skál
 2. Bætið öllu nema súkkulaðinu/rúsínunum saman við og hrærið saman. Setjið súkkulaðið/rúsínurnar síðast og blandið við deigið.
 3. Bakið muffinsarnar í 18-20 mín í 175°C heitum ofni.
download (1).jpeg

Njótið vel
- Júlía Sif

Mín ráð til að minnka matarsóun

Eitt af því sem við Ívar fórum mikið að hugsa um þegar við fluttum að heiman var matarsóun. Okkur finnst báðum alveg ótrúlega leiðinlegt að henda mat og því hugsum við mikið um að nýta allt sem við kaupum inn. Mér finnst hafa orðið mikil vitundarvakning um þetta mál í samfélaginu á síðustu árum en margir, jafnt einstaklingar sem og fyrirtæki eru farin að leggja sitt af mörkum hvað matarsóun varðar. Nettó er eitt af þessum fyrirtækjum en þau hafa nú á nokkrum árum dregið verulega úr rusli í verslunum sínum t.d. með því að hafa á afslætti vörur sem eru að nálgast síðasta söludag. Einnig hefur verslunin síðustu ár eldað súpu á menningarnótt úr vörum sem fara að renna út. Súpan er vegan og glútenlaus og finnst mér þetta alveg frábært átak og hlakka ég til að kíkja í súpu til þeirra á laugardaginn. Nettó hafði samband við mig nýlega um samstarf akkúrat um þetta tiltekna málefni og fannst mér það kjörið tækifæri til að segja ykkur þau ráð sem ég hef tileinkað mér á þessu ári til að draga úr þeim mat sem fer í ruslið á mínu heimili. Einnig leynast tvær uppskriftir neðst í færslunni, svo ég mæli með að lesa áfram. Ég versla oft í Nettó en mér finnst grænmetis og ávaxta deildin þar bera af í ferskleika og kaupi ég einnig öll mín vítamín og hreinsiefni þar en það er nú efni í aðra færslu...

1. Frysta.
Ég veit að hérna er ég svo sannarlega ekki að finna upp hjólið en ég held að á flestum heimilum sé til frystir fullur af mat. Ég hef lagt það í vana minn að frysta matvörur sem ég annað hvort veit að ég muni ekki nota áður en þær skemmast eða eru að verða komnar á síðasta neysludag.
Það má einnig oft gera góð kaup á vörum út í búð sem eru að nállgast síðasta söludag.
Vörur sem mér finnst fara einstaklega vel í frysti:
Bananar: Það vita það ekki allir en bananar sem eru orðin vel þroskaðir eru fullkomnir til að setja í frystinn og eiga í ís eða smoothie en þeir eru akkúrat hollastir þegar þeir eru vel þroskaðir. Oft er hægt að fá haug af þroskuðum banönum á mjög góðu verði en mér finnst alltaf eins og ég hafi dottið í lukkupottin þegar ég sé svoleiðis í búð þar sem við borðum mikið af "smoothie'um".
Salat: Annað sem að mér finnst fara vel í frysti eru til dæmis alls konar salat tegundir líkt og spínat og grænkál. Þess háttar salat fæst oft í stórum pokum í búð og skemmist hratt í ísskáp eftir að það er opnað. Ég skelli pokanum beint í frysti ef ég veit að ég muni ekki klára hann stuttu eftir að hann er opnaður. Ég nota svo frosna salatið t.d. í smoothie'a, pottrétti eða lasanga.
Matarafgangar: Það má frysta alls kynns tilbúna rétti en ég hef oft gert stóra skammta af súpum, kássum og lasanga og sett í fyrstinn í skömmtum. Þetta er einstaklega þægilegt fyrir þá sem þurfa að taka með sér nesti í skóla eða vinnu. Þá er hægt að kippa með sér beint úr frystinum á morgnanna ef ekki gefst tími daginn áður til að útbúa eitthvað.

2. Nýta það sem er alveg að skemmast
Það sem endar oftast í ruslinu á heimilum er grænmeti og ávextir. Það finnst mér ekki skrítið þar sem þessar vörur eiga það til að skemmast hratt ef ekki er fylgst vel með. Ég reyni að vera dugleg að fylgjast með grænmetisskúffunni minni og grípa það sem er að skemmast og nota, en mér finnst oft, eftir að ég varð grænmetiæta eins og ég geti falið hvaða grænmeti sem er í nánast öllum réttum, og rétturinn verði samt alltaf svipaður. Einnig reyni ég að kaupa vörur sem eru að nálgast síðasta söludag ef ég veit að ég muni nota þær strax, þær vörur eru oft á afslætti sem er auðvitað algjör plús.

Nokkrir réttir sem ég geri úr grænmeti og ávöxtum sem er alveg að renna út:

 • Bananamuffins úr vel þroskuðum bönunum
 • Pottrétt úr öllum þeim grænmetisafgöngum sem finna má í ísskápnum
 • Súpur úr grænmetinu í ísskápnum

3. Margt má nýta þó það sé komið yfir síðasta söludag.
Margt sem komið er yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta. En ég hef t.d. oft notað linsur, hrísgrjón og fræ sem komin eru yfir síðasta söludag. Einnig nota ég krydd alveg óspart ef ég finn ennþá góða og sterka lykt af þeim. Svo það er algjör óþarfi að hlaupa til og henda hrísgrjóna poka sem er jafnvel kominn tvo til þrjá mánuði fram yfir síðasta söludag því það eru miklar líkur á að það sé í góðu með grjóninn.

4. Skipuleggja sig.
Þetta finnst mér vera algjört lykilatriði svo vörur endi ekki í ruslinu. Á hverjum sunnudegi geri ég matseðil og fer í búð. Ég reyni að versla eingöngu eftir matseðlinum og þá næ ég að nýta nánast allt sem ég kaupi. Ég kíkji í skápana og sé hvað er til og reyni að vinna í kringum það. Oft um helgar á ég í ísskápnum, og þá sérstakelga í grænmetisskúffunni, afganga af hinu og þessu og þá finnst mér t.d. tilvalið að henda í súpu í hádeginu og tæma þá nánast alveg fyrir búðarferðina.

Öðruvísi karrýréttur:

Þessi karrýréttur er ótrúlega góður. Ég geri hann yfirleitt bara úr því grænmeti sem ég á hverju sinni en mér finnst lykilatriði að í réttinum séu, allavega kartöflur eða grasker og einhvers konar baunir, hvort sem það eru nýrnarbaunir eða linsur. Svo lengi sem sósan er eins og flýtur vel yfir grænmetið er hægt að nýta nánast hvaða grænmeti sem er út í, rétturinn verður alltaf ótrúlega góður. 

Hráefni:

 • Það grænmeti sem ég átti þessu sinni:
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • rúmlega 1 paprika
  • 1/2 lítil rófa
  • 1/2 sæt kartafla
  • 3 meðalstórar kartöflur
  • 1/2 lítill hvítkálshaus
  • 2 tómatar
  • 1 dl frosnar grænar baunir
  • 1 bolli frosnar sykurbaunir
  • hálfur poki spínat
 • 3-4 msk milt karrý
 • 1 msk paprikuduft
 • 1 msk þurrt tímían
 • 1/4 tsk kanill
 • salt og pipar
 • 2 bollar linsur
 • 1/2 lítri vatn
 • 4 msk rapunzel grænmetiskraftur
 • 2 dósir angelmark kókosmjólk
 • 1 dós niðursoðnir tómatar

Aðferð:

 1. Steikið lauk og hvítlauk. Þegar ég geri kássur og súpur finnst mér best að steikja bara upp úr vatni í smá tíma. Þá bæti ég bara meira og meira vatni út í ef laukurinn fer að festast við pottinn.
 2. Bætið kryddunum út í ásamt smá vatni í viðbót og hrærið við.
 3. Setjið linsurnar og 1/2 líter af vatni út í og leyfið suðunni að koma upp. Mér finnst gott að skera restina af grænmetinu niður á meðan að linsurnar sjóða. Leyfið linsunum að sjóða í allavega 10 mínútur og setjið svo restina af grænmetinu út í, að undanskildu spínatinu.
 4. Bætið út í kóksmjólkinni, tómötunum og grænmetiskraftinum og leyfið suðunni að koma upp.
 5. Sjóðið kássuna í allavega 30 mínútur. Gott að smakka til eftir 10-15 mínútur og krydda meira ef þarf.
 6. Bætið spínatinu út í og hrærið því saman við rétt áður en kássan er borin fram.

Ég ber réttinn oftast fram með hrísgrjónum, salati og góðu brauði.

Bananamuffins:

Þessar geri ég að minnsta kosti einu sinni í viku en þær eru alveg ótrúlega hollar og þroskaðir bananar nýtast mjög vel þar sem það þarf rúmlega 3 í hverja uppskrift. Þær henta fullkomlega í nestisboxið og eru orðnar fastur liður þar hjá okkur.

Hráefni:

 • 1 bolli spelt frá himneskri hollustu
 • 1/2 bolli malað haframjöl frá himneskri hollustu
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk kanill
 • 1 bolli stappaðir bananar (rúmlega 3)
 • 1/3 bolli hlynsíróp
 • 1 bolli plöntumjólk
 • 1 bolli saxað súkkulaði eða rúsínur

Aðferð:

 1. Blandið þurrefnunum saman í skál
 2. Bætið öllu nema súkkulaðinu/rúsínunum saman við og hrærið saman. Setjið súkkulaðið/rúsínurnar síðast og blandið við deigið.
 3. Bakið muffinsarnar í 18-20 mín í 175°C heitum ofni.

Vonandi gagnast þessi ráð einhverjum og ég hvet alla til að setja sér markmið fyrir veturinn sem stuðla að því að henda minna af mat.
-Júlía Sif

 

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefni þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefni þar.

 

 

 

Umhverfisvænar (zero waste) blæðingar

Síðasta sumar skrifaði ég færslu um mánabikarinn. (Smellið HÉR til að lesa hana.) Þar talaði ég meðal annars um það hvernig tilhugsunin um mánabikarinn hræddi mig og hvernig ég gafst strax upp þegar ég prufaði hann fyrir nokkrum árum. Ég er svo ánægð að hafa gefið bikarnum annan séns því hann hefur breytt lífi mínu til muna. Ég get glöð sagt að ég mun aldrei nota túrtappa aftur nema í algjöru neyðartilfelli. Það var þó ekki bara bikarinn sem hræddi mig. Mér þótti tilhugsunin um að nota taubindi enn verri. Ég gat með engu móti hugsað mér að nota fjölnota dömubindi, þrífa þau sjálf og þurfa að stússast svona mikið í sambandi við túrinn minn. Þegar ég byrjaði að nota bikarinn gjörbreyttist hugarfarið mitt gagnvart blæðingunum og ég áttaði mig á því hversu lítið mál það er að stússast örlítið í kringum þær. 

Það spyrja sig eflaust margir ,,hvers vegna samt? Er þetta virkilega þess virði? Hvað er að því að nota bara venjulega túrtappa og dömubindi??"
Ég ætla ekki að tala fyrir alla, en fyrir mitt leiti eru ástæðurnar mjög góðar.

 • Getið þið ímyndað ykkur hversu marga pakka af dömubindum og túrtöppum við kaupum yfir ævina? Eða hversu mikið magn af plasti er í einum pakka af Always dömubindum og O.B. túrtöppum? Ég hef ekki nákvæma tölu á því en ég veit að það er alls ekkert smáræði. Hversu miklu magni af túrtöppum og dömubindum ætli sé urðað á hverju ári? Þegar ég fór að spá í þessu fór mér að þykja erfitt að horfa uppá ruslafötuna inná baðherberginu mínu fyllast í hvert skipti sem ég var á blæðingum. Það var þá sem ég ákvað að ég yrði að gera eitthvað í málunum og keypti mér mánabikarinn.
 • Mælt er með því að skipta um túrtappa á þriggja klukkustunda fresti. Það er virkilega mikilvægt að fara eftir þeim ráðum. Ég gerði það aldrei og mér varð ekki meint af. Það á líklega við um flesta aðra en þó getur það verið lífshættulegt að nota sama túrtappa of lengi. Toxic shock syndrome (TSS) er sýking sem oftast er tengd við notkun túrtappa. Hún er sem betur fer sjaldgjæf en að mínu mati er það ekki þess virði að taka áhættuna. Það er því ekki hægt að redda umhverfisþættinum með því að ætla að nýta hvern tappa í lengri tíma. 
   
 • Túrtappar og dömubindi koma fallega hrein, skjannahvít og oft með ilmefnum. Mörg dömubindi eru hvíttuð með klór sem getur valdið skaða á viðkvæmum svæðum. Ef þið getið ekki hugsað ykkur að fara yfir í fjölnota mæli ég eindregið með því að kaupa lífrænar tíðarvörur. 

Taubindin eru frábær kostur fyrir þá sem geta ekki og/eða vilja ekki nota bikarinn. Ég nota bindin þegar blæðingarnar mínar eru svo léttar að mér finnst ekki taka því að setja bikarinn upp, en einnig á nóttunni þegar blæðingarnar eru hvað mestar og ég vil vera örugg að ekkert fari í rúmið ef bikarinn skyldi fyllast. Ég hafði ímyndað mér að þau væru virkilega óþægileg. Mér þótti einnota bindi alltaf óþægileg, fyrirferðarmikil og illa lyktandi. Taubindin eru allt önnur saga. Mér finnst þau virkilega þægileg og ég finn ekkert fyrir þeim. Þau lykta ekki og valda ekki sveppasýkingu.

Það er mismunandi hvernig fólki finnst best að þvo þau. Sumir byrja á því að leggja þau í bleyti í kalt vatn, til þess að ná úr þeim blóðinu, og þvo þau svo á 60°c. Öðrum þykir best að setja þau í vélina á kaldan þvott og síðan á venjulegt prógram. Ég myndi mæla með því að eiga PUL poka, skola hvert bindi eftir notkun og setja í pokann, og þvo svo í vélinni á svona þriggja daga fresti. Ég þvæ allavega ekki daglega og myndi ekki vilja keyra þvottavélina mína fyrir einungis eitt bindi. 

Hvar fæ ég taubindi á Íslandi?

Hérna er brot af þeim fyrirtækjum sem selja taubindi á Íslandi. Þið megið endilega hafa samband ef ég er að gleyma einhverjum. 

Mánabikarinn sem ég nota er frá merkinu Lunette og fæst í Gló Fákafeni. 

Einnig ætla ég að mæla með Facebook hópnum ,,Taubindatjatt" þar sem hægt er að spyrja að öllu sem tengist bindunum. Þessi hópur hjálpaði mér heilmikið þegar ég var að byrja. 

Munum að blæðingar eru ekkert til að skammast sín fyrir og eiga því ekki að vera feimnismál.

Helga María

 

Vegan kartöflusalat og grillaðar "pylsur"

Ég, líkt og flestir sem ég þekki reyndar, elska fátt meira en íslenska sumarið. Það er eitthvað svo ótrúlega magnað við þessar björtu sumarnætur þegar minningarnar verða til einhverveginn að sjálfu sér. Þetta sumar hefur einkennst af mörgu ótrúlega skemmtilegu en eitt af því er grillmatur. Við erum búin að grilla mjög mikið, bæði í útilegum og hérna heima. En í þetta skiptið ætla ég að deila með ykkur uppáhalds útilegugrillmatnum mínum þetta sumarið.

Fyrr í vor kom á markaðinn sýrður rjómi frá Oatly og það fyrsta sem mér datt í hug að gera var vegan kartöflusalat, en það hafði ég aldrei gert áður. Ég hef reyndar aldrei verið mikið fyrir kartöflusalat, það var aldrei með grillmat heima hjá mér þegar ég var yngri. Hins vegar varð Ívar, kærastinn minn, vegan um áramótin og er þetta því hans fyrsta vegan sumar. Hann borðaði oft kartöflusalat og ég ákvað því strax að prófa að gera svoleiðis fyrir hann. 

Ég hafði mjög litla hugmynd um hvað væri í kartöflusalati en eftir að hafa lesið á nokkrar dollur í búðinni virtist þetta ekki vera svo flókið. Og það var rétt hjá mér, þetta var eiginlega bara lygilega einfalt en sló svo sannarlega í gegn hjá Ívari. Síðan þá höfum við haft heimagert kartöflusalat með okkur í allar útilegur og það hefur alltaf verið mjög vinsælt. Ég ætla því að deila með ykkur uppkriftinni ásamt því hvað ég set á útilegu grillpylsuna mína.

Hráefni:

 • 500 gr kartöflur
 • 2 dl vorlaukur (einnig hægt að nota blöndu af venjulegum lauk og graslauk)
 • 3/4 dl vegan majónes
 • 1 dl Oatly sýrður rjómi
 • 1 msk gróft sinnep
 • 2 tsk sítrónusafi
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Afhýðið kartöflurnar, skerið í litla bita og gufusjóðið í 20 mínútur. Það er líka alveg hægt að sjóða kartöflurnar venjulega og flysja og skera niður þegar þær hafa kólnað.
 2. Saxið vorlaukinn og blandið öllu nema kartöflunum saman í skál. Setjið kartöflurnar út í þegar þær hafa kólnað alveg.
 3. Berið fram með hverju sem er, en salatið passar auðvitað sérstaklega vel með öllum grilluðum mat.

Dórupylsa

 • Pylsubrauð
 • Veggyness pylsur
 • Tómatsósa
 • Steiktur laukur
 • Hrár laukur
 • Kálblöð
 • Kartöflusalat
 • Sinnep

Aðferð:

 1. Grillið pylsurnar og útbúið kartöflusalatið
 2. Raðið hráefnunum í pylsubrauð eftir eigin höfði og njótið

-Júlía Sif

Vegan í Barcelona

Í júní fórum við Ívar í vikuferð til Barcelona. Þar nutum við þess að liggja í sólbaði, skoða fallegu borgina og borða góðan mat. Ég hafði heyrt að úrvalið af vegan mat væri frábært í Barcelona svo ég hafði litlar áhyggjur af því að erfitt yrði að finna góða veitingastaði. Ég vildi þó vera vel undirbúin svo ég fann nokkra spennandi staði á netinu sem fengu góða umsögn. Við urðum að sjálfsögðu ekki fyrir vonbrigðum með matinn í Barcelona, en þar sem úrvalið af vegan valkostum er gríðarlegt komumst við ekki í að prufa meira en brotabrot. Ég ákvað að útbúa lista af þeim stöðum sem stóðu uppúr hjá okkur. 

Við gistum ekki á hóteli og því var enginn morgunmatur innifalinn í ferðinni. Við vorum þó heppin að búa í rúmgóðri íbúð með fínu eldhúsi svo við gátum útbúið okkur mat sjálf. Við nenntum samt ekki að eyða miklum tíma í matargerð í fríinu og borðuðum því helst ávexti á morgnanna. Það hentaði okkur vel því ávextir eru svo safaríkir og frískandi þegar heitt er í veðri. 

La Trocadero

Fyrsti staðurinn sem mig langar að mæla með er La Trocadero, nýr hamborgarastaður rétt hjá Sagrada Familia kirkjunni. Ég myndi segja að La Trocadero hafi verið okkar uppáhalds veitingastaður í ferðinni. Hann er 100% vegan og býður upp á alls konar hamborgara, pylsu og nachos. Við fengum okkur bæði "beikon" borgara og franskar með hvítlauks majónesi. Maturinn var æðislega góður og alls ekki dýr, en hamborgara máltíð kostaði í kringum 9 evrur. Staðurinn er ótrúlega flottur og stór sem er mikill plús þar sem margir veitingastaðir sem við prófuðum voru mjög litlir með fáum sætum.
 

Väcka

Næsti staður sem ég vil mæla með er lítill veitingastaður sem ég fann á netinu og var mjög spennt fyrir. Staðurinn heitir Väcka og er virkilega flottur og krúttlegur. Hann er 100% vegan en þar er boðið upp á mikið af glútenlausum og hollum mat. Það er ekkert sérstakt þema heldur er boðið upp á alls konar rétti, t.d. acai skálar, glútenlausar vöfflur, beyglur, hamborgara og fleira. Uppáhalds réttirnir okkar voru vöfflurnar og banana ísinn.

IMG_0147.jpg

Veggie Garden

Veggie Garden var mjög ódýr og góður en við fórum þangað tvisvar þar sem hann var rétt hjá íbúðinni okkar. Staðurinn býður upp á alls konar, allt frá indversku thali til ítalskra hálfmána. Það er alltaf hægt að fá þriggja rétta máltíð sem maður setur saman sjálfur fyrir 8,50 evrur, sem er æðislegt verð. Drykkirnir eru einnig mjög ódýrir og góðir. Uppáhalds réttirnir okkar voru tófú núðlurnar, thali og guacamole sem var borið fram með indversku snakki.

Cat Bar

Cat Bar er lítill kósý bar í miðbæ Barcelona þar sem boðið er upp á fjöldan allan af alls konar bjórum og borgurum. Staðurinn er í ódýrari kantinum og 100% vegan. Mjög kósý stemming og töff staður og borgararnir voru einnig ótrúlega góðir. Staðsetningin er einnig mjög góð en ef þú ert í Barcelona áttu alveg pottþétt eftir að vera í nágrenni við hann oftar en einu sinni.

 

 

Eins og ég skrifa hér fyrir ofan gátum við auðvitað ekki smakkað allt og er þetta því bara brot af þeim góða vegan mat sem leynist í borginni. Það voru þó nokkrir staðir sem við fórum á þar sem ég náði ekki mynd en ég ætla að setja smá lista hérna yfir þá staði.

La gelateria del barri - Besti vegan ísinn sem við smökkuðum en hann er í dýrari kanntinum.

Wok to Walk - Ótrúlega þægilegur núðlustaður sem er t.d. staðsettur á römblunni. Maður velur sjálfur núðlur, tofu, grænmeti og sósu og það er svo steikt í wok pönnu. Virkilega gott.

Falafel - Þó svo að ég hafi verið búin að finna fullt af vegan stöðum og merkja í kortinu í símanum mínum vorum við stundum einhversstaðar þar sem ekkert af þeim bar nálægt. Þá gátum við oftast reddað okkur með því að fá okkur falafel vefjur en það er miðausturlenskir staðir út um alla borg sem mjög gott falafel og hummus.

-Júlía Sif

Sunwarrior próteinþeytingar

,,...En hvar fáið þið prótein? Fæst það ekki einungis úr kjöti??"

Þessa spurningu höfum við heyrt ansi oft síðan við gerðumst grænkerar. Áður fyrr spurði okkur enginn út í matarræðið okkar. Við gátum komið með pakkanúðlur og pizzasnúða í nesti daglega í menntaskóla og enginn spurði hvort við værum ekki að passa uppá að fá nóg prótein. Eftir að við byrjuðum að mæta með grænmetisbuff, þeytinga og annan vegan mat fyllist fólk skyndilegri hræðslu sem oft á tíðum er svolítið fyndin. Sjálfar höfum við þó engar áhyggjur af því að fá próteinskort því við fáum meira en nóg prótein úr fæðunni okkar. Auk þess er próteinskortur eitthvað sem þekkist varla annarsstaðar en í þróunarlöndum. Þú þarft að minnsta kosti að vera virkilega vannærð/ur til þess að fá próteinskort. 

Við systur borðum fjölbreyttan, næringarríkan mat og pössum okkur að fá öll næringarefni. Hvorugar tökum við inn mikið af fæðubótarefnum en eitt af því fáa sem við tökum inn er próteinið frá Sunwarrior. Við tökum það þó ekki inn í miklu magni og alls ekki vegna þess að við séum hræddar við að fá annars próteinskort. Júlía tekur próteinið inn eftir æfingar. Hún mun hlaupa hálfmaraþon í ágúst og stundar líkamsrækt á hverjum degi. Henni þykir því gott að útbúa sér próteinþeyting eftir æfingar. Helga stundar einnig líkamsrækt, þó ekki í jafn miklu mæli, en hún útbýr sér einnig þeytinga eftir æfingar og setur Sunwarrior prótein yfirleitt út í þá. Stundum er líka gott að bæta því út í hafra- eða chiagrauta til að gefa smá sætu. Próteinduftið hefur einnig komið sér vel þá daga sem við nennum alls ekki að elda. Það er mjög þægilegt að geta skellt í einn næringarríkan, mettandi þeyting með ávöxtum, haframjöli, möndlumjólk og smá próteini. 

Próteinið frá Sunwarrior er 100% hreint, raw vegan jurtaprótein. Ástæðan fyrir því að við tökum það er vegna þess að það er stútfullt af næringu og inniheldur einungis efni sem við þekkjum. Próteinið fæst í Nettó og er til í nokkrum bragðtegundum og þessa stundina notar Helga vanillu og Júlía mokkaprótein. Við ætlum að deila með ykkur uppáhalds próteinþeytingunum okkar. 


Banana-mokka þeytingur

Mokkapróteinið frá Sunwarrior inniheldur blöndu af hemp-próteini, pea-próteini og goji berjum. Það er virkilega gott á bragðið og lætur þeytinginn bragðast eins og súkkulaði ískaffi. 

Hráefni: 

 • 2 bananar (mega vera frosnir)
 • 1 skeið af Sunwarrior mokka próteini (skeið fylgir með í dúnknum)
 • 1/2 avókadó
 • 1 tsk kakóduft
 • jurtamjólk að eigin vali - við notuðum kókosmjólkina frá  Ecomil, en hún fæst einnig í Nettó. (Það fer eftir smekk hversu þykka þeytinga fólk vill, en við settum sirka einn bolla af mjólkinni.)
 • klakar

Öllu skellt í blandarann og blandað þar til silkimjúkt. 

"Pina colada" próteinþeytingur

Í þessum þeyting notuðum við vanillupróteinið frá Sunwarrior. Það er einnig blanda af hemp-próteini, pea-próteini og goji berjum. Próteinduftið gefur gott vanillubragð og hefur þann kost að passa með nánast öllu. Það er því hægt að gera allskonar þeytinga án þess að hafa áhyggjur af því að vanillupróteinið eyðileggi fyrir. 

Hráefni:

 • 2 bananar (mega vera frosnir)
 • 2 bollar frosinn ananas
 • 1 bolli kókosmjólk frá Ecomil
 • 1 skeið af Sunwarrior vanillupróteininu

Allt sett í blandarann og blandað vel saman

-Njótið vel
Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og fást öll hráefnin þar.

Vegan Mexíkósúpa

Mér finnst alveg ótrúlega gaman að halda veislur og bara yfir höfum að bjóða fólki í mat. Súpur eru alltaf fullkomin kostur þegar halda á matarboð, maður einfaldlega hendir einhverju í pott og lætur það malla þar til gestina ber að garði. Gæti ekki verið einfaldara.

Mexíkóskar súpur með maísflögum og öllu tilheyrandi hafa lengi verið mjög vinsælar í veislum hér á landi. En það finnst mér ekki skrítið miðað við hversu góðar þær eru og hversu skemmtilegt er að bera þess háttar súpu fram. Ég fékk tengdaaforeldra mína í mat í vetur og ákvað þá loksins að láta verða að því að gera mína eigin vegan mexíkósúpu.

Ég ákvað að nota í hana Oumph! þar sem það virðist alltaf slá í gegn, ásamt því að mynda áhugaverðar umræður við matarborðið þegar einhver kveikir allt í einu á perunni að þetta sé ekki kjúklingur. Einnig hafði ég svartar baunir og maís í súpunni þar sem mér finnst hvoru tveggja algjör nauðsyn í alla mexíkóska rétti. Súpan sló algjörlega í gegn og síðan þá er ég oft búin að bera hana fram við alls konar tilefni, en hún er tilvalin í allt frá litlum matarboðum til fermingarveisla.

Hráefni (fyrir 5-6 manns)

 • 1 poki pure Oumph!
 • 3 msk kókosolía
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 rautt chilli (takið fræin úr fyrir mildari súpu)
 • cumin, paprikuduft, oregano, 1 msk af hverju
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • salt og pipar eftir smekk
 • 1-1 1/2 paprika (ég nota gula, græna og rauða í bland)
 • u.þ.b. 10 cm af blaðlauk
 • 2-3 gulrætur
 • 2 dósir gestus niðursoðnir tómatar
 • 1 krukka af salsasósu (230 gr)
 • 2 1/2 Kallo grænmetisteningar
 • 1600 ml vatn
 • 1 dós gestus svartar baunir
 • 100-150 gr af maísbaunum
 • 150 gr Sheese hreinn rjómaostur

Aðferð:

 1. Hitið kókosolíuna í stórum potti. Setjið Oumph!, hvítlauk, chilli og kryddin út í og steikið í góða stund.
 2. Skerið grænmetið í litla bita og bætið út í. Steikið í góðan tíma upp úr kryddunum eða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt.
 3. Setjið út í tómatana, salsasósuna, grænmetiskraftinn og vatnið og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið súpuna við meðalhita í góðan tíma, eða minnst 30 mínútur. Mér finnst best að leyfa súpunni að malla í allavega klukkutíma við lágan hita. Smakkið súpuna til og bætið út í kryddum eða krafti eftir smekk.
 4. Skolið baunirnar og bætið þeim út í þegar súpan hefur fengið að sjóða vel ásamt maísnum og rjómaostinum. Hrærið rjómaostinn við svo hann bráðni alveg og leyfið suðunni að koma aftur upp. 
 5. Ég ber súpuna fram ýmist með maísflögum, Oatly sýrðum rjóma, rifnum osti (ég mæli með Follow your heart), avocado og súrdeigsbrauði. En mér finnst einnig alveg nauðsynlegt að saxa smá ferskt kóríander og strá yfir.

Njótið vel
Júlía Sif

 

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Sumarlegt salat

Þar sem ég er vegan þarf ég yfirleitt alltaf að taka með mér nesti í vinnuna. Ég elda stórar máltíðir svo það sé nóg fyrir bæði mig og kærastann minn í hádegismat daginn eftir. Stundum henntar það þó ekki alveg, t.d. þegar að við förum út að borða eða höfum einfaldlega ekki tíma til að elda stóra góða máltíð, en þá er hægt að redda sér á alls konar vegu.

Ég á alltaf til grænmetisbuff eða bollur í frystinum til að grípa í og svo er úrvalið af fljótlegum vegan mat alltaf að aukast. Snemma í vetur kom á markaðinn skyndiréttur frá Allos. Þegar ég sá þetta ákvað ég að grípa nokkra pakka með og prófa. Við prófuðum að taka réttina með okkur í nesti en urðum ósátt hvað þeir eru lítið mettandi. Við hefðum örugglega þurft að taka þrjá hvort til þess að verða södd, en réttirnir voru aftur á móti virkilega bragðgóðir.

Um daginn ákvað ég að prufa mig áfram með réttina. Ég átti ennþá tvo pakka og þar sem við vorum ekkert rosalega spennt fyrir réttunum, ákvað ég að gá hvort ég gæti ekki kryddað örlítið uppá þá. Útkoman var æðislegt sumarsalat sem kom okkur báðum mikið á óvart. Við höfum verið dugleg að úbúa samskonar salöt og taka með okkur í nesti. Þau verða þó aldrei alveg eins því við nýtum það sem við eigum í ísskápnum hverju sinni. Salötin eru mettandi en þó frekar létt og henta því einnig vel sem hádegismatur á sólríkum degi. 

Ég skiptist á að nota grjón, bygg, kínóa eða kúskús. Svo set ég grænmeti, ávexti og fræ. Það er hægt að leika sér endalaust með þetta og finna hvað manni þykir best. Réttirnir eru bragðmiklir svo það er óþarfi að krydda salötin aukalega. 

Hráefni:

 • 1 pakki Allos vegan skyndiréttur
 • 1 bolli einhvers konar grunnur (Í þessu salati var ég með kúskús og kínóa í bland)
 • spínat
 • kirsuberjatómatar
 • epli
 • graskersfræ

Aðferð:

 1. Eldið skyndiréttinn eftir leiðbeiningum á pakkanum og sjóðið þann grunn sem þið hyggist nota. Mér finnst gott að sjóða kínóa og kúskús upp úr smá grænmetiskrafti.
 2. Leyfið skyndiréttinum og grunninum að kólna en á meðan er hægt að undirbúa restina af salatinu og blanda þessu svo saman þegar allt hefur kólnað vel.
 3. Ég sker spínatið, tómatana og eplin í litla bita svo auðvelt sé að borða salatið. Fræin set ég heil saman við.

Júlía Sif

Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

Við ættum öll að vera farin að átta okkur á því að dýraafurðir eru algjörlega óþarfar þegar kemur að bakstri. Við systur erum komnar með allskonar kökuuppskriftir á bloggið okkar og þær eru allar virkilega bragðgóðar. Súkkulaðikakan er vinsælasta uppskriftin okkar og við höfum ekki tölu á því hversu oft við heyrum hvað fólki finnst hún góð, okkur til mikillar ánægju. 

Það er ekkert erfitt að baka vegan köku. Hérna áður fyrr héldu margir að vegan kaka þyrfti að vera hrákaka búin til úr döðlum og hnetum. Svoleiðis kökur eru oft alveg æðislegar en það er algengur misskilningur að vegan fólk borði ekkert hveiti og engan sykur. Þess vegna átta margir sig kannski ekki á því að hægt sé að útbúa allar þessar hefðbundnu kökur í vegan útgáfu, án þess að nokkur taki eftir því að þarna sé um vegan köku að ræða. 

Í þetta skipti deilum við með ykkur uppskrift af gulrótarbollakökum. Þessa uppskrift er þó hægt að nota til að búa til klassíska tveggja hæða gulrótarköku. Við vorum í bollakökustuði í þetta skiptið svo þær urðu fyrir valinu. Þessi uppskrift er ein af okkar uppáhalds á blogginu, hún fær allavega sæti í topp fimm. Kökurnar eru hættulega góðar á bragðið. Ég held allavega að ég hafi ekki smakkað gulrótarköku sem var betri en þessi. 

Ég sit á flugvellinum í Stokkhólmi, á leið heim eftir frábæra heimsón til Íslands. Síðustu mínútur hef ég pirrað mig á gráti barnsins sem situr með foreldrum sínum við hliðina á mér, en á meðan ég skrifa þessa færslu man ég að Júlía pakkaði fyrir mig bollaköku til að taka með mér í nesti. Kakan hefur velkst um í boxinu og kremið er farið útum allt, en mér er alveg sama, kakan er svo góð að barnagráturinn hefur engin áhrif lengur. Þetta gæti hljómað svolítið ýkt en ég er ekkert að grínast, þessar kökur eru undursamlega góðar. 

Í kremið notuðum við uppáhalds rjómaostinn okkar frá Sheese. hann er nýkominn aftur til landsins eftir nokkurra ára pásu. Hann setur punktinn yfir i-ið í þessari uppskrift að okkar mati. Úrvalið af vegan vörum er orðið svo gríðarlegt á Íslandi. Margir líta svo á að það séu einungis góðar fréttir fyrir vegan fólk, en mér finnst að við ættum öll að njóta góðs af þessu úrvali. Maður þarf nefnilega ekkert að vera vegan til þess að nota vegan vörur. Margir eru hræddir við að prufa. Velja t.d frekar hefðbundinn rjómaost því þeir þekkja hann og eru óvissir um að þessi vegan sé jafn góður. Það er einmitt annar algengur misskilningur að vegan matur sé ekki jafn bragðgóður og annar matur. Þetta er alveg fjarri sanni, enda er fólk alltaf jafn hissa þegar það loksins þorir að smakka vegan mat og sér hvað hann er fjölbreyttur og bragðgóður. 

Nú erum við komnar með ansi margar uppskriftir sem henta vel í afmælisveislurnar, fermingar, útskriftir og önnur boð. Við hlökkum til að auka við listann. Við getum lofað því að þessi uppskrift svíkur engan! 

Hráefni (14-16 bollakökur)

 • 6 dl hveiti
 • 2 1/2 dl sykur
 • 3 tsk lyftiduft
 • 1 1/2 tsk matarsódi
 • 1 msk kanill
 • örlítið salt
 • 4 dl Oatly haframjólk
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1 1/4 dl olía
 • 1 msk eplaedik
 • 5 dl rifnar gulrætur

Aðferð:

 1. Blandið saman öllum þurrefnunum í skál.
 2. Hrærið haframjólkinni, vanillunni, olíunni og edikinu saman við þar til alveg kekklaust.
 3. Rífið gulræturnar og blandið þeim vel saman við.
 4. Setjið deigið í bollakökuform eða tvo kringlótt form og bakið í 20-25 mínútur í 180°C heitum ofni.
 5. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en að kremið er sett á.

Rjómaostakrem:

Aðferð:

 1. Byrjið á því að þeyta rjómaostinn aðeins einan og sér í hrærivél.
 2. Bætið þar næst smjörlíkinu og vanilludropunum útí og þeytið aðeins saman við.
 3. Setjið síðast flórsykurinn og þeytið kremið þar til fallega slétt og fínt.
 4. Smyrjið eða sprautið kreminu á bollakökurnar eða botnana og njótið.
 5. Við stráðum aðeins af valhnetum yfir kökurnar og fannst það koma alveg æðislega út.
   

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Betra en túnfisksalat

Hverjum hefði geta dottið í hug að kjúklingabaunir gætu líkst túnfiski? Ekki okkur að minnsta kosti. Við vorum mjög skeptískar þegar við heyrðum af því fyrst, að hægt væri að útbúa mæjónessalat með kjúklingabaunum sem minnti á túnfisksalat. Það tók okkur langan tíma að langa að prufa því við höfðum ekki háar væntingar. Við urðum því hissa þegar við loksins létum til skara skríða. Salatið svipar vissulega til túnfisksalats en er að okkar mati mun betra á bragðið og hefur ekki sterka lykt. Við getum því notið þess að borða salatið án þess að hafa áhyggjur af fólkinu í kring. 

Nýverið hóf Krónan að selja vegan mæjónes. Það eru nú þegar nokkrar tegundir á markaðnum en fyrst núna er hægt að kaupa vegan mæjó í íslenskri framleiðslu. Við ákváðum að nýta tækifærið og búa til gómsætar samlokur með kjúklingabaunasalati. Uppskriftin af salatinu er einföld, fljótleg og virkilega bragðgóð. Það kom mjög vel út að nota mæjónesið og við erum spenntar að prufa það í fleiri rétti.

Salatið er tilvalið á ritz kex og á samlokur. Það er líka gott útá grænt salat með allskonar grænmeti og graskersfræjum. Í þetta sinn ákváðum við að útbúa "djúsí" samlokur með káli, avókadó, tómötum, rauðlauk og kjúklingabaunasalatinu. Samlokan fékk að sjálfsögðu toppeinkunn hjá okkur. 

Hráefni:

 • 1 dós kjúklingabaunir
 • 1/2 lítill rauðlaukur 
 • 1/2 bolli frosnar maísbaunir (leyfið þeim að þiðna áður en þið setjið þær í salatið samt)
 • 4 sneiðar jalapeno
 • 2 kúfullar msk vegan Krónumæjónes
 • 1/2 tsk gróft sinnep eða dijon sinnep
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 1/2 tsk paprikuduft
 • salt og pipar eftir smekk
 1. Stappið kjúklingabaunirnar gróflega með kartöflustöppu eða gaffli. 
 2. Saxið rauðlaukinn og jalapeno-sneiðarnar niður og blandið saman við kjúklingabaunirnar ásamt restinni af hráefnunum.

Berið fram eftir því sem ykkur þykir best.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Fjórir Vegan Partýréttir

Eurovision er næstu helgi. Flestir Íslendingar fara í Eurovision-partý, hvort sem þeim þykir keppnin skemmtileg eða ekki. Það er alltaf fínt að hafa afsökun til þess að hitta vini og/eða ættingja, belgja sig út af allskonar grillmat og snarli og skemmta sér fram eftir kvöldi. 

Við systur elskum öll tilefni sem tengjast mat. Við elskum að útbúa spennandi rétti til að taka með í partý og matarboð. Það er samt svolítið algengt að í boðunum séu allskonar fjölbreyttar kræsingar en ekkert vegan fyrir utan saltaðar kartöfluflögur. Við ákváðum því í samstarfi við Krónuna að skella í fjóra gómsæta rétti sem eru fullkomnir fyrir Euro-partýin og allir ofur einfaldir og fljótlegir. 

 

1. Vegan eðla

Sko, þessi uppskrift er kannski engin svaka uppskrift, en þessi gómsæta heita ídýfa er ómissandi í alvöru partý. Ídýfan hefur verið vinsæl í langan tíma en síðustu ár hefur hún gengið undir nafninu ,,eðla." Við höfum gert vegan eðlu ótal oft, hún er alveg jafn góð og þessi sem við borðuðum hér áður fyrr. Nýlega hóf Krónan að selja uppáhalds vegan rjómaostinn okkar sem hefur ekki fengist hér á landi í rúm tvö ár. Það gleður okkur að sjálfsögðu mikið því okkur finnst hann langbestur í svona eðlu. 

 • 1 askja creamy Sheese original 
 • 1 krukka salsasósa
 • Follow your heart pizzeria blend ostur - það er undir hverjum og einum komið hversu mikið magn af osti er sett yfir, en við setjum vel af honum. Osturinn frá Follow your heart er einn af okkar uppáhalds vegan osti.
  Ath: Það er mismunandi hversu stórt eldfast mót fólk notar. Við miðum yfirleitt við að hafa sirka 1 cm þykkt af rjómaostinum, 1 cm af salsasósunni og setjum ostinn þannig að hann hylji allt. 
 1. Smyrjið rjómaosti í eldfast mót
 2. Hellið salsasósunni yfir
 3. Stráið osti yfir þannig að hann hylji vel
 4. Setjið inn í ofn á 200°c í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn
 5. Berið fram með snakki að eigin vali. Við notuðum tegund af Dorítós flögum sem er ný í verslunum hér á landi. Flögurnar eru í gulum pokum og heita Lightly salted. (Svart dórítos er líka vegan og mjög gott.)

Eins og við segjum, þetta er varla uppskrift, en það er ekki hægt að gera partýrétta færslu án þess að hafa þessa ídýfu með. 

2. Rocky road bitar

Næsta uppskrift er eiginlega svolítið ólík öllu sem við höfum smakkað. Þetta gómsæta sælgæti kallast Rocky road á ensku, en við vitum ekkert íslenskt nafn yfir bitana. Þetta var í fyrsta skipti sem við útbúum rocky road og urðum því að nota hugmyndarflugið. Það heppnaðist heldur betur vel og bitarnir eru ómótstæðilega góðir. 

 • 4 stykki Vego súkkulaði
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 1 tsk kókosolía
 • 2 bollar nammi að eigin vali (Við notuðum tvær tegundir af hlaupinu frá Bubs, saltstangir, lakkrísreimar frá Appolo og svolítið af heslihnetunum úr Vego súkkulaðinu)
 1. Bræðið vego súkkulaðið og suðusúkkulaðið ásamt kókosolíu
 2. Veiðið hneturnar uppúr súkkulaðinu þegar það er bráðið. Ef þið viljið hafa mikið af hnetum þá auðvitað hafiði þær bara í, en við notuðum sirka 1 msk af hnetunum því þær eru annars svolítið yfirþyrmandi. Ástæðan fyrir því að við notuðum Vego súkkulaðið er því það er langbesta súkkulaðið að okkar mati, það gjörsamlega bráðnar uppí manni. 
 3. Klippið lakkrísreimarnar í bita, brjótið saltstanginar niður og blandið saman við súkkulaðið í stóra skál ásamt hlaupinu og hnetunum
 4. Setjið smjörpappír í eldfast mót og hellið sælgætisblöndunni ofan í 
 5. Geymið í ísskáp í klukkutíma og skerið svo niður í munnbita

Við vorum ekkert smá ánægðar með rocky road bitana. Það er algjörlega valfrjálst hvaða sælgæti er notað en okkur fannst þessi blanda alveg fullkomin.

3. BBQ Oumph! salat með mæjónesi

Við fengum hugmyndina af næsta rétti í Pálínuboði fyrir rúmu ári. Þar var gómsætt BBQ-mæjónes salat borið fram með ritzkexi og við ákváðum strax að búa til okkar útgáfu af svoleiðis. Salatið er æðislegt og er fullkomið með kexi eða á samlokur. Júlía bauð uppá svona salat á kaffistofunni í vinnunni sinni fyrir stuttu og það sló í gegn. 

 • 1 poki Oumph - pure chunk. Við ætluðum að nota pulled Oumph því það inniheldur BBQ sósu. Það var hinsvegar ekki til í Krónunni í dag svo við tókum til okkar ráða og bjuggum til okkar eigin útgáfu
 • 1 miðlungs laukur - smátt saxaður 
 • 6 sneiðar af jalapenos - smátt saxað (það er undir hvern og einn komið hversu sterkt hann við hafa salatið) 
 • 3 dl BBQ sósa
 • 3 msk vegan mæjónes frá Follow your heart (Vegenaise)
 • örlítið salt
 1.  Ef þið notið pulled oumph er fyrsta skrefið ekki nauðsynlegt. Hinsvegar ef þið notið pure chunk mælum við með því að leyfa því að þiðna í sirka hálftíma, rífa bitana í sundur (við notuðum tvo gaffla í verkið), blanda þeim saman við BBQ sósuna í stórri skál og leyfa því að standa í marineringu í sirka hálftíma. 
 2. Steikið laukinn á pönnu í nokkrar mínútur
 3. Bætið jalapenos á pönnuna ásamt oumph-bitunum og steikið í sirka 10 mínútur
 4. Hellið blöndunni í skál og leyfið henni að kólna
 5. Blandið mæjónesinu saman við
 6. Berið fram. Okkur þykir gott að bera salatið fram með ritz kexi eða útbúa litlar samlokur t.d úr Baguette brauði

4. Smjördeigs-hnetusmjörs-súkkulaði-ávaxtasæla með vanilluís

Þennan "rétt" skálduðum við upp í morgun. Við vissum ekkert hvort þetta myndi koma vel út eða misheppnast hryllilega. Við urðum ekkert smá hissa á því hvað þetta smakkaðist æðislega vel en á sama tíma hissa yfir því að okkur hafi ekki dottið þetta í hug fyrr. Við höfum ekkert nafn yfir þessa dásemd. Okkur datt fyrst í hug að útbúa einhverskonar eftirrétta-pizzu en ákváðum svo að nota smjördeig. Það vita það ekki allir en smjördeig inniheldur sjaldan smjör og er því oft vegan. Það kemur sér einstaklega vel því smjördeig býður uppá allskonar möguleika. 

 • 3 plötur af smjördeigi. Við notuðum deigið frá TC brød
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 2,5 msk fínt hnetusmjör
 • 1 tsk flórsykur
 • ávextir að eigin vali - við notuðum banana og jarðarber
 • NadaMoo! vanilluís  - valfrjáls
 1. Leyfið smjördeigsplötunum að þiðna svona hálfpartinn
 2. Leggið plöturnar hlið við hlið, fletjið þær aðeins út og festið saman þannig þær myndi eina plötu. Gatið deigið vel með gaffli og útbúið smá kannt (það er gert svo sósan hellist ekki um allt þegar henni er smurt á)
 3. Bakið smjördeigið í 15 mínútur á 190°c eða þar til það verður örlítið gyllt
 4. Bræðið súkkulaðið og blandið saman við það hnetusmjörinu og flórsykrinum
 5. Smyrjið sósunni á smjördeigið þegar það er tilbúið og komið úr ofninum
 6. Raðið ávöxtunum á, sigtið flórsykur yfir og toppið að lokum með vanilluís. Þetta er bæði hægt að bera fram heitt og kalt, við smökkuðum bæði og fannst hvoru tveggja æðislegt. 

Vonandi gefa þessir réttir ykkur smá innblástur til þess að útbúa fjölbreytta veganrétti í Europartýunum næstu helgi, við erum allavega ótrúlega spenntar. 

 

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar. 

Minnislisti 1: Þegar ég er týnd

Suma daga líður mér eins og lífið mitt einkennist af þoku. Þá er ég ekki að tala um svona huggulega þoku sem hengur fyrir utan gluggann minn eins og falleg hvít slæða. Ég er að tala um þokuna sem lætur sér ekki nægja að læðast hægt um götur bæjarins, heldur treður sér inn fyrir útidyrnar og gluggana og smokrar sér inní hausinn á mér.

Hún er þung og blindandi og full af afbrýðissemi. Með allskonar brögðum tekst henni að fá mig til að gleyma því hvað ég er ástfangin af lífinu. Hún vill nefnilega að ég elski engan nema sig, og til þess að ég sjái alls ekki í gegnum hana gengur hún stundum undir öðru nafni og kallar sig ,,þægindarammann.”
Þokan vill að við höfum það þægilegt saman og henni er illa við allt sem er henni ókunnugt eða erfitt. Henni líður best í hausnum á mér þar sem hún er óhult og oftar en ekki grátbiður hún mig að vera bara heima og helst á náttfötunum. Hún segir að það sé notalegt, þægilegt og kósý…

Í fyrstu er þokan eins og góður vinur. Hún huggar mig, heldur í höndina á mér þegar ég er hrædd, og telur mér trú um að hún sé komin til að passa mig. Passa að ég geri ekki eitthvað sem gæti orðið erfitt eða valdið mér vonbrigðum. Hún hvíslar að mér að hún muni sjá til þess að enginn geti sært mig, gagnrýnt mig, hafnað mér eða gert lítið úr mér. Margir myndu halda að um sanna vináttu væri að ræða. Ég fell að minnsta kosti oft fyrir þessu.
Það tekur mig þó yfirleitt ekki langan tíma að átta mig á því að þokan er ekki komin til að hjálpa mér, þó hún haldi það kannski. Ég fer að sjá allskonar mynstur sem benda mér á að sambandið okkar sé eitrað. Hún ein hefur stjórnina og hún er frek og eigingjörn. Samskipti við umheiminn eru ekki henni að skapi og oftar en ekki hlýði ég. Það er einfaldast.

Fyrst þegar ég áttaði mig á þessu fylltist ég reiði. Mér leið eins og ég hefði verið í ofbeldisfullu sambandi í mörg ár og enginn hefði látið mig vita. Mín vanlíðan var öllum í kringum mig að kenna, það varaði mig enginn við. Eftir nokkurn tíma viðurkenndi ég þó loksins að ef ég ætti í ofbeldissambandi við einhvern þá væri það við sjálfa mig. Ég hafði búið þokuna til og hleypt henni inn. Ég hafði í rauninni beðið hana að koma í hvert skipti sem ég var hrædd við að takast á við vandamál, erfið verkefni eða sjálfa mig. Ég hafði beðið hana að vefja sig utan um mig eins og mjúkan bómul og telja mér trú um að ég þyrfti í rauninni ekki að takast á við neitt, að ég mætti vera heima og loka augunum fyrir því sem væri í gangi fyrir utan rammann. Þægindarammann.

Við þessa uppgötvun öðlaðist ég ákveðið vald sem ég vissi ekki að ég hefði. Ég sá að það er ég sjálf sem hef vald yfir tilfinningum mínum og það er enginn nema ég sem getur látið mér líða betur eða verr.  Með tímanum hef ég lært ákveðnar leiðir til þess að ýta þokunni frá svo ég sjái skýrar. Þrátt fyrir það á ég auðvelt með að leyfa þokunni að koma sér vel fyrir enn þann dag í dag. Það er nefnilega svo auðvelt að gleyma því hvað skiptir máli og sækjast í öryggið, flýja inn í ramman, breiða yfir haus.

Ég skrifa þessi orð sem áminningu fyrir sjálfa mig svo ég gleymi ekki hvað það er gott að elska lífið og hversu mikilvægt það er að elska sig sjálfa.
Ég ætla því að lista niður hlutina sem hjálpa mér við að draga frá sólu þegar þokan smeygir sér inn fyrir augun á mér og reynir að leiða mig burt frá lífinu.

1. Ég hlusta á tónlist.

Ég veit að það kann að þykja klisjukennt en tónlist er eitt það mikilvægasta í mínu lífi. Hún hefur áhrif á mig sem ég fæ ekki lýst. Mér þykir tónlistin magnað tjáningarform og hún hefur hjálpað mér í gegnum mörg erfið tímabil. Tónlistarval mitt ræðst algjörlega af því í hvernig skapi ég er, þess vegna er Spotify einn af mínum bestu vinum. Þar bý ég til ,,playlista" af lögum sem passa við allskonar tilefni. 
Hérna er listi af lögum sem ég hlusta á þegar mig langar að komast út úr þokunni og líða betur. Lögin eru vel valin og hafa líklega ekki sömu áhrif á ykkur öll og þau hafa á mig, enda upplifum við tónlist hvert á eigin hátt. Hinsvegar getur vel verið að listinn sé akkúrat það sem þið eruð að leita að og þess vegna ætla ég að deila honum með ykkur. Listinn heitir ,,In love with life” og inniheldur lög sem hjálpa mér að muna að elska lífið. Þegar ég set listann í gang líður mér eins og ég komist í annan heim og mér finnst tilveran breyta um lit. 

 

2. Ég fer í göngutúr.

Göngutúrar eru líklega besta ráðið sem ég get gefið þeim sem eru fastir í einhversskonar ,,fönki.” Þó myndi ég ráðleggja ykkur að vera viðbúin: þokan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að hindra ykkur frá því að reima á ykkur skóna. ,,Þú nennir ekkert í göngutúr. Kveiktu frekar á Netflix og renndu aðeins yfir Facebook í nokkrar mínútur... eða nokkra klukkutíma.” mun hún hvísla að ykkur. Eins og það er freistandi að hlýða og hjúfra sig undir teppi er svo óskaplega mikilvægt að gefa þokunni puttann og stíga út fyrir, allavega í nokkrar mínútur. Göngutúr þarf ekki að þýða klukkutímalöng ganga, það er hægt labba bara stuttan hring um hverfið. Ég hef alltaf notið þess að labba. Ég labba samt ekkert endilega til þess að labba. Oft fæ ég mér göngutúr því ég er svo spennt að hlusta á nýjan tónlist sem ég var að uppgötva, skemmtilega hljóðbók, hlaðvarp eða einfaldlega fuglasönginn. Með aldrinum finn ég þó hversu kær náttúran er mér. Ég get gleymt mér í nokkrar mínútur við það að horfa á fallegt tré og ég stend mig oft að því að verða gjörsamlega hugfangin af náttúrunni í kringum mig. Göngutúrar eru við allra hæfi. Þú getur fengið hreyfingu, hlustað á hugljúfa tónlist eða fræðandi hljóðbók, og virt fyrir þér umhverfið allt á sama tíma.  Það sem mér finnst samt oft skipta mestu máli er ferska loftið. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef legið uppi í rúmi nánast öskrandi úr gráti, liðið eins og lífið mitt sé að brotna undan fótum mér, eins og vandamál mín séu svo gríðarleg að engin leið sé að leysa úr þeim, ákveðið svo að fá mér göngutúr og komið heim eins og önnur manneskja. Yfirleitt þarf ekki meira en fyrsta andardráttinn sem ég tek þegar ég stíg út úr húsinu til að gjörbreyta líðan minni. Það er eins og ég átti mig skyndilega á því að mín gríðarstóru vandamál eru í raun svo agnarsmá þegar á heildina er litið. Þegar ég stíg svo aftur inn heima hjá mér er hausinn á mér mun skýrari og ég þar af leiðandi mun betur í stakk búin til þess að takast á við það sem hefur verið að hrjá mig.

3. Ég les, hlusta á hljóðbækur og hlaðvörp.

Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa. Þegar ég var barn og unglingur fór ég oft í gegnum eina bók á dag. Eftir því sem ég eldist les ég minna. Það olli mér lengi vel miklu hugarangri og hálfgerðu samviskubiti. Hljóðbækur hafa algjörlega breytt því. Ég sest kannski minna niður og les en ég myndi vilja, en í staðinn er ég dugleg að hlusta á hljóðbækur sem mér þykja áhugaverðar. Ég hlusta á þær í sporvagninum og strætó, þegar ég sinni heimilisstörfunum og þegar ég fer út að labba. Hlaðvörp eða ,,podcöst” hafa einnig breytt lífinu mínu til muna. Það er til ógrynni af virkilega áhugaverðum hlaðvörpum sem gefa mér mikinn innblástur og eru mörg hver mjög fræðandi. Það getur verið svo hughreystandi að hlusta á samræður fólks sem maður tengir við eða lítur upp til þegar manni líður illa. Ég mæli með Audible fyrir þá sem langar að finna skemmtilegar hljóðbækur. Uppáhalds hlaðvörpin mín eru The Rich Roll Podcast, Waking up with Sam Harris, Orð um bækur og Icetralia. Ég hlusta á þau í podcas-forriti í símanum mínum. 

4. Ég sinni verkefninu sem ég hef verið að forðast/hundsa.

Frestunaráráttu kannast flestir við. Við grínumst oft með hugtakið en mörg vitum við að frestunarárátta er ekkert grín. Við höfum líklega öll reynslu af henni en við vitum kannski ekki alltaf hvað veldur. Hvers vegna hlaupum við frá því sem er erfitt og látum sem það sé ekki til þar til við lendum á vegg og getum ekki hundsað það lengur? Ég get ekki talað fyrir okkur öll en ég geri það þegar ég er hrædd. Ég á það nefnilega til að verða svolítið hrædd og fullvissa sjálfa mig um það að mér muni ekki takast tiltekið verkefni. Ég á það líka til að mikla verkin fyrir mér og í þeim aðstæðum líður mér oft eins og það sé best að láta þau eiga sig. Þetta á við um allskonar verkefni, hvort sem það er að svara mikilvægum tölvupósti, borga reikninga eða jafnvel bara vaska upp. Eitt af því sem hefur hjálpað á þeim stundum, þegar verkefnin hafa hrannast upp og mér líður eins og ég sé að drukkna, er að velja mér eitt verkefni til þess að klára. Þó það sé ekki nema að vaska upp leirtauið sem hefur safnast saman, eða þurrka af eldhúsborðinu, gerir það heilmikið. Þegar ég er týnd í þokunni er það ákveðið afrek að klára eitt verkefni, sama hversu lítið það er. Þegar mér hefur liðið eins og ég geti ekki klárað neitt gefur það mér sjálfstraust að geta strikað eitt atriði af listanum. Trúið mér, oft er þetta mjög erfitt, en í hvert skipti er það þess virði. Þegar eitt verk er yfirstaðið sé ég oft að hin eru ekki endilega eins stór og ég hélt, og næ ég þannig að vinna mig niður listann. 

5. Ég geri eitthvað skapandi, og/eða útbý mér næringarríka máltíð.

Þegar þokan hefur komið sér vel fyrir hef ég engan áhuga á því að skapa. Ég gleymi hvað það er sem gefur mér hamingju og tilgang. Í þessu ástandi á ég jafnvel til að hætta að blogga, skrifa, taka myndir og syngja. Það er ekki vegna þess að mig hættir að langa að gera þessa hluti, heldur vegna þess að mér líður eins og ég geti ekki gert þá. Eftir því sem lengra líður verður það enn erfiðara og ef ég leyfi mér að sökkva dýpra fer mér að líða eins og ég kunni í raun ekki neitt. Ég fer að segja sjálfri mér að ég hafi kannski aldrei kunnað að blogga eða syngja, og sé því tilgangslaust að halda því áfram. 
Sem betur fer er ég farin að læra að svara þessum röddum þegar þær koma. Ég á að vita betur, og stundum geri ég það. Það sem hefur hjálpað mér að komast undan þessum hugsunum er að stilla klukkuna á símanum á tíu mínútur og setjast niður og skapa. Tíu mínútur eru ekki langur tími og í langflestum aðstæðum vel yfirstíganlegur. Þið trúið því ekki hvað þetta gerir mikið fyrir mig. Þegar ég stilli klukkuna og tek ákvörðun um að skapa eitthvað í litlar tíu mínútur gerist yfirleitt eitthvað innra með mér, þó það sé ónothæft ,,rusl" sem endar í tunnunni. Það kemur líka oft fyrir að ég slekk á klukkunni og ranka ekki við mér fyrr en nokkrum klukkutímum seinna með nýtt ljóð í höndunum. 
Það er svo merkilegt að þrátt fyrir að ég viti hvað það er sem gerir mig glaða og spennta fyrir lífinu er þessi rödd alltaf til staðar sem segir mér að það sé einfaldara að sleppa því að gera þá. Maður þarf bara að læra að þagga niður í röddinni og fylgja eigin innsæi.

Ástæðan fyrir því að ég hef eldamennsku með í þessum flokki er vegna þess að þegar ég elda þá er ég að skapa. Þegar ég gef mér tíma til þess að elda næringarríka og bragðgóða máltíð þá líður mér oft eins og ég sé að hugleiða. Þegar ég er dugleg að útbúa hollan og góðan mat á ég mun auðveldara með að segja þokunni að hypja sig og halda mínu striki. 

Að vera hreinskilin

Ég þarf að minna sjálfa mig á það oft á dag að það er ég sem ákveð hvernig ég kýs að lifa lífinu. Ég get ákveðið að sitja yfir sjónvarpinu í mörg ár vegna þess að ég er of hrædd til að lifa lífinu. Ég get líka ákveðið að slökkva á sjónvarpinu og opna augun fyrir því sem lífið hefur uppá að bjóða. Suma daga gleymi ég mér þó í þokunni og þá er erfitt að sjá skýrt. Eins og ég vildi óska að ég gæti skrifað færslu um það hvernig ég hleyp tíu kílómetra á hverjum degi og hugleiði í hálftíma langar mig frekar að vera hreinskilin. Þegar ég er týnd í þokunni er hlaup alls ekki á dagskrá. Hlutirnir á listanum gætu virkað ómerkilegir en þeir skipta mig mjög miklu máli þegar kemur að minni andlegu heilsu. Eins og ég sagði fyrir ofan er þessi færsla ákveðin áminning fyrir sjálfa mig því ég á oft erfitt með að muna hvað þessi atriði hjálpa mér mikið. Þó er ég alltaf að læra og ég passa mig að minna sjálfa mig á að ég þarf ekki að vera fullkomin, ég reyni að gera mitt besta og meira get ég ekki farið fram á. 

Ath: Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég hef sjálf aldrei verið haldin þunglyndi en ég á mínar hæðir og lægðir eins og flest allir og sumar lægðirnar leggast dýpra en aðrar. Færslan er skrifuð sem áminning fyrir sjálfa mig til að muna hvernig ég tek á lægðunum. Ég myndi að sjálfsögðu ekki ráðleggja einstaklingum sem glíma við þunglyndi að fara bara í göngutúr eða vaska upp, ég myndi ráðleggja þeim að leita sér hjálpar. 

 

Helga María

Auðveldir grill borgarar

Það er nauðsynlegt að eiga alla vegana eina skothelda hamborgara uppskrift á sumrin. Ég ákvað þar sem að það fer að styttast í vorið og sumarið og margir farnir að grilla að henda í eina slíka núna í páskafríinu. Það er ekkert mál að fá vegan borgara út í búð nú til dags en það er samt eitthvað við það að bera fram ljúfenga, heimagerða borgara.

Ég man þegar ég var yngri gerði ég stundum heimagerða borgara úr hakki sem voru ekki svo flóknir og þar sem mikið er til að vegan hakki nú til dags ákvað ég að útbúa borgara úr slíku, þar sem það er alveg ótrúlega einfalt og fljótlegt. Ég valdi nýjasta hakkið á markaðnum en það er hakk frá merkinu Linda McCartney og fæst í Bónus og Hagkaup. Ástæðan fyrir því að ég valdi það hakk er að það kemur í kílóa pakkningum og er fyrir vikið ódýrara en annað sem ég hef fundið.

Þegar ég geri heimagerð buff og bollur finnst mér lang best að gera mikið í einu og frysta frekar en að gera bara akkúrat það sem verður borðað. Úr þessari uppskrift koma 10 stórir borgarar en ég geri oftast eins marga borgara og ég þarf og rúlla svo litlar kjötbollur úr restinni og frysti. Þá get ég skellt þeim í ofnin einhvern tíman þegar tími til að undirbúa kvöldmat er takmarkaður.

Það er tilvalið að skella þessum á grillið í sumar en þeir eru ótrúlega vinsælir hjá mér hvort sem það er hjá grænkerum eða öðrum. Karamellaður laukur og bbq sósa gera þá virkilega bragðgóða og hakkið gerir mjög góða áferð. Ég hef hvern hamborgara stóran eða allt að 130gr en sú stærð hefur mér fundist best, en ég reikna oftast ekki með meira en einum á mann þar sem flestir virðast mátulega saddir eftir þessa stærð.

Mér finnst ofnbakaðar kartöflur vera algjör nauðsyn með góðum borgara en það er ótrúlega einfalt að útbúa svoleiðis. Ég einfaldlega sker kartöflurnar í þá stærð sem að mér finnst best, hvort sem það eru litlar franskar eða bátar. Svo helli ég örlítilli olíu og kryddblöndu yfir, og baka í ofninum við 210°C í u.þ.b. hálftíma. Þau krydd sem ég nota oftast eru: salt, pipar, laukduft, hvítlauksduft og paprikuduft.

Write here...

Write here...

Hráefni (10 stórir borgarar):

 • 600 gr Linda McCartney hakk + 300 ml vatn
 • 2 dósir svartar baunir
 • 1 laukur, smátt skorin
 • 3 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 tsk tímían
 • salt og pipar
 • 75 ml bbq sósa
 • 1/2-1 tsk cayenne pipar
 • 1 - 1 1/2  dl malað haframjöl
 • Valfrjálst: góð kryddblanda að eigin vali en ég setti 2 msk af best á allt kryddi frá pottagöldrum.

Aðferð:

 1. Steikið hakkið á pönnu með vatninu þar til það er heitt og farið að mýkjast vel. Tekur ekki mikið meira en 5 mínútur. Setjið hakkið í blandara eða matvinnsluvél og blandið í smá stund í einu þar til hakkið verður aðeins fínna, en þetta hakk er frekar gróft. Þegar búið er að blanda þetta lítur þetta út eins og frekar þurrt kjörfarst. Setjið hakkið í skál og til hliðar.
 2. Skerið laukinn smátt og pressið hvílaukinn á pönnu og steikið með tímíani þar til laukurinn mýkist vel. Ég steiki upp úr smá vatni en það má alveg nota olíu.
 3. Setjið í blandarann eða matvinnsluvélina baunirnar, bbq sósuna og kryddinn, og blandið þar til alveg maukað. Bætið því ásamt lauknum og haframjölinu út í hakkið og hrærið saman. Ég byrja á að setja 1 dl af haframjöli og ef degið er of blautt til að móta buff með höndunum bæti ég 1/2 dl við.
 4. Mótið buff úr deiginu en það koma 10, 130 gr borgarar úr einni uppskrift. Eins og ég sagði fyrir ofan er hægt að gera rúmlega af buffum eða litlar bollur úr afganginum og frysta.
 5. Bakið í ofni við 180°C í 25-30 mínútur ef það á að bera þá fram strax, en mér finnst það koma betur út þegar þeir eru eldaðir beint en að steikja þá. Ég hins vegar geri deigið oftast fyrirfram og set borgarana þá í 15 mínútur í ofninn, tek þá út og leyfi þeim að kólna alveg. Ef ég ætla að bera þá fram á næstu dögum set ég þá bara í ísskápin og steiki svo á pönnu eða set þá á grillið, þegar þar að kemur. Annars skelli ég þeim bara í frystin og tek út sirka tveimur tímum áður en ég steiki þá. Ég mæli ekki með að setja deigið beint á grill þar sem það er soldið mjúkt og blautt.

Ég bar borgarana að þessu sinni fram með ofnbökuðum kartöflum, fersku grænmeti, steiktum sveppum, bbq sósu og hvítlauksósu, en það er hægt að leika sér á óteljandi vegu með sósur og meðlæti. Ég ætla að láta uppskriftina af hvítlaukssósunni fylgja með.

Hvílaukssósa:

 • 200 ml vegan majónes (uppskrift af heimagerðu er hér)
 • 1/2 hvílauksgeiri
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1-2 tsk þurrkuð steinselja 

Aðferð:

 1. Hrærið öllu saman og leyfið að standa í ísskáp í 20-30 mín áður en borið fram.

Vegan Kransakaka

Litla systir okkar mun fermast núna í maí og er fermingarundirbúningurinn því í fullum gangi. Hún líkt og restin af fjölskyldu okkar systra er ekki vegan og verður fermingin því ekki vegan. Ég hef þó verið aðeins að troða vegan mat og þá sérstaklega eftirréttum inn í planið með því að bjóðast til að baka og þess háttar fyrir mömmu. Fermingarbarnið og mamma eru alveg til í að hafa vegan kökur og eftirrétti, þar sem þær vita báðar að munurinn á vegan bakkelsi og því sem er ekki vegan er engin og ólíklegt er að einhver muni kippa sér upp við þetta í veislunni.

Mamma spurði mig fyr á þessu ári hvort að ég gæti farið með systur okkar á kransakökunámskeið til þess að gera kransaköku fyrir ferminguna. Ég fór á slíkt námskeið fyrir mína fermingu sem var auðvitað mjög þægilegt. Það var alls ekki svo dýrt og eftir kvöldið áttum við heila kransaköku í frystinum tilbúna fyrir fermingardaginn. Kakan var og yrði núna auðvitað ekki vegan en mér fannst það ekki alveg nógu heillandi. Ég fór aðeins að kynna mér kransakökur og það hráefni sem notað er í þær og sá strax að það yrði ótrúlega lítið mál að gera vegan útgáfu að þessari ómissandi köku. 

Ég bauð systur minni því í staðin að koma bara í systrahelgi til mín og við myndum gera kökuna saman hérna heima í staðin fyrir að fara á námskeiðið og ó guð hvað það var góð hugmynd. Ég hafði aldrei getað ímyndað mér hversu einfalt var að gera svona köku og í þokkabót hversu ódýrt hráefnið í hana væri. Eftir góðan morgun af bakstri eða sirka fjóra klukkutíma stóðum við uppi með fallega köku fyrir innan við fjögurþúsund krónur.

Kakan kom ótrúlega fallega út og bragðast ennþá betur, en okkur fannst bara ennþá fallegra að það sæjist á henni að hún væri heimagerð. Við skreyttum hana á mjög hefðbundin hátt með smá glassúr og súkkulaðiskrauti. Það eru óteljandi falleg munstur og skrautmyndir á netinu sem hægt er að prenta út og sprauta súkkulaðinu eftir til að fá fallegt skraut en það er einmitt það sem við gerðum. Hægt að finna myndirnar sem við notuðum hérna fyrir neðan.

Best er að "tempra" súkkulaðið, en þá eru 2/3 af því súkkulaði sem nota á, brætt yfir vatnsbaði eg restinni svo hrært saman við þegar skálin hefur verið tekin af hitanum. Síðan er það sett í sprautupoka og leyft að kólna svolítið áður skrautið er búið til. Ef að súkkulaðið er of heitt rennur það út um allt og skrautið verður ekki jafn fallegt. Ég leyfði skrautin að vera í frysti í allavega 30 mínútur áður en ég festi það á kökuna.

Hráefni (fyrir meðalstóra köku (ca. 12-15 hringir)):

 • 1 1/2 kg marsipan
 • 600 gr flórsykur
 • 8-9 msk aquafaba (kjúklingabaunasoð)

Aðferð:

 1. Vinnið marsipanið í hrærivél eitt og sér þar til það hefur blandast vel saman.
 2. Bætið útí flórsykrinum 100 gr í einu og vinnið saman á milli.
 3. Setjið Síðast kjúklingabaunasoðið saman við 2 msk í einu, það þarf þó ekki að líða mjög langur tími á milli, einungis um 1 mínúta.
 4. Best er að gera deigið kvöldið áður en það er bakað og leyfa því að sitja í ísskápnum yfir nótt. Það er þó ekki nauðsynlegt en ég mæli með að leyfa deiginu að vera í ísskáp í allavega 1 klst áður en bakað er úr því.
 5. Skiptið deiginu í nokkra hluti og rúllið út lengjur um 1 cm á þykkt. Notið lófan til að pressa rúlluna ská niður öðrumegin svo hún verði að einskonar þríhyrning. Ef notuð eru kransakökuform er lítið mál að mæli fyrir hverjum hring en ef þau eru ekki til staðar en fyrsti hringurinn hafður 8 cm og svo bætt 3 cm við hverja lengju. Mótið hring úr lengjunum, annað hvort í formin eða á bökunarplötu og festið endana vel saman. Passa skal að smyrja formin með olíu eða öðru þess háttar ef þau eru notuð. Þrístið aðeins ofan á hringina með flatri plötu eða stórum flötum disk svo þeir verði sléttir og fallegir að ofan.
 6. Bakið hringina í 220°C heitum ofni í 8-9 mínútur eða þar til gullinbrúnir. Leyfið hringjunum að kólna aðeins í fominu eða á plötunni áður en þeir eru losaðir frá. 
 7. Sprautið fram og til baka eftir hringjunum með glassúrnum og raðir þeim svo saman eftir stærð. Gott er að festa hringina saman með því að setja smá bræddan sykur á milli.

Snjóhvítt glassúr

 • 4 msk aquafaba (kjúklingabaunasoð)
 • 300 gr flórsykur

Aðferð:

 1. Þeytið kjúklingabaunasoðið í hrærivél þar til það verður að stífri froðu.
 2. Bætið flórsykrinum út í 2 msk í einu og þeytið vel á hæstu stillingu á milli.
 3. Þeytið í góða stund þegar allur flórsykurinn er komin út í eða þar til myndast hefur skjannahvítt krem.
 4. Setjið í sprautupoka með litlu gati og sprautin fram og til baka eftir hringjunum.

 

Vonandi njótið þið vel
-Júlía Sif

Vilt þú vinna vegan páskaegg?

Ég hef ekki keypt mér páskaegg um páskana síðan ég gerðist vegan. Í staðinn hef ég lagt það í vana minn að kaupa mér bara uppáhalds vegan nammið mitt og háma það í mig á meðan að hinir gæða sér á eggjunum sínum. Úrvalið af vegan nammi er orðið svo gríðarlegt í dag að það er ekkert mál fyrir grænkera að njóta hátíðarinnar.

Þetta árið er þó hægt að fá vegan páskaegg í Krónunni en ég ákvað samt að búa mér til mitt eigið egg í fyrsta skipti. Páskaeggið í Krónunni er úr suðusúkkulaði en mig langaði í egg úr vegan mjólkursúkkulaði sem myndi minna meira á það sem ég var vön að borða áður. Ég hafði hugsað um að búa mér til páskaegg í svolítinn tíma en aldrei lagt í það. Ég ákvað að láta reyna á það og ég sé svo sannarlega ekki eftir því.

Það að gera heimagerð páskaegg var þó örlítið meira maus en ég hélt. Það var alls ekki flókið eða erfitt, það var bara aðeins tímafrekara en ég hafði gert ráð fyrir. Ég varð sem betur fer ótrúlega sátt með útkomuna sem gerði þetta allt þess virði.  Ég ætla að deila með ykkur mínum ráðum og því nammi sem ég notaði í eggin. Ég ætla auk þess að halda smá páskaleik og gefa heppnum lesenda eitt af þessum gómsætu páskaeggjum, stútfullu af sælgæti. 

Ichoc súkkulaðið er uppáhalds súkkulaðið mitt og því fannst mér tilvalið að nota það til að útbúa páskaeggin. Ichoc er vegan mjólkursúkkulaði gert úr hrísgrjónamjólk og það fæst í nokkrum tegundum sem eru allar ómótstæðilega góðar. Súkkulaðið hentaði fullkomlega í páskaeggin sem gerði mig að sjálfsgöðu virkilega glaða, það var mjög auðvelt að vinna með það og það harnaði vel. Páskaegg eru ekki alvöru páskaegg nema þau séu stútfull af gómsætu nammi. Ef maður ætlar á annað borð að belgja sig út af sykri verður maður að gera það almennilega. Ég fór því í leiðangur og valdi mitt uppaáhalds nammi til þess að setja inní eggin. Formin fékk ég í búðinni Allt í köku, en þar fást páskaeggjamót í öllum stærðum og gerðum. Ég notaði mót sem eru 19 centímetrar en mér finnst það mjög mátuleg stærð.

Hráefni í eitt egg:

 • 4 plötur Ichoc súkkulaði (320 gr) (Classic súkkulaðið henntar best en ég gerði líka úr hvíta súkkulaðinu og núggat súkkulaðinu)
 • það nammi sem hugurinn girnist (ég notaði eftirfarandi)
  • bubs hlaup (fæst í Krónunni)
  • biona hlaup (fæst í Nettó)
  • dökkt brak (fæst í Iceland)
  • lakkrís (flestur íslenskur lakkrís er vegan, fyrir utan fylltan lakkrís og lakkrískonfekt. ATH mjólkursýra er vegan og hefur ekkert með kúamjólk að gera)
  • svartur brjóstsykur
  • Hjúpaður lakkrís sem ég hjúpaði sjálf með classic súkkulaðinu

Aðferð:

 1. Það er nauðsynlegt að "tempra" súkkulaðið eins og það er kallað en þá er 2/3 af súkkulaðinu eða í þessu tilfelli u.þ.b. 200 gr brætt yfir vatnsbaði og hrært í á meðan. Þegar súkkulaðið er bráðið er það tekið af hitanum og restinni sem var tekin frá (1/3) bætt út í og hrært þar til allt er bráðnað.
 2. Súkkulaðinu er hellt í páskaeggjaformin og vellt um í góða stund. Mér fannst best að setja vel í fomin, velta því um og leggja fomin svo á hvolf yfir skálina í allt að 10 mínútur. Þetta er svo endurtekið nokkrum sinnum eða þar til frekar þykkt lag af súkkulaði hefur myndast í formin. Passa þarf að brúnirnar séu einnig þykkar svo auðvelt sé að festa eggin saman.
 3. Ef setja á eitthvað í súkkulaðið líkt og lakkrískurl eða krispies er best að setja eitt lag af súkkulaði fyrst í formin áður en kurlinu er bætt út í. 
 4. Formin þurfa síðan að sitja í frysti í allavega 30 mínútur eða þar til súkkulaðið hefur losnað frá plastinu. Þegar fomið er lagt á hvolf á eggið að detta auðvledlega úr.
 5. Til að festa eggin saman er best að vera með súkkulaði sem hefur verið "temprað" og leyft að kólna við stofuhita þar til það verður ágætlega þykkt. Munið að fylla eggin með nammi og málshætti áður en því er lokað.

Ég ætla að gefa eitt páskaegg hérna á blogginu en það verður egg sem hefur eina hlið úr venjulegu súkkulaði og eina út hvítu vanillu súkkulaði (eggið lengst til vinstri á myndinni). Gjafaleikurinn er í samstarfi við Nettó en þeir gáfu hráefni í eggið. Eggið er u.þ.b. 350 gr og inniheldur allt það nammi sem ég taldi upp hér að ofan. Til að taka þátt þarf einungis að skrifa athugasemd við þessa færslu og deila henni síðan á facebook. :) 

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó

Gleðilega páska
Veganistur